Morgunblaðið - 20.05.2020, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikillgróður-eldur
kviknaði í Borg-
arfirði í fyrradag
og stóð slökkvi-
starf yfir fram á nótt. Elds-
upptök voru í Norðurárdal þar
sem fyrir er mosi, kjarr og
lyng. Um 100 manns börðust
við eldinn. Auk björgunar-
sveita og tiltæks mannskapar
var kallað til lið frá Akranesi
og Suðurnesjum. Var slökkvi-
starfið erfitt og flókið.
„Þetta er eins djöfullegt og
hugsast getur, að fá eld í þetta.
Það eru um þrjú þúsund ár síð-
an talið er að Grábrók hafi gos-
ið síðast. Það má því gera ráð
fyrir að mosinn sé ekki mikið
yngri en það, en hann er yfir-
leitt um 20 sentimetra þykkur,
og meira en það sums staðar,“
sagði Bjarni Þorsteinsson,
slökkviliðsstjóri Borgar-
byggðar, í samtali við mbl.is í
gær.
Þetta er ekki í fyrsta skipti
sem gróðureldar kvikna á
þessum slóðum. Sem betur fer
varð ekki manntjón. Hins veg-
ar kom berlega í ljós hvað lítið
þarf til að eldur breiðist út ef
gróður er þurr.
Ekki er vitað hvernig eld-
arnir í Norðurárdal kviknuðu.
Líklegt verður þó að telja að
það hafi verið af mannavöld-
um. Talið er að níu af hverjum
tíu gróðureldum á Íslandi
verði af völdum manna. Slíkir
eldar kvikna ekki
hér á landi nema
eldingu slái niður.
Það er því full
ástæða til að
minna á að fara
varlega með eld og átta sig á
því að það þarf ekki að vera
hlýtt í veðri til að eldar logi ef
lítið hefur rignt og gróður er
skraufþurr.
Hér blossa reglulega upp
gróðureldar og hefur jafnvel
tekið marga daga að ráða nið-
urlögum þeirra. Hafa sérfræð-
ingar sagt að búast megi við að
þeir verði tíðari samfara
hlýrra veðurfari og aukinni
gróðursæld.
Sveitarfélög eru mörg lítt
búin til að takast á við slíka
elda og hafa þau verið hvött til
að gera áætlanir um hvernig
að því skuli staðið. Þá hefur
verið varað við þeirri hættu
sem getur skapast kvikni gróð-
ureldar þar sem eru miklar
sumarhúsabyggðir eða skóg-
rækt. Í fyrra lýstu Almanna-
varnir yfir óvissustigi á Vest-
urlandi vegna langvarandi
þurrka og var virkjuð við-
bragðsáætlun vegna gróður-
elda í Skorradal, þar sem gróð-
ur er mikill og þéttur. Var fólk
þá beðið að fara með gát,
kveikja ekki elda og bent á að
neisti frá útblæstri bíls gæti
dugað til að kveikja eld.
Hér er að mörgu að huga og
gæti orðið dýrkeypt að vera
ekki viðbúinn.
„Eins djöfullegt
og hugsast getur
að fá eld í þetta“ }
Eldur í uppsveitum
Í gær lauk á Al-þingi annarri
umræðu um lítið
mál af jákvæða
taginu, en þar er
um að ræða frum-
varp til laga um
breytingu á lögum um stimpil-
gjald og snýr að afnámi stimp-
ilgjalds af skjölum varðandi
eignayfirfærslu skipa. Í grein-
argerð með frumvarpinu er vís-
að til sjónarmiðs um jafnræði
atvinnugreina, en um nokkurra
ára skeið hefur svo háttað til að
skip yfir fimm brúttótonnum
eru einu atvinnutækin sem
bera stimpilgjald þegar eigna-
yfirfærsla á sér stað.
Þetta er nokkuð sérstakt og
ekki síður það, sem einnig segir
í greinargerðinni, að engan
rökstuðning sé að finna fyrir
þessari vægast sagt sér-
kennilegu sérstöðu í lögskýr-
ingargögnum gildandi laga.
Þá segir þar að þessi breyt-
ing muni bæta „rekstrar-
umhverfi skipa á Íslandi, leiða
til sambærilegra rekstrar-
umhverfis líkt og hjá erlendum
samkeppnisaðilum og styðja
sérstaklega við íslenskan sjáv-
arútveg sem er í
mikilli alþjóðlegri
samkeppni“. Ekki
er alltaf mikill
skilningur á síðast-
nefnda atriðinu í
umræðunni hér á
landi, sem fer gjarnan fram
líkt og þátttakendur telji að ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki
stundi engin alþjóðaviðskipti
og eigi ekki í nokkurri sam-
keppni við útveg annarra
þjóða. Hvað þá að sú staðreynd
þyki skipta máli að erlendur
sjávarútvegur er gjarnan
niðurgreiddur af hinu opin-
bera, sem gerir enn brýnna að
tryggja sem best rekstrar-
umhverfi hér á landi.
