Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.05.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.5. 2020 Þ að var skrítið að sjá vitnað í verka- lýðsleiðtoga sem taldi nú þarfast að blása til nýrrar „búsáhaldabylt- ingar“ í tilefni af efnahagslegum af- leiðingum kórónuveirunnar! Breytti litlu Þeir eru enn til sem vilja vefja þá meintu „byltingu“ í rósrauðan skrúða en þó þolir mjög fátt af því sem gerðist þá minnstu skoðun. Hana mætti fremur kalla byltinguna sem aldrei varð af því að hún snerist aðal- lega um sjálfa sig en ekki framhaldið. Það má þó kannast við að uppákomur tengdar þess- ari „byltingu“ kipptu fótum undan sitjandi ríkis- stjórn, þar sem Samfylkingin fór á taugum eftir að hávær lýður ruddist inn á fund hennar í Leikhúskjall- aranum. En það verður seint flokkað undir byltingu hvort flokkur á borð við Samfylkingu hrekkur af hjörum. Slíkir flokkar þurfa lítið til. Enginn flokkur var þó metinn á annað eins slikk og Björt framtíð sem síðar meir vegna gauragangs á netinu nærri miðnætti sprengdi ríkisstjórn í spað eina niðdimma nótt. Björt framtíð átti enga framtíð og dó þarna að mestu án fortíðar eftir að upplýstist að tilvera hennar helgaðist eingöngu af því hversu mörg eða fá læk flokkurinn fengi hjá fautum netsins við hver dagslok. Lágt ris á háværu fólki Það lið sem tók sér dagskrárvaldið á Austurvelli í „byltingunni“, og þá einkum þó rausið sem upp úr því valt og útvarpað var sem helgiathöfn, þolir illa skoð- un og sýnu verr atgangur skrílsins sem skýldi sér í fjöldanum og munaði minnstu að hið hugrakka lög- reglulið fengi ekki hamið. Þar var allt komið á ystu brún. Það er vitað nú hverjir héldu í þá strengi og það er einnig vitað hverjir fjármögnuðu brúðuleikarana. Ríkisútvarpið, sem lifir enn á þeirri ónýtu mýtu að það sé „öryggistæki þjóðarinnar,“ varpaði gagnrýnis- laust út öllum soranum og þar með talið öskrum um hvar einstaklingar byggju með fjölskyldum sínum, og rétt væri og sjálfsagt að ofsækja! Einhver kynni að halda því fram að nú þegar fyrr- verandi lögreglustjóri sé orðinn forstjóri þessarar stofnunar muni hún síður og jafnvel alls ekki haga sér svo ömurlega. Fyrir því er þó engin trygging. Það hafa margir velviljaðir menn setið í sama stóli, en eig- endafélag stofnunarinnar fer jafnan sínu fram. Grípið sleif og pott Í gær var 1. maí og Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og bloggari, spyr sí svona í tilefni af tali Ragnars for- manns VR sem skilið er sem vilji til eða hótun um að efna til nýrrar Búsáhaldabyltingar: „Opnar VR digra sjóði sína fyrir sveltandi og um- komulausum á degi verkalýðs? Ræðst VR í að stofna fyrirtæki til að veita atvinnu- lausum starf? Lækkar VR félagsgjöld sem launþegar eru neyddir til að greiða? Nei og aftur nei. VR gerir ekkert slíkt fyrir launafólk. Aftur vill VR að launafólk geri byltingu. Fyrir VR.“ Ekki er svo sem líklegt að af þessu verði, en sjálf- sagt verður þó tveggja metra reglunni fylgt á Austur- velli. Annars má þá sleppa lögreglunni í þetta sinn og láta veiruna eina um þetta. Stundum þóttust forsprakkarnir á Austurvelli ætla að leita að rótum þess að bankakerfið hér fór svo illa í sömu andrá og bankakreppa mikil skall á efnahags- kerfi Vesturlanda. Hundruð banka féllu og lönd eins og Grikkland voru hneppt í skuldafjötra sem munu há þeim um langa framtíð. Umræðuna hér mátti allt að því skilja svo að hin al- þjóðlega kreppa