Morgunblaðið - 27.05.2020, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020
✝ GuðmundurVíðir Helgason
fæddist í Reykjavík
1. apríl 1956. Hann
lést á Landspítalan-
um 9. maí 2020.
Foreldrar hans
voru Helgi Hrafn
Helgason bók-
bandsmeistari, f. 16.
desember 1928, d. 9.
mars 1976, og Inga
Rúna Sæmunds-
dóttir, húsmóðir og gjaldkeri, f.
19. september 1931. Bræður Guð-
mundar Víðis eru Þröstur, f. 17.
ágúst 1961, og Sæmundur, f. 2.
mars 1964.
Hinn 31. desember 1981 kvænt-
ist Guðmundur Víðir eftirlifandi
eiginkonu sinni, Eddu Guðmunds-
dóttur, vefnaðar- og textílkenn-
ara við Hússtjórnarskólann í
Reykjavík, f. 18. september 1958.
Börn þeirra eru: 1) Helgi Hrafn,
sagnfræðingur, f. 16. ágúst 1984,
maki Livia Stevaux, f. 2. apríl
efnastjórum verkefnisins Botndýr
á Íslandsmiðum (BIOICE) 1992-
2013 og var forstöðumaður Rann-
sóknarstöðvarinnar í Sandgerði
frá 1992 til lokunar hennar 2013.
Guðmundur Víðir rannsakaði
flokkun burstaorma og stöðu
þeirra í botndýrasamfélögum við
Ísland.
Árið 2014 stofnaði Guðmundur
Víðir ásamt öðrum Rorum ehf.,
fyrirtæki á sviði rannsókna og
ráðgjafar í umhverfismálum. Hjá
Rorum starfaði hann sem sérfræð-
ingur við ýmis rannsóknarverk-
efni og gegndi stöðu formanns
stjórnar. Guðmundur Víðir sat
jafnframt um árabil í stjórn Fé-
lags íslenskra náttúrufræðinga
(FÍN) og Sunddeildar KR. Eftir
hann liggja fjölmargar vísinda-
greinar í innlendum og erlendum
tímaritum. Nýjasta greinin birtist
í breska tímaritinu Journal of Nat-
ural History í þessum mánuði. Ár-
ið 2012 nefndu spænskir vísinda-
menn nýuppgötvaða
burstaormategund eftir Guð-
mundi Víði, Sphaerodoropsis gud-
munduri.
Útför Guðmundar Víðis fer
fram frá Fossvogskirkju í dag, 27.
maí 2020, og hefst athöfnin klukk-
an 13.
1984. 2) Kjartan, líf-
fræðingur, f. 20.
ágúst 1988, maki
Kristín Rut Þórð-
ardóttir, f. 23. nóv-
ember 1990. Dætur
þeirra eru Una
Katrín, f. 20. febrúar
2016, og Freyja, f.
16. maí 2019. 3)
Hrafnkell, myndlist-
armaður, f. 23. mars
1991, maki Zofia
Skoroszewska, f. 17. júní 1993.
Guðmundur Víðir ólst upp í
Reykjavík og lauk stúdentsprófi
frá MT 1976. Hann lauk B.Sc.
prófi í líffræði frá Háskóla Ís-
lands árið 1979, B.Sc. fjórða árs
námi frá sama skóla 1982 og
M.Sc. námi frá Háskólanum í
Gautaborg 1985 með áherslu á
flokkun liðorma. Guðmundur
Víðir vann á Líffræðistofnun Há-
skólans frá 1985-2014 við rann-
sóknir í fjörum og á sjávarbotni.
Hann var einn af verk-
Elskulegur sonur minn, Guð-
mundur Víðir, er látinn langt fyrir
aldur fram. Það er sárt að sjá eftir
svo góðum manni í blóma lífsins,
okkur finnst að hann ætti svo
margt eftir til að hlakka til og lifa
fyrir.
Afastelpurnar nýkomnar heim
frá Svíþjóð og hann og Edda svo
glöð að fá þær og ætluðu svo sann-
arlega að njóta þeirra næstu árin.
Guðmundur var frekar dulur
maður og var oft erfitt að fá að
vita hvað hann var að bralla. Hann
var aldrei mikið fyrir að stæra sig
af verkum sínum. Hann var svo
lánsamur að eignast frábæran
lífsförunaut, hana Eddu sína. Þau
voru svo samrýnd að þau voru oft-
ast nefnd samtímis, Edda og
Gummi, og er mjög erfitt að segja
bara Edda. Gummi var skemmti-
legur strákur, uppátektarsamur
og fallegur með mjallahvítt hár og
blá augu. Honum tókst einu sinni
fimm ára að mála hálfa blokkina
þar sem við bjuggum með olíu-
málningu sem hann gróf upp úr
geymslunni. Enda var afi hans
málarameistari.
