Fréttablaðið - 07.01.2021, Síða 16

Fréttablaðið - 07.01.2021, Síða 16
7 . J A N Ú A R 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifaði í gær undir tveggja ára samning við norska félagið Arna-Bjørnar. Guð- björg var án félags eftir að hafa yfir- gefið sænska félagið Djurgården á dögunum. Guðbjörg þekkir vel til í Noregi enda áður leikið með LSK og Avaldsnes. Guðbjörg sneri aftur inn á völlinn í lokaumferðum sænsku deildar- keppninnar og lék síðustu þrjá leik- ina fyrir Djurgården eftir að hafa gengið með tvíbura. Guðbjörg sem hefur verið atvinnumaður frá árinu 2009 stóð vaktina í marki Íslands í lokakeppni EM árið 2013 og 2017 og lék einn leik á EM 2009. – kpt Guðbjörg samdi til tveggja ára Guðbjörg á æfingu landsliðsins. FÓTBOLTI Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er búin að ná samkomulagi við þýska stórveldið Bayern München og fer í læknis- skoðun hjá Þjóðverjunum á næstu dögum. Vísir greindi frá þessu í gær og að Karólína myndi skrifa undir samning til ársins 2024. Karólína sem er uppalin í FH en hefur leikið með Breiðabliki und- anfarin ár verður með því annar Íslendingurinn sem leikur fyrir kvennalið Bayern á eftir Dagnýju Brynjarsdóttur. Hin tvítuga Karól- ína er þrátt fyrir ungan aldur búin að stimpla sig inn í mikilvægt hlut- verk hjá íslenska landsliðinu og vakti athygli stórliða með frammi- stöðu sinni í undankeppni EM. Karólína er annar Íslendingur- inn sem semur við eitt af topplið- um þýska boltans á stuttum tíma, en á dögunum samdi Sveindís Jane Jónsdóttir við Wolfsburg. – kpt Karólína semur við Bayern KÖRFUBOLTI Körfuboltasamband Íslands, KKÍ, birti í gær drög að leikjaáætlun fyrir efstu tvær deildir karla og kvenna, í von um að leyfi verði veitt fyrir íþróttaleikjum í næstu aðgerðum stjórnvalda. Aðeins tókst að leika eina umferð í Domino’s-deild karla og þrjár umferðir í Domino’s-deild kvenna áður en keppnishald var stöðvað í haust vegna aðgerða stjórnvalda til að hefta frekari útbreiðslu kóróna- veirunnar. Hannes S. Jónsson, framkvæmda- stjóri KKÍ, tekur undir að það sé erfitt að skipuleggja mótshald þegar óvíst er hvort heimild fáist fyrir keppnisíþróttum á ný og hvort enn ein bylgjan muni stöðva allt á nýjan leik. „Auðvitað hefur verið höfuðverk- ur að smíða þetta saman en KKÍ gaf út reglugerð í fyrra þar sem kom fram að við gætum þurft að spila fram í júní, svo að við höfum lengri tíma fyrir vikið. Ég held að engan hafi órað fyrir því sem hefur geng- ið á, að mótinu yrði strax frestað í þrjá mánuði. Þetta fyrirkomulag er teiknað miðað við þær forsendur að við fáum að hefja leik í næstu viku sem er alls ekki víst ennþá. Ef það fæst ekki leyfi þurfum við að setjast aftur við teikniborðið. Það má ekki gleymast að þarna erum við bara að horfa á tvær efstu deildirnar. Við eigum eftir að horfa á næstu deildir fyrir neðan og yngri f lokka starf sem er mun meiri fjöldi.“ Aðspurður hvað gert yrði ef ekki fengist leyfi fyrir keppnis íþróttum segir Hannes að þá þyrfti að fara aftur á teikniborðið. Einföld umferð hefur komið til umræðu en stefnt er að því að klára tvöfalda umferð karlamegin. Kvennamegin er áætl- að að spila þrefalda umferð í stað fjórfaldrar. „Við höfum verið í reglubundn- um samskiptum við félögin um fyrirkomulagið á þessu. Það eru auðvitað skiptar skoðanir á milli félaganna en í heildina eru held ég að flestir séu sammála um þessa leið ef leyfi fæst til að hefja leik í næstu viku. Miðað við tölur síðustu daga erum við bjartsýn á að fá að hefja leik en við erum háð ákvörðunum stjórnvalda. Mótanefnd er búin að skoða alls konar möguleika og félögin sömuleiðis, meðal annars að hafa einfalda umferð. Margar hugmyndir eru uppi á borði en á einhverjum tímapunkti þarf að taka ákvörðun,“ segir Hannes. Hann staðfestir að það séu nokkrir gluggar til að færa leiki í ef fresta þyrfti vegna sóttkvíar eða veðurs eins og tíðkast hefur undanfarin ár. „Það eru göt á milli leikja sem hægt er að færa leiki ef fresta þarf vegna sóttkvíar eða ef lið eru veður- teppt yfir vetrartímann. Munum koma þeim fyrir þótt það verði auð- vitað strembið.