Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 23

Morgunblaðið - 20.05.2020, Page 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 2020  Troy Deeney, fyrirliði enska knatt- spyrnuliðsins Watford, ætlar ekki að mæta til æfinga hjá félaginu í vikunni. Mega leikmenn ensku úrvalsdeildar- innar byrja að æfa í þessari viku og æfðu leikmenn nokkurra félaga í litlum hópum í gær. Deeney mun hins vegar ekki mæta til æfinga á næstunni þar sem hann vill ekki stofna lífi fimm mán- aða sonar síns í hættu, en hann hefur átt við öndunarerfiðleika að stríða.  Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, til- kynnti í gær að áfrýjun Manchester City vegna refsingar UEFA, Knattspyrnu- sambands Evrópu, yrði tekin fyrir dag- ana 8. til 10. júní. UEFA úrskurðaði City í tveggja ára bann frá Evrópumótunum í knattspyrnu og sektaði félagið um jafnvirði 4,6 milljarða íslenskra króna fyrir að brjóta reglur sambandsins um fjárhagslega háttvísi. City tilkynnti strax að úrskurðinum yrði áfrýjað til CAS, sem nú hefur sett málið á dagskrá á heimasíðu sinni. Ef CAS dæmir ekki City í hag mun félagið ekki leika í Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeild- inni keppnistímabilin 2020-21 og 2021- 22.  Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa hafn- að hugmyndum sænska knattspyrnu- sambandsins um að ljúka bikar- keppninni í karlaflokki dagana 1. til 9. júní. Til stóð að leika átta liða úrslitin 1. júní, undanúrslitin 5. júní og úrslitaleik- inn 9. júní en heilbrigðisyfirvöld í land- inu eru ekki tilbúin að heimila fótbolta- leiki á þeim tíma eins og til stóð. Keppninni hefur því verið frestað um óákveðinn tíma. Þá átti sænska úrvals- deildin í karlaflokki að fara af stað um miðjan júní en það er enn ósamþykkt, enda hefur glíma Svía við útbreiðslu kórónuveirunnar gengið verst af öllum Norðurlandaþjóðunum.  Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, hafnaði í gær áfrýjun hlauparans Bra- lon Taplin, en hann var á dögunum úr- skurðaður í fjögurra ára bann fyrir að sniðganga lyfjapróf eftir keppni í heimalandinu Granada. Mun hann missa af Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári sem og HM 2020 í Bandaríkj- unum og HM 2023 í Ungverjalandi.  Knattspyrnumaðurinn Aron Kári Að- alsteinsson er genginn til liðs við 1. deildarlið Fram, en þangað kemur hann sem lánsmaður frá Breiðabliki. Aron er 21 árs gamall miðvörður sem hefur leik- ið sem lánsmaður með HK og Keflavík síðustu ár. Hann kom við sögu í þremur leikjum HK í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.  Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson mun yfirgefa kýpverska knattspyrnufélagið APOEL án þess að leika deildarleik með liðinu. Var Björn lánaður til APOEL frá Rostov í Rúss- landi í janúar, en hann náði ekki að vinna sér inn sæti í liðinu og í gær tilkynnti Knattspyrnu- samband Kýp- ur að deild- inni þar í landi yrði af- lýst vegna kórónuveirunnar. Á rússneski fót- boltinn að fara af stað í næsta mánuði og gæti Björn þá leikið með Rostov á ný. Eitt ogannað að halda áfram og farnir að leiða hugann að næstu leiktíð.“ Missir ekki svefn Það hefur mikið gustað um körfu- boltann í Vesturbænum undan- farnar vikur, en Inga Þór Steinþórs- syni var sagt upp störfum sem þjálfara karlaliðsins í byrjun maí. Þá hætti Benedikt Guðmundsson með kvennaliðið viku síðar, en Kristófer segir að það sé mikið slúðrað í kringum Vesturbæinn þótt ekki sé alltaf innistæða fyrir því. „Ég er með samning við KR sem gildir út næsta tímabil og ég ætla mér að spila með liðinu á næstu leik- tíð. Maður er búinn að heyra margs konar orðróm sjálfur og það eru margar sögur í gangi um stöðuna í Vesturbænum. Maður er ekki að taka þennan orðróm mjög alvarlega og ég fæ það á tilfinninguna að þetta séu einfaldlega sögur til þess að fólk hafi eitthvað að tala um. Ég er ekki að velta mér upp úr þessu, ég veit hver staða mín er inn- an félagsins og ég skipti mér ekki af öðru. Mín tilfinning er allavega sú að fólk láti hlutina hljóma mun verr en þeir eru, en það er ekki mitt að tala um. Fólk mun alltaf tala en við leikmennirnir og þeir sem standa í kringum liðið erum ekki að missa svefn yfir orðrómi úti á götu.