Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Page 15
10.5. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Hann var ómenntaður og á lágum launum en ákvað bara einn góðan veðurdag að hætta að vinna, snúa sér að tónlistinni og fara að taka upp plötu. Hans nánustu leist nú ekkert á þetta; það var engin skynsemi í þessu. En hann hefur ekki snúið við síðan. Sem er alveg magnað,“ segir Tolli um Bubba bróður sinn. Morgunblaðið/Ásdís Ég man fyrst eftir honum í Silver Cross-vagni fyrir framan hálfkaraðan bústaðí Kjós. Það var mikið sólskin í kringum hann. Það fór ekki mikið fyrir honum á þess- um hvítvoðungsárum en smám saman fór hann að taka sitt pláss,“ segir Þorlákur Krist- insson Morthens, ávallt kallaður Tolli, um bróður sinn Bubba. „Sem barn var hann alltaf sprækur, fyrir- ferðamikill og uppátækjasamur. Hann er yngstur og lendir í því að verða „undirdogg- aður“ af okkur hinum strákunum en um leið er hann uppáhaldið hennar mömmu. Það bjó til í mér afbrýðisemi.“ Notaður í dramatísk hlutverk Varstu góður við hann? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég lét hann dálít- ið finna fyrir því. Ég stríddi honum og vildi ekkert hafa með hann að gera. En þegar hann var svona tíu ára fór ég að hjálpa hon- um að læra málfræði. Hann var með lesblindu og ADHD og fékk ekki kennslu við hæfi. Ég fann upp sjónræna leið til að fá hann til að skilja föllin og stillti þessu upp eins og her- sveit. Og hann lærði þetta strax og brilleraði í prófinu en það var sagt að hann hefði svindl- að. Þannig að þarna er ég aðeins farinn að taka hann til mín,“ segir Tolli. „Ég man að mamma bað mig um að taka hann í minn vinahóp, en þarna var ég um tólf ára gamall og hann níu. Hann var tekinn með sem svona „súkkulaði“, eins og það var kallað. Hann var svona með í plati, en honum var slétt sama. Hann kann- ast ekki við þennan dólg sem ég upplifi að ég hafi verið með við hann,“ segir hann. „Bubbi féll mjög vel inn í leikinn og dó mjög flott þegar hann átti að deyja. Það var hægt að nota hann í dramatísk hlutverk í leikjum. Það fór einu sinni svo að við vorum að leika í nýbyggingu og það var brú yfir stigagang. Ég ræðst á hann og hann fellur fram og niður á milli steypujárna. Hann skaddaðist á nýra. Ég var hársbreidd frá því að drepa hann.“ Eldsnöggur að pikka upp lög „Ég og Allan bróðir vorum dálítið að pönkast í honum og hann kvartaði og klagaði í mömmu miskunnarlaust, en hún var höfuð fjölskyldunnar,“ segir Tolli og segir mömmu þeirra oft hafa skammað þá fyrir að hrekkja Bubba. „En það stoppaði okkur ekkert þannig. Svo á unglingsárum var hann farinn að sulla í brennivíni, sem gerði hann mjög ofbeldis- fullan. Hann var í slagsmálum með götu- drengjum og kom sér í veruleg vandræði. Mamma hringdi og bað mig um að taka hann að mér til Hafnar í Hornafirði. Þá byrjaði þetta ferðalag sem hefur tengt okkur órjúfan- legum böndum fram til þessa,“ segir Tolli. „Ég sagði honum að koma og taka gítarinn með, en við vorum þá báðir að pikka á gítar. Hann var strax góður; eldsnöggur að pikka þetta upp. Jón Óskar myndlistarmaður rifjaði það eitt sinn upp að Bubbi hefði pikkað upp pikkið hjá Donovan sem var bæði bassapikk og lína í háu tónunum líka. Og einhvern tím- ann hitti Bubbi Donovan og sagðist vilja spila fyrir hann lag eftir hann. Þá sagði Donovan: „Þú tekur bæði bassann og gítarinn! Þetta er sitt hvort hljóðfærið á plötunni.