Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Síða 14
VIÐTAL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020 M ánudagur er fínn. Faðir minn hóf öll verk á mánudegi og vísaði í Biblíuna. Komdu bara með sólina með þér,“ segir Sveinn Einarsson hress í bragði þegar við mælum okkur mót gegnum símann og á þarna vitaskuld við dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor og forstöðu- mann Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi. Ég stend við mánudaginn en ofmælt er að segja að ég komi með sólina með mér; en hann hangir í öllu falli þurr þennan milda vormorgun og hitastigið losar tíu gráðurnar. Sveinn tekur glaðlega á móti mér úti á stétt og býður til stofu og upp á dýrindis te. Við gæt- um þess að sjálfsögðu að virða settar leikreglur á þessum undarlegu tímum og þá sérstaklega tveggja metra regluna. Sjálfur er Sveinn í sjálf- skipaðri varnarsóttkví á heimili sínu enda í áhættuhópi, orðinn 85 ára „og með utanáliggj- andi sjúkdóma, eins og einhver orðaði það svo skemmtilega“, bætir hann við kíminn. Hann fékk hitavellu um sama leyti og kórónuveiran var að skríða á land hér í fásinninu og eftir að hafa hringt í síma 1700 var hann tekinn í próf. „Til að byrja með höfðu þeir ekki mikinn áhuga á mér en eftir að ég greindi frá því að mágur minn væri nýkominn heim frá Ítalíu breyttist afstaðan og hingað var sendur með hraði maður í sérstökum búningi til að skima mig. Hann hafði reyndar orð á því að ég kippti mér örugg- lega ekki upp við útganginn á sér enda alvanur búningum eftir áratuga starf í leikhúsinu,“ rifj- ar hann upp hlæjandi. Sýnið reyndist neikvætt og Sveinn því aðeins með venjulega flensu sem hann jafnaði sig fljótt af. Þykir vænt um Þjóðleikhúsið Annars hefjum við formlegar viðræður á ástríðu Sveins í þessu lífi, leikhúsinu, af því til- efni að Þjóðleikhúsið gerði sér lítið fyrir og varð sjötugt á dögunum. „Það er ógurlega gaman að Þjóðleikhúsið sé orðið sjötíu ára,“ byrjar Sveinn. „Ég var svo lánsamur að vera við- staddur þegar húsið var opnað og vann þar í mörg ár, meðal annars sem leikhússtjóri frá 1972 til 1983. Ég hef fyrir vikið mjög sterkar taugar til Þjóðleikhússins og þykir ákaflega vænt um það.“ Sveinn var raunar orðinn þaulvanur leik- húsgestur árið 1950; sá sína fyrstu sýningu árið 1938, aðeins þriggja ára gamall. Að þessu sögðu þykir honum alltaf jafn- hlægilegt þegar hann er titlaður „fyrrverandi þjóðleikhússtjóri“. „Það eru 37 ár síðan ég lét af störfum sem þjóðleikhússtjóri og hef gert margt síðan, bæði sem leikstjóri og rithöf- undur og reyndar í stjórn UNESCO, og gengið bara þokkalega. En ætli hitt þyki ekki fínna?“ segir hann og brosir. „Það er mjög einkennilegt að vera fyrrverandi; sjálfur upp- lifi ég mig sem lifandi og það er gaman að lifa þrátt fyrir svæsna tíma. Ef maður er svo heppinn að halda heilsunni er gaman að lifa lengi og maður getur gefið samfélaginu ým- islegt – ef það vill þá þiggja. Sem er auðvitað ekki sjálfgefið.“ Meira um það síðar. Stöndum á ögurstund Það gladdi Svein hversu margir settu íslenska tungu á oddinn í tilefni af afmæli Þjóðleikhúss- ins, í ræðu og riti. „Það kom svo sem ekkert á óvart. Við stöndum á ögurstund; lifum í allt annars konar heimi en fyrir tuttugu árum, hvað þá sjötíu árum. Áreitið er svo miklu meira og stór hluti þjóðarinnar fær daglega upplýsingar á allt annarri tungu. Þess vegna er okkur skylt að gera okkur grein fyrir því hvað til okkar frið- ar heyrir. Við erum með eitt merkilegasta og elsta tungumál í heimi sem á margan hátt er einstakt, svo sem hvað varðar málvenjur og beygingarform. Tungumálið lýsir lífi þjóðar og þjóðin breytist. Við höfum ekki gert nóg til að halda við því sem hefur lífsmátt og mikilvægt er að allar menningarstofnanir, þar á meðal Þjóð- leikhúsið, leggist saman á árarnar. Fjölmiðlar hafa líka stóru hlutverki að gegna og í því sam- bandi er sorglegt að hér sé starfrækt sjón- varpsstöð þar sem mest af efninu er á ensku. Sumt af því ágætt en hlutföllin röng. Það er meginverkefni okk- ar Íslendinga að hlúa að tungunni ef við viljum halda áfram að vera þjóð. Ef við töpum henni niður þá verð- ur hér engin menning og ekkert atvinnulíf.