Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Qupperneq 11
10.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Prófaðu nýju Opn S heyrnartækin í 7 daga
- Tímabókanir í síma 568 6880
Ef heyrn þín er skert fær heilinn ekki nægar hljóðupplýsingar til að vinna úr og talmál virðist dempað eða óskýrt. Nýju Opn S heyrnartækin
skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm
hljóðúrvinnsla í Opn S skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja. Þú getur fengið Opn S
með endurhlaðanlegum rafhlöðum!
Ekki láta skerta heyrn loka þig af!
Rjúfðu einangrunina með
Opn S heyrnartækjum
Morgunblaðið/Ásdís
væri hægt að stoppa veiruna alveg í samfélag-
inu. Eitt af því mikilvægasta sem við gerðum
var að hvetja almenning til að passa upp á sig,
passa upp á handþvott og handsprittun, virða
nándarregluna og forðast margmenni. Þetta
er áhrifamesta leiðin til að stoppa smitleiðir,
og fólk fór eftir þessu. Árangurinn af öllu
þessu var miklu meiri og betri en ég þorði að
gera mér vonir um. Kúrfan togaðist niður
mjög hratt og í raun hraðar en víða annars
staðar,“ segir hann.
„En þrátt fyrir þetta var þetta mikið álag á
spítölunum. Ef faraldurinn hefði verið helm-
ingi alvarlegri hefði reynt verulega á þolmörk
þeirra. Og ef hann hefði verið þrefalt verri
hefði heilbrigðiskerfið kollvarpast. En vegna
þess að okkur tókst að keyra kúrfuna niður
sitjum við uppi með litla útbreiðslu, sem þýðir
að það er lítið ónæmi í þjóðfélaginu og þess
vegna þurfum við að halda áfram að vernda
samfélagið, bæði með því að stoppa smit sem
kemur hér upp innanlands, eins og við höfum
gert, og tryggja að smit komi ekki hingað inn
frá útlöndum. Það er verkefni núna næstu vik-
ur og mánuði.“
Meiri útbreiðsla en staðfest smit
Nú eru afar fá smit að greinast og því litlar lík-
ur á að maður smitist. Eru aðgerðir ekki full
strangar núna?
„Þessi sýking er þannig að margir eru með
veiruna í sér en eru einkennalausir og vita því
ekkert af því. Við vitum að það er meiri út-
breiðsla en greind sýni gefa til kynna. Þessir
einkennalausu eða einkennalitlu geta smitað.
Ef einn slíkur einstaklingur fer inn á hjúkr-
unarheimili að heimsækja ömmu sína og kast-
ar svo kveðju á nágrannana gæti þessi eini ein-
staklingur, áður en hann veit af, verið búinn að
smita allt hjúkrunarheimilið. Og það er fólkið
sem fær sjúkdóminn illa og dánartíðnin er há.
Þetta getur blossað upp, eins og gerðist í Bol-
ungarvík, Ísafirði, Vestmannaeyjum og á
Hvammstanga. Þess vegna þurfum við að vera
með svona strangar aðgerðir. Það er betra að
fara hægt og halda þessu niðri en að fara of
hratt og fá allt í einu upp stórar hópsýkingar
hér og þar og þurfa að bakka. Það væri ekki
gaman að þurfa að fara aftur niður í tuttugu
manna regluna og að þurfa að stoppa starf-
semi víða. Við viljum komast í mark upprétt.“
Nú hefur þetta gríðarleg efnahagsleg áhrif
og er það aðallega vegna hruns ferðaþjónust-
unnar. Þú segir það skipta máli að fá ekki
ferðamenn hingað núna. Hvað erum við að
hugsa um langan tíma?
„Í byrjum vorum við ekki með takmörkun á
ferðamönnum en þá var ekki mikil útbreiðsla í
nálægum löndum. Svo er ekki hægt að setja
alla ferðamenn í sóttkví en við gerðum það við
Íslendinga og það sýndi sig að það var rétt
leið. Það voru fyrst og fremst Íslendingar sem
smituðu hverjir aðra. Núna kemur enginn
hingað og það ræðst ekki af því hvað við ger-
um. Þó að allt væri opið væri ekki að koma
margt fólk. En við viljum samt sem áður
vernda þann árangur sem við höfum náð með
því að hindra komu veirunnar með ferðamönn-
um. Á einhverjum tímapunkti þurfum við að
opna og við erum að skoða ýmsar útfærslur og
einnig í samvinnu við önnur lönd. Á endanum
þarf sóttvarnalæknir að koma með tillögur til
heilbrigðisráðherra um hvað þurfi að gera
varðandi ferðatakmarkanir. Og það er í
vinnslu.“
Hvernig finnst þér að vera með þessa
ábyrgð á herðum þínum?
„Mér finnst það ekki mjög þjakandi. Ég er
ekki einn í þessu. Það er ráðherra sem tekur
ákvarðanir á endanum. Ég vinn náið með al-
mannavörnum og landlækni og mörgum öðr-
um. Þetta er rætt á víðum grunni en á end-
anum þarf ég að skrifa tillögur mínar og leggja
fyrir ráðherra,“ segir Þórólfur og nefnir að
samstarfið við Víði og Ölmu hafi gengið af-
skaplega vel.
„Við erum ekkert alltaf sammála en við ræð-
um málin.“
Sérðu fyrir þér hvað það tekur langan tíma
fyrir kórónuveiruna að deyja alveg út?
„Það gæti tekið eitt til tvö ár, myndi ég
halda.“
Vestmannaeyingar lausnamiðaðir
Nú ert þú Vestmannaeyingur. Hvernig ætla
Vestmannaeyingar að halda Þjóðhátíð, er það
ekki full mikil bjartsýni?
„Vestmannaeyingar eru alltaf bjartsýnir
og lausnamiðaðir. Ég veit ekki hvernig þeir
hafa hugsað sér að gera þetta og það er ekki
búið að ákveða hvaða takmarkanir verða í
ágúst. En við sjáum til. Þetta gæti verið erf-
itt. En ástæðan fyrir því að verið er að reyna
að takmarka fjöldasamkomur er sú að þessar
fjöldasýkingar geta komið upp úr svona sam-
komum. Það er alveg ljóst að aðgerðir eru
íþyngjandi fyrir alla en þetta er tímabundið;
þetta er ekki til frambúðar. En allt er þetta
gert til að missa ekki fjölda manns úr þessari
sýkingu. Við höfum misst tíu manns, þrátt
fyrir að ná góðum tökum á sýkingunni. Svíar,
sem hafa ekki beitt sömu ráðstöfunum og við,
hafa misst hlutfallslega níu sinnum fleiri en
við. Þetta þýðir það að ef faraldurinn væri
eins hér og í Svíþjóð værum við búin að missa
níutíu manns. Ég er ekki viss um að fólk geri
sér grein fyrir þessu. Það þarf bara einn eða
tvo sýkta einstaklinga sem valsa um til að
smita stóran hluta af hópnum með alvar-
legum afleiðingum. Einn svona einstaklingur
gæti smitað stóran hluta af hópnum á einni
svona helgi.“
Við förum að slá botninn í samtalið og blaða-
maður ákveður að taka upp léttara hjal, svona
rétt í lokin.
Hvað á að gera í sumar?
„Ferðast innanlands. Það er hvergi betra að
vera en á Íslandi. Ég ætla ekki til útlanda á
árinu. Ísland er land mitt í ár.“
Þú sérð þá fram á að fá sumarfrí?
Þórólfur hlær.
„Ég læt mig í það minnsta dreyma um það.“