Minningar eru margar og góð-
ar og ég er stolt að hafa verið móð-
ir hans.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Mamma.
Á milli húsa okkar Gumma
voru aðeins nokkrir garðar. Það
má sennilega enn greina far í
gangstétt og á girðingum í Mið-
túninu á milli heimilanna tveggja í
18 og 24, svo tíðar voru ferðirnar.
Ég upplifði mig tilheyra þeim báð-
um jafn mikið. Í mínum huga taldi
bræðrahópurinn sem samanstóð
af Gumma, Þresti og Sæma fjóra,
en ekki þrjá. Ég, frændinn og
uppeldisbróðir þeirra þriggja, var
fjórði bróðirinn og Rúna systir var
aukamúttan mín. Svona var ég nú
lánsamur.
Gummi, sá elsti og hávaxnasti
af okkur „bræðrunum“ í Mið-
túninu, ruddi braut okkar hinna
þriggja. Hann var orðinn ungling-
ur þegar við hinir vorum á fullu við
að slíta barnsskónum og þegar
þeir voru orðnir bæði allt of litlir
og slitnir, þá var Gummi kominn í
tölu fullorðinna, við þrír unglingar.
Að sjálfsögðu litum við upp til
hans, án þess að mikið bæri á og ef
til vill ómeðvitað. Við lærðum af
honum hvernig maður á að fara að
þessu öllu saman.
Herbergið hans var einkar
áhugavert, okkur þótti það töff.
Við laumuðumst inn til að skoða
vínylinn hans, stóra segulbands-
tækið og albúmin öll. Eftir á að
hyggja var Gummi án efa sá sem
hafði hvað mest áhrif á tónlistar-
áhuga minn, akkúrat á þeim árum
sem ég var hvað móttækilegastur.
Við heyrðum tónlist hljóma frá
herberginu hans og ég sperrti eyr-
un eftir rokkinu og Megasi.
Þegar við vorum báðir orðnir
fullorðnir hef ég alla tíð kunnað að
meta fáu en vinsamlegu orðin frá
Gumma sem voru innihaldsrík og
báru þess merki að hann var eld-
klár. Enn er óþakkað fyrir ein-
staka hugulsemi og vinsemd sem
hann og Edda sýndu mér á ögur-
stundu í mínu lífi. Það er sennilega
of seint að þakka fyrir þá hlýju og
þann stuðning sem þau gáfu mér,
en þó kannski ekki, svo ég þakka
þeim báðum núna. Takk fyrir
stuðninginn sem var ómetanlegur
og gleymist aldrei.
Það er sárt að missa, ljúft að
minnast.
Sigurður Rúnar.
Góður vinur og félagi, mágur og
svili er fallinn frá, alltof fljótt. Dag-
farsprúður maður sem flíkaði ekki
öllum þeim mikla fróðleik sem
hann bjó yfir. Við Björn eigum
margar ljúfar minningar um
ánægjulegar samverustundir og
sérstaklega þær ótal gönguferðir
sem við fórum í með honum og
Eddu. Þar naut Gummi sín, þegar
hann fræddi okkur um alls kyns
gróður- og skordýrategundir sem
við þekktum ekki nöfnin á og hefð-
um gengið framhjá án þess að
veita eftirtekt.
Flest sumur fórum við í helg-
arferð í paradísina okkar í Birki-
hvammi í Borgarfirði. Í fyrstu
voru drengirnir þeirra, Helgi
Hrafn, Kjartan og Hrafnkell, með
okkur í för en eftir því sem árin
liðu og þeir orðnir unglingar var
meira spennandi að vera í bænum
með vinunum.
Það er ekki ár síðan við fórum í
okkar síðustu helgarferð og ekki
grunaði okkur þá að þetta yrði
okkar síðasta ferð öll saman.
Við munum auðvitað halda
áfram að njóta samveru og útiveru
með Eddu okkar og getum saman
rifjað upp og yljað okkur við minn-
ingarnar um allar góðu samveru-
stundir okkar með Gumma, heima
og heiman.
Nú fer sól hækkandi dag frá
degi og sumarið á næsta leiti. Megi
sólin umfaðma ykkur öll með birtu
sinni og yl á þessum sorgartímum.
Hugur okkar er hjá Rúnu
mömmu sem nú horfir á eftir syni
sínum, hjá Eddu og sonunum,
tengdadætrum og litlu sólargeisl-
unum Unu Katrínu og Freyju.