“ Sjálfur á Sveinn aðild að hópi málfræðinga, rithöfunda, heimspekinga og fleira menning- arfólks sem hittist reglulega til að stappa stál- inu hvert í annað gagnvart tungunni. „Þetta er ekki formlegur þrýstihópur en við getum hæg- lega gagnast fjölmiðlum, sé áhugi fyrir hendi. Við stóðum til dæmis fyrir málstefnu í Norræna húsinu um árið og ýttum undir þáttaröð um ís- lenskt mál í Ríkisútvarpinu árið 2018. En betur má ef duga skal og mín skoðun er sú að við þurfum á sérstakri tungumálaakademíu að halda í þessu landi. Að henni myndu koma allir sem eiga hlut að máli, svo sem Stofnun Árna Magnússonar, Ríkisútvarpið, Þjóðminjasafnið, Þjóðvinafélagið, Bandalag íslenskra listamanna og fleiri. Það yrðu næg verkefni fyrir þessa aka- demíu,“ segir Sveinn og bætir við að vanda yrði tilnefningar í akademíuna; ekki gangi að menn sjálfskipi sig. Stenst ekki stjórnsýslulög Sveinn kallar eftir aukinni fagmennsku víðar; eins og í sambandi við verðlaun og launa- greiðslur til handa listamönnum og rithöf- undum. „Það stenst ekki íslensk stjórnsýslulög hvernig að þessum málum er staðið í dag. Auð- vitað á armslengdarhugmyndin að gilda og fag- fólk að taka lokaákvörðun að undangengnum tilnefningum svo ekki sé of mikill peninga- fnykur af þessu.“ Hann nefnir heiðurslaun listamanna sér- staklega í þessu sambandi en þau hafi litast af landlægu vandamáli hér um slóðir, frændhygli og flokkshygli, allt frá því þeim var fyrst komið á fót til að heiðra séra Matthías Jochumsson undin aldarmótin 1900. „Þetta þarf að stokka upp og búa þannig um hnútana að fagfólk taki þessar ákvarðanir að vandlega athuguðu máli. Við kjósum fólk á þing til að sinna allt öðrum málum. Meðan frændhyglin ræður för verður þetta aldrei raunverulegur heiður. Má minna bæði á Bókmenntaverðlaun bókaútgefenda og Tónlistarverðlaunin með öllum sínum und- irflokkum. Þar ætti armslengdarfyrirkomulag- ið líka að gilda. Í Edduverð- launum er það fagfólk sem velur og það gengur ágæt- lega.“ Sveini þykir mikilvægt að gera greinarmun á heið- urslaunum annars vegar og stuðningi við fólk sem sest er í helgan stein og hefur ekki lengur fastar tekjur hins vegar. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta getur verið viðkvæmt en í grunninn snýst þetta bara um að skilja að þá sem ennþá eru virkir og þá sem hættir eru störfum.“ Jaðarsetningin rík Talið berst að stöðu eldri borgara í samfélag- inu og Sveinn segir að sig hafi ekki grunað að jaðarsetningin væri eins rík og raun ber vitni. „Það þýðir ekkert fyrir aldraða listamenn og rithöfunda að sækja um styrki og ég býst við að sama máli gegni um listamannalaun. Dóttir mín, sem er doktor í heimspeki, skrifaði rit- gerð um þetta; það er að segja hvernig þjóðfé- lagið fær fólk til að vera í þessu gervi og ganga inn í það hlutverk. Sjálfur á ég vini sem ég hef séð koðna niður eftir sjötugt ef þeir eru ekki með áhugamál sem heltaka þá. Þeir fá ekki lengur að halda sinni stefnu. Það er grátlegt því til er fullt af rosknu fólki með starfsþrek, orku og heilmikla reynslu sem fæðir af sér alls konar hugmyndir. Mér finnst ég ekki fá neitt færri hugmyndir í dag en þegar ég var ungur. Samt er ég eiginlega alltaf spurður um eitt- hvað gamalt. Ég hef svo sem ekkert á móti því en hvers vegna spyr enginn hvort ég segi ekki neitt nýtt í fréttum? Maður er jafngamall og maður vill vera, ef heilinn leyfir.“ Sem dæmi um þetta áhugaleysi samfélagsins nefnir Sveinn að fyrir nokkrum árum hafi hann og fleiri á hans reki boðið Ríkisútvarpinu að gera stutta þætti fyrir eldra fólk en þeirri hug- mynd hafi verið mætt af tómlæti. „Það var hvorki skilningur né áhugi. Því miður. Og þetta er ekkert einsdæmi; fólk kemur dálítið mikið að lokuðum dyrum þegar það er komið á ákveðinn aldur.