Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 1
Páll Óskar Hjálmtýsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands leiða saman hesta sína á tónleikum í Eldborg í Hörpu annað kvöld. Syngur hann mörg af sínum þekktustu lögum og æfði þau í gær. Páll Óskar kom fram með Sinfóníunni fyrir áratug og fékk góðar undirtektir. Tak- markað sætaframboð er á tónleikana vegna reglna um sóttvarnir en tónleikarnir verða einnig í beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV. »24 Leiða saman hesta sína á ný Morgunblaði/Arnþór Birkisson M I Ð V I K U D A G U R 2 7. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  124. tölublað  108. árgangur  ICELANDAIR ÞARF EKKI AÐ TAKA VIÐ MAX ÆTLA AÐ KOMA PÁLI Í LOFTIÐ HJÓLAÐI 1.200 KM HEIMA HJÁ SÉR Í KÓFINU ÞRISTAVINAFÉLAGIÐ 10 STÖNDUM SAMAN 6VIÐSKIPTAMOGGINN  Vinnumálastofnun áætlar að um 19 þúsund manns verði á hlutabótum um mánaðamótin. Til samanburðar voru mest 34 þúsund manns á hlutabótum í apríl. Gangi áætlunin eftir verða því 15 þúsund færri á hlutabótum en þegar kórónuveirufaraldurinn var í hámarki. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnu- málastofnun, segir það geta haft mikil áhrif á atvinnustigið ef ferðaþjónustan fer af stað í sumar. Spáin sé varfærnisleg. Rekstur margra fyrirtækja nálgast eðlilegt horf eftir tilslökun á samkomubanni í byrjun vikunnar. Má þar nefna líkamsræktarstöðvar en þær urðu fyrir miklu tekjufalli. Að sögn Björns Leifssonar, stofnanda World Class, fóru um 120 starfsmenn félags- ins á hlutabótaleiðina, eða um helmingur, en sneru aftur í fullt starf í gær. „Ég hef ekki sagt einum einasta manni upp,“ segir Björn. Félagið standi ágætlega þrátt fyrir tekjufall í vor. „Ég kvarta ekki. Það eru margir í miklu verri stöðu en við. Við stóðum vel fyrir,“ segir Björn um stöðuna. »6 og ViðskiptaMogginn Um 15 þúsund færri á hlutabótum en í apríl  „Það er erfitt að sjá fyrir hvort nýyrðið nái að festa rætur í málinu. Sum verða sam- stundis á allra vörum,“ segir Ágústa Þor- bergsdóttir, ritstjóri nýyrðavefs Árnastofn- unar. Talsvert hefur orðið til af nýjum orðum sem tengjast kórónuveirufaraldrinum og mörg þeirra hafa verið birt á nýyrðavefnum. Meðal þeirra eru nálægðartakmörkun, kóviti, fjarsamvera, skjáumst og sóttkvíði. Ágústa segir að kórónuveirufaraldurinn sé ekki eina dæmið þar sem stór mál í samfélag- inu geta af sér nýyrði. Klausturmálið hafi til að mynda leitt af sér nokkur slík. »12 Morgunblaðið/Eggert Skimun Ýmis ný orð hafa orðið til á tímum kórónuveirunnar, til að mynda sóttkvíði. Skrásetja nýyrði á tímum kórónuveirunnar Ríkisstjórnin sammæltist um það á fundi sín- um í gær, eftir að heilbrigðisráðherra hafði kynnt skýrslu verkefnisstjórnar, að halda áfram undirbúningi þess að bjóða komufarþeg- um upp á skimun fyrir kórónuveirusmiti á Keflavíkurflugvelli og öðrum landamærum. Endanlegar ákvarðanir verða þó ekki teknar fyrr en sóttvarnalæknir hefur skilað umsögn um málið. Kom þetta fram í viðtali við Svandísi Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra í Kastljósi í gær- kvöldi. Verkefnastjórnin telur framkvæmanlegt, miðað við gefnar forsendur, að taka sýni úr far- þegum sem koma til landsins og greina þau með tilliti til kórónuveirunnar. Jafnframt kem- ur fram í skýrslu hennar að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa við skimun á landamærum. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur að veruleg áhætta sé fyrir reglulega starfsemi Landspítalans, sérstaklega í sumar, ef landa- mærin verða opnuð 15. júní. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmála- ráðherra segir nauðsynlegt að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í sóttvörn- um en einnig að koma efnahagslífinu aftur í gang. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Ís- landsbanka, segir gjaldeyrismarkaðinn virðast gera ráð fyrir takmörkuðum tekjum af ferða- þjónustu í sumar. Ef ferðaþjónustan komist á verulegan skrið á síðari hluta ársins sé það til þess fallið að styrkja gengið. Undirbúningi haldið áfram  Skimun farþega flókið verk en mögulegt  Beðið álits sóttvarnalæknis MOpnun … »4, ViðskiptaMogginn  Tveggja komma sex milljarða króna tap Orku- veitu Reykjavíkur á fyrsta fjórðungi þessa árs er til- komið vegna gangvirðis- breytinga sem stjórnast af samningum um raforku- verð til Norðuráls, að sögn Bjarna Bjarnasonar, for- stjóra fyrirtækisins. Hann segir í samtali við ViðskiptaMoggann að það sem valdi sífelldum ruglingi varðandi upp- gjör félagsins sé færsla í reikningnum sem kallast „gangvirðisbreytingar innbyggðra af- leiða í raforkusölusamningum“. Þar er um að ræða 7,8 milljarða kostnað á nýliðnum fjórð- ungi. „Í raun og veru eru þetta ekki pen- ingar, heldur bara reiknaðar stærðir. Ég kalla þetta stundum froðu,“ segir Bjarni. Bjarni bendir á að ef álverð er hátt, þá get- ur afkoma fyrirtækisins að sama skapi orðið of jákvæð. Veldur sífelldum ruglingi Bjarni Bjarnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.