Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.05.2020, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2020 nám erlendis að senda Ólöfu gjafir, kjóla, kápur o.fl. og afi Ingi sendi mér myndir af henni í fötunum. Sögur af samskiptum hinna barnanna, Lilju Guðlaugar, Lárusar og Þórunnar, við ömmu Lilju bíða betri tíma. Þau elskuðu öll ömmu Lilju og afa Inga. Og syrgja núna ömmu sína Lilju. Það gerum við öll. Elsku Lilja mín, það voru for- réttindi að eiga þig að. Bolli Þór Bollason. Elskuleg tengdamóðir mín er látin. Ég kom fyrst inn á heimili Lilju og Inga fyrir 50 árum og minnist þess vel. Heimilið var frjálslegt, opið öllum vinahópn- um þótt þröngt væri setið í lít- illi íbúð. Vakti það strax athygli mína hvað allt var smekklegt og mikið af fallegum ljósmyndum og málverkum á veggjum. Lilja vildi hafa fallegt í kringum sig og ekki síður vera vel klædd, enda ætíð glæsileg. Hún fylgd- ist vel með hvað var nýjast og í tísku og var alltaf vel tilhöfð. Lilja gaukaði stundum að mér snyrtivörum enda var það fyrsta sem hún gerði að setja upp andlitið eins og hún kallaði það og jafnvel í sumarbústað skyldi það gert áður en sest væri að morgunverðarborðinu. Lilja var greind kona, vel les- in og með mikinn áhuga á þjóð- málum og gat haft sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um. Hún var vinstrisinnaður jafnréttissinni og studdi jafn- aðarstefnuna. Ekki átti hún langa skólagöngu að baki, en var að mestu sjálfmenntuð í tungumálum. Hún kunni bæði ensku og dönsku, en þar hjálp- aði mikið áhugi hennar á bók- menntum sem hún las jafnt á hvoru tungumálinu sem var. Lilja var einstaklega fé- lagslynd og skemmtileg kona. Fjölskyldan var stór og fjöl- skyldumynstrið flókið, margar æskuvinkonur, að ógleymdum saumaklúbbnum og vinnufélög- um sem tengdust Lilju. Það tók mig líka nokkurn tíma að átta mig á öllu þessu fólki. Við vor- um góðar vinkonur, hringdum oft hvor í aðra bara til að rabba saman og hef ég tekið hana mér til fyrirmyndar í ýmsum málum. Hún átti sérstaklega gott samband við öll barnabörnin, gat verið þeirra trúnaðarvinur, en gat líka sagt þeim til þegar á þurfti að halda. Þegar yngsti sonur okkar var fæddur og við bæði í fullri vinnu og bundin heima yfir ungum börnum kom Lilja og sagði: „Nú finnið þið eitthvað til að gera einu sinni í viku og farið út meðan ég passa börnin.“ Það er ómetanlegt að eiga slíka tengdamóður sem var alltaf boðin og búin að gæta barnabarnanna. Hún á stóran sess í hjörtum þeirra og öll eiga þau útprjónaðar peysur sem hún gerði af mikilli list. Nokkrir réttir frá tengdamömmu fylgja fjölskyldunni; laukkartöflurnar, grillsósan góða og salötin og ekki má gleyma súkkulaðiköku ömmu Lilju sem hún kom með í öll barnaafmæli og sósan henn- ar hjá okkur á aðfangadag. Við Lilja náðum vel saman alveg fram að leiðarlokum og hún hélt sínum persónuleika og naut þess að fá fréttir meðan lakkaðar voru neglur, settur upp varalitur og silkiklútur um hálsinn. Ég þakka tengdamóður minni samfylgdina. Brynhildur Ingvarsdóttir. Amma Lilja hefur alltaf verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi, full af hlýju og kærleika. Hún var ávallt tilbúin að svara spurningum forvitins barns, segja frá fjölskyldunni og ræða þjóðmálin, á milli þess sem við borðuðum rækjusalat og ran- dalínu. Minningarnar sem koma upp í hugann eru óþrjótandi, allt frá Kaplaskjólsvegi þar sem ég faldi mig undir sænginni hjá Guðlaugu langömmu, Barmahlíð þar sem ég átti heimili um tíma, Hjarðarhaga og svo síðast Meistaravöllum. Heimili ömmu og afa var alltaf opið okkur