Blessuð sé minning Guðmundar
Víðis.
Björn og Helga Lára.
Við erum afar sorgmædd vegna
fráfalls Guðmundar Víðis. Við
geymum fagrar minningar í hjört-
um okkar. Sonur hans talaði alltaf
við okkur um foreldra sína með
ástríðu, aðdáun og kærleika. Faðir
hans væri líffræðingur sem hefði
komið til Brasilíu til að taka þátt í
ráðstefnu í héraði okkar, hér í Par-
aná. Það var því mikilvæg stund
þegar við kynntumst honum við
brúðkaup Liviu og Helga Hrafns.
Það voru yndislegir dagar, þegar
fjölskyldurnar sameinuðust í
veisluhöldum. Gleði okkar var
mikil að hafa hann hjá okkur. Við
munum geyma þær minningar í
hjörtum okkar. Við erum mjög
þakklát fyrir að hafa kynnst hon-
um.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Souza-Stevaux,
Maria Conceição Souza.
Síminn hringdi og skjárinn
sagði: „Sæmi frændi“. Það er alltaf
bæði gaman og gott að heyra í
Sæma frænda mínum, ekki síst
þegar hann flissar yfir aulahúmor
frænku sinnar. Í þetta skiptið
fylgdi hringingunni önnur tilfinn-
ing. Sæma lá lágt rómur, Gummi
var farinn.
Þessi hávaxni og vel gefni
frændi minn var óheyrilega stríð-
inn. Líka þegar litla frænka hans
hafði troðið hausnum (í ákveðinni
tilraun) og sat föst í handriði stig-
ans fræga í Miðtúninu. Hann kall-
aði litla gerpið sem hékk dagana
langa á heimili hans Trínu, góðlát-
legt grín að hætti Gumma.
Náttúrufræðingurinn frændi
minn er að öllum líkindum nú þeg-
ar lagstur í viðamiklar rannsóknir
í nýjum vistarverum – við treyst-
um honum vel í það verkefni.
Elsku þið öll sem Gumma elsk-
uðu, hugurinn er hjá ykkur.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/ Gísli á Uppsölum)
Þangað til næst,
Katrín Brynja (Trína).
Í dag kveðjum við Guðmund
Víði bróður minn eða Gumma eins
og hann var kallaður innan fjöl-
skyldunnar en hann lést 9. maí sl.
eftir stutt en erfið veikindi. Ég
hélt fram á síðustu stund að
Gummi myndi hrista þessi veik-
indi af sér, enda bar hann sig
ávallt vel. Við vitum það þó nú, að
sjúkdómurinn hlýtur að hafa verið
farinn að taka sinn toll.
Ein af mínum fyrstu minning-
um um Gumma er frá æskuárun-
um en þá var hann mín helsta fyr-
irmynd og vörn gegn
hrekkjusvínum í blokkinni sem
við bjuggum í, ég sé hann enn fyr-
ir mér þar sem hann hleypur á eft-
ir Halla nágranna okkar sem var
að stríða mér. Það gat þannig ver-
ið gott að eiga stóran bróður sem
hægt var að leita til. Gummi var
fimm árum eldri en ég svo við lék-
um okkur lítið saman sem krakk-
ar en höfum örugglega rifist og
slegist eins og bræðra er siður. Ég
fann til öryggis að eiga stóran
bróður og leit alltaf upp til hans.
Gummi átti plötuspilara, spilaði
rokktónlist, safnaði hári niður á
herðar og fór sínar eigin leiðir.
Þegar Gummi fékk bílpróf þá
keypti hann sé blæju-Willys, sem
mér þótti mjög töff. Mér brá mikið
þegar ég eitt sinn kom inn í bíl-
skúr og sá jeppann hans Gumma,
illa farinn eftir veltu og ég vissi í
raun ekki hvort Gummi var lífs
eða liðinn. Gummi og allir sem í
bílnum voru sluppu sem betur fer
ómeiddir úr því ævintýri. Um
tveimur árum síðar þegar pabbi
okkar dó mæddi mikið á Gumma
og enn og aftur var gott að eiga
stóran bróður.
