Morgunblaðið - 27.05.2020, Síða 9

Morgunblaðið - 27.05.2020, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það hefur verið tilhneiging á síðustu árum til að skera niður í rekstri með því að útvista ákveðnum þáttum. Ræstingar og mötuneytisþjónusta verða oftar en ekki fyrir valinu,“ seg- ir Andrés Ingi Jónsson alþingismað- ur, sem sent hefur fyrirspurn um ræstingaþjónustu á öll ráðuneyti. Er í fyrirspurninni óskað eftir sundur- liðun á því hvernig ræstingu er hátt- að hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Að sögn Andrésar er forsvars- mönnum stofnana hætt til að skera niður með því að útvista verkefnum er áður voru unnin af starfsmönnum innanhúss. Getur slíkt jafnframt orðið til þess að fé- lagslegt undirboð raungerist. „Ég vildi kanna þetta mál til að sjá hvort verið væri að ná fram sparnaði með því að draga úr réttindum og launum fólks. Þetta hefur oft verið notað sem réttlæt- ing fyrir niðurskurði en það hlýtur að vera hægt að hagræða í rekstri án þess að það komi niður á rétt- indum fólks. Mér finnst almennt að grunnstarfsemi stofnana eigi að vera í höndum starfsmanna umræddra stofnana,“ segir Andrés. Nú á dögunum var greint frá áformum Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands um uppsagnir á ræstingafólki vegna skipulagsbreytinga. Þá er jafnframt ráðgert að ræstingarnar verði boðnar út. Að sögn Andrésar birtust framangreindar fréttir um svipað leyti og hann sendi umrædda fyrirspurn á ráðuneytin. „Ég vildi kanna þetta mál. Mér finnst mjög und- arlegt, eins og í tilfelli Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að verið sé að skera niður á þessu sviði. Þessir starfs- menn hafa verið lykilfólk meðan á faraldrinum hefur staðið. Þar sinntu þeir sóttvörnum og tryggðu öryggi okkar í öllu þessu ástandi. Mér finnst ekki gott að verið sé að fórna því nú þegar skera á niður,“ segir Andrés. Morgunblaðið/Ernir Þrif Niðurskurður hjá ráðuneytum og stofnunum getur komið fram í útvistun ræstinga og mötuneytisþjónustu. Lykilfólki fyrst sagt upp  Stofnanir skeri niður með útvistun ræstingaþjónustu Andrés Ingi Jónsson Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Gera má ráð fyrir að netverslun Krónunnar verði komin í loftið í haust. Þetta segir Eggert Þór Krist- ófersson, forstjóri Festar hf., í sam- tali við Morgunblaðið. Hefur verslunin verið í undirbún- ingi um nokkurt skeið, en vel hefur gengið fram til þessa. Frá því að áhrifa og útbreiðslu kórónuveirunnar tók að gæta hér á landi hafa forsvars- menn Krónunnar prufukeyrt net- verslunina. Til að hafa verkefnið sem raunhæfast var starfsfólki í framlín- unni boðið að nýta sér þjónustuna meðan á faraldrinum stóð. Að sögn Eggerts liggur mikill undirbúningur að baki netversluninni. „Við settum prufukeyrsluna af stað þegar faraldurinn var í gangi. Við ákváðum jafnframt að hleypa fram- línufólki, þar á meðal heilbrigð- isstarfsfólki, inn í svokallað prufu- snjallforrit til að leggja okkar af mörkum meðan á ástandinu stóð,“ segir Eggert, sem kveðst spenntur fyrir verkefninu. Í netversluninni kennir ýmissa grasa, en þar má finna allar vörur sem Krónan hefur upp á að bjóða. Þannig verður viðskiptavinum gert kleift að nálgast vörur sem sömuleiðis má finna í öllum helstu verslunum. Spurður hvort Krónan hafi verið of sein til nú þegar faraldur kórónuveiru virðist að mestu yfirstaðinn kveður Eggert nei við. „Við vorum búin að vera með þetta lengi í undirbúningi en ákváðum að setja þetta í prufukeyrslu fyrir nokkru. Við sjáum fyrir okkur að þetta verði ein búð af mörgum horft til framtíðar,“ segir Eggert, sem kveðst eiga von á því að stafræn þjón- usta matvöruverslana muni einungis aukast næstu ár. „Við sjáum fyrir okkur að þetta verði valkostur til framtíðar þar sem fólk getur verslað í gegnum netið eða snjallforrit,“ segir Eggert. Morgunblaðið/Styrmir Krónan Forstjóri Festar kveðst eiga von á því að stafræn þjónusta aukist næstu ár. Þar séu matvöruverslanir jafnframt ekki undanskildar. Krónan opnar netverslun í haust  Þróun og undirbúningur stendur yfir Collab með hindberja- og apríkósu- bragði er vinsælasti koffíndrykk- urinn það sem af er ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tölum Markaðsgreiningar/AC Nielsen um sölu koffíndrykkja í stórmörkuðum. Í greiningunni eru skoðaðir fyrstu fjórir mánuðir ársins, en mælingin nær til 19. apríl sl. Á umræddu tíma- bili hafa verið seldir ríflega 84 þús- und lítrar af drykknum. Er það jafn- framt umtalsvert meira en selt hefur verið af koffíndrykknum Nocco Miami sem kemur næstur. Munar ríflega 14 þúsund lítrum í sölu á drykkjunum. Þrátt fyrir þetta er Nocco áfram með stærsta hlutdeild í lítrum talið á markaði koffíndrykkja, eða rétt tæplega 36%. Næst koma koffíndrykkir frá Monster, en fyrir- tækið er með ríflega 20% markaðs- hlutdeild. Athyglisvert er að bera saman neyslu koffíndrykkja hér á landi milli ára. Frá árinu 2018 hefur sala koffíndrykkja aukist um rétt tæp- lega 70%. Á árinu 2020 seldust nær 4,5 millj- ónir lítra en til samanburðar var sú tala rétt ríflega 2,6 milljónir tveimur árum áður. Hefur salan því aukist um tæplega tvær milljónir lítra á tveimur árum. aronthordur@mbl.is Collab vinsælastur í flokki koffíndrykkja

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.