barnabörnunum. Þar lékum við bræðrabörnin okkur saman og gistum við Lilja Guðlaug oft saman hjá ömmu og afa. Marg- ar góðar og skemmtilegar minningar á ég frá heimsóknum til ömmu og afa; sögurnar um Gunnar Andrew sem var með tígrisdýr og ljón í hesthúsinu á Ísafirði, ferðirnar til Hvera- gerðis að heimsækja Guðlaugu langömmu og ferðalögin þar sem gist var í sumarbústöðum Búnaðarbanka í Þjórsárdal. Einnig rifjast upp ferðalögin til Svíþjóðar að heimsækja pabba og þegar amma og Gunnar bróðir heimsóttu mig í Osló. Amma byrjaði fljótt að ræða við mig eins og fullorðinn ein- stakling, hvort sem var um fjöl- skyldumál eða þjóðmál. Tengsl- anet hennar var stórt, enda var hún hrókur alls fagnaðar hvert sem leiðin lá. Þetta tengslanet ræktaði hún gegnum sauma- klúbbinn, vinnuna og vinkonur eins og Ellu Kristjáns og Ás- laugu, oft með hjálp símans. Þetta tengslanet varð eins og órjúfanlegur hluti af okkar sam- bandi. Ég vissi margt um marga, oft fólk sem ég hafði sjálfur lítil tengsl við, en var hluti af lífi okkar ömmu á þeim tíma. Ísafjörður átti hug og hjarta ömmu. Ég áttaði mig fljótt á því að þegar hún rakti tengsl fólks til Ísafjarðar var það eitt mesta hól sem viðkomandi gat fengið. Þetta jafnaðist á við syndaaf- lausn; allt var fyrirgefið, gott fólk rakti ættir sínar til Ísa- fjarðar. Bræður Lilju voru henni kærir og birtust eins og leikarar á sviði við eldhúsborðið í Barmahlíðinni í frásögnum Lilju þegar vel lá á henni, enda frá mörgu að segja. Lengi vel voru heimsóknir í Iðunnarapó- tek líka fastur punktur í tilver- unni þar sem ég var á saltpillu- samningi hjá Kjartani ömmubróður. Seinna byrjaði amma að ræða við mig um pólitík. Stjórn- málaspjall okkar hófst líklega í kringum framboð Bandalags jafnaðarmanna og síðar þegar Alþýðuflokkurinn var og hét. Henni tókst til að mynda að fá óharðnaðan unglinginn með sér á framboðsfundi hjá Alþýðu- flokknum á Fógetanum oftar en einu sinni, og tókst að lokum að vekja áhuga barnabarnsins á þjóðmálum. Hún fékk því sérstaka nafn- gift; amma krati, í samtölum okkar á milli, líkt og amma dreki í sögunni um Jón Odd og Jón Bjarna sem hún hafið lesið fyrir mig mörgum árum áður. Það er mikil gæfa og blessun að eiga ömmu og afa eins og Lilju og Inga. Amma var ein af þessum stoðum í lífinu sem maður hélt að myndu aldrei hverfa. Hún sáði fræjum sem munu lifa í gegnum afkomend- urna um ókomna tíð. Húmorinn og lífsgleðin þegar við vorum saman eru mér ógleymanleg. Hún myndaði einnig sterk tengsl við börnin okkar Sólveig- ar, sérstaklega þegar hún heim- sótti okkur til Oslóar sumarið 2004. Þá fengum við okkur oftar en ekki sérríglas fyrir mat, klukk- an sex, aldrei fyrr. Við hjónin, sem vorum ekki vön þessum drykk, buðum ömmu lítið staup fyrsta kvöldið. Amma kallaði staupið atarna fingurbjörgina það sem eftir lifði ferðar, vandamál sem við leystum auð- vitað. Það er sárt að vera staddur erlendis þegar svona stendur á en minningarnar verma. Takk fyrir allt amma. Ingi Fjalar Magnússon og fjölskylda. Við andlát Lilju tengda- mömmu streyma fram minning- ar. Af nógu er að taka eftir hartnær hálfrar aldar kynni. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu vel hún tók mér frá fyrstu tíð. Mér þótti vænt um það, en sá ekki fyrr en seinna að það var ekki sjálf- gefið, því hún hélt alltaf mikið upp á strákana sína. Stundum fannst mér nóg um og gerði at- hugasemdir. Þá hló hún bara. Lilja var á margan hátt stór- veldi, í jákvæðri merkingu þess orðs. Hún fylgdist vel með, hafði sterkar skoðanir sem hún lét gjarnan í ljós, var dyggur krati og hafði ríka réttlætis- kennd. Lilja var alltaf til í að gera sér glaðan dag og þurfti ekki að skipuleggja slíka með löngum fyrirvara. Hún hafði lag á að sjá það fyndna í tilverunni, hafði góðan húmor sem þrátt fyrir erfið veikindi á lokametr- unum hélst lengi vel. Lilja lét sér annt um fólkið sitt, fjölskyldu og vini. Hún spurði frétta af mönnum og málefnum og fylgdist alla tíð vel með. Hún naut þess að hitta vini og ættingja og fara á mannamót. Lilja var vinmörg. Þar voru fyrirferðarmestar vinkonur úr saumaklúbbnum, sem héldu vel saman, auk æskuvinkvenna. Hún myndaði sterk tengsl við samstarfsfólk á ýmsum tímum í lífi sínu, fólk úr öllum áttum og á ýmsum aldri sem varð nánir vinir þó samstarfinu lyki. Lilju var einstaklega umhug- að um barnabörnin sín og ég held hún hafi aldrei verið glað- ari en einmitt í samskiptum við þau. Þá naut hún sín og var skemmtileg amma, til í ýmislegt og þeim fannst gaman að vera með henni. Kærleikurinn í garð þeirra og síðar barnabarna- barna var ósvikinn. Þau Ingi voru dugleg að ferðast um landið og tóku oft sumarbústaði á leigu. Sér í lagi eldri barnabörnin nutu góðs af þessum ferðum, fengu oft að fara með og efldu þannig einnig tengslin sín á milli. Eftirminni- legar eru margar ferðir með þeim Inga m.a. í Þjórsárdal og svo „vestur“. Lilja átti góð æskuár á Ísa- firði og hún hugsaði ávallt með hlýju til lífsins þar. Minnisstæð- ar eru ferðir á Vestfirði. Til dæmis þegar þau Ingi heim- sóttu okkur í sumarbústað við Dýrafjörð og voru með okkur í nokkra daga. Þau urðu okkur svo samferða í bíl heim. Við heimsóttum m.a. Skógarströnd og leiði afa hennar á Breiða- bólsstað. Hún þekkti söguna vel og úr varð hin ánægjulegasta bílferð sem var fljót að líða. Og svo ferðin til Ísafjarðar fyrir um 5 árum, þar sem við skoðuðum allt sem hægt var að skoða og hún fékk tækifæri til að rifja upp minningar og segja sögur. Þar naut hún sín alveg í botn og hafði mikið yndi af. Lilja var frekar nýjunga- gjörn. Hún hafði gaman af elda- mennsku og prófaði gjarnan nýja rétti. Ýmsar uppskriftir frá henni eru í uppáhaldi hjá minni fjöl- skyldu. Hún las mikið, bæði á íslensku og ensku, og naut þess að horfa á góðar bíómyndir og spennuþætti. Við leiðarlok er mér þakklæti ofarlega í huga en einnig eft- irsjá. Þakklæti fyrir það sem hún var börnunum mínum og okkur Gunna. Eftirsjá að hafa aldrei sagt henni hversu mikils ég mat hana. Ég treysti því að hún hafi fundið það í samskipt- um okkar í gegnum tíðina. Blessuð sé minning Lilju tengdamömmu. Hrund.  Fleiri minningargreinar um Lilju HelguGunn- arsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Kristín Björns-dóttir fæddist á Ytri-Mælifellsá í Skagafirði 9. ágúst 1927. Hún lést 16. maí 2020 á Eir. For- eldrar hennar voru Björn Guðmunds- son forstjóri, f. 18. júlí 1894 á Eyri í Flókadal, d. 24. apr- íl 1972 í Reykjavík, og Bergný Katrín Magnúsdóttir, f. 11. ágúst 1892 í Saurbæ í Kolbeinsdal, d. 20. des. 1980 á Akranesi. Kristín var ein fjögurra al- systkina. Hin voru Guðmundur Björnsson, f. 30. maí 1924 á Ytri- Mælifellsá, d. 11. febr. 2010, Hrefna Björnsdóttir, f. 2. des. 1930 á Höfn í Hornafirði, og Svavar Björnsson, f. 20. mars 1932 á Höfn í Hornafirði. Fyrir átti Bergný, móðir Kristínar, dreng sem hét Ásgrímur Sveins- son, f. 11. ágúst 1914 í Ytri- Hofdölum, d. 12. des. 1995. Kristín ólst upp á Ytri-Mæli- fellsá og svo eitt ár á Kolgröf í sömu sveit. Hún fluttist með for- eldrum sínum til Hafnar í Horna- firði árið 1929 en þar vann Björn faðir hennar við kaupfélagið á staðnum. Þar dvöldu þau til árs- ins 1944 en þá flutti fjölskyldan til Reykjavíkur og bjó eftir það í umönnunarstörf á stofnunum Reykjavíkurborgar. Þau hjónin eignuðust sex börn og eru afkomendur nú 38 talsins: 1) Haukur Jóhannesson, f. 24.11. 