Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 16

Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020 ✝ Kristjana Est-her Jónsdóttir fæddist í Reykja- vík 5. mars 1927. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 29. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Jón Helga- son, verkamaður í Reykjavík, f. 22. júní 1892 á Ósa- bakka á Skeiðum, d. 23. apríl 1964, og Valdís Jónsdóttir, f. 12. júní 1897 í Gerðum í Gaulverjabæj- arhreppi, d. 24. desember 1984. Systur Estherar voru: Jenný, f. 1922, d. 2010, hún var gift Antoni Axelssyni flug- stjóra, og Kristín Jóna, f. 1924, d. 2010, hennar maður var Jens Hinriksson vélstjóri. Esther giftist 25. janúar 1947 Hlöðver Kristjánssyni rafvélavirkja, f. 11. desember 1925, d. 12. febrúar 2003. Börn Estherar og Hlöðvers eru: 1) Binna, f. 1946, maki Torfi Haraldsson. Börn þeirra eru Ívar og Ester, barnabörn eru sjö talsins. 2) Erna, f. 1948, maki Niels Christhian þeirra eru, Valdís Anna og Ás- geir Helgi. 9) Hlöðver. f. 1966, maki Þorbjörg Valdís Krist- jánsdóttir, dóttir þeirra er Guðlaug Esther. Esther var alin upp á Hverfisgötu 55 í Reykjavík en Hlöðver og Esther bjuggu fyrstu búskaparár sín á Sel- tjarnarnesi, í Reykjavík og Kópavogi. Þau fluttu síðan að Skálmholti í Flóa og bjuggu þar á árunum 1960-1962, síðan í Ey í Vestur-Landeyjum fram til 1970. Þau reistu sér hús við Hjallabrekku 35 í Kópavogi og bjuggu þar fram til ársins 2003 þegar Hlöðver lést en þá fluttist Esther til Reykjavíkur og síðan til Hveragerðis. Síð- ustu árin bjó hún á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni allt til síðasta dags. Esther vann sem ung kona í vefnaðarvöruverslun Björns Kristjánssonar, VBK, á Vest- urgötu í Reykjavík. Esther hætti að vinna í VBK þegar hún hóf búskap með Hlöðver og við tóku áratugir þar sem börn og bú áttu hug hennar allan. Þegar börnin voru kom- in á legg lærði Esther til sjúkraliða. Hún vann sem slík- ur, lengst af á Kleppi og deild 33C á Landspítala, allt þar til hún hætti störfum vegna ald- urs. Vegna aðstæðna í þjóðfélag- inu var Esther jörðuð í kyrr- þey. Nielsen. Dætur þeirra eru Ragn- hildur og Bryndís, barnabörn eru fjögur. 3) Róbert, f. 1950, maki Ingi- björg Garðars- dóttir. Börn þeirra eru, Bárður Steinn, Garðar Örn, og Helga, barnabörn eru ell- efu. 4) Valþór, f. 1952, maki Guðrún Gunn- arsdóttir. Börn þeirra eru Gunnar Reynir, Vignir Rafn og Hjalti Björn. Barnabörn eru fimm. 5) Jódís, f. 1958, börn hennar eru Tinna, sem á eina dóttur, Arna og Orri. Sambýlismaður Jódísar er Gunnar Gunnarsson. 6) Bryn- dís, f. 1960, hún á tvo syni Hlöðver Skúla og Magnús Nóa sem á eina dóttur og eina stjúpdóttur. Sambýlismaður Bryndísar er Stefán Valgarð Kalmansson, hann á þrjú börn og þrjú barnabörn. 7) Jón Hrafn, f. 1962, sambýliskona Elsa Dóróthea Gísladóttir, dóttir þeirra er Áróra Vera. 8) Orri Vignir, f. 1964, maki Helga Dagný Árnadóttir. Börn Fyrstu minningar mínar um ömmu Esther voru í Hjalla- brekkunni þar sem við bræð- urnir vorum gjarnan í pössun hjá ömmu og afa. Það var ekki leiðinlegt að fá Fresca og nammi úr nammiskápnum, fá að klappa Lottu og heilsa upp á Guðmundu í næsta húsi. Bestu stundirnar í Hjallabrekkunni voru þó í rólegheitum í sófanum þar sem amma prjónaði og sagði okkur sögur. Amma Est- her var einstaklega fær sögu- maður, maður vildi helst ekki stoppa hana af í miðri sögu vegna hættu á að missa af ein- hverju mikilvægu. Hún sagði okkur sögur af uppvaxtarárum þeirra systra í Reykjavík, sögur af börnunum sínum níu og ófáar íslenskar