“ Það var engin leið til baka Tolli segir þá bræður báða búa yfir miklum eldmóð, ekki síst vegna umhverfisins sem þeir koma úr. „Við urðum að halda áfram, það var engin leið til baka. Það bjó til í okkur metnað og það gerði Bubba að miklum bardagamanni, sem hefur sína plúsa og mínusa. En ef Bubbi fær áhuga á einhverju verður hann góður í því á mjög stuttum tíma. Alveg eins og þegar Dylan kom kornungur úr sveitinni til New York og hitti alla sem skipta máli, þá gerði Bubbi það sama. Hann gerir það þegar hann fer inn á nýtt svæði. Hann er fljótur að sjá út af hverjum hann getur lært.“ Sástu strax að hann myndi verða tónlistar- maður? „Nei, ekki endilega. En ég man eftir því augnabliki þegar hann tók ákvörðun um það. Hann var þá í erfiðisvinnu í mjölinu, kannski sautján ára. Hann var ómenntaður og á lág- um launum en ákvað bara einn góðan veð- urdag að hætta að vinna, snúa sér að tónlist- inni og fara að taka upp plötu. Hans nánustu leist nú ekkert á þetta; það var engin skyn- semi í þessu. En hann hefur ekki snúið við síðan. Sem er alveg magnað.“ Hungraði í sigur „Svo heldur lífið áfram og Bubbi verður þessi súperstjarna og verður dálítið fyrirferðar- mikill. Stundum fannst mér hann einum of og var að láta hann fara í taugarnar á mér. En svo hef ég lært að ef einhver fer í taugarnar á mér er það oft af því að viðkomandi er ekki eins og ég vil að hann sé. Það er alveg klárt að það er ekkert auðvelt að vera Bubbi. Það er snú- ið hlutskipti að eiga sitt prívat líf og vera sáttur við sína prívat persónu og vera um leið þessi opinbera fígúra.“ Heldurðu að hann hafi ekki viljað vera frægur? „Ég hugsa að hann hafi hungrað í sigur. Al- veg sama hvernig hann hafi verið knúinn fram. Þörfin fyrir að vinna er á sjálfstýringu hjá honum, og það er líka erfitt. Í dag er hann að þroskast og getur betur staldrað við og notið þess sem hann hefur.“ Mannlegur ófullkomleiki Bubbi segir þig hafa verið fyrirmynd sína. Upplifðir þú það þannig? „Ef ég fer að greina það má segja að ég verð snemma eins konar föðurímynd fyrir Bubba og sú ábyrgð er sett á mig. Í dag er ég þakklátur fyrir að hafa verið til staðar fyrir hann og það má ekki gleyma því að hann hef- ur verið mér fyrirmynd líka. Ég hef sótt mik- ið í það sem hann er; þennan lífskraft og þetta viðhorf að gefast aldrei upp. Það er auð- velt að hrífast af þessum eldmóð,“ segir Tolli. „Bubbi hefur haft þann eiginleika að gera sig berskjaldaðan og hefur ekki óttast það heldur frekar nýtt sér það. Hann fer alltaf að verða meiri samnefnari alþýðunnar. Og svo gerir hann það sem oft gerist þegar alþýðu- hetjurnar banka upp á á múra valdsins, valdið yfirtekur hann. Hann hefur líka verið inn- limaður inn í strúktúr þeirra sem hafa valdið, menntamanna og hinna ríku. Og honum er drullusama. Hann tekur það líka og minglar við fígúrur valdsins, um leið og hann fer inn á Litla-Hraun og syngur fyrir fanga. Hann ger- ir það sem hentar markmiðum hans. Styrkur hans liggur líka í því að gangast við sér, sem er sjaldgæfur eiginleiki. Bubbi er stöðugt að endurnýja sig og hefur kannski stundum ver- ið í mótsögn við sjálfan sig, en það er bara svo mannlegt. Og það er einmitt þessi mann- legi ófullkomleiki sem gerir það að verkum að við getum öll tengt við hann,“ segir Tolli. „Í dag er hann að uppskera sátt og ró eftir mikla innri vinnu. Svo má ekki gleyma því að nefna hvað hann er mikill barnakarl. Það er svo mikil bernska í Bubba; hann nær að halda í þessa kátínu. Hann er á fallegum stað.“ „Ég var hársbreidd frá því að drepa hann“ ’Hann var í slagsmálummeð götudrengjum og komsér í veruleg vandræði.Mamma hringdi og bað mig um að taka hann að mér til Hafnar í Hornafirði. Þá byrjaði þetta ferðalag sem hefur tengt okkur órjúfanlegum böndum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.