Morgunblaðið - 27.05.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 27.05.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Komdu með skóna þína í yfirhalningu - Við erum hér til að aðstoða þig! - Bókhald & ráðgjöf - Eignaskiptayfirlýsingar & skráningartöflur Numerus – bókhald og ráðgjöf / Suðurlandsbraut 22 / S. 896 4040 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og embætti byggingarfulltrúa borg- arinnar fylgjast nú með starfsemi Vöku við Héðinsgötu. Hefur fyrir- tækið verið krafið um bætta ásýnd og umgengni á lóð þess, til að mynda með því að fjarlægja gáma sem þar voru í leyfisleysi. Fyrirtækið flutti í Laugarnesið í byrjun árs og í febr- úar tóku að berast kvartanir vegna hávaða, sjónrænna áhrifa og mögu- legrar olíumengunar. Morgunblaðið greindi á dögunum frá óánægju bæjaryfirvalda í Mos- fellsbæ með frágang á lóð Vöku við Tungumela. Í kjölfarið bárust blaðinu ábendingar um kvartanir íbúa í Laugarnesi. Þessi óánægja fékkst staðfest í svari frá Reykjavík- urborg við fyrirspurn blaðsins. Þar kemur fram að Vaka sótti um tíma- bundið starfsleyfi til loka árs 2021 fyrir starfsemi bílapartasölu, bif- reiða- og vélaverkstæðis og hjól- barðaverkstæðis á Héðinsgötu 2. Umsóknin var lögð fram í október síðastliðnum en ekki hefur verið unnt að ljúka henni þar sem ekki hefur fengist samþykki bygging- arfulltrúa. Í umsókn fyrirtækisins var til að mynda ekki gert ráð fyrir uppsöfnun á bílflökum. „Í eftirlitsferðum starfsmanna Heilbrigðiseftirlitsins hefur komið í ljós að starfsemin er umfangsmeiri en kom fram í umsókn um starfs- leyfi, m.a. er tekið á móti bílum til úreldingar, auk þess sem starfsemin hefur teygt sig út fyrir lóðarmörk. Því er nú til skoðunar hvort hafna eigi núverandi umsókn um starfs- leyfi og gera fyrirtækinu að sækja um starfsleyfi að nýju í samræmi við þá starfsemi sem er á staðnum,“ segir í svari Reykjavíkurborgar. Nágrannar ósáttir við „bílakirkjugarð“ Eftir Þessi mynd var tekin í apríl. Gámastæður og bílhræ á lóð Vöku. Fyrir Þessi mynd er tekin í október síðastliðnum áður en Vaka flutti. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Talið er framkvæmanlegt, miðað við gefnar forsendur, að taka sýni úr farþegum sem koma til landsins og greina þau með tilliti til kór- ónuveirunnar. Jafnframt kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa við skimun á landamærum. Verkefnisstjórn sem heilbrigðis- ráðherra skipaði til að undirbúa framkvæmd sýnatöku og greining- ar farþega sem koma til landsins skilaði niðurstöðum í fyrradag. Skýrsla stjórnarinnar var kynnt í ríkisstjórn í gærmorgun. Þar var ákveðið að forsætisráðuneytið myndi leiða næstu skref. Ekki hef- ur verið ákveðið hvort ráðist verð- ur í verkefnið. Fjöldi komufarþega óljós Tillaga heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra sem verkefnis- stjórninni var falið að útfæra geng- ur út á að bjóða farþegum sem koma til landsins covid-19-próf í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví eða framvísa vottvorði um heilbrigði. Stefnt er að því að hefja þetta 15. júní og endurmeta verk- efnið að tveimur vikum liðnum. Nefndin bendir á að áætlaður fjöldi komufarþega um Keflavík- urflugvöll á þessu tveggja vikna tímabili sé óljós vegna ástandsins í heiminum. Bent er á að tilkynning um væntanlega sýnatöku og opnun landsins fyrir ferðalöngum hafi fengið töluverða athygli erlendis og gæti leitt af sér aukna eftirspurn. Fram kemur að sóttvarnastofn- un Evrópu hefur gefið út að nýlegt neikvætt próf geti minnkað líkur á að einstaklingur beri smit til ann- ars lands. Það útiloki slíkt þó ekki því margir eru einkennalausir í nokkra daga eftir smit og prófið getur verið neikvætt stuttu eftir smit. Próf þetta sé því ekki full- komið en gott til að greina þá sem ekki hafa sjúkdóminn. Framkvæmdin er hugsuð þannig að sýnum yrði safnað saman í kassa til flutnings og farið með þau til Reykjavíkur eftir afgreiðslu far- þega úr hverri flugvél sem kemur til landsins. Afkastagetan er veikleiki Í niðurstöðum sínum bendir verkefnishópurinn á að tími til undirbúnings og framkvæmdar sé mjög skammur og margir