1948 í Reykjavík, kvæntur Sif Jónasdóttur, f. 16.1. 1949 í Reykjavík. Börn þeirra eru Jón- as Björn, Dögg og Haukur. Barnsmóðir Hauks Jóhann- essonar er Elín Erlingsdóttir og sonur þeirra er Helgi Haukur. 2) Björn Hákon Jóhannesson, f. 13. apríl 1951 á Finnbogastöðum. Hann var kvæntur Helgu Þuríði Þorgeirsdóttur, f. 9. júlí 1950, d. 31. jan. 2002 í Reykjavík. Börn þeirra eru Bjarki, Kristín og Anna. Sambýliskona Björns er Rannveig Gunnarsdóttir. 3) Pét- ur Jóhannesson, f. 27. jan. 1953 á Finnbogastöðum. Hann er kvæntur Gróu Gunnarsdóttur, f. 15. nóv. 1953. Dætur þeirra eru Ólöf og Birna. 4) Hrönn Jóhann- esdóttir, f. 13. jan. 1958 í Reykja- vík. Hún er gift Gunnari Lík- afróni Benediktssyni, f. 13. des. 1953. Þau eiga dótturina Heiðu Ósk. 5) Guðmundur Bjarki Jóhannesson, f. 28. nóv. 1967 í Reykjavík. 6) Hilmir Bjarki Jó- hannesson, f. 28. nóv. 1967 í Reykjavík. Hann er kvæntur Ír- isi Rögnvaldsdóttur, f. 12. jan. 1965. Synir þeirra eru Jóhannes Geir, Hilmir Snær, Hákon Ísar og Sindri Blær. Útför Kristínar verður frá Grafarvogskirkju í dag, 27. maí 2020, kl. 13. Engihlíð 10. Kristín vann á heimili for- eldra sinna en var einnig í vinnu- mennsku, m.a. í Vestmannaeyjum. Hún gekk í Hús- mæðraskóla Reykja- víkur og lærði þar til heimilisreksturs og kom það sér vel seinna á lífsleiðinni. Í Reykjavík vann hún í fataverslunum og víðar. Í Reykjavík kynntist hún ung- um kennaraskólanema, Jóhann- esi Péturssyni, f. 3. ágúst 1922 í Skjaldabjarnarvík, d. 5. sept. 2000 í Reykjavík. Þau ákváðu að feta lífsleiðina saman og giftust 22. maí 1948 í Reykjavík. Þegar Jóhannes lauk kennaranáminu vorið 1949 lá leið þeirra á heima- slóðir Jóhannesar þar sem hann var skólastjóri á Finn- bogastöðum í Trékyllisvík til ársins 1955 en hún hannyrða- kennari. Þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur og bjuggu þar upp frá því, lengst af í Álfheimum 58 og svo Hraunbæ 77. Jóhannes var kennari við Laugarnesskóla og svo Laugalækjarskóla allt til starfsloka. Kristín var lengst af heimavinnandi húsmóðir en eftir að börnin uxu úr grasi og tíndust að heiman starfaði hún við Við móðir mín höfðum verið samferða í nærri 70 ár þegar hún féll frá 16. maí síðastliðinn. Fyrsta minningin sem ég tengi beint við hana er þegar við fluttum frá Trékyllisvík til Reykjavíkur með strandferðaskipinu Skjald- breið. Mamma með okkur þrjá stráka í einum klefa með vingjarn- legri konu sem stytti okkur ferð- ina suður. Pabbi hafði farið á und- an til að undirbúa komuna til Reykjavíkur. Við bjuggum á Hagamelnum til að byrja með, skammt frá Kamp- inum sem mig rámar í, en síðan fluttum við á Sundlaugaveginn. Nokkrum árum seinna hófu þau að byggja íbúð í blokk í úthverfi bæjarins, í Álfheimunum. Þá var það alsiða að hópur fjölskyldna tæki sig saman og byggði heilu blokkirnar, ekki eins og nú til dags þegar fengnir eru verktakar, held- ur mættu menn á staðinn sjálfir og unnu hörðum höndum við að reisa blokkina. Ég man að hópurinn hittist og dró um hver fengi hvaða íbúð og það kom í minn hlut að draga fyrir okkur. Frá þessum árum þakka ég fyr- ir frelsið og fjölbreytileikann sem foreldrar okkar leyfðu okkur. Þetta var áreiðanlega erfitt líf fyr- ir pabba og mömmu, geysimikil vinna og þurfti útsjónarsemi til að endar næðu saman þannig að við fyndum aldrei fyrir skorti eða erf- iðleikum. Í Álfheimunum var mikið fé- lagslíf sem foreldrar okkar barnanna