þjóðsögur. Það sem stendur upp úr er annars vegar frásögn hennar af Djáknanum á Myrká. Ég hef heyrt söguna margoft síðan þá, en ekkert jafnast á við það að heyra ömmu segja „Garún, Garún“ í enn eitt skiptið. Hins vegar er mér minnisstæð sagan af því þegar Krummi frændi var lítill og neitaði að tala fyrr en hann var orðinn vel stálpaður, en amma vissi þó alltaf að hann gæti talað. Hún kippti sér lítið upp við það uppátæki Krumma og tók því eins og öllu öðru, af ást og umhyggju. Seinna átti amma eftir að eyða mörgum stundum með okkur fjölskyld- unni í Borgarnesi þar sem manni leið alltaf vel að koma heim eftir skóla og fótboltaæf- ingar inn í hlýjuna til ömmu. Ég á margt eftir ólært en ég hef þó komist að því að vand- fundnar eru manneskjur sem hafa til að bera þau gildi sem amma Esther stóð fyrir. Með dyggðir eins og umhyggju, æðruleysi og hógværð að leið- arljósi snerti hún fólkið í lífi sínu á ógleymanlegan hátt. Eitt af hennar uppáhaldslögum var Rósin með Álftagerðisbræðrum, en ég læt fylgja hluta úr ljóði Guðmundar Halldórssonar við það lag: „Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín.“ Hlöðver Skúli Hákonarson Heimilið á Hjallabrekku 35 í Kópavogi skipaði stóran sess á unglingsárum mínum en þar réðu ríkjum Hlöðver Kristjáns- son og Kristjana Esther Jóns- dóttir, foreldrar Bryndísar vin- konu minnar. Við Bryndís kynntumst í fyrsta bekk í gagn- fræðaskóla – komum hvor úr sínum barnaskólanum – og það sem vakti forvitni mína var sú staðreynd að Þjóðviljinn var keyptur á heimili hennar, rétt eins og á mínu. Það var nefni- lega ekki algengt í Kópavog- inum á þessum kaldastríðsár- um, þar sem maður gekk um með hálfgert samviskubit yfir innrás Rússa í Tékkóslóvakíu og öðrum syndum sem fylgdu kommúnismanum. Heimili fjölskyldunnar var nútímalegt og frjálslegt enda mannmargt með sex börn og unglinga enn í húsi. Við sótt- umst mjög eftir að vera á Hjallabrekkunni, alltaf fjör og Esther heillaði bæði mig og aðrar vinkonur okkar Bryndísar upp úr skónum. Þessi geislandi kona, sem hafði fætt og alið upp níu börn, var í minningunni allt- af hlæjandi enda einstakur húmoristi og gerði óspart grín að sjálfri sér. Þegar ég horfi til baka sé ég hana fyrir mér í stofunni þar sem hún sat í miðjum vinkvenn- ahópi Bryndísar og sagði okkur sögur. Sögurnar voru bæði frá árunum sem ung stúlka í Reykjavík en líka úr samtím- anum. Frásagnirnar voru svo lifandi að okkur fannst við þekkja margt af samferðafólki hennar, ekki síst systurnar þær Jenný og Stínu. Esther var fagurkeri og lagði mikið upp úr því að vera vel til- höfð og fylgja nýjustu tísku- straumum. Hún var hávaxin og glæsileg og vakti athygli hvar sem hún fór. Krafturinn í henni var mikill en Esther menntaði sig á fullorðinsárum, þegar flest börnin voru uppkomin, og starf- aði við umönnun geðfatlaðs fólks á Landspítalanum. Hún ljómaði gjarnan þegar hún minntist á vinnuna þar en hún hafði mikla ástríðu fyrir starf- inu. Það er margs að minnast en fyrst og fremst var Esther ein- stök kona og fegurð hennar og lífsgleði endurspeglast svo sannarlega í fallega barnahópn- um hennar og afkomendum þeirra. Ég votta systkinunum og öllum aðstandendum mína innilegustu samúð og sendi fal- legar hugsanir til ykkar allra á þessari kveðjustund. Regína Ásvaldsdóttir. Kristjana Esther Jónsdóttir✝ Haukur Sig-ríðarson fæddist í Vest- mannaeyjum 10. nóvember 1974. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Birtinga- kvísl 50 þann 20. maí 2019. Foreldrar Hauks voru Sig- ríður Hauksdóttir, f. 9. júní 1946 og Hafliði Helgi Albertsson, f. 25. október 1941, d. 13. júlí 2008. Hálf- bróðir Hauks sammæðra er Kristinn Hjalti Hafliðason, f. 18. janúar 1968, Hafliði ætt- leiddi hann. Börn hans með Ólöfu Þrándardóttur eru Þrándur Snær Kristinsson, f. 26. apríl 1994 og Sigrún Elfa Kristinsdóttir, f. 20. ágúst 1997. Hálfsystir Hauks sam- feðra er Guðrún Eyja Hafliða- dóttir, f. 27. jan- úar 1963, d. 11. október 1968, móðir hennar er Álfheiður Ósk Ein- arsdóttir, 28. okt. 1943. Eiginkona Hauks var Dóra Ósk Bragadóttir, f. 7. mars 1973. Þau skildu. Haukur ólst upp í Vestmannaeyjum en flutti með foreldrum sínum á höf- uðborgarsvæðið árið 1991. Haukur bjó í Árbæjarhverfi og í Ártúnsholti í Reykjavík á fullorðinsárum og starfaði sem meiraprófsbílstjóri hjá Mjólkursamsölunni við vöru- dreifingu bæði á höfuðborg- arsvæðinu og á Vesturlandi frá árinu 2006 allt til andláts. Bálför Hauks fór fram í kyrrþey 11. júní 2019. Haukur var traustur og raun- góður vinur, ljúflingur með brún og falleg augu sem geisluðu af hjartahlýju og skemmtilegum hlátri. Við Haukur felldum hugi saman 1995, giftum okkur 2000 og skildum árið 2007. Við geng- um í gegnum of mikið saman til annars en að vera bestu vinir áfram eftir skilnað enda skildum við í ást, lífið var bara búið að vera of erfitt. Haukur hugsaði fallega um mig í veikindum mín- um síðustu árin. Haukur bar þunga byrði á sín- um ungu herðum, var Stíga- mótastrákur og refsað grimmi- lega fyrir að segja frá. Rengdur með ótrúlegum samsæriskenn- ingum, gengið á hann með hót- unum, mútuboðum og loforði um fyrirgefningu. Haukur ákvað að standa með sannleikanum og sjálfum sér. En hann bar stór ör á sálinni, gerði alls konar gloríur og stundaði sjálfsskaða í mörg ár. Örin á sálinni ollu því að hon- um hélst illa á vinnu fyrstu árin en þegar ég kom honum í meira- prófið eftir að hafa spurt hann hvað hann vildi verða þá fann hann sína hillu, rúllaði upp meiraprófinu og fann á endanum ævistarfið sem bílstjóri í dreif- ingu hjá MS. Þar átti hann góða yfirmenn sem hann leit upp til sem föð- urímynda, góða vinnufélaga, ævilanga vini og undi sínum hag vel enda vel liðinn og duglegur við vinnu. Haukur var kominn heim! Ég fékk að sitja með hon- um í bílnum í nokkur skipti og það var gaman að fá að sjá hvað honum leið vel þar og var vel lið- inn. Þegar kvalari Hauks lést bauð hann mér út að borða til að fagna fengnu frelsi enda léttirinn mik- ill. Sjálfstraustið óx, sjálfsskað- inn hætti og hann fékk sér fal- legt húðflúr af sporðdreka yfir örin á handleggnum. En áfalla- streitan var lamandi heima við og það sást. Það má læra mikið af sögu hans. Haukur elskaði að ferðast, fór til Skotlands, við saman til Hol- lands og í þrjár Ameríkuferðir. Við Haukur vorum búin að skipuleggja aðra slíka ferð í fyrra en hann varð bráðkvaddur áður en sú ferð var farin. Hann var mjög spenntur fyrir ferðinni og talaði ekki um annað. Bíóferð- irnar okkar voru líka ævintýra- legar, völdum eina mynd hvort og fórum út að borða líka. Við slógum oft á létta strengi saman. Haukur var mjög skrafhreif- inn, kaldhæðinn og hláturmildur. Þegar ég datt í athyglisbrestinn hló hann bara, knúsaði og var alltaf svo sætur við mig. Á ferð- um okkar kom í ljós að Haukur var mikill skiltaáhugamaður og skreytti hann heimilið með skemmtilegum frösum. Hann hafði gaman af hauskúpum og meira að segja herrailmurinn var í hauskúpu. Haukur var líka mik- ill dýravinur og kisupabbi. Mér þótti afskaplega vænt um að sjá vinnufélaga og vini fjöl- menna í bálför sem átti