Þegar Gummi kynntist Eddu,
ástinni í lífi sínu, breyttust sam-
skiptin og eftir nám hér á Íslandi
fluttu þau Gummi og Edda saman
til Svíþjóðar í framhaldsnám. Þeg-
ar ég hélt síðan sjálfur til náms í
Danmörku voru þau Gummi og
Edda mikill stuðningur við mig og
einskonar öryggisnet. Ég var tíð-
ur gestur hjá þeim í Gautaborg á
þessum tíma, enda freistandi að
taka ferjuna yfir til Gautaborgar
og dvelja í vellystingum hjá Eddu
og Gumma. Gummi las mikið, var
vel inni í öllum málum og gaman
að ræða við hann, enda sátum við
gjarnan fram eftir með viskíið úr
ferjunni og ræddum málin. Á
þessum tíma var aldursmunurinn
á milli okkar minna atriði og við
náðum að kynnast sem fullorðnir
menn og er ég afar þakklátur fyrir
þennan tíma.
Ég minnist Gumma með hlýju
og þakklæti.
Þröstur Helgason.
Guðmundur Víðir
Helgason
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Víðir Helga-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Lilja HelgaGunnarsdóttir
fæddist á Ísafirði 3.
febrúar 1932. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Grund 9. maí
2020.
Móðir Lilju var
Guðlaug Kvaran, f.
1895. d. 1985, dóttir
Jósefs Hjörleifsson-
ar Kvaran prests á
Breiðabólstað,
Skógarströnd og
Lilju Mettu Kristínar Ólafsdótt-
ur. Faðir Lilju var Gunnar And-
rew, f. 1891. d. 1970, for-
stöðumaður sjúkrahússins á
Ísafirði, sonur Jóhannesar Ólafs-
sonar hreppstjóra og alþingis-
manns og Helgu Samson-
ardóttur. Lilja var yngst fimm
systkina. Bræður hennar: Bolli,
f. 1918. d. 1994, Jósef, f. 1919, d.
1989, Kári, f. 1921, d. 1995, og
Kjartan, f. 1924, d. 2003.
Árið 1951 giftist Lilja Ingi-
mundi Magnússyni ljósmyndara,
f. 14. janúar 1931, syni Helgu
Kristjánsdóttur og Magnúsar
Ingimundarsonar. Synir þeirra:
1) Magnús framhaldsskólakenn-
ari, f. 1952, maki Brynhildur
Ingvarsdóttir augnlæknir. Börn
Magnúsar eru Ingi Fjalar, f.
1973, maki Sólveig Ólafsdóttir.
Börn þeirra eru Þór Fjalar,
Magnús Fjalar og Katrín Helga.
Jóhanna Katrín, f. 1981, maki
Finnur Vilhjálmsson. Börn
þeirra eru Alda, Ægir og ónefnd
dóttir.
Lilja Ósk, f. 1986, og Gunnar
Ingi, f. 1991, unnusta Eva Harð-
ardóttir. 2) Gunnar fram-
kvæmdastjóri, f. 1956, maki
Hrund Sch. Thorsteinsson
hjúkrunarfræðingur. Börn
Gunnars eru Davíð, f. 1980, maki
Nína Björk Arnbjörnsdóttir.
Börn þeirra eru Soffía Hrund og
Gunnar Óli. Börn Nínu eru
Kjartan og Kolbrún Dís. Jakob, f.
1993, Soffía, f. 1995, unnusti Jón
Dagur Þorsteinsson, og Magnús,
f. 1999, unnusta Glódís Ylja
Hilmarsdóttir. 3) Bolli Þór Bolla-
son, fv. ráðuneytisstjóri f. 1947,
maki Hrefna Sig-
urðardóttir
viðskipta-
fræðingur. Börn
Bolla eru Ólöf, f.
1964, maki Guð-
mundur Pálsson.
Börn þeirra Páll,
maki Margrét Ósk
Hildur Hallgríms-
dóttir, sonur þeirra
Guðmundur Alex.
Anna Þórunn, maki
Jósef K. Jósefsson,
synir þeirra Daníel Logi og Arn-
ór Breki. Guðmundur Ingi og
Lárus, unnusta Aþena Eir Jóns-
dóttir Elizondo, dóttir óskírð.
Lilja Guðlaug, f. 1973, sonur
hennar Jóhann Arnar Sig-
urþórsson, unnusta Ástrós Eiðs-
dóttir, dóttir hennar Katrína.
Lárus, f. 1974, maki Lára Björg
Björnsdóttir, þeirra dóttir Halla
María. Þórunn, f. 1976, maki Sig-
urgeir Guðlaugsson, synir þeirra
Aron Fannar, Ísak Andri og Guð-
laugur Breki. Stjúpdóttir Bolla
er Jóhanna Guðmundsdóttir, f.
1964, maki Mohsen Rezakahn
Khajeh. Börn þeirra Bolli Þór,
unnusta Heiðveig R. Madsen,
Lárus og Anna Birna. Dóttir Jó-
hönnu er Halla Guðrún Richter,
hennar börn Jóhanna, Jakob og
Anna Lilja. Dætur Hrefnu eru
Karen Þóra Sigurkarlsdóttir, f.