hefði sótt sína bankaveiru hingað en ekki öfugt. Það var vissulega margt óefnilegt í framgöngu sumra bankamanna hér sem gleymdu sér og töldu sjálfir og ýmsir fleiri að hér hefðu sofið gen frá vík- ingaöld sem vaknað hefðu til lífs þegar íslensku bank- arnir lentu í höndum snillinga og tóku að eiga raun- veruleg alþjóðleg viðskipti við hlið banka sem höfðu stundað þau lengi, sumir um aldir. Svokölluð búsáhaldabylting snerist frekar um út- rás, hefnd og skemmdarverk og kynt var mjög fag- mannlega undir. Þar voru pólitísk markmið liggjandi undir. Mótmælin voru skiljanleg og sjálfsögð en þannig haldið á af sjálftökumönnum að hún verður í rauninni fremur blettur á þjóðarsögunni en heiðurs- merki í hatt hennar, þótt fámennu lögregluliði hafi tekist að hemja ofureflið og þar með koma í veg fyrir að varanlegur skaði yrði. Það var þá árangur Helsti „árangur“ byltingarinnar sem kennd er við eldhústólin varð sá að koma á fyrstu „hreinu vinstri- stjórninni“. Sú var búin að týna meirihluta sínum á þingi eftir aðeins tvö ár og fylgishrun hennar, þegar kjósendur komust loks að flokkunum sem studdu hana, var það mesta sem orðið hefur hér á landi eftir svo stutta setu. Ólánsstjórnin hékk næstu tvö ár eftir að hún hafði tapað meirihluta sínum á þingi. Því réðu örflokkar sem einnig voru rúnir fylgi og forðuðust því kosningar og vildu tryggja þingmönnum sínum laun og svo biðlaun í 30 mánuði, hvað sem fyrirlitningu kjósenda liði. En fyrstu hreinu vinstri ríkisstjórninni tókst aðeins tvennt. Það fyrra var að hækka skatta á almenning meira en eitt hundrað sinnum! Hitt var að framlengja höft um mörg ár frá því að ætlað var og lofað hafði verið. Að öðru leyti skorti flokkana vilja og þrek og hún og Seðlabankinn, sem nú var eineggja tvíburi vinstristjórnar, hvorki snýttu sér eða buðu mönnum góðan dag án þess að hafa áður fengið leyfi til þess frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Var sá undirlægju- háttur allur einkar dapurlegur. Öll þessi staða tafði uppbygginguna sem þó hafði verið lagður öruggur grunnur að á fyrstu mánuðum eftir fall bankanna. Því miður gerði ríkisstjórnin sem tók við af þeirri „hreinu“ ekki skipulega hreinsun á skattaofsókn- unum á almenning, sem var hið sjálfsagða nauðsynja- verk, þótt hún hafi gert sumt vel. Því stendur skattahryðjuverk „hreinu vinstri- stjórnarinnar“ enn þá og er eins og kökkur í koki þjóðarinnar. Horft til nágranna Mörgum þykir þegar horft er til Bretlands, og sér- staklega til Verkamannaflokksins þar, að reg- inmunur hafi verið á fóstbræðrunum Blair og Brown sem stjórnmálamönnum. Bróðernið gufaði smám saman upp á valdaskeiði þeirra, því að Gordon Brown taldi að Tony Blair hefði gefið sér loforð á Granita, veitingahúsi í Islington-hverfi Lundúna, um að hann skyldi á umsömdum tíma fá formannsstólinn í Verka- mannaflokknum á eftir honum. Það hafði verið hand- söluð og heilög gjörð gegn því að Brown færi ekki gegn Blair í óvæntu formannskjöri sem varð í kjölfar þess að John Smith formaður féll bráðkvaddur frá 12. maí 1994. John Major hafði óvænt og næstum eins og óvilj- Pólitísku veirurnar eru ekki bestar ’En hefði Gordon Brown ekki tekist aðkoma í veg fyrir upptöku Breta á evruhefði hún sennilega verið óvinnanleg!Kannski var Gordon aðallega að setja grjót í götu Blair en það kom svo sannarlega að góðu gagni. Reykjavíkurbréf01.05.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.