Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020 LÍFSSTÍLL www.flugger.is Viðarvörnina fyrir pallinn færðu hjá Flügger AFP Listamaðurinn Eme Freethinker málaði þessa mynd af Xi Jinping, leið- toga Kína, og Donald Trump, forseta Bandaríkj- anna, að stinga saman nefjum með grímu fyrir vitum sér á vegg í Berlín. AFP Veiran setur svip sinn á umhverfið Kórónuveiran hefur sett svip sinn á daglegt líf um allan heim. Hún er líka farin að setja svip sinn á umhverfið eins og sést á þessum myndum víðs vegar að í heiminum. Í Bergamo á Ítalíu ríkti neyðarástand í upphafi faraldursins. Á hliðarvegg Sjúkra- húss Jóhannesar páfa XIII. í borginni málaði listamaðurinn Franco Rivolli mynd af hjúkrunarfræðingi með vængi á baki og Ítalíu í fanginu, sveipaða ítalska fánanum. AFP Hjólreiðarmaður í Glasgow hjólar framhjá veggmynd, sem sýnir mann hlekkjaðan við kórónuveiru og er táknræn fyrir höft á samgöngum og samkomum til að hefta faraldurinn. AFP „Sambúð“ eða „Coex- istence“ nefnist þetta verk eftir brasilíska listamann- inn Eduardo Kobra og sýn- ir börn með andlitsgrímur vegna kórónuveirunnar. Á grímunum eru merki helstu trúarbragða heims, (f.v.) íslams, búddisma, kristni, gyðingdóms og hindúisma. Verkið er í Itu, sem er um 100 km frá Sao Paulo í Brasilíu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.