Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020
Í MYNDUM
Ég mátti til með að kíkja þarna inn, fyrst ég var á ferðinni fyrir norðan,og sem hendi væri veifað var mér kippt marga áratugi aftur í tímann.Þrátt fyrir að vera löngu hætt að þjóna sínum tilgangi hefur þessi
verksmiðja ennþá sinn sjarma. Gamli tankurinn er til dæmis ótrúlega
skemmtilegt mótíf, bæði að innan og utan. Mynstrið í steypunni er eins og
listaverk,“ segir Árni Sæberg ljósmyndari sem
tók myndirnar sem hér getur að líta í gömlu
síldarverksmiðjunni á Hjalteyri.
Árni segir það hafa verið undarlegt að aka
Eyjafjörðinn á dögunum; varla hafi verið nokkurn
mann að sjá og enga túrista, sem alla jafna fylla
fjöll og hreppi á þessum tíma árs. „Ég mætti ein-
um manni á hjóli. Þetta var bara eins og þegar
maður var strákur í sveit fyrir fimmtíu árum. Nú
er um að gera fyrir Íslendinga að nýta tækifærið í
sumar og njóta þessarar perlu sem við eigum, sem
er landið okkar.“
Löng hefð er fyrir síldarvinnslu á Hjalteyri.
Norðmenn hófu síldarsöltun um 1880, Svíar, Þjóðverjar og Skotar bættust í
hópinn og upp byggðist sjávarpláss með mörgum þorsk- og síldveiðiskipum.
Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914 hurfu útlendingarnir á brott og
Thor Jensen athafnamaður, sem tekið hafði Hjalteyri á leigu ári áður, byggði
upp síldarvinnslu. Árið 1937 var byggð stór síldarverksmiðja við Hjalteyri,
sú stærsta í Evrópu á þeim tíma samkvæmt sumum heimildum. Eftir því sem
leið á 20. öldina dró úr umsvifum Thorsaranna og eftir að síldarbresturinn
varð á sjöunda áratugnum var síldarverksmiðjunni lokað 1966.
Þann 4. maí 1954 varð mikill bruni á Hjalteyri. Eldur varð laus í mjöl-
skemmu síldarbræðslunnar, en mjölskemma þessi var á þeim tíma sú næst-
stærsta á landinu. Mjölskemman var með mun stærri grunnflöt en verk-
smiðjan sjálf og notuð að hluta til sem geymsla undir ýmsa hluti. Meðal þess
sem brann var bifreið, dráttarvél, uppmokstursvél og nokkrar síldarnætur
ásamt færiböndum fyrir mjölsekki.
Í dag tengja mun fleiri Hjalteyri við listir en síldarvinnslu en árið 2008 var
myndaður hópur listafólks sem ákvað að koma á fót menningarmiðstöð í
gömlu verksmiðjuhúsunum. Í hópnum eru íslenskir og erlendir listamenn.
Síðan þessi hópur tók til starfa hafa reglulega verið haldnar myndlistarsýn-
ingar og aðrar listsýningar en sýningarstaðurinn er einfaldlega kallaður
Verksmiðjan. Kannski verða þessar myndir einhvern tíma sýndar þar!
Kippt áratugi aftur í tímann
Enda þótt gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri við Eyjafjörð megi muna sinn fífil fegri er hún ekkert verra myndefni í dag en þegar
starfsemin stóð þar í blóma á síðustu öld, líkt og Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, komst að raun um á dögunum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Ljósmyndir
ÁRNI
SÆBERG
Vefverslun
rún.is
20%
afsláttur
Fatnaður sem hentar bæði innan og utandyra
AF SPORTFATNAÐI
FRÁ SOUTH WEST
SENDUMFRÍTTUM LAND ALLT
runverslun