óvissu- þættir. Hópurinn horfir sérstak- lega til þess að hefja þurfi vinnu við upplýsingatækni án tafar til þess að verkefnið geti hafist á til- settum tíma. Hópurinn telur að sýkla- og veirufræðideild Landspítala sé ekki í stakk búin til að vinna úr nema 500 veirusýnum í dag. Hægt sé að auka afkastagetu upp í 1.000 sýni en það verði ekki fyrr en eftir miðjan júlí. Stjórnin telur að nú- verandi afkastageta deildarinnar, tækjakostur, aðstaða og mönnun, sé veikleiki í sóttvörnum og al- mannavörnum landsins. Því sé nauðsynlegt að fara í úrbætur þar, óháð þessu verkefni. Huga þurfi að birgðastöðu sýnatökusetta en að- eins eru til um 10 þúsund sett. Sú óvissa sem ríkir um fjölda komufarþega gæti stofnað verkefn- inu í hættu því fjöldinn gæti farið fram úr afkastagetu við greiningu sýna. Verkefnisstjórnin telur unnt að skila nðurstöðum á um það bil fimm klukkustundum. Sýni sem berast til greiningar eftir klukkan 17 bíði þó til næsta morguns. Kostnaður við hvert sýni er áætlaður á bilinu 23 til 50 þúsund, eftir því hversu mörg sýni eru greind. Kostnaður við 500 sýni yrði 159 milljónir en 94 milljónir við 200 sýni. Talin er þörf á að breyta lögum, meðal annars til að setja reglur um ábyrgð flugrekenda á forskráningu farþega, til að sýnatökuferlið geti gengið hratt og vel fyrir sig. Einn- ig þurfi að vera skýrar heimildir um frávísun fólks á landamærum ef það ekki hlítir sóttvarnaráðstöf- unum. Verkefnið talið framkvæmanlegt  Leysa þarf úr mörgum málum áður en hægt verður að hefjast handa við skimun á landamærum  Skýrsla verkefnishóps kynnt í ríkisstjórn  Ekki ákveðið hvort ráðist verður í verkefnið 15. júní Úr niðurstöðum verkefnisstjórnar um sýnatöku við komu til landsins 1 Sýkla- og veirufræðideild Landspítala (SVEID) er ekki í stakk búin til að vinna nema 500 veirusýni á dag fyrir far- þega. Til að auka afkasta- getu þarf að bæta tækjabún- að, mönnun og aðstöðu. Miðað við fyrirliggjandi áætlanir er í fyrsta lagi hægt að auka afkastagetu í 1000 sýni á dag eftir miðjan júlí. Ef upp koma hópsýkingar í samfélaginu munu þau sýni hafa forgang fram yfi r sýni úr einkennalaus- um komufarþegum. Aðkoma annarra greiningaraðila er mögulegt úrræði til að auka greiningargetuna. 2 Huga þarf sérstaklega að birgðastöðu sýnatökusetta en á birgðastöð eru í dag ekki nema 10.000 sett. 3 Sú óvissa sem ríkir um fjölda komufarþega á verkefnistímabilinu gæti stofnað verkefninu í hættu þar sem farið gæti verið fram úr afkastagetu þess og þeim fyrirheitum að taka sýni hjá öllum komufarþegum varpað fyrir róða. 4 Óháð verkefninu er nauðsynlegt að fara í þær úrbætur á SVEID sem gera deildinni kleift að sinna með fullnægjandi hætti hlutverki sínu sem rannsóknarstofa smitsjúkdóma. 5 Verkefn-isstjórnin telur að unnt sé að skila niðurstöðum á u.þ.b. 5 klst. frá því síðasta sýni er tekið úr farþegum viðkomandi fl ugvélar á Kefl avíkurfl ugvelli frá morgni og fram eftir degi. Sýni sem berast SVEID eftir kl. 17 verða greind næsta morgun nema mönnun verði aukin. 6 Kostnaður á hvert sýni er áætlaður undir 50.000 kr. svo framarlega sem tekin eru fl eiri en 107 sýni á dag. Kostnaðurinn fer lækkandi með fjölgun sýna og er tæpar 23.000 kr. miðað við 500 sýni á dag. 7 Nauðsynlegt er að kveða á um í lögum eða reglum um ábyrgð fl ugrekenda á forskrán- ingu farþega til að fækka smit- andi einstaklingum sem gætu komið til landsins, til að sýnatökuferlið geti gengið hratt og vel fyrir sig og til að auðkenna þá farþega sem framvísa vottorð- um eða velja að fara í sóttkví. 8 Nauðsynlegt er að frá-vísunarheimildir á landa- mærum séu skýrar gagnvart þeim sem ekki ætla að hlíta sóttvarnaráðstöfunum. 9 Mikilvægt er að tryggja áframhaldandi verklag um sýnatöku vegna veikinda í landinu, greiningu, smitrakn- ingu, sóttkví og einangrun með því að hafa samhæf- ingastöð almannavarna og sóttvarna áfram virka. 10 Upplýsingagjöf til ferðamanna er mikilvægur hluti verkefn- isins. Bæta þarf sér- staklega við virkni Rakning C-19 smáforritsins. Heimild: Skýrsla verkefnis- stjórnar um sýnatöku fyrir COVID-19 á landamærum 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.