Morgunblaðið - 20.05.2020, Side 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Hornsófi Chicago
2 horn 3, hægt að panta sem tungusófa,
U sófa eða bara eins og hentar.
Grásleppuveiðar
stöðvaðar, ástæðan:
ráðgjöf frá Hafrann-
sóknastofnun var að
klárast. Ráðgjöf þessi
hefur verið deilumál
milli manna og Hafró
og sama hvaða gögn
eru sýnd til að sýna
fram á að stuðull
hennar við útreikning
fyrri ára sé rangur,
þá hreyfa þeir sig
ekkert. Aðferð þeirra við að finna
út afla á árunum 1985 til 2008 er
svo röng að furðu sætir, að menn
sem telja sig vísindamenn skuli
falla í þessa gryfju. Að notast við
gögn úr gömlum afladagbókum er
bara ekki hægt nema í besta falli
sem viðmið. Ég þekki engan, sem
skráir afla í afladagbók, sem gerir
meira úr afla sínum, frekar að
skrá minni afla. Hér á árum áður,
þegar grásleppa var skorin úti á
sjó og einungis komið í land með
hrognin, voru menn að giska á
afla dagsins út frá magni hrogna í
tunnunum. Slattar í tunnum voru
stundum ekki skráðir og stundum
var verið að fylla út þessar bækur
nokkrum dögum seinna og skáld-
skapurinn eftir því. Að vísinda-
menn skuli notast við svo vafasöm
gögn við útreikning á hvað má
veiða er, – ja mig skortir orð til að
lýsa þessari heimsku.
425 kg af óslægðri grásleppu
þarf í fulla 105 kg hrognatunnu
samkvæmt útreikningum þessara
manna hjá Hafró, ekki vildi ég
kaupa tunnur sem þeir verka því
það þarf 21,6 kg af
aukasalti til að fylla
þær, hrognin hljóta
því að vera brimsölt.
Þegar ég var að salta
þurfti yfirleitt 170-180
grásleppur til að fá í
eina saltaða tunnu,
meðalþyngd grá-
sleppu er 3 kg og því
þarf samkvæmt þessu
510 til 540 kg af grá-
sleppu í tunnuna, sem
hljómar svipað og
þeir gömlu sögðu; það
þyrfti 550 til 600 kg í
tunnu. Ráðgjöfin er því röng sem
nemur þessum mismun, u.þ.b.
20%. Svo má lengi deila á þá að-
ferð að meta stofnstærð út frá afla
í togararalli; af hverju nota þeir
þá ekki togararallið til að gefa út
loðnu- og síldarkvóta eftir maga-
innihaldi þorsks? Það er alveg jafn
gáfulegt og hin vitleysan.
Margir grásleppusjómenn eru
foxillir út í hvernig ráðherra fram-
kvæmdi þessa stöðvun veiða,
stuttur fyrirvari og margir lentu í
vandræðum við að ná netunum
upp í tæka tíð. Flestir náðu aðeins
að nýta helming sinna daga og
margir enn minna og hluti veiði-
manna gat ekki byrjað. Ráðherra
ákvað að innra svæðið á Breiða-
firði fengi allt að 15 daga til veiða.
Ef ráðherra er samkvæmur sjálf-
um sér í því að hann sé að fylgja
ráðgjöf Hafró þá fá bátar á
Breiðafirði 0 daga því aflinn er
kominn fram úr ráðgjöf. En hvað
gat ráðherra gert eins og staðan
var orðin? Hann gat ekki gert
neitt annað. Hins vegar má deila
um það hvort hann hafi gefið út of
marga daga í upphafi, sumir telja
að strax 10. apríl hefði hann átt að
fækka veiðidögum en það var ekki
gert og þetta er niðurstaðan.
Verið er að vinna í því að fá
vottun á íslensk grásleppuhrogn
og er ein grunnforsenda þess að
farið sé eftir ráðgjöf. Ef veiðar
verða heimilaðar án aukningar á
ráðgjöf er næsta víst að vottunin
mun ekki skila sér í hús, sem þýð-
ir lægra verð og jafnvel illseljan-
legar afurðir næstu ára. Því finnst
mér það ábyrgðarleysi hjá bæjar-
ráði Stykkishólms að fara fram á
að allir fái sína 44 daga.
En hvað getur ráðherra gert til
að bæta mönnum upp þetta veiði-
tap? Fordæmi eru fyrir því að út-
gerðir hafi fengið bætur þegar
stöðva hefur þurft veiðar, t.d.
skelbætur. Eðlilegt fyndist mér að
þeir bátar sem ekki fengu að veiða
fái bætur í stað þess að veiða um-
fram ráðgjöf. Framkvæmd þess-
ara bóta getur verið á marga vegu
og t.d. væri hægt að miða við að
þeir sem hafa stundað grásleppu
síðustu þrjú ár fengju fullan
skammt, tvö ár fengju tvo þriðju
og eitt ár þriðjung.