En þrátt fyrir þessi augljósu
rök fyrir því að aflétta þessum
skatti af þessari einu atvinnu-
grein létu þingmenn samfylk-
ingarflokkanna, Pírata, Við-
reisnar og Samfylkingar, sig
hafa það að rísa á fætur og
mótmæla þessari litlu skatta-
lækkun. Sá fjandskapur í garð
sjávarútvegsins og um leið
stuðningur við rangláta og of
háa skatta kemur því miður
ekki á óvart.
Samfylkingarflokk-
arnir missa aldrei af
tækifæri til að ráð-
ast á sjávarútveginn }
Unnið að afnámi ranglætis
F
yrir fámenna þjóð eins og Ís-
lendinga er fátt mikilvægara en
traust alþjóðasamstarf sem hef-
ur í heiðri þau gildi sem okkur
eru kærust. Umræðan um að
best sé að einangra okkur frá þeim þjóðum
sem við eigum mest sameiginlegt með er
skaðleg.
Breska ríkisstjórnin er svo heillum horfin
að hún margneitaði að taka þátt í innkaupum
Evrópuríkjanna á búnaði vegna kórónuveir-
unnar. Litið var til leiðtogans vestan Atlants-
ála sem taldi veiruna vera skæða flensu. Guð
má vita hve mörg mannslíf þetta blinda of-
stæki hefur kostað.
Þó að utanríkisráðherra Íslands hafi enn
ekki skýrt það í hverju hin miklu tækifæri Ís-
lands í Brexit eru fólgin verður að hrósa hon-
um fyrir það hve staðfastlega hann styður aukaaðild Ís-
lendinga að sambandinu í gegnum EES-samninginn. Í
Reykjavíkurbréfi Moggans er talað er um hinar „bein-
lausu undirtyllur búrókrata í Brussel“ í utanríkisráðu-
neytinu, þannig að ráðherrann hlýtur að vera á réttri leið.
Ríkisstjórnin afþakkaði í liðinni viku þátttöku Íslands í
uppbyggingu frá Atlantshafsbandalaginu með vísan í það
að einn ríkisstjórnarflokkurinn sé á móti stríði. Einleikur
eins flokks er á ábyrgð hinna.
Eru þeir flokkar fylgjandi stríði sem vilja taka þátt í
virku varnarbandalagi? Auðvitað ekki. Danir, Norðmenn,
Eistar, Lettar og Litháar fengu allir að kenna á því að
þegar til kastanna kemur er einhliða yfirlýsing um hlut-
leysi einskis virði. Allar þjóðirnar eru nú reynsl-
unni ríkari í NATO, sem ásamt Evrópusamband-
inu er áhrifamesta friðarbandalag sögunnar.
Evrópuandstæðingar eiga auðvelt með að
finna sér ástæður fyrir einangrunarstefnunni.
Einn daginn er það vegna þess hve ofursterkt
sambandið sé, næsta dag hæðast þeir að veik-
leikum þess. Reglulega er spáð upplausn sam-
bandsins eins og hún yrði heillaspor fyrir alla.
Morgunblaðið spyr í fyrrnefndu bréfi:
„Springur myntbandalagið með hvelli? Liðast
ESB í sundur? Eða verður þessi krísa notuð til
að þröngva aðildarþjóðunum síðasta skrefið inn í
formlegt sambandsríki með seðlabanka sem sæt-
ir engum takmörkunum þjóðríkjanna og fær að
beina fjármunum úr sameiginlegum sjóðum frá
ríkari löndum til þeirra sem höllum fæti standa?
Hagfræðingar verða að svara því hvort slíkar að-
gerðir eru til þess fallnar að leysa hin undirliggjandi
vandamál.“
Einn helsti leiðtogi frjálslyndra í Evrópu, Guy Verhof-
stadt, hefur barist fyrir því að sambandið styðji þau ríki
sem verst hafa komið út úr kórónuveirunni með sameigin-
legri ábyrgð á 500 milljarða evru sjóði. Merkel og Macron
hafa nú tekið undir þessa tillögu og gert að sinni og hag-
fræðingar styðja hana. Vonandi tekst með samtakamætti
að koma efnahag allra þessara þjóða á réttan kjöl. Við
græðum nefnilega líka á því að aðrir geti ferðast til Íslands
og keypt íslenskan fisk.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Hroki og hleypidómar
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vegna staðsetningar Fisk-vinnslunnar Odda á fiskeld-issvæðinu á suðurfjörðumVestfjarða og nálægðar við
stærsta laxasláturhús landsins á
fyrirtækið að geta framleitt hágæða
flök sem unnin eru áður en dauða-
stirðnun laxins hefst. Afurðir af þeim
gæðum eru meðal annars eftirsóttar í
sushi-rétti um allan heim.
