Fréttablaðið - 07.01.2021, Page 8
ORKURANNSóKNASJóÐUR
Ert þú að grúska fyrir
grænan heim?
Eitt stærsta verkefni okkar er að skila jörðinni til komandi
kynslóða í jafn góðu eða betra ástandi en við tókum við henni.
Nútíminn kallar á grænar lausnir til að ná þessu takmarki,
og ein stærsta græna lausnin er orkuvinnsla úr auðlindum sem
endurnýja sig og valda lítilli losun á gróðurhúsalofttegundum.
Rannsóknaverkefni sem tengjast orku- og umhverfismálum
geta skipt sköpum í leitinni að þessum grænu lausnum og
Orkurannsóknasjóður styður við slík verkefni á vegum háskóla,
stofnana, fyrirtækja og einstaklinga.
Við auglýsum nú eftir umsóknum um styrki frá sjóðnum.
Nánari upplýsingar, auk umsóknareyðublaðs,
er að finna á vef Landsvirkjunar
landsvirkjun.is
Umsóknum er skilað á netfangið
orkurannsoknasjodur@landsvirkjun.is
Umsóknarfrestur er til og með
11. janúar 2021
Lánaáætlun ríkissjóðs fyrir árið 2021 leggst almennt vel í markaðsaðila, en skuldabréfaútgáfa ríkissjóðs á innlendum verður nokkru
minni en væntingar stóðu til. Er
það einkum vegna fyrirhugaðrar
lántöku í erlendri mynt og sölu
ríkissjóðs á hlut í Íslandsbanka.
Verði f jórðungshlutur seldur í
fyrsta kasti, svo dæmi sé tekið, með
skráningu bankans á markað gæti
það skilað ríkissjóði mögulega 30
til 40 milljörðum. Allir formenn
stjórnarf lokkanna þriggja hafa
lýst sig hlynnta sölu ríkissjóðs á
Íslandsbanka og kveðið er á um
söluna í stjórnarsáttmála ríkis
stjórnarinnar.
Lánamál ríkisins birtu útgáfu
áætlun ársins 2021 eftir lokun
markaða á síðasta viðskiptadegi
nýliðins árs. Ávöxtunarkrafa óverð
tryggðra skuldabréfa flokka ríkisins
hefur verið nokkuð stöðug það sem
af er vikunni, en nettó lánsfjárþörf
ríkissjóðs á þessu ári er áætluð um
352 milljarðar króna. Athygli vekur
að magnbundin íhlutun Seðla
banka Íslands á fjármagnsmörkuð
um er ekki hluti af áætlun Lánamála
ríkisins. Allf lestir markaðsaðilar
gera ráð fyrir því að einhver hluti
skuldabréfaútgáfu ríkissjóðs endi
á bókum Seðlabankans, sem mun
að óbreyttu verka til lækkunar á
ávöxtunarkröfu ríkisbréfa og þar
með lækka fjármagnskostnað hins
opinbera.
Nettó útgáfa minni en 2020
„Útgáfuáætlunin í ríkisbréfum er
lægri en við gerðum ráð fyrir þegar
nýtt fjárlagafrumvarp var kynnt
síðastliðið haust. Ef við tökum tillit
til gjalddaga ríkisbréfa þá er nettó
útgáfan rúmlega 70 milljarðar
króna í ríkisbréfum í ár samanborið
við um 120 milljarða í fyrra,“ segir
Ingólfur Snorri Kristjánsson, for
stöðumaður skuldabréfastýringar
Íslandssjóða.
Halli á rekstri ríkissjóðs á árinu
2020 er áætlaður um 270 milljarðar
króna. Samkvæmt fjárlögum árs
ins 2021 verður halli ársins 2021
svo 320 milljarðar króna. Margir
höfðu áhyggjur af því að ríkissjóði
gæti reynst dýrt að fjármagna halla
áranna 2020 og 2021 á innlendum
f jármagnsmörkuðum, þar sem
stóraukið framboð ríkisskulda
bréfa myndi hækka fjármagns
kostnað hins opinbera með hækk
andi ávöxtunarkröfu.
Minni lántaka á innlendum fjár
magnsmörkuðum en vænst var
breytir hins vegar þeirri mynd
sem margir aðilar á markaði höfðu
teiknað upp síðasta haust. „Þetta
gerir það að verkum að framboðs
þrýstingurinn í ríkisbréfum verður
minni en við töldum áður, en auð
vitað helst þetta í hendur við að vel
takist að fjármagna það sem upp á
vantar. Þar vegur líklegast þyngst
erlend lántaka og eignasala,“ segir
Ingólfur Snorri.
Lántaka ríkissjóðs á erlendum
mörkuðum er fyrirhuguð á næsta
ári, en væntingar markaðsaðila
um stærðargráðu slíkrar útgáfu
eru um einn milljarður evra, eða
sem nemur liðlega 156 milljörðum
króna miðað við gengi krónunnar
um þessar mundir. Sjóðstaða ríkis
sjóðs í erlendri mynt er rífleg, að því
er kemur fram í umfjöllun Lána
mála ríkisins, eða um 218 milljarðar
króna.
„Miðað hve fjármagnsþörf ríkis
sjóðs er mikil nú á fyrri hluta árs þá
held ég að erlend lántaka ætti að
eiga sér stað fyrr en seinna, sem og
kaup Seðlabankans á ríkisbréfum,“
segir Stefán Broddi Guðjónsson,
sérfræðingur í skuldabréfum hjá
Arion banka. „Heilt yfir líst mér vel
á þetta plan. Ég hef samt áhyggjur af
því hvernig muni ganga með útgáfu
víxla, sérstaklega til skemmri tíma.
Í janúar og febrúar eru samtals 80
milljarðar af víxlum á gjalddaga,“
bætir hann við.
Framþung víxlaútgáfa
Stefán Broddi nefnir einnig að lán
taka ríkissjóðs hjá Íbúðalánasjóði
(ÍLS) myndi hluta af fjármögnun
ríkisrekstrarins á næsta ári, en
laust fé ÍLS er það fjármagn sem
safnast upp hjá sjóðnum vegna
uppgreiðslna heimila á íbúða
lánum. „Snemma árs í fyrra þrýsti
Seðlabankinn ÍLS út úr beinum inn
lánum hjá sér með það að markmiði
að stuðla að auknu lausu fé í umferð.
Aukið laust fé í umferð styður aukin
útlán banka og stuðlar að kaupum
banka, og annarra lánafyrirtækja
eins og ÍLS, á ríkisvíxlum.“ Taki
ríkissjóður lán frá ÍLS, dragi þann
ig úr getu síðarnefnda aðilans til að
taka þátt í víxlaútboðum ríkissjóðs.
Lánaáætlun leggst vel í markaðinn
Dágóður hluti hallarekstrar áranna 2020 og 2021 verður fjármagnaður með eignasölu, erlendum lántökum og lánum Íbúðalána-
sjóðs til ríkissjóðs. Magnbundin íhlutun Seðlabanka Íslands ekki hluti af lánaáætlun ríkissjóðs, þó að flestir vænti slíkra aðgerða.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun taka endanlega ákvörðun um
sölu á hluta eignar ríkissjóðs í Íslandsbanka síðar í mánuðinum. MYND/GVA
Þórður
Gunnarsson
thg@frettabladid.is
MARKAÐURINN
7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð