Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Blaðsíða 29
Önnur goðsöguleg bandarísk rokk-
sveit, Aerosmith, kemst nálægt því að
velgja ZZ Top undir uggum. Fimm-
menningarnir sem eiga aðild að band-
inu í dag, Steven Tyler, Tom Hamil-
ton, Joe Perry, Brad Whitford og
Joey Kramer, voru allir með á fyrstu
breiðskífu Aerosmith sem kom út
1973 og ber nafn sveitarinnar. Að vísu
eru áhöld með Kramer en hann slas-
aði sig í fyrra og hefur ekki fengið að
troða upp með félögum sínum síðan.
Fauk í hann af því tilefni vegna
Grammy-verðlaunanna í byrjun árs-
ins, þar sem hann var fjarri góðu
gamni. Kramer hefur þó ekki verið
formlega sagt upp störfum.
Heldur má ekki gleyma því að Joe
Perry hætti í Aerosmith frá 1979 til
1985 og Brad Whitford frá 1981 til
1984, þannig að ekki er þráðurinn
óslitinn, eins og hjá ZZ Top. Ein
plata kom út á því tímabili með því
viðeigandi nafni Rock In a Hard
Place. Jimmy Crespo og Rick Dufay
léku þá á gítarana en Whitford kom
við sögu í einu lagi og er því tækni-
lega á öllum plötum Aerosmith.
Þess má líka geta að Whitford
kom ekki að stofnun bandsins árið
1970 með hinum fjórum, heldur
gítarleikari að nafni Ray Tabano.
Whitford leysti hann af hólmi 1971.
Eldhúsbandið ódauðlega
Sumir vilja raunar ganga framhjá
bæði ZZ Top og Aerosmith þegar
langlífustu rokkbönd sögunnar ber á
góma og tilgreina írsku sveitina vin-
sælu U2 í þeirra stað en mennirnir
fjórir sem starfa innan hennar í dag,
Bono, The Edge, Adam Clayton og
Larry Mullen yngri, hafa sannarlega
allir verið með frá fyrstu æfingu sem
fram fór í eldhúsinu hjá þeim síðast-
nefnda árið 1976.
Færri gera sér líklega grein fyrir
því að þar voru þrír menn til viðbótar.
Dik Evans, eldri bróðir The Edge, Iv-
an McCormick og Peter Martin. Sá
síðastnefndi kom reyndar af fjöllum
og var vinsamlega þakkað fyrir kom-
una. En bæði Evans og McCormick
teljast til stofnfélaga U2. McCormick
gekk úr skaftinu eftir fáeinar vikur en
Evans árið 1978.
Það þýðir að aðeins Bono, The
Edge, Clayton og Mullen hafa leikið
inn á fjórtán breiðskífur U2, frá og
með Boy árið 1980.
U2 hefur þar af leiðandi starfað
óbreytt í 42 ár, átta árum skemur en
ZZ Top.
Þegar langlífi í rokkheimum er til
umfjöllunar ber bandaríska dúettinn
The Righteous Brothers stundum á
góma og bent er á að Bill Medley og
Bobby Hatfield hafi starfað saman í
fjörutíu ár, frá stofnun dúettsins 1963
til dauða Hatfields 2003. Jimmy
Walker leysti Medley hins vegar af
frá 1968 til 1971, auk þess sem The
Righteous Brothers hætti alfarið
störfum í þrígang, fyrst frá 1971 til
1974, aftur frá 1976 til 1981 og loks
frá 2003 til 2016. Þá reif Medley
óvænt upp um sig sokkana og endur-
reisti dúettinn með Bucky nokkrum
Heard.
Spilað saman í 59 ár
Auðvitað má finna menn sem hafa
verið lengur saman í hljómsveit en fé-
lagarnir í ZZ Top. Strandgæjarnir
Brian Wilson og Mike Love hafa
starfað samfellt saman frá árinu 1961,
eins Al Jardine, sem þó skrapp frá
milli 1962 og 1963. Hinir upprunalegu
meðlimirnir tveir eru látnir, Dennis
Wilson 1983 og Carl bróðir hans 1998.
Mick Jagger og Keith Richards
hafa verið í The Rolling Stones sam-
fellt frá stofnun þeirrar stofnunar ár-
ið 1962. Charlie Watts slóst í hópinn
1963 og er enn með. Nokkrar manna-
breytingar hafa þó orðið á Stones-
vagninum gegnum árin. Brian Jones,
Ian Stewart og Mick Taylor voru
með á fyrsta gigginu 1962 en aðeins
Jones var eftir þegar fyrsta breið-
skífan kom út tveimur árum síðar. Þá
var Bill Wyman líka kominn um borð.
Ronnie Wood gekk til liðs við The
Rolling Stones árið 1975.
Aðrir gamlir vopnabræður sem
enn vinna saman eru Roger Daltrey
og Pete Townshend í The Who. Þeir
töldu fyrst í árið 1964. John Ent-
wistle var með frá upphafi en fyrsti
trommarinn var múrarinn knái Doug
Sandom. Keith Moon tók þó fljótlega
við kjuðunum, strax árið 1964. Hann
lést 1978 og Entwistle 2002. Þess ut-
an starfaði The Who sáralítið frá
1983 til 1996 en síðan hafa Daltrey
og Townshend starfrækt þessa sögu-
frægu sveit. Alltaf jafn hressir.