“ – Hvenær fórstu að finna fyrir þessu? „Strax um sjötugt en ég tala nú ekki um þeg- ar ég varð eldri. Þetta viðhorf hefur mjög slæm áhrif á marga sem hreinlega gefast upp. Sumir eldri borgarar í þessu landi eiga ekki til hnífs og skeiðar sem er samfélaginu til háborinnar skammar. Sjálfur hef ég verið svo heppinn að hafa nóg fyrir stafni. Ég er að vísu ekki að setja upp stórar leiksýningar lengur en hef verið að stjórna leiklestrum með hópi fólks, yngri sem eldri, sem ekki eru starfandi á leiksviðum landsins. Maður heldur áfram að vera leikari og leikstjóri þó maður eldist; maður ræður bara ekkert við það.“ Þetta bara spýtist út úr mér Mestur tími fer þó í skriftir. „Það er annað sem ég ræð ekkert við og hef ekki gert frá fyrstu tíð – þetta bara spýtist út úr mér,“ segir Sveinn hlæjandi en hann sendi ekki bara frá sér eina bók á síðasta ári, heldur tvær. Miklu yngri höf- undar yrðu ugglaust rígmontnir af slíkum af- köstum. Önnur var einkum ætluð vinum og vandamönnum og heitir Leikhúskver en hin, Úti regnið grætur, fjallar um skáldið Jóhann Sigurjónsson. „Þetta er ekki ævisaga, heldur nálgast ég skáldið á fræðilegum nótum og svona bók lend- ir ekki í popúlismanum,“ segir Sveinn. „En Hið íslenska bókmenntafélag vildi gefa hana út og sýndi mér með því heiður. Þetta er fimmta bók- in um Jóhann Sigurjónsson og fleiri bækur hafa að ég held aðeins verið skrifaðar um einn ís- lenskan höfund, Halldór Kiljan Laxness.“ Í bókinni setur Sveinn fram þá kenningu að það hafi verið symbólisminn, eða táknsæis- stefnan, sem skildi Jóhann frá hinum skáld- unum sem uppi voru á sama tíma og kallaðir voru nýrómantíkerar. Symbólisminn á rætur að rekja til Frakklands en Jóhann kynntist honum í Kaupmannahöfn, þar sem hann bjó lengi. „Það var mjög skemmtilegt fyrir mig að skoða þetta og finna symbólismanum stað í ljóðum Jóhanns en sjálfur las ég í Frakklandi. Annars er ég ekki einn um þessa kenningu; vinur minn Þorsteinn Þorsteinsson er sama sinnis í bók sinni Fjögur skáld.“ – Jóhann hefur lengi verið þér hugleikinn. „Rétt er það. Ég skrifaði kandídatsritgerðina mína um hann árið 1958. Þannig að segja má að Jóhann hafi fylgt mér alla ævi.“ Þá flækist málið Jóhann hætti alfarið að yrkja um þrítugt og síð- ustu árin sem hann lifði einbeitti hann sér að leikritun. Hann lést árið 1919, aðeins 39 ára að aldri. Spurður hvort symbólisminn sé eins sterkur í þeim skáldskap svarar Sveinn: „Þá flækist málið en þessu reyni ég eigi að síður að svara í bókinni og finna skýr einkenni. Jóhann skrifar með allt öðrum hætti en gert var á Norðurlöndum á þessum tíma og segja má að hann hafi í senn verið fremsta og frumlegasta leikskáld Norðurlanda.“ Annað sem Sveinn veltir fyrir sér í bókinni er: Hvers vegna fór Jóhann ekki víðar fyrst hann var slíkur afburðamaður? „Á því eru margar skýringar. Eins og hreinir symbólistar á borð við Frakkana Mallarmé og Verlaine þá notar Jóhann tilvitnanir, dæmisög- ur og orðskviði í kvæðum sínum en leikritin eru annars konar. Þau eru mjög dramatísk og hann Sveinn aldrei þessu vant á leið á leiksýningu árið 2015, ásamt eiginkonu sinni Þóru Kristjánsdóttur. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Fæ ekki færri hugmyndir nú en þegar ég var ungur 82 árum eftir að hann sá sína fyrstu leiksýningu býr Sveinn Einarsson, leikstjóri og rithöfundur, enn að brennandi ástríðu fyrir leiklistinni. Hann sendi frá sér tvær bækur í fyrra og skrifar á hverjum degi. Þá fær hann ekkert færri hugmyndir núna en þegar hann var ungur. Eini munurinn er sá, segir hann, að samfélagið hefur ekki eins mikinn áhuga á þeim. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Það er mjög ein-kennilegt að verafyrrverandi; sjálfur upp-lifi ég mig sem lifandi og það er gaman að lifa þrátt fyrir svæsna tíma.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.