Fréttablaðið - 07.01.2021, Page 18
LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
ÚTSALAN ER HAFIN
30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn
Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657,
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656,
Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Ég er eilífðarunglingur á fer-tugsaldri, kisumamma og háskólanemi. Ég hef starfað
við vefmál undanfarin ár og er að
setjast aftur á skólabekk til að læra
meira á því sviði,“ svarar Harpa
þegar hún er beðin um að lýsa sér í
stuttu máli.
„Mín hjartans mál eru þó dýra-
og umhverfisvernd. Ég er að vinna
að vefverkefni þar sem aðaláhersl-
an er á dýravernd og minnkun
kolefnisspors og matarsóunar. Það
verður vonandi opnað á næstu
dögum.“
Harpa heitir því að berjast gegn
matarsóun á árinu. „Svo strengdi
ég það áramótaheit að sóa engum
mat. Ég er mikill ástríðukokkur og
kaupi mikið af framandi matvöru
þannig að það er áskorun að nota
allt sem ég kaupi. Ég ákvað að nota
mánudaga til að finna skapandi
leiðir til að nota það sem ég á til.
Það verður hægt að fylgjast með
verkefninu á Instagram-síðunni
Mánudagar gegn matarsóun.“
Á ekki einu sinni buxur
Þegar Harpa er beðin um að lýsa
fatastíl sínum greinir hún frá
nýtilkomnum grunsemdum um
að blátt blóð renni í æðum sér. „Ég
myndi lýsa honum sem klass-
ískum og tímalausum. Ég er alltaf
í kjól. Alltaf. Ég á ekki einu sinni
buxur. Þegar ég vil vera kasjúal til
fara þá er ég eins og ég sé að fara
á veiðar með Elísabetu Englands-
drottningu, í Barbour-yfirhöfn,
kjól og gúmmístígvélum. Ég
uppgötvaði þetta þegar ég byrjaði
að horfa á The Crown. Ég lifi mig
mikið inn í þættina og stend mig
reglulega að því að hugsa og tala
við sjálfa mig með grunsamlega
góðum breskum yfirstéttarhreim
og er einhvern veginn orðin öll
settlegri í háttum. Það læðist að
mér sterkur grunur og ég ætla að
fara út í apótek og kaupa svona My
heritage DNA test kit.“
Hefurðu áhuga á tísku?
„Ég hef mikinn áhuga á fötum
og stíl en eltist ekki við tísku-
strauma.“
Hvenær kviknaði sá áhugi?
„Ætli það hafi ekki byrjað
snemma á unglingsárunum og
smekkurinn hefur kannski ekki
mikið breyst. Ég nota fermingar-
kjólinn minn ennþá og hef verið
með sömu hárgreiðsluna í 30 ár.“
Hvaðan færðu innblástur?
„Ég er hræðilega rómantísk og
dramatísk og fæ aðallega innblást-
ur úr skáldsögum og gömlum fal-
legum ljósmyndum. Helst myndi
ég vilja klæðast viktorískum síð-
kjólum alla daga, en ég hef aldrei
látið það eftir mér. Kannski ætti ég
bara að láta verða af því, lífið er jú
núna. Svo er ég mikil Star Wars-
kona og þegar ég finn föt með jedi-
legu sniði þá kaupi ég þau!“ Röndótt ævintýri
Óhætt er að fullyrða að Harpa sé
nýtin hvað fatnað snertir. „Uppá-
haldsflíkin mín er ítalskur kjóll
með rauðum og hvítum röndum.
Hann minnir mig á sirkustjald og
ég hef lent í ótrúlegum ævintýrum
í þeim kjól, það hefur kannski
hjálpað til hvað hann er f leginn.
Mest notaða flíkin mín er gamalt
klæðskerasaumað pils sem ég
keypti á bílskúrssölu hjá fínni frú.
Það smellpassaði á mig og ég hef
notað það óspart í yfir áratug.“
Hver er þinn helsti veikleiki
þegar kemur að tísku og útliti?
„Svartir, klassískir kjólar og dýr
krem. Ég er nýbúin að kynnast
Allies of skin húðvörunum og nú
er ég í fullri vinnu við að bera á mig
krem frá morgni til kvölds.“
Eyðirðu miklu í föt?
„Þegar kemur að fatakaupum
vel ég gæði frekar en magn og
kaupi fáar en frekar dýrar flíkur.
Það skiptir mig miklu máli að
flíkurnar séu vandaðar og geti
þess vegna enst mér út ævina. Ég
forðast skynditísku eins og heitan
eldinn og það skiptir mig miklu
máli að fötin séu framleidd við
góðar aðstæður. Eitt af áramóta-
heitunum var að kaupa engin ný
föt á árinu. Ég ætla frekar að fara
með föt sem þarfnast viðgerða og
breytinga á saumastofu Hassans.“
Hvar kaupir þú helst föt?
„Ég er með allt of dýran smekk
miðað við tekjur þannig að ég
kaupi aðallega notuð föt. Ég hef
keypt mikið á Facebook-síðunni
Merkjavara föt, skór og aukahlutir
sem Stefán í Stefánsbúð heldur
utan um. Þar hef ég til dæmis
fengið Louboutin og