Morgunblaðið - 20.05.2020, Side 11

Morgunblaðið - 20.05.2020, Side 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Josy 23.990 kr. Donald Trump Bandaríkjaforseti sæt- ir harðri gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína um að hann taki daglega inn mal- aríulyfið hydroxychloroquine til að fyr- irbyggja að hann veikist vegna smits af kórónuveirunni covid-19. Skiptar skoðanir eru meðal lækna um hvort lyfið gagnist í þessum tilgangi og hefur það ekki hlotið samþykki bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Telja margir læknar það geta verið mjög skaðlegt fólki vegna aukaverkana. Meðal þeirra sem deilt hafa hart á Trump er Nancy Pelosy, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings. „Hann er forseti okkar,“ sagði hún, „og ég vil ekki að hann sé að taka eitthvað inn sem ekki hefur fengið blessun vísinda- manna, sérstaklega þegar tekið er tillit til aldurs hans og, við skulum segja, þyngdarflokks … sjúkleg offita er þetta kallað,“ sagði hún. Trump er 73 ára gamall. Við lækn- isskoðun í febrúar í fyrra kom í ljós að líkamsmassastuðull (BMI) hans er 30,4, en allt yfir 30 er skilgreint sem of- fita og er stundum talað um „sjúklega offitu“ í því sambandi. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í fulltrúadeildinni, sagði að ummæli Trumps um lyfjainntökuna væru hættuleg og ábyrgðarlaus. „Kannski er hann ekki að taka lyfið, ég veit það ekki,“ bætti hann við, „því forsetinn segir stöðugt ósatt.“ Trump kvaðst hafa byrjað að taka lyfið inn fyrir tíu dögum og tæki eina töflu á dag. Lyfjanotkunin gæti tengst því að fyrir tíu dögum kom í ljós að tveir starfsmenn forsetaskrifstofunnar í Hvíta húsinu voru smitaður af kór- ónuveirunni. Læknir forsetans, Sean P. Conley, segir að þeir hafi komist að þeiri niðurstöðu að varnaðaráhrif lyfs- ins vægju þyngra en hugsanlegar hlið- arverkanir. Í yfirlýsingu Lyfjastofnun- ar Bandaríkjanna 24. apríl var varað við að nota lyfið gegn kórónuveirunni nema að læknisráði og þá vegna sjúkrahúsdvalar eða lyfjatilraunameð- ferðar. Ummæli Trumps gagnrýnd  Lyfjaeftirlitið varar við notkun malaríulyfs gegn covid-19 AFP Trump Malaríulyfið getur haft aukaverkanir í för með sér. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tæplega 41 þúsund manns hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Bret- landi, þar af um tíu þúsund á dval- arheimilum aldraðra á Englandi og í Wales. Þetta kemur fram í tölum frá bresku hagstofunni sem birtar voru í gær. Þær miðast við 8. maí og er því líklegt að dauðsföllin séu orðin enn fleiri. Tölurnar eru byggðar á dánarvott- orðum þar sem skráð eru smit af völd- um kórónuveirunnar eða slíkt veiru- smit talið líkleg dánarorsök. Opinberar dánartölur bresku rík- isstjórnarinnar vegna kórónuveir- unnar eru lægri, rúmlega 35 þúsund manns. Ástæðan er sú að aðeins eru skráð dauðsföll þar sem hinn látni hafði verið skimaður fyrir veirunni og fengið jákvæða útkomu. En hvort sem miðað er við hærri eða lægri töluna er Bretland það land í Evrópu sem harðast hefur orðið úti í faraldrinum. Hvergi í álfunni hafa fleiri látist. Sætir ríkisstjórnin harðri gagnrýni fyrir það hve slælega hún tók á málinu í upphafi, sérstaklega hvað varðar skimanir fyrir veirunni. Undir það hefur þverpólitísk rann- sóknarnefnd þingsins tekið. Í bréfi til Boris Johnsons forsætisráðherra bendir nefndin á að vegna þess hve strangar takmarkanir voru á því hverjir gátu fengið skimun hafi fólk á elliheimilum orðið út undan. Efi um tölurnar í Rússlandi Í Rússlandi eru skráð tilfelli