Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Félag ábyrgra hundaeigenda (FÁH) telur nauðsynlegt að yfir- völd skoði hagsmuni hundaeigenda við skipulag borgarlínunnar, bæði með tilliti til búsetumöguleika, ferðamáta og hreyfingarmöguleika með hundinn. Þetta kemur fram í umsögn fé- lagsins vegna breytinga á aðal- skipulagi Reykjavíkur og Kópavogs sem kynntar eru á samráðsgátt stjórnvalda. Breytingin felst í „að staðsetja legu 1. lotu Borgarlínu“. Félagið bendir á að samkvæmt Svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins 2040 sé gert ráð fyrir um 70.000 nýjum íbúum. Þetta geri um 16.800 hundaeigendur, en sam- kvæmt MMR-könnun sem gerð var í október 2018 megi áætla að 24% heimila þar haldi hund. Hundarnir geti leikið sér Til þess að þessi stóri hópur geti átt möguleika á að lifa bíllausum lífsstíl þurfi að vera auðvelt að komast í hreyfingu með hundinn, í formi góðra göngu- og hjólreiða- stíga og aðgengi að grænum svæð- um þar sem hægt er að kasta bolta eða leyfa hundum að leika sér sam- an í öruggu umhverfi. FÁH beinir sjónum sínum sérstaklega að Geirsnefi, sem er á milli Elliðaánna, en það hefur til fjölda ára verið eitt mest sótta hundasvæði Reykjavíkur. Sam- kvæmt skipulagi borgarlínunnar á að vera þverun yfir Geirsnefið að stokk undir Sæbraut sem tengist upp á Suðurlandsbraut. „Verði hundasvæði enn á Geirs- nefinu er nauðsynlegt að tryggja öryggi og aðgengi hundaeigenda að svæðinu. Bæði þarf að tryggja að- gengi þeirra sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur og þeirra sem koma með Borgarlínunni. Nú- verandi tillögur gera t.d. ekki ráð fyrir því að stoppistöð verði við Geirsnefið þannig að hundaeig- endur þurfa að ganga 3-600 metra frá næstu stoppistöð hafi þeir áhuga á að nýta sér Borgarlínuna til að ferðast með hundinn á Geirs- nef,“ segir FÁH. Félagið vill fá skýrari sýn á hvað verði um þetta mikilvæga svæði fyrir hundaeig- endur vegna þess að hingað til hafi hagsmunir hunda ekki verið tryggðir. „FÁH telur það vera kominn tími til þess að hundasvæði verði talinn hluti af hönnun skipulags og verði hluti af því sem gerir Reykjavík að spennandi bæjarrými með fallegum hundagerðum en ekki lýti sem er komið fyrir úr almannaleið.“ FÁH bendir loks á að hunda- svæðin á höfuðborgarsvæðinu fylgi ekki stefnu um grænan lífsstíl. Þau séu of fá og of lítil til að hvetja til hreyfingar og séu ekki falleg ásýndar. Þau séu lítið notuð af hundaeigendum, sérstaklega þar sem enga andlega örvun sé að fá í gerðunum fyrir utan leiktæki sem stjórnarmeðlimur FÁH hannaði og sett var upp í sjálfboðavinnu með leyfi Reykjavíkurborgar. Breytingin á aðalskipulagi hefur verið opin til umsagna frá 3. apríl en í gær höfðu aðeins borist þrjár umsagnir, frá FÁH, Landvernd og Landhelgisgæslunni. Umsagnar- frestur er til 9. júní nk. Eigendur hunda geti nýtt sér borgarlínu  Áætla að 24% heimila á höfuðborgarsvæðinu haldi hund Morgunblaðið/Árni Sæberg Geirsnef Þarna hafa hundar getað leikið sér í öruggu umhverfi í mörg ár. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Okkur finnst nauðsynlegt að koma vélinni í loftið og viljum ekki láta ár falla út í þessari löngu sögu,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins. Félagið á og stendur að útgerð á Þristinum svo- kallaða: Douglas C-47A-flugvélinni Páli Sveinssyni sem lengi var í eigu Landgræðslunnar og þar áður Flugfélags Íslands. Yfir vetrartímann er flugvélin á Flugsafni Íslands á Akureyri. Þar voru nemendur í flugvirkjun í vetur og sinntu reglubundinni skoðun á gripnum undir handleiðslu fag- manna. Nú er beðið eftir hlutum sem þarf í annan hreyfil vélarinnar og sú viðgerð er minniháttar mál. Eftir það ætti vélin að vera flugfær. Þurfa tvær milljónir króna Þristavinir telja sig þurfa um tvær milljónir króna fyrir sum- arúthaldið á Páli Sveinssyni, sem venjulega er flogið 10-20 klukku- stundir á ári. Ferðirnar hafa gjarn- an tengst flughátíðum eða öðrum slíkum atburðum og þar hefur Þristavinafélagið notið atfylgis Ice- landair, sem er um þessar mundir þröngt skorinn stakkur. Því er óvíst um stuðning við félagið í ár. „Við teljum nauðsynlegt að vélinni sé eitthvað flogið á ári hverju, svo að flugmenn og flugvirkjar geti haldið við réttindum á vélinni. Sömuleiðis bókstaflega þarf að fljúga vélinni reglulega svo hún haldist í sem bestu ástandi. Ég er ekki í minnsta vafa um að okkur tekst að koma vélinni í loftið í sum- ar, en þetta er talsvert meira klifur nú en fyrri ár,“ segir Tómas Dagur Helgason. Herútgáfa af DC-3 Flugvélar af gerðinni Douglas C-47A eru herútgáfa af Douglas DC-3 farþegaflugvélunum. Sú vél sem hér er til umfjöllunar kom til landsins árið 1943 og var fyrsta kastið í þjónustu bandaríska hers- ins á Íslandi. Árið 1943 eignaðist Flugfélag Íslands svo vélina og not- aði í farþegaflug til ársins 1972, að hún var gefin Landgræðslu ríkisins og notuð lengi eftir það til áburðar- dreifingar á örfoka svæðum víða um land. Fyrir um áratug, þegar Landgræðslan hafði ekki lengur not fyrir vélina, var hún gefin Þristavinafélaginu, en í þess röðum eru flugmenn og ýmsir sérstakir áhugamenn um vélina sem hefur verið flogið samanlagt um 27 þús- und klukkustundir. Talsvert klifur að koma Páli á loft  Douglas C-47A bíður flugtaks  10- 20 tímar á ári eru nauðsynlegir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyrarflugvöllur Páll Sveinsson er stássgripur á Flugsafni Íslands fyrir norðan. Hér sést vélin í litum Icelandair, sem hefur stutt við útgerð Þristavina- félagsins. Fremst er vélin TF-ESD af gerðinni Beechcraft Twin Bonanza D50B sem eitt sinn var í eigu Flugmálastjórnar og notuð í ýmis verk þar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.