AFP
3.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
SPRÆK „Ég er hérna til að sýna og
sanna að margt gott getur gerst hjá
eldri konum,“ segir bandaríska
sveitasöngkonan og lagahöfund-
urinn Lucinda Williams í samtali
við breska blaðið The Independent
en Williams, sem orðin er 67 ára,
sendi á dögunum frá sér nýja breið-
skífu, Good Souls Better Angels.
„Um það yrki ég í dag,“ segir Willi-
ams sem þurfti á yngri árum að
yfirstíga fordóma í garð kvenna
sem sömdu og sungu sín eigin lög.
„Af nógu er víst að taka.“
Eldri konur, sjáið hvað ég get!
Lucinda Williams er með nýja plötu.
AFP
BÓKSALA 22.-28. APRÍL
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Milljarðastrákurinn David Walliams
2 Skólaráðgátan Martin Wildmark
3 Þess vegna sofum við Matthew Walker
4 Í vondum félagsskap Viveca Sten
5 Á fjarlægri strönd Jenny Colgan
6 Afnám haftanna Sigurður Már Jónsson
7 Framkoma Edda Hermannsdóttir
8 Þögla stúlkan Hjort & Rosenfeldt
9 Heillaspor Gunnar Hersveinn o.fl.
10 Þar sem óhemjurnar eru Maurice Sendak
1 Ína Skúli Thoroddsen
2 Stelpur sem ljúga Eva Björg Ægisdóttir
3 Skuggaskip Gyrðir Elíasson
4 Tregasteinn Arnaldur Indriðason
5 Kokkáll Dóri DNA
6 Við erum ekki morðingjar Dagur Hjartarson
7 Systa Vigdís Grímsdóttir
8 Sólarhringl Huldar Breiðfjörð
9 Sjálfstætt fólk Halldór Laxness
10 Innflytjandinn Ólafur Jóhann Ólafsson
Allar bækur
Skáldverk og hljóðbækur
Ég átti mjög erfitt með svefn
sem barn. Mamma brá á það
ráð að lesa fyrir mig bækur sem
hún var með á náttborðinu;
kannski í veikri von um að þær
myndu svæfa mig úr leiðindum.
Það varð hins vegar til þess að
ég hef alla tíð haft mjög gaman
af ævisögum, hafði undarlegan
orðaforða sem
barn og óþarf-
lega mikla
vitneskju um
líf og störf
Vestur-
Íslendinga.
Það var und-
arleg tilviljun
að fyrsta bók
ársins var A Room of One’s
Own eftir Virginiu Woolf, sem
kom út árið 1929 og byggist á
fyrirlestrum sem Woolf hélt um
mikilvægi þess að konur hafi
rými fyrir sig til þess að skapa,
hugsa og vera. Pláss fyrir konur,
í bókstaflegri merkingu og ekki.
Á þessu riti átti ég svo eftir að
öðlast full-
djúpan skilning
fáum vikum
síðar, þar sem
ég vinn heima í
sjálfskipaðri
sóttkví, í íbúð á
stærð við frí-
merki, með
smábarn og
ekkert sér-
herbergi. Verður einhvern tím-
ann ekki allt í mat, þvotti og
ógeði? Fæ ég einhvern tímann
rými til að skapa, hugsa og vera?
Vonandi.
Eftir að ég eignaðist kyndil
hefur hlutfall erlendra bóka auk-
ist mjög, þótt ég njóti þess mest
að lesa á íslensku. Hann hefur
þó þann frábæra kost að ég hef
aðgang að bókum sem ólíklegar
eru til þess að rata í bókabúðir
hér á landi. Ein af þeim er Being
Heumann: an Unrepentant
Memoir of a Disability Rights
Activist, nýútkomin sjálfs-
ævisaga Judith Heumann sem
hefur haft gífurleg áhrif á rétt-
indi og líf fatlaðs fólks um allan
heim. Þarna er sögð áhrifamikil
saga baráttu fatlaðs fólks fyrir
borgaralegum
réttindum,
barátta sem
ekki má gleym-
ast.
Næst á dag-
skrá hjá mér
er Ein á for-
setavakt eftir
Steinunni Sig-
urðardóttur,
sem endurútgefin er í tilefni 90
ára stórafmælis Vigdísar Finn-
bogadóttur og þess að 40 ár eru
liðin frá því að
hún var kjörin
forseti. Ég
hlakka til að
kynnast Vigdísi
betur.
Annars er ég
mikill
barnabóka-
aðdáandi og er
alltaf með hina vanmetnu sögu
Astrid Lingren, Á Saltkráku, á
náttborðinu. Hana les ég aftur
og aftur og fæ aldrei leið á.
INGA BJÖRK BJARNADÓTTIR ER AÐ LESA
Inga Björk
Bjarnadóttir er
listfræðingur.
Óþarflega mikil vitneskja
um Vestur-Íslendinga
ER PLANIÐ SKÍTUGT?
Fáðu tilboð í s: 577 5757
GÖTUSÓPUN
ÞVOTTUR
MÁLUN
www.gamafelagid.is