kór- ónuveirunnar orðin nær 300 þúsund og eru hvergi fleiri í heiminum að Bandaríkjunum undanskildum. Rúm- lega 2.800 eru látnir samkvæmt op- inberum tölum. Margir telja að þær tölur séu ekki réttar og mun fleiri hafi látist en skráðir eru. Stjórnvöld segja kórónuveiruna aðeins skráða sem dánarorsök þegar enginn vafi sé til staðar. Þá segja þau tilfellin landinu á niðurleið. Um 9.200 ný tilfelli greind- ust á mánudaginn, færri en nokkru sinni í þessum mánuði. Meðal þeirra sem hafa veikst er forsætisráðherrann, Mikhail Mishus- tin, en hann kom til starfa á ný á mánudaginn eftir þriggja vikna fjar- veru. Hann fagnaði því að tekist hefði að hafa hemil á fjölgun tilfella en kvað ástandið enn mjög erfitt. Um helmingur allra smita í Rúss- landi er í Moskvuborg og nágrenni. Þar er útgöngubann fram til loka maí- mánaðar og mega borgarbúar aðeins fara nauðsynlegra ferða, svo sem í búðir til matarkaupa. Sjálfstæð rannsókn á WHO Ársþing Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar (WHO) samþykkti í gær að fram skyldi fara sjálfstæð rannsókn á viðbrögðum hennar við kórónuveiruf- araldrinum. Var einhugur um þetta á þinginu sem fram fór á netinu. Ekki var tekið undir harða gagnrýni Bandaríkjanna á stofnunina að und- anförnu. Í gær sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að yrðu ekki um- talsverðar umbætur gerðar hjá WHO, án þess að hann tilgreindi hverjar þær ættu að vera, myndu Bandaríkin hætta með öllu fjárveit- ingum til stofnunarinnar. Yfir 40 þúsund látist í Bretlandi  Dauðsföll vegna kórónuveirunnar hvergi fleiri í Evrópu en í Bretlandi  Bresk stjórnvöld sæta harðri gagnrýni  Efasemdir um að tölur Rússa um látna séu réttar  Rannsókn á viðbrögðum WHO AFP Moskva Unnið var við sótthreinsun í Leníngradsky-lestarstöðinni í gær. Tillaga Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Emmanuels Macr- ons, forseta Frakklands, um stofnun 500 milljarða evru neyðarsjóðs Evr- ópusambandsins til styrktar efna- hag aðildarríkja sem illa hafa orðið úti í kórónuveirufaraldrinum, felur í sér eftirgjöf af beggja hálfu. Málið dróst á langinn vegna þess að Merk- el vildi að hjálparsjóðurinn veitti ríkjunum lán en ekki styrki og Macron vildi að fjárhæðin sem rynni í sjóðinn væri helmingi hærri, þús- und milljarðar evra. Merkel og Macron þurfa að fá samþykki leið- toga annarra aðildarríkja ESB fyrir tillögu sinni. Er framkvæmdastjórn sambandsins að vinna að útfærslu hennar og von á henni í næstu viku. Nokkur ESB-ríki eru andvíg styrktarsjóði og kjósa frekar lán- veitingar. Áréttaði Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, þá afstöðu á mánudaginn. Ítalía og Spánn, þar sem ferðaþjónustan hefur hrunið vegna kórónuveirunnar, binda mikl- ar vonir við styrktarsjóðinn til endurreisnar efnahagslífi landanna. Verði sjóðurinn að veruleika felur hann í sér mikla stefnubreytingu af hálfu ESB sem lagðist gegn öllum slíkum hugmyndum í fjármála- kreppunni fyrir rúmum áratug.  Bæði Merkel og Macron gáfu eftir Styrkir komi í stað lána Gestur virðir fyrir sér sýningargripi í Kapítól- safninu í Róm í gær. Nokkur hópur fólks hefur lagt leið sína í minja- og listasöfn borgarinnar eft- ir að þau voru opnuð á mánudaginn. Skylt er að bera andlitsgrímu og virða tveggja metra fjar- lægð frá öðrum gestum. Hleypt er inn í söfnin í hópum því takmarkaður fjöldi fólks má vera inni í einu. Upplifun gesta á sýningunni er því afar óvenjuleg. Ítalskar menningarstofnanir opnaðar á ný AFP Listasöfnin á tíma kórónuveirunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.