ýttu undir frekar en hitt, til að mynda með því að lána okkur þvottahúsið í kjallaranum til fyrirlestrahalds um gullfiska- rækt og skákiðkun og svo fengum við að nota timbrið til að byggja leikhús með sviði og áhorfenda- bekkjum og færa upp leikverk. Mamma hafði búið á Höfn í mörg ár og fékk Ólöfu vinkonu sína þar til að finna sveitapláss fyrir mig. Það var mikil gæfa fyrir mig að komast að hjá eðalfólkinu í Hestgerði. Það þýddi þó að ég varð að kynna mig með millinafn- inu mínu, konungsnafninu Há- koni, því ekki gat ég keppt við bóndann um nafn. Mamma og pabbi voru þó ekki hætt í byggingabransanum og byggðu sér raðhús í Hraunbænum þar sem þau bjuggu þar til pabbi dó, og mamma raunar lengur. Mamma var hörkudugleg kona og hélt stórt og myndarlegt heim- ili. Hún var mikil hannyrðakona eins og margir munir eftir hana bera vitni um. Frá svona langri vegferð geymi ég margar góðar minningar um móður mína. Hvíl í friði, elsku mamma. Björn. Kristín Björnsdóttir, amma okkar, var glæsileg og dugmikil kona. Frá því að við munum eftir okkur vann hún utan heimilisins við umönnunarstörf, m.a. á Mæðraheimilinu. Ungum að árum þótti okkur sérlega gaman að koma til ömmu og Jóhannesar afa heitins í Hraunbænum. Þar tóku þau hlý- lega á móti okkur og sýndu okkur og námi okkar mikinn áhuga. Amma var ætíð viðræðugóð og var vel að sér um málefni líðandi stund- ar. Hún fylgdist með stjórnmálum jafnt sem íþróttum þar sem hand- knattleikur var í miklu uppáhaldi. Iðulega sat amma með spilastokk í hendi að stokka eða leggja kapal á meðan hún rakti ættir fólks sam- hliða samfélagsumræðunni. Amma var hagleikskona og allt handverk hennar óaðfinnanlegt sama hverr- ar gerðar það var. Það var ömmu mikið áfall að missa eiginmann sinn, Jóhannes Pétursson kennara, fyrir tveimur áratugum. Hún hafði stutt hann af mikilli festu í veikindum sínum sem að lokum urðu honum að ald- urtila. Hans var ætíð minnst af virðingu og leyndist engum hversu mikið hún unni honum. Það er gott dæmi um persónugerð og sjálfsbjargarviðleitni hennar að í kjölfarið, hátt á sjötugsaldri, lærði amma að aka bíl. Við systkinin eigum ljúfar minningar úr Hraunbænum hjá ömmu og afa. Í fyrstu í leik með frændsystkinum okkar hlaupandi á ganginum eða að sniglast í leyni- herbergi inni af svefnherbergi þeirra hjóna. Árleg jólaboð sam- einuðu stórfjölskylduna, sex börn og fjölmörg barnabörn. Í seinni tíð glöddu langömmubörnin ömmu mikið og fjölmargir handsaumaðir jólasokkar til þeirra úr hennar ranni munu prýða heimili okkar um ókomna tíð. Amma minntist alltaf móður okkar heitinnar með hlýju og talaði mikið um hana, fyr- ir það verðum við ætíð þakklát. Starfsfólki deildar 1B á hjúkr- unarheimilinu Eir þökkum við heilshugar fyrir kærleiksríka umönnun síðustu árin, þar átti amma gott ævikvöld. Blessuð sé minning hennar. Anna, Kristín og Bjarki. Kristín Björnsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ZOPHANÍA G. BRIEM, Góa, Hvassaleiti 56, lést miðvikudaginn 13. maí. Útför fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 29. maí klukkan 13. Svanborg Briem Bragi Ólafsson Líða Briem Einar Jón Briem Anna Jóna Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og tengdamóðir, RANNVEIG TÓMASDÓTTIR, Brekkubyggð 26, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. maí klukkan 13. Þórhallur Arason Halla Björg Þórhallsdóttir Guðmundur Kristinsson Þorbjörg Þórhallsdóttir Gísli Þór Guðmundsson Tómas Magnús Þórhallsson Unnur Lilja Hermannsdóttir Rannveig Myrra Gísladóttir Rakel Tómasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.