“ Framtíð öldunganna óljós Ákveðin óvissa ríkir um liðið en flestir reikna með því að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður Ís- lands frá upphafi og fyrirliði liðsins, sé hættur körfuknattleiksiðkun. Jón verður 38 ára gamall í september. Þá óvíst hvort Helgi Már Magnús- son og Jakob Örn Sigurðarson ákveða að hætta líka, en þeir eru fæddir árið 1982 eins og Jón Arnór. „Þessir gæjar eru náttúrlega allt- af að gefa það út að þeir séu hættir og svo enda þeir á að taka eitt ár í viðbót. Ég get alveg séð þá Helga og Kobba taka eitt ár í viðbót en ég veit ekki alveg með Jón Arnór. Ég held að hann sé frekar staðráðinn í að hætta núna en það væri líka súrt fyrir hann ef síðasti leikurinn hans var einhver lala leikur gegn Val á Hlíðarenda fyrir framan tíu áhorf- endur. Það leikur enginn vafi á því að það verða nokkrir sem byrja að suða í honum um að halda áfram þegar nær dregur tímabilinu og auðvitað vill maður hafa gæja eins og Jón Arnór með sér í liði. Ef allt gengur upp veit maður ekki hvað verður en þegar allt kemur til alls er þetta hans ákvörðun og síðast þegar við ræddum málin tjáði hann mér að hann væri hættur en við sjáum hvað setur.“ Skemmtileg áskorun Fari svo að öldungarnir í KR- liðinu ákveði að leggja skóna á hill- una segist Kristófer, sem hefur ver- ið lykilmaður í liðinu undanfarin ár, tilbúinn að taka við keflinu sem einn af leiðtogum liðsins. Kristófer er uppalinn í Vesturbænum og var meðal annars valinn besti leikmaður Íslandsmótsins tímabilið 2018-19 þegar KR vann sjötta meistaratitil sinn í röð. „Það er endalaust verið að tala um ákveðin kynslóðaskipti í Vestur- bænum og þessir eldri leikmenn hafa aðeins verið aðalmennirnir í liðinu á undanförnum árum. Þótt ég sé búinn að vera viðloðandi liðið undanfarin þrjú ár og hafi þannig séð stimplað mig inn voru leikmenn eins og Matthías Orri að klára sitt fyrsta tímabil. Við erum líka með leikmenn eins og Bjössa Kristjáns sem er á svipuðum aldri og ég og Matti. Ég held að mesta áskorunin verði fyrir þessa yngri stráka sem eru í kringum tvítugt og eru að koma upp úr yngri flokkunum. Þeir munu fá aukin tækifæri og þurfa að stíga upp og að sama skapi mun ábyrgðin að- eins færast yfir á mig og Matta sem dæmi. Maður er bara spenntur fyrir því og ég tel mig og Matta tilbúna í að taka liðið aðeins á herðar okkar og bera þetta áfram á næstu árum. Ég hef fengið tækifæri til þess að spila með þessum eldri og reyndari strákum hjá KR í gegnum tíðina og maður hefur lært heilan helling af þeim bestu. Maður er þess vegna vel í stakk búinn að taka við keflinu al- mennilega þegar að því kemur og það er skemmtileg áskorun að verða leiðtogi í liðinu. Að fá að gera það með uppeldisfélagi sínu gerir þetta enn skemmtilegra og það mun bara gera mann að betri leikmanni þegar upp er staðið,“ bætti Kristófer við í samtali við Morgunblaðið. Áskorun að taka við keflinu í Vesturbænum  Kristófer Acox er á leið í tvær aðgerðir vegna nýrnaveiki og ökklameiðsla  Tilbúinn í leiðtogahlutverk í liði KR  Missir ekki svefn yfir sögum af KR Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vesturbærinn Kristófer Acox