Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.05.2020, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.5. 2020 LESBÓK KVIKMYNDIR Leikstjórinn Kevin Smith, sem frægastur er fyrir kult-kvikmyndirnar Clerks, Mallrats og Chasing Amy, situr ekki auðum höndum á tímum kórónuveirunnar og samkomubanns. Hann lauk nýverið við fyrsta uppkast að handriti fyrir nýja mynd sem byggist á myndinni Mallrats og nefnist Twilight of the Mallrats. Sagði Smith í viðtali við vefmiðilinn ComicBook.com að allar persónur upprunalegu myndarinnar myndu láta sjá sig, þar á meðal Shannon Hamilton sem Ben Affleck lék eftirminnilega. Ekkert er þó staðfest í þessum efnum, að sögn Smith. Gaman verður að sjá hvort Smith takist að skapa sömu stemningu í þessari mynd um verslunarmiðstöðvarhangsið og hann gerði í þeirri fyrri árið 1995. Ljósaskipti í mollinu Kevin Smith á sér fjölda aðdáenda. AFP VÍDEÓSAMTÖL Persónur og leikendur þátt- anna Parks and Recreation endurnýjuðu kynnin í sérstökum aukaþætti á dögunum, fimm árum eftir að síðustu þáttaröð þáttanna lauk. Fastur heima í sóttkví ákvað Mike Schur, höfundur þáttanna, að kalla saman handritshöfunda þeirra (með vídeósamtali) og skrifa þátt. Leik- arar þáttanna hittust svo upp á kórónumátann (í gegnum tölvu) og tóku upp þáttinn sem svo var sýndur á NBC-sjónvarpsstöðinni. Markmiðið var ekki einungis að gleðja aðdáendur heldur einnig að safna peningum til styrktar góðu málefni, Feeding America, og sjá Bandaríkjamönnum fyrir mat á þessum erfiðu tímum. Leika til styrktar góðu málefni Amy Poehler sneri aftur sem Leslie Knope. Ljósmynd/Wikipedia Þegar Chicago Bulls unnu annanNBA-meistaratitil sinn í röðog þann fimmta á sjö árum í júní 1997 var ekki alls kostar víst að liðið kæmi saman í sömu mynd um haustið. Framtíð þjálfarans, Phil Jackson, var í mikilli óvissu enda hann samn- ingslaus og mjög stirt var á milli hans og framkvæmdastjóra liðsins, Jerry Krause. Vildu einhverjir meina að Krause, sem setti bæði þetta lið og Bulls-liðið sem vann titilinn þrjú ár í röð 1991-93 saman, væri ósáttur við að fá ekki þá athygli sem hann átti skilið fyrir árangurinn. Athyglina fengu Jackson og leik- menn liðsins. Þar ber hæst að nefna Michael Jordan, sem enn í dag er af mörgum talinn vera besti körfuknatt- leiksmaður sögunnar. Jordan gaf það strax út eftir tímabilið að hann hygð- ist hætta í körfubolta ef Jackson þjálfaði ekki liðið. Hann hefði einfald- lega engan áhuga á því að spila fyrir annan þjálfara. Ofan á þetta var næstbesti leik- maður liðsins og hægri hönd Jordans, Scottie Pippen, ósáttur við laun sín hjá liðinu. Hafði hann skrifað undir samning við liðið árið 1991 til sjö ára og því dregist aftur úr þeim sem sömdu síðar, enda hækkuðu laun leik- manna mikið á 10. áratugnum. Hann var því aðeins númer 122 á lista yfir launahæstu leikmenn deildarinnar þrátt fyrir að vera einn besti leik- maður hennar, jafnvel sá næstbesti, á eftir Jordan. Þá hafði Krause ítrekað reynt að skipta honum frá liðinu og andaði því köldu á milli þeirra kappa. Eins og flestir körfuboltaunnendur þekkja kom liðið saman um haustið og vann titilinn þriðja árið í röð ári seinna og vann Jordan þar með sjötta titil sinn. Það merkilega er að Bulls- liðið, og þar með Jordan sjálfur, veitti myndatökuliði áður óþekktan aðgang að liðinu þetta tímabilið. Loks nú, rúmlega tuttugu árum seinna, fær al- menningur að sjá afraksturinn í heimildarþáttaröðinni The Last Dance, sem fjallar um síðasta tímabil Jordan, Jackson og Pippen hjá Bulls. Vill minna á sig Birting myndefnisins sem safnað var tímabilið 1997-98 var frá upphafi háð samþykki Jordans. Þættirnir fóru því ekki í vinnslu fyrr en árið 2016 þegar Jordan gaf loks leyfi sitt. Þá áttu þættirnir ekki að vera sýndir fyrr en í júní á þessu ári, þegar úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar færi fram. En þegar íþróttaheimurinn lagðist í dvala var útgáfu þáttanna flýtt og allt kapp lagt á að klára þá sem fyrst. Var því vinnslu allra þátta ekki lokið þeg- ar tveir fyrstu voru fóru í loftið 20. apríl síðastliðinn. Athygli vekur að daginn sem Jor- dan gaf grænt ljós á þættina fór fram skrúðganga til að fagna fyrsta meist- aratitli Cleveland Cavaliers og þriðja titli LeBron James, sem oft er borinn saman við Jordan. Tímasetningin gæti verið tilviljun en líklegt verður að teljast að með þátttöku sinni í út- gáfu þáttanna vilji Jordan minna fólk á að hann sé sá besti sem uppi hefur verið, ekki James. Hefur leikstjóri þáttanna, Jason Hehir, raunar hlotið nokkra gagnrýni fyrir að leyfa Jordan að stjórna frá- sögninni um of. Jordan réð því ekki hverja var rætt við fyrir þættina en hann virðist alltaf fá að eiga síðasta orðið þegar umdeild atvik eru rædd, t.d. í deilum sínum við Isiah Thomas eftir frægt atvik í úrslitum Austur- deildarinnar 1991. Jordan var og er mikill keppnis- maður. Svo mikill að hann átti það til að fara illa með liðsfélaga sína ef þeir stóðu sig ekki nógu vel að hans mati. Fór hann illa með unga leikmenn, lét þá heyra það og gekk í einhverjum tilfellum of langt. Hvort það var Síðasti dansinn Nýir heimildarþættir um Chicago Bulls og Michael Jordan hófu göngu sína á Netflix í apríl. Áður óséð myndefni frá síðasta tímabili Jordans er notað og ferill hans og liðsfélaga skoðaður. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Michael Jordan, Dennis Rodman og Scottie Pippen ræða málin í leik með Bulls. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.