Megnið af íslenska eldislaxinum
er flutt heilt og ferskt í frauðkössum á
markaði austan hafs og vestan og
einnig til Asíu. Nokkur fiskvinnslu-
fyrirtæki hafa flakað lax fyrir eldis-
fyrirtæki eða keypt og flakað á eigin
reikning og selt á erlenda markaði.
Fleiri eru að huga að þeim málum.
Verðmæti laxaafurða eykst
minna við laxaflökun og kostnaður við
hráefnið er hærra hlutfall en við al-
menna fiskvinnslu. Þess vegna er
mikilvægt að nýting hráefnisins sé
sem best og nýttir séu þeir markaðir
sem gefa hæst verð.
Tækni tryggir nýtingu
Fiskvinnslan Oddi á Patreksfirði
hefur fjárfest í nýjustu og bestu
vinnslulínunni sem nú er völ á hjá
Marel og hefst flökun þar og útflutn-
ingur í haust. Nýting hráefnisins á að
verða eins og best verður á kosið.
Vinnslulínan er tölvustýrð og sjálf-
virk, allt frá innmötun til hausunar,
flökunar, snyrtingar og pökkunar.
Áætlað er að þörf verði á að bæta við
14-16 starfsmönnum til að vinna úr
2.500 til 3.000 tonnum af laxi á ári.
„Við munum leggja áherslu á að
vinna laxinn fyrir dauðastirðnun. Það
er eftirsótt vara hjá veitingahúsum en
getur líka farið í reykhús,“ segir
Skjöldur Pálmason, framkvæmda-
stjóri Odda. Fyrirtækið hefur samið
við Arnarlax og Arctic Fish um kaup
á hráefni en sláturhús Arnarlax á
Bíldudal slátrar fyrir bæði eldisfyrir-
tækin. Þar er fiskurinn undirkældur
og fær Oddi hann því í besta mögu-
lega ástandi.
Markaður fyrir lax er í aðalatrið-
um tvískiptur, annars vegar stór-
markaðir sem meðal annars selja lax-
inn í neytendaumbúðum og hins
vegar veitingahúsamarkaður sem vill
fá laxinn flakaðan. Þessi vinnsla fer
nú að mestu leyti fram úti í Evrópu.
Arnarlax var með hugmyndir í upp-
hafi um að vinna laxinn í bita á Bíldu-
dal og frysta og voru keypt einhver
tæki til þess. Eðalfiskur í Borgarnesi
hefur flakað mikið af laxi fyrir Fisk-
eldi Austfjarða og þar hefur orðið til
mikil þekking á laxavinnslu á löngum
tíma. Fleiri fyrirtæki flaka lax, í
smærri stíl.
Vinnsla Odda verður stærri og
með betri tækjabúnaði en hér hefur
áður þekkst.
Hörð samkeppni
Í upphafi verður lögð áhersla á
flök en Skjöldur útilokar ekki að af-
urðirnar verði þróaðar frekar og farið
að pakka í neytendapakkningar á
Patreksfirði. Einnig komi til greina
að frysta bita.
Stjórnendur fyrirtækisins og
sölumenn eiga mikið verk fyrir
höndum. Skjöldur segir að gríðarlega
hörð samkeppni sé á þessum mark-
aði. Þar eru fyrir á fleti stórar
verksmiðjur. Bindur hann vonir
við að góð nýting og hágæðavara
sem minna framboð er af í heim-
inum en almennum laxi skapi fyrir-
tækinu sérstöðu og hjálpi því að
komast inn á markaðinn. Markaðs-
starf er í fullum gangi. Reiknar
Skjöldur með að hluti af við-
skiptavinum fyrirtækisins í
hvítfiski kaupi af þeim lax til
dreifingar og vonandi bætist
nýir kaupendur við.
Aðstaða til að fram-
leiða hágæða afurðir
Fiskvinnslan Oddi hefur starfað
í um 50 ár. Skjöldur Pálmason
segir að til þess að stækka
fiskvinnsluna á hefðbundinn
hátt þurfi að fjárfesta í kvóta
fyrir fiskiskipin og í vinnslunni
fyrir marga milljarða. Hann gef-
ur ekki upp kostnaðinn við að
koma upp vinnslu á laxi en seg-
ir hana aðeins brot af kostnaði
við að stækka hvítfiskvinnsl-
una. Þetta sé því ódýr leið til
að stækka og styrkja fyrir-
tækið. Laxinn er verðmætari en
annar fiskur og er reiknað
með að velta fyrirtækisins
tvöfaldist með því að
bæta 2.500 til 3.000
tonnum af laxi við þau
4.500 til 5.000 tonn af
fiski sem nú fer í
gegnum
fisk-
vinnsl-
una.
Ódýr leið til
að stækka
LAXAVINNSLA
Skjöldur
Pálmason
Ljósmynd/Aðsend
Flökun Oddi er í góðri aðstöðu til að framleiða hágæða laxaflök. Afurðir
eins og ætlunin er að framleiða á Patreksfirði eru eftirsóttar í sushi-rétti.