kveðst vera búinn að læra mikið af eldri leik- mönnum KR-inga og vera tilbúinn að taka við keflinu af þeim. KR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Þeir sem standa næst körfuknatt- leiksdeild KR eru lítið að kippa sér upp við sögurnar og slúðrið í kring- um Íslandsmeistarana í Vestur- bænum þessa dagana að sögn Krist- ófers Acox, leikmanns liðsins. Kristófer, sem er 26 ára gamall, greindist með nýrnabilun í desem- ber á síðasta ári og það háði honum talsvert eftir áramót en hann spilaði þó tíu leiki með liðinu það sem eftir var af keppnistímabilinu. Þá var hann einnig að glíma við meiðsli á ökkla fyrri part vetrar en hann á von á því að fá bót meina sinna á næstu vikum. „Mér líður ágætlega þessa dag- ana og ég er á leið í aðgerð í fyrra- málið (í dag),“ sagði Kristófer í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta verður engin svakaleg aðgerð þannig að það verða tveir til þrír dagar þar sem ég þarf kannski að taka því ró- lega. Ég vonast svo til þess að ná mér góðum af þessu nýrnavanda- máli eftir aðgerðina og læknarnir eru bjartsýnir á að það gangi upp. Ég er svo á biðlista að komast í aðgerð á ökkla og settur dagur, eins og staðan er í dag, er 29. júní. Von- andi kemst ég fyrr að því það mun taka mig einhvern tíma að jafna mig á þeirri aðgerð og markmiðið er að vera kominn af stað á æfingum fjór- um til sex vikum eftir að ég kem úr aðgerðinni.“ Pirrandi niðurstaða Íslandsmeistararnir voru á góðu skriði þegar tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Liðið hafði unnið fjóra leiki í röð, meðal annars gegn deildarmeist- urunum Stjörnunni og Njarðvík, og var komið í fjórða sæti deildarinnar. „Það versta við þetta allt var að við vorum hægt og rólega að komast á beinu brautina, fannst mér. Við vorum búnir að ná í nokkra sterka sigra á liðunum í efri hlutanum og mér finnst liðið vera að komast í úr- slitakeppnisgírinn ef svo má segja. Við áttum eftir að spila einn leik í deildinni þegar tímabilinu var aflýst og það er pirrandi að fá ekki al- mennilega niðurstöðu í tímabilið. Það er svo sem ekki hægt að velta sér of mikið upp úr því, það sem er búið er búið. Að sama skapi er Íslands- meistarabikarinn áfram í skápnum í DHL-höllinni, sem er jákvætt. Þar viljum við að sjálfsögðu hafa hann og við getum huggað okkur við það en núna held ég að allir séu tilbúnir Handknattleiksdeild KA/Þórs réð í gær Andra Snæ Stefánsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna og mun hann því taka að sér stjórn liðs- ins fyrir komandi handboltavetur. Tekur hann við af Gunnari Líndal Sigurðssyni. KA/Þór fór alla leið í bikarúrslit í vetur þar sem liðið tap- aði fyrir Fram. Þá var liðið í sjötta sæti Olísdeildarinnar með 14 stig eftir 18 leiki þegar tímabilinu var af- lýst. Andri Snær hefur verið fyrirliði karlaliðs KA undanfarin ár og þjálf- að ungmennalið félagsins með góð- um árangri. Fyrirliðinn þjálfar KA/Þór í vetur Ljósmynd/KA/Þór Akureyri Andri Snær Stefánsson er nýr þjálfari kvennaliðs KA/Þórs. Ian Woan, aðstoðarþjálfari enska knattspyrnuliðsins Burnley, hefur verið greindur með kórónuveir- una. Er hann einn sex einstaklinga innan ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa greinst með smit síðustu daga. Leikmenn deildarinnar máttu æfa í litlum hópum á æf- ingasvæðum félaganna frá og með gærdeginum og voru alls 748 sýni tekin í undirbúningi þess. Mun Wo- an fara í sjö daga einangrun, áður en hann verður skimaður á nýjan leik. Jóhann Berg Guðmundsson leikur með Burnley. Þjálfari Jóhanns með veiruna Ljósmynd/Burnley Burnley Jóhann Berg Guðmunds- son leikur með Burnley á Englandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.