Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Síða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Síða 14
TENGSL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020 B ræðurnir tala afar fal- lega hvor um annan og greinilegt er að milli þeirra ríkir mikill kær- leikur. Bubbi segir Tolla bróður sinn hafa verið stoð hans og styttu í lífinu. Hann á ljúf- ar minningar frá ævintýrum sem þeir rötuðu í sem börn en síðar, þegar Bubbi var kominn á villi- götur, var það Tolli sem tók hann að sér. Tolli segist ekki alltaf hafa verið góður stóri bróðir í æsku en á unglingsárum tók hann Bubba í sátt og á þeim árum myndaðist strengur á milli þeirra sem aldrei hefur slitnað. Tolli segist hrífast af lífskrafti og eldmóð Bubba og báð- ir segja hinn vera mikla fyr- irmynd. „Þessi mannlegi ófullkomleiki“ Vart þarf að kynna þá bræður og listamenn Bubba og Tolla Morthens fyrir þjóðinni. Í gegnum lífsins ólgusjó hafa þeir stutt við bakið á hvor öðrum og eiga bræðurnir afar fallegt og dýrmætt samband sem ekkert fær grandað. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Tolli er svo samofin tilveru minni. Þegar viðvorum ungir drengir var það þannig aðsá sem var eldri bar ábyrgð á þeim yngri. Þannig að það var gjarnan sagt við Tolla: „Taktu Bubba með.“ Við lékum okkur saman með öllum börnunum í götunni, en það voru yfir sextíu krakkar í verkamannablokkinni þar sem við bjuggum. En ég átti líka mína vini og hann sína en við vorum samtvinnaðir og lékum mikið saman. Við vorum í lurkabardögum, smíðuðum kofa og leiruðum mikið,“ segir Ásbjörn Kristinsson Morthens, eða Bubbi eins og hann er kallaður. „Ég á líka minningar af því að Tolli hjálpaði mér, en ég er skrifblindur og átti í erfiðleikum í skóla. Á þessum tíma voru svoleiðis krakkar af- greiddir með því að setja þá í tossabekk. Um tíma var haldið að ég væri tregur eða hefði orðið fyrir einhverjum skaða. Sú umræða fór fram upp í opið geðið á mér. Ég man að Tolli varði mig. Svo eitt sinn fór hann með mig niður í hjóla- geymslu og setti upp sérhljóða og samhljóða sem herdeildir og notaði til þess tindáta,“ segir Bubbi og útskýrir að þá hafi hann loks skilið námsefnið. „Ég gat svarað nánast öllu á prófinu en kenn- arinn tók prófið mitt og veifaði því fyrir framan allan bekkinn og sagði: „Við tökum ekki mark á svindlurum.“ En í kringum þetta verður Tolli sennilega fyrirmynd mín. Hann er leiðtogi að upplagi, á auðvelt með að safna fólki að sér og hefur stjórnunarhæfileika.“ Datt ofan í lyftuop Var hann alltaf góður við þig þegar þið voruð krakkar? „Honum verður oft tíðrætt um það að hann hafi verið vondur við mig og leiðinlegur við mig. En ég held það hafi kannski frekar verið einhver afbrýðisemi af því að mamma mín elskaði mig út af lífinu,“ segir Bubbi, sem var yngstur bræðr- anna og í miklu uppáhaldi hjá móður þeirra. „En mér fannst hann alltaf vera verndandi. Mér var strítt, en minningar mínar af honum eru mjög fallegar. Hann var hvetjandi en eflaust voru einhverjir núningar. Ég var oft tilraunadýr hjá eldri bræðrum mínum og sumar tilraunirnar voru lífshættulegar á meðan aðrar voru saklaus- ar og skemmtilegar,“ segir Bubbi og hlær. „Ég man eitt sinn að Tolli var að leiða mig yfir götu og ég reif mig lausan. Það lendir á mér bíll en ég man að mér þótti ógnarskemmtilegt þegar ég fleytti kellingar eftir allri Suðurlandsbrautinni. Mamma horfði á þetta út um gluggann og fékk taugaáfall og hélt ég hefði dáið. Hún skammaði Tolla rosa mikið, ég man það,“ segir hann. „Svo eitt sinn vorum við að leika á byggingar- svæði og ég er að leika skógarbjörn en hann veiðimann. Húsið þar sem við lékum var fjög- urra hæða og Tolli var að hlaupa yfir planka; við vorum svo kaldir. Ég var á planka yfir lyftuopi og datt ofan í opið og endaði á gjörgæslu í marg- ar vikur. Tolli stökk niður á eftir mér og slapp sjálfur við meiðsli, en ég fékk innvortis meiðsli, rifið milta og er enn með ör á hökunni. Ég lenti sem betur fer á bognum járntein, í stað þess að þræðast á hina teinana. Tolli bar mig heim, sem var í raun ekki sniðugt, en hann gerði sér auð- vitað ekki grein fyrir meiðslunum,“ segir Bubbi og segir ótrúlegt að Tolli hafi getað þetta, kannski ellefu, tólf ára gamall. „Ég held hann hafi fengið mikið áfall. Og ég var með martraðir í mörg ár á eftir þar sem mig dreymdi að ég væri í frjálsu falli. Mig dreymdi það á hverri nóttu alveg fram á unglingsár.