fyrst að vera í svo miklum kyrrþey að ég fengi ekki að mæta. Haukur hefði sjálfur viljað hefðbundna greftrun. Ekki beint réttlát þessi reiði. Haukur var ekki lengur reiður, var sáttur við Guð og menn en bar ekki traust til þeirra sem brugðust. Haukur er minn nýi vernd- arengill og vakir líka yfir vinum sínum. Ég tala við hann á hverj- um degi og minntist hans með því að fara í ferðina okkar með góðri hjálp frá mínum nánustu. Ég er rík í hjartanu að hafa átt hann og lifi nú fyrir tvo! Dóra Ósk Bragadóttir. Símtalið var eins og sleggja í höfuðið. Haukur Sigríðar er dá- inn. Ég kynntist Hauki fyrst um það bil 11-12 ára gömul. Dóra var að passa okkur yngri syst- urnar og nýtti tækifærið til að bjóða kærastanum sínum í mat til að leyfa litlu systrunum að kynnast honum. Fljótt tengdist ég honum sterkum vináttubönd- um var hann alltaf í mínum aug- um hinn stóri bróðir minn. Vorum bæði nörd, höfðum gaman af því að fara saman í bíó reglulega og var ég fastagestur hjá þeim Dóru meðan á sambúð þeirra stóð. Haukur lifði af margar ham- farir á sinni lífsleið og bar þess merki bæði á líkama og sál. Hann var lengi brotinn, en sýndi ómældan styrk þegar hann horfðist í augu við ranglætið og náði að stíga í fæturna og bera höfuðið hátt, eða svo fannst mér. Þó samskiptin hafi verið lítil síðustu ár hélt ég alltaf áfram að líta á hann sem hluta af fjöl- skyldunni. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þín verður sárt saknað, elsku Haukur. Vona ég að þú finnir frið, sátt og hamingju á næsta stigi tilverunnar. Rósa Hildur Bragadóttir. Haukur Sigríðarson Við erum nokkr- ar fyrrverandi samstarfskonur Estherar í LSR sem viljum minnast hennar nú þegar hún hefur lagt í sína Esther Sigurðardóttir ✝ Esther Sigurð-ardóttir fædd- ist 25. desember 1948. Hún lést 24. apríl 2020. Útför Estherar fór fram 8. maí 2020. hinstu ferð. Við unnum mislengi með Esther en öll- um þótti okkur mjög vænt um þessa ljúfu og góðu konu sem var alltaf til í glens og gam- an og svo lúmskt fyndin. Einstök kona með fallega sál og þægilega nærveru. Við mun- um alltaf eftir henni þegar hún kíkti til veðurs og ef það viðraði ekki í golfferð sagði hún „gwuð minn góður“ því hún var í hug- anum komin í golfgallann í rauða og svarta Víkingslitnum og með gylltan Víking í hönd. Örn hennar heitinn hefur núna vafalaust tekið á móti henni með golfkylfurnar því þetta var þeirra tími; sumarið, golfið, sundið og göngutúrarnir. Það er ekki langt síðan nokkrar okkar heyrðu í Esther og erum við þakklátar fyrir það. Lét hún vel af sér, eins og hún gerði alltaf, naglinn sem hún var. Góða ferð, elsku Esther okk- ar, inn í Sumarlandið. Anna Hugrún, Arnfríður, Ágústa, Bryndís, Harpa Dögg, Ingibjörg, Jóhanna og Lára. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR vélfræðings, Vorsabæ 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við öllu starfsfólki á deild B4 í Fossvogi fyrir góða umönnun á erfiðum tímum. Magnea Helgadóttir Ragna Jóna Sigurjónsdóttir Magnús Matthíasson Helgi Sigurjónsson Freydís Ármannsdóttir Ingibjörg Sigurjónsdóttir Grímur Þór Gretarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi bróðir, BALDUR JÓNSSON, Lauflandi, Hallormsstað, lést miðvikudaginn 13. maí á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Þökkum starfsfólki yndislega umönnun. Útför fer fram föstudaginn 22. maí klukkan 14. Vegna aðstæðna verður eingöngu fjölskyldan viðstödd. Útförinni verður steymt á youtube; Egilsstaðakirkja. Bragi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.