Hvað á að gera til að koma í
veg fyrir að þetta ástand komi
upp aftur? Ég held að eina færa
leiðin sé að kvótasetja grásleppu,
þá er hægt að stjórna þessum
veiðum og menn vita hvað þeir fá
að veiða í upphafi vertíðar og geta
skipulagt sínar veiðar út frá því.
Einnig býður kvótasetning upp á
þann möguleika að veiðimenn geti
stjórnað að hluta til verði, þá
verður enginn pottur þar sem allir
keppast við að veiða sem mest á
sem skemmstum tíma. Einnig ger-
ir kvótasetning mönnum kleift að
taka net í land vegna ótíðar.
Margir óttast að kvótinn lendi á
fárra manna höndum; verksmiðjur
kaupi upp kvótana. Ég hef ekki
miklar áhyggjur af því. Grásleppa
er ekki eins og annar fiskur sem
veiðist allt árið, t.d. hér fyrir
norðan er veiðin yfirleitt frá mars
til loka maí, eflaust er hægt að
byrja fyrr en lokin verða alltaf í
maí, það er sjálfhætt þá.
Að safna miklum heimildum í
grásleppu verður ekki raunin held
ég. Það er hægt að setja veiði-
skyldu á hana umfram aðrar teg-
undir. Það verður alltaf einhver
hagræðing, sumir hætta og svo
eru það þessir menn eins og ég,
sem eru með ólæknandi grá-
sleppuvírus sem engin lyf eða
meðferð er til við, sem verða alltaf
á grásleppu, sama hvað konan,
heilsan og annað segir.
Svo í lokin: Við grásleppusjó-
menn verðum að leggjast í það að
markaðssetja afurðir grásleppu
sem frygðaraukandi mat eða jafn-
vel lyf, við þurfum að selja meira
af henni. Svo mætti reyna að
framleiða úr henni efni til að
sprauta í varir og brjóst. Mér sýn-
ist margar konur vilja líkjast grá-
sleppum.
Fleira var það ekki.
Nokkur orð um grásleppu
Eftir Þórð
Birgisson » Ja, mig skortir orð til
að lýsa þessari
heimsku.
Þórður
Birgisson
Höfundur er sjómaður.
Karlar sneiða hjá
námi í háskólum og
hverfa hópum saman
úr námi í framhalds-
skóla. Þróunin er ugg-
vænleg. Nú er svo kom-
ið að konur eru í
miklum meirihluta
meðal háskólanema.
Þær útskrifast fleiri á
flestum sviðum, en nær
eingöngu í hugvísind-
um, samfélagsvísindum
og heilbrigðisvísindum. Ýmiss konar
kvenna- og kynfræði eru vinsælar
undirgreinar. Um sjötíu af hundraði
háskólanema eru konur víðast hvar á
Vesturlöndum. Kvenfrelsarar ráða
víða lögum og lofum í æðri mennta-
stofnunum. Ofbeldi – meira að segja
líflátshótanir – í garð þeirra sem
neita að meðtaka rétttrúnaðarboð-
skapinn eða komast að óhentugum
niðurstöðum fyrir málflutning þeirra
er áberandi. Vísindum og fræðum
stafar ógn af kvenfrelsunaryfirgangi,
bæði hvað stjórnun háskóla og iðkun
varðar. Sama ógn snýr að sjálfum
kjarna vísindalegrar hugsunar, m.a.;
almennri og fræðilegri siðvendni;
frjálsri og fordómalausri hugsun;
umburðarlyndi og hlutlægni; frelsi til
gagnrýni; vandvirkni og faglegri
skynsemi við val viðfangsefna; fag-
legri og óhlutdrægri aðferðarýni,
hagsmunarýni; skilmerkilegri og
gagnrýninni framsetningu (þar með
talin hugtakanotkun); faglegri var-
kárni við alhæfingar. Ungverski
sálfræðiprófessorinn og fyrrverandi
forseti „Félags um vísindafrelsi og
fræðimennsku“ (Society for academ-
ic freedom and scholarship) í
Kanada, John J. Furedy (1940-2016),
hefur varað við því gerræði sem nú
ríkir í háskólamenningu Vestur-
landa. Hann bendir á að minnsta
kosti fimm megindrætti sem móta
gerræðismenninguna eða „flauelsal-
ræðið“.
1. Ótúlkanleg lögmál. (Hliðstæða
gæti verið lögmálið um
málfar, sem einungis
svokallaðir jafnrétt-
isfulltrúar skilja. Lög-
málið er runnið undan
rifjum þeirra á grund-
velli huglægra þæginda
eða fróunar. Það er
túlkað að geðþótta í
stað þess að setja fram
hlutbundin skilmerki
um frávik frá því.)
2. Tilvist gervi-
sérfræðinga sem hafa
vald til að blanda sér í
námsefni vísindagreina
og starf deilda.
3. Skelfingarhrollur við þátttöku í
gagnrýnum umræðum um grundvall-
aratriði.
4. Stöðubundið siðferði. (Hlið-
stæða gæti verið sú trú, að það sé í
lagi að sníða ákveðnum hópi stakk
staðalímynda – eins og til að mynda
hvítum körlum af engilsaxneskum
uppruna – en ekki körlum af öðrum
uppruna, eða þeim sem ekki eru
bleikskinnar eða karlar.)