“ Vissi alltaf að hann yrði listamaður Var Tolli byrjaður í myndlist sem barn? „Hann var mjög snemma byrjaður að teikna. Ég gerði mér snemma grein fyrir því að hann hefði þennan hæfileika. Svo á unglingsárunum kenndi hann sér á gítar og hann er með frábæra söngrödd og hefði leikandi létt getað haslað sér völl í tónlist. En hann var mikið að teikna og hafði þessa hæfileika umfram aðra. Ég vissi alltaf að hann yrði listamaður, alveg eins og ég vissi að ég yrði listamaður. Ég er ekki viss um að hann hafi endilega gert sér grein fyrir því.“ Sástu strax að hann yrði svona farsæll mynd- listamaður? „Já! Alveg frá byrjun. Hann hefði skarað fram úr í hverju því sem hann hefði tekið sér fyrir hendur.“ Órofinn strengur myndaðist Bubbi flutti um skeið með móður sinni til Dan- merkur en eldri bræðurnir urðu eftir heima. „Svo kom ég heim og byrja að vera með það sem í dag væru kallaðir glæpamenn, en þetta voru vinir mínir. Ég stefndi hraðbyri í fangelsi. Mamma hringdi í Tolla og bað hann um að taka mig að sér, taka mig út á land. Þarna er ég kannski 16, 17 ára. Ég fór á vertíð á Höfn í Hornafirði með Tolla og þarna urðum við góðir vinir; hann þurfti ekkert að passa mig þar. Ég var þá orðinn hnefavanur og bokkuvanur og stelpuvanur. Það var þarna sem myndaðist ein- hvers konar strengur á milli okkar sem hefur verið órofinn síðan.“ „Það var gríðarlega gaman þarna; við vorum svo ungir, ferskir og lífsglaðir. Við höfum báðir þann eiginleika að okkur finnst engin vinna leiðin- leg. Aldrei, mér leiddist aldrei í vinnu. Allt sem ég geri er leikur og Tolli er svona líka,“ segir Bubbi. Að sörfa lífsins öldu „Svo vorum við gríðarlegir vinstrimenn og Tolli hafði mikil áhrif á mig þar. Hann var að um- gangast mjög róttækt fólk og við vorum að berjast fyrir réttindum farandverkafólks þar sem Tolli var fremstur í flokki. Menn litu á okk- ur sem vandræðagemlinga.“ Bubbi segir þá bræður hafa stundað skemmtanalífið af krafti á þessum árum og stundað sveitaböllin. „Þegar ég drakk var ég algjört skaðræði og ég elskaði að slást. Ég var stútfullur af reiði og hafði öll hráefnin í vandræðagemsa, en við feng- um ekki bestu spilin á hendi sem börn. Þess vegna er mergjað hvernig við Tolli náðum að spila úr þessari hendi sem við fengum,“ segir Bubbi. „Þessi lífsins alda sem við vorum að sörfa þarna, við gerðum það með glæsibrag,“ segir Bubbi og hlær. „Nú flytur þú til mín“ Bubbi segir Tolla svo hafa tekið þá ákvörðun að verða myndlistamaður. „Ég man hvað ég var glaður þegar hann fór í myndlistina og ég hvatti hann áfram. Ég sá þetta alltaf. Hann hafði stutt mig með ráðum og dáð þegar ég var að gefa út fyrstu plötu mína árið 1980. Tolli spilaði mjög stóra rullu í Utan- garðsmönnum, bak við tjöldin. Hann hefur allt- af verið fyrirmynd fyrir mig,“ segir Bubbi. „Svo fer hann til Berlínar og samband okkar rofnar í töluverðan tíma en þarna vorum við báð- ir að stofna fjölskyldur. Við auðvitað hittumst en þráðurinn á milli okkar var kannski ekki jafn sterkur og áður. En svo tókum við aftur upp náið samband þegar ég skil. Þá lendi ég á mjög vond- um stað andlega og það hefði getað brugðið til beggja. En Tolli kemur og nær í mig og segir: „Nú flytur þú til mín.“ Ég var hjá Tolla í nokkrar vikur og næ að stíga upp úr þessu ótrúlega svart- nætti. Þar byrjar heilunarkaflinn í lífi mínu og enn og aftur er það nú þannig að leiðir okkar renna saman. Við rennum saman á þá braut að gefast upp á svipuðum tíma gagnvart vímuefnum og hugbreytandi efnum. Við ákváðum að það eitt og sér dugar ekki til og þar verður Tolli aftur fyrirmynd mín. Hann hefur iðkað búddisma með góðum og kærleiksríkum árangri og hjálpað okk- ar minnstu bræðrum. Ég sé þessar breytingar í honum og finnst þær áhugaverðar,“ segir Bubbi og segir Tolla hafa leitt sig áfram í átt að betra lífi. „Með mikilli vinnu bárum við gæfu til að gef- ast upp og hafa löngun til umbreyta lífi okkar. Gæfa mín í svo mörgu hefur tengst Tolla. Leið okkar er ekki lokið og ef eitthvað er er hún að styrkjast. Tolli er skemmtilegur, sjálfsöruggur, fullur af kærleika og ég held hann sé orðinn for- dómalaus. Ég er óendanlega þakklátur fyrir ferðalag okkar saman. Ég elska hann nákvæm- lega eins og hann er.“ „Taktu Bubba með“ ’Ég var á planka yfir lyftuopiog datt ofan í opið og endaðiá gjörgæslu í margar vikur. Tollistökk niður á eftir mér og slapp sjálfur við meiðsli, en ég fékk invortis meiðsli, rifið milta og er enn með ör á hökunni. Bubbi og Tolli á æskuárunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.