“ – kpt Flest félög sammála um nýtt leikjafyrirkomulag ef leyfi fæst Meistaratitillinn karlamegin hefur dvalið í Vesturbænum frá árinu 2014. KR getur jafnað Íslandsmet með sjöunda titlinum í röð í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI „Þetta er erfið spurning og þunn lína þarna á milli enda huglægt mat hvar ábyrgðin liggur. Hvenær teljast svona upplýsingar sem þú deilir með þínum nánustu sem fréttir og hvenær er þetta nýtt sem innherjaupplýsingar, sem þetta virðist hafa verið hjá Kieran Tripp- ier,“ segir Þorvaldur Ingimundar- son, heilindafulltrúi KSÍ, aðspurður hvort ábyrgðin liggi eingöngu á herðum Kierans Trippier sem var dæmdur fyrir að láta af hendi inn- herjaupplýsingar um væntanleg félagaskipti til Atletico Madrid til vinar árið 2019. Ekkert slíkt mál hefur ratað inn á borð KSÍ sem hefur þó rætt áhrif innherjaupplýsinga á íslenska knattspyrnu. Þorvaldur hefur í starfi sínu meðal annars fjallað um skort á regluverki á Íslandi utan um innherjaupplýsingar sem tengjast veðmálastarfsemi á íslenskum knattspyrnuleikjum. „Við eruð auðvitað ekki komin þangað hér á Íslandi að hér sé veðjað á félagaskipti en hér um árið var frægt þegar skyndilega streymdu áhorfendur á leik hjá öðrum flokki þegar það fréttist að það yrðu lykil- leikmenn fjarverandi í öðru liðinu. Ef það hefði komið frétt um þetta um morguninn telst þetta ekki sem innherjaupplýsingar lengur heldur bara fréttir. Þegar ég hef verið að flytja fyrirlestra um þetta mál spyr ég oft fólkið í salnum: Hvað er rétt í þessu? Hvenær er rétt að láta eftir upplýsingar?“ Trippier var árið 2019 nýbúinn að taka þátt í úrslitaleik Meistaradeild- ar Evrópu með Tottenham, en hann varð fyrsti Englendingurinn í sögu Atletico Madrid þegar gengið var frá félagaskiptunum. Bakvörðurinn hefur sjálfur verið samstarfsfús á meðan rannsókn stóð yfir og gefið Enska knattspyrnusambandinu allar þær upplýsingar sem óskað hefur verið eftir. Í fjölmiðlum í gær komu í ljós samskipti Trippier við vin sinn þar sem Trippier gaf til kynna að félaga- skiptin væru líklegast að ganga í gegn. Þegar vinurinn spurðist fyrir um hvort hann ætti að leggja pen- inga undir, sagði Trippier að það ætti að vera óhætt þó að hlutirnir væru f ljótir að breytast og þetta gæti skyndilega farið úrskeiðis. Vinurinn sem um ræðir veðjaði tíu sinnum á að Trippier myndi ganga til liðs við Atletico og voru upphæðirnar á bilinu 3-12 þúsund íslenskar krónur. Enski landsliðs- bakvörðurinn var dæmdur í tíu vikna bann og dæmdur til að greiða sjötíu þúsund punda sekt en hann hefur áfrýjað dóminum á grund- velli þess að hann hafi sjálfur hvorki veðjað né grætt á veðmálunum. „Þetta er mjög fín lína og vekur mann til hugsunar um hvað maður lætur frá sér í upplýsingagjöf,“ segir Þorvaldur. Innan fjármálageirans geta menn átt von á fangelsisvist fyrir brot á reglum um innherjaupp- lýsingar. Breskir fjölmiðlar fullyrtu í fyrra að ósætti væri innan Enska knatt- spy r nusambandsins um dóm yfir Daniel Sturridge, fyrrverandi framherja Liverpool, Chelsea, Man- chester City og enska landsliðsins, í sambærilegu máli. Sturridge var gefið að sök að hafa beðið einstak- ling nákominn sér að setja peninga á næsta áfangastað sinn. Sturridge var sýknaður í níu liðum af ellefu en var dæmdur fyrir að standa í ólöglegum veðmálum í tveimur liðum. Fyrir það fékk Stur- ridge í fyrstu sex leikja bann og 75 þúsund punda sekt en því var síðar breytt í fjögurra mánaða bann eftir áfrýjun Enska knattspyrnusam- bandsins. Það má álykta að Enska knatt- spyrnusambandið sé að reyna að setja fordæmi í dæmi Trippiers um hertar refsingar fyrir slík brot til frambúðar. Undanfarin ár hafa sífellt f leiri leikmenn stigið röngum megin við línuna eins og sást greini- lega í bikarleik árið 2017 þegar markvörður utandeildarliðsins Sutton gæddi sér á böku á meðan á leik stóð. Fyrir leik var búið að aug- lýsa að hægt væri að veðja á hvort umræddur leikmaður myndi gæða sér á böku meðan á leiknum stæði. kristinnpall@frettabladid.is Á gráu svæði hvor aðilinn ber siðferðislega ábyrgð í málinu Kieran Trippier var dæmdur í bann fyrir að leka innherjaupplýsingum um félagaskipti til vinar og banna honum ekki að leggja peninga undir næsta áfangastað bakvarðarins. Erfitt er að segja til um hver ber siðferðislega ábyrgð í slíkum málum, hvenær það telst fréttir og hvenær innherjaupplýsingar. Orðrómur um heimkomu Trippiers til Englands dó út þegar hann var dæmdur í bannið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Trippier var dæmdur sekur í fjórum af sjö liðum ákæru Enska knattspyrnu- sambandsins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.