5. Djöfulvæðing þeirra sem öðru-
vísi hugsa. John áréttar forn háskóla-
réttindi til vísindaiðkunar án af-
skipta: „Frjálsræði er réttur allra
(fræðimanna og nemenda) í stofn-
unum æðri menntunar til ástundunar
vísinda [og fræðimennsku]. Það sama
á við um rétt til frammistöðumats
(verðleiki) öndvert við mat sam-
kvæmt skoðunum (þægindi). Mennt-
un við kanadíska háskóla er á líðandi
stundu öndverð [við vísindafrelsi].
Hún er flauelseinræði, sem svipar til
einkenna gerræðisstjórnarfars nema
að því leyti að refsingar eru mildari.“
John ítrekar, að við æðri mennta-
stofnanir ættu fræðimenn að halda í
heiðri „það viðhorf að andstæðar
hugmyndir vísindamanna séu snar
þáttur í æðri menntun – og því skyldi
hvetja til þess [að kynna slíkar hug-
myndir].“ Eftirfarandi aðgreiningar,
segir hann, eru skýrar í grundvall-
aratriðum (enda þótt stundum séu
þær erfiðar viðgangs, þegar á hólm-
inn er komið); aðgerðir og viðhorf;
skoðanir og frammistaða; vísinda-
frelsi og vald; samhverf og ósam-
hverf valdatengsl; málefni og menn.“
Og John heldur áfram: „Svið eins og
þroskasálfræði og skoðun ein-
staklingsmunar eru sérstaklega, en
þó ekki eingöngu, varnarlítil gagn-
vart þeirri andþekkingarfræðilegu
grundvallarreglu að gildi skoðana
skuli mæla á stiku huglægra þæg-
inda, fremur en sannindamerkja og
rökfærslu. „Harðari“ greinar eins og
lífeðlisleg sálfræði og taugavísindi
eru einnig í hættu.“
Louise Dixon, Nicola Graham-
Kevan, John Archer taka í svipaðan
streng og minna á að „[f]ramfarir í
félagsvísindum eigi sér stað, þegar
kenningar eru prófaðar og þeim
breytt á grundvelli nýrra nið-
urstaðna (evidence). Í félagsvís-
indum er vísindalegri aðferð beitt á
sviðum þar sem fordómar kynnu að
ríkja. Aflvaki félagsvísindamanna er
oft og tíðum hugmyndafræðilegt við-
horf til viðfangsefnisins. Það torveld-
ar hugsun út fyrir viðurkennda kenn-
ingaafstöðu. Það er sérstaklega
áberandi í rannsóknum á ofbeldi í
nánum samböndum.“ Louise og fé-
lagar segja ennfremur: „Áhrifamiklir
fræðimenn hafa aðhyllst þá meg-
inkreddu að feðraveldi sé óhjá-
kvæmilega aflvakinn í [parsam-
böndum]. Þetta hefur alið af sér
mergjaða trú (core beliefs), sem var-
in er gegn rannsóknaniðurstöðum
sem henni mæla gegn.“ Þarf að gera
gangskör að því að endurreisa vís-
indamennskuna?
Vísindi í voða
Eftir Arnar
Sverrisson »Einu sinni var frjáls
vísindaiðkun, mark-
viss leit að prófaðri og
haldgóðri þekkingu, að-
alsmerki háskólanna.
En hún er á hverfanda
hveli.
Arnar
Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Eitt af breytimerkjum batnandi
hags á síðustu öld var útbreiðsla
vaðstígvéla til almennings, sem
þurfti sannarlega á því að halda að
vera þurr í
fæturna.
Það má
kalla tutt-
ugustu öld-
ina öld vað-
stígvélanna,
en stígvélin
voru þó
fyrst um
sinn tákn
velmegunar
en ekki strits.
Í Sjálfstæðu fólki er mikið talað
um vosbúð Sumarhúsafólksins á
engjum á óþurrkasumrum. Sér-
staklega er talað um skort á vatns-
heldum hlífðarfatnaði. Börnin gegn-
drepa löngu fyrir hádegi. Ekki
minnst á skófatnað, sjálfsagt að vera
blautur í fætur.
Annað var með Rauðsmýringa.
Sonur hreppstjórans í stórum stíg-
vélum og dóttirin í glansandi vað-
stígvélum.
Veiðimaðurinn að sunnan í landi
Bjarts var líka í háum vatnsstíg-
vélum.
Þannig birtist stéttamunur og
efnahags í þessum fótabúnaði sem
síðar varð einkennismerki verka-
manna, bænda og sjómanna.
Nú er þessi stígvélaöld liðin og
það er ekki fyrir smámenni að kaupa
sér stígvél á fæturna, ekki frekar en
fyrir hundrað árum. En það er hægt
að fá þau með stáltá.
Sunnlendingur
Græn gúmmístíg-
vél með stáltá
Bylting Margt breytt-
ist með komu gúmmí-
stígvélanna.
Velvakandi
Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.