Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 8
KÓRÓNUVEIRAN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020 E ftir að hafa rætt bæði við Ölmu og Víði er blaðamanni ljúft og skylt að loka hringnum og tala við Þór- ólf Guðnason sóttvarnalækni. Þau þrjú, sem kölluð hafa verið ýmist þríeykið, þrjú á palli eða tríóið, hafa frætt og um leið stappað stálinu í þjóðina síðustu tvo mánuði eða svo. Hvert og eitt kemur að borð- inu með sína sérþekkingu og væri ómögulegt annað en að hafa þar sóttvarnalækni innan- borðs. Þórólfur hefur gríðarlega þekkingu á sýkingum, enda á hann að baki langan feril sem smitsjúkdómalæknir og er með dokt- orspróf í lýðheilsuvísindum. Í þessum frekar kuldalegu gámum við Skógarhlíðina, þar sem daglegir blaðamanna- fundir fara fram, áttum við fund og ræddum allt milli himins og jarðar, þó aðallega um vá- gestinn mikla sem skekur heiminn og litla Ís- land. Ræturnar í Eyjum Þórólfur er fæddur á Hvolsvelli í október árið 1953, en foreldrar hans, Guðni B. Guðnason og Valgerður Þórðardóttir, eru bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Er Þórólfur í miðju þriggja bræðra. Fjölskyldan flutti austur á Eskifjörð þegar Þórólfur var á öðru ári, en faðir hans fékk þar stöðu kaupfélagsstjóra. Þegar Þórólfur var á níunda ári fluttu þau til Vestmannaeyja og bjó Þórólfur þar fram á unglingsár. „Rætur mínar liggja í Vestmannaeyjum. Við Víðir eigum margt sameiginlegt þar,“ segir Þórólfur og segist eiga þaðan afar ljúfar minn- ingar. „Þarna var mikið íþróttalíf og það var mikið leikið úti í náttúrunni. Ég byrjaði einnig í tón- list, þannig að það var aldrei dauð stund, en í bænum var mikið mús- íklíf. Ég hafði aldrei kynnst svona mikilli músík,“ segir Þórólfur. „Ég byrjaði snemma í lúðrasveit og spilaði á trompet. Það var svo keypt píanó á heimilið en þegar fór að líða á unglingsárin leitaði hugurinn annað og ég fór að hlusta á Bítlana og keypti mér bassagítar.“ Sextán ára hélt hann upp á meginlandið og settist á skólabekk í Menntaskólanum á Laugarvatni. „Þá var ég í raun fluttur að heiman, þó að maður færi heim á sumrin að vinna,“ segir hann og nefnir að hann hafi snemma stefnt að læknisfræði. „Móðurbróðir minn var læknir, merkilegur maður, góður og klár. Mér fannst hann góð fyrirmynd. Ég byrjaði svo í læknisfræði haust- ið 1973 og þá fór þáverandi kærasta mín, nú- verandi eiginkona, í sjúkraþjálfunarnám til Danmerkur,“ segir hann, en þess má geta að konan í lífi Þórólfs heitir Sara Hafsteinsdóttir og er yfirsjúkraþjálfari á Landspítala Foss- vogi, og eiga þau tvo uppkomna syni. Þau hafa þekkst allt frá æskuárunum í Vestmanna- eyjum. „Ég elti Söru til Danmerkur og fór í læknis- fræði í Árósum en kláraði það svo hér heima.“ Áhugi á bólu- setningum Ungu hjónin bjuggu víða en fluttu svo til Connecticut í Banda- ríkjunum þar sem Þór- ólfur stundaði nám í barnalækningum og síðar í smitsjúkdóma- lækningum í Minnesota. „Ég veit ekki alveg hvað varð til þess að ég fór í barnalækningar en ég hafði alltaf gaman af börnum. Svo sérhæfði ég mig í smit- sjúkdómum barna, en á þeim tíma var enginn sérhæfður í því hér. Mér fannst þetta mjög áhugavert og fékk snemma mikinn áhuga á bólusetningum, sem er besta og hagkvæmasta aðferð sem til er til að koma í veg fyrir smit- sjúkdóma,“ segir hann. „Þegar ég kom heim fór ég að vinna á Barnaspítala Hringsins sem almennur barna- læknir og smitsjúkdómalæknir og opnaði líka stofu sem ég var með til ársins 2015, en ég lok- aði henni þegar ég tók við sem sóttvarnalækn- ir,“ segir hann en áður, eða árið 2002, hafði Þórólfur verið ráðinn yfirlæknir bólusetninga hjá þáverandi sóttvarnalækni, Haraldi Briem. „Ég hef lifað og hrærst í þessum smitsjúk- dómum lengi,“ segir hann. „Fyrsta verkið sem yfirlæknir bólusetninga var að innleiða bólusetningar gegn svoköll- uðum meningókokkum C, sem er blóðsýking og heilahimnubólga. Þessi sjúkdómur getur verið mjög alvarlegur hjá börnum og ungling- um. Á hverju ári fengu um 10-15 börn þennan sjúkdóm og við vorum að missa eitt til tvö börn á ári. Það var farið af stað árið 2002 að bólu- setja alla undir tvítugu og það brá svo við að þessi sjúkdómur þurrkaðist algjörlega út. Það er bólusett áfram og hann sést ekki lengur hér. Það var mjög gefandi að sjá árangurinn, sérstaklega eftir að hafa verið barnalæknir og hafa horft upp á mörg börn fá þennan sjúkdóm og að hafa misst börn úr þessum sjúkdómi.“ Vorum búin undir faraldur Við snúum okkur að máli málanna, hinni ill- ræmdu kórónuveiru. Fáir hér á landi vita jafn mikið um hana og Þórólfur. Áttir þú von á að svona faraldur gæti herjað á heiminn? „Já, það kom mér ekkert á óvart en það kom mér kannski á óvart að það væri kórónuveira. Þó eru þekktir faraldrar af hennar völdum, eins og Sars-veiran árið 2002 og Mers-veiran „Þessi sýking er þannig að margir eru með veiruna í sér en eru einkennalausir og vita ekkert af því. Við vitum að það er meiri útbreiðsla en greind sýni gefa til kynna. Þessir ein- kennalausu eða einkennalitlu geta smitað,“ segir Þórólfur. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Ég hef lifað og hrærst í þessum smitsjúkdómum lengi“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er orðinn heimilisvinur flestra Íslendinga enda sést hann daglega á skjáum lands- manna. Hann er alltaf skýr, yfirvegaður og traustur enda veit hann sínu viti. Þórólfur er sérfræðingur í barnalækningum og smitsjúkdómum, doktor í lýðheilsuvísindum og hefur gegnt embætti sóttvarnalæknis í fimm ár. Í kórónuveirufaraldrinum sem gengur nú yfir er gott að vita af honum í brúnni. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’En svarið er já, við munumfá aftur svona faraldur. Al-veg klárlega. Hvenær það verðurveit ég ekki og hvort það verður heimsfaraldur inflúensu, önnur tegund af kórónuveiru eða alveg ný veira, það veit ég ekki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.