1972, og Hanna Christel Sig-
urkarlsdóttir, f. 1977.
Lilja ólst upp á Ísafirði fyrstu
æviárin. Hún fluttist með móður
sinni til Reykjavíkur árið 1944.
Fyrstu árin bjuggu þær í Hafn-
arfirði en síðar í Reykjavík og
héldu þar heimili alla tíð síðan.
Lilja hóf ung störf í Reykjavíkur
Apóteki og vann þar í hartnær
tvo áratugi við afgreiðslustörf
og síðan hjá Kjartani bróður sín-
um í lyfjaheildversluninni Her-
mes við skrifstofu- og sölustörf.
Seinni hluta ævinnar vann hún í
gestamóttöku Hótels Sögu og
síðan lengst af í Búnaðarbanka
Íslands.
Útför Lilju fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 27. maí 2020, klukk-
an 15.
Þegar ég hugsa til baka til
Lilju, fósturmóður minnar, sé
ég hana fyrir mér sem mjög
glaðlega og hressa manneskju,
alltaf á ferðinni, sífellt á hreyf-
ingu og alltaf svo skemmtileg.
Hvert sem hún kom var hún
hrókur alls fagnaðar.
Fyrstu minningabrotin mín
um Lilju eru til í endursögn
annarra, aðallega föðurömmu
minnar, Guðlaugar Kvaran. Ég
var eins og hálfs árs gamall
þegar foreldrar mínir skildu,
árið 1948. Áður höfðum við búið
hjá ömmu Ísafold og afa Einari
á Vesturgötu 38 þar sem ég
fæddist. Einar bróðir varð eftir
hjá þeim en ég fór til ömmu
Guðlaugar og Lilju í kjallara-
íbúð á Bárugötu 7. Þar hófst
sambúð okkar sem átti eftir að
endast þar til ég hélt utan til
náms erlendis liðlega tvítugur
að aldri.
Fyrstu minningar mínar frá
þessum tíma voru þegar pabbi
kom heilu og höldu af Vatna-
jökli eftir flugslysið þegar
Geysir rakst á Bárðarbungu í
september 1950. Hann kom með
risastóran schäferhund inn í
eldhúsið á Bárugötunni sem var
sá eini af átján hundum sem
lifði af slysið. Ég var svo
hræddur við þennan hund, sem
var eins og kálfur að stærð, í
minningunni alla vega, að ég
skreið út um eldhúsgluggann út
í garð. Síðan hafa hundar ekki
náð hátt upp á vinsældalistann
hjá mér!
Frekari minningar eru ótal
margar. Til að byrja með var
Lilja kannski svolítið eins og
stóra systir mín, fimmtán ára
þegar ég kom inn á heimilið hjá
þeim. Smám saman eftir því
sem árin liðu þróaðist okkar
samband meira yfir í að vera
það á milli sonar og dóttur, sér-
staklega eftir að hún kynntist
Inga og eignaðist Magnús og
Gunnar sem voru og eru mér
auðvitað og hafa verið alla tíð
sem bræður.
Ég fór snemma að kalla
ömmu Guðlaugu mömmu, senni-
lega vegna þess að Lilja kallaði
hana mömmu. Þegar fram í
sótti fannst mér bara að ég ætti
í þeim tvær mæður, önnur var
þessi rólega og yfirvegaða
mamma Guðlaug sem skapaði
það trausta og góða andrúms-
loft á heimilinu sem var gott að
geta gengið að sem vísu og hins
vegar Lilja sem fór með mig og
síðan bræður mína út um allt, á
Tjörnina, í útilegur, í berjamó,
út um allar trissur, að ógleymd-
um Inga, sem gerði allt þetta
mögulegt, fyrst á lánsbíl frá
pabba sínum og síðan á hinum
ógleymanlegu Moskóvítsum.
Lilja setti auðvitað svolítið regl-
urnar á heimilinu en stundum
var gott að geta aðeins hallað
sér að mömmu Guðlaugu ef
manni fannst reglurnar aðeins
of stífar.
Margt sem ég vildi geta sagt
leyfir plássið ekki. Vil samt
segja frá því hvernig Lilja og
Ingi tóku þátt í uppeldi Ólafar,
dóttur minnar, sem fæddist
þegar ég var í menntaskóla.
Þau voru boðin og búin að
passa hana hvenær sem við
Anna, móðir hennar, vorum í
skólanum, í prófum o.fl. Ég lifði
líka fyrir það þegar ég var við
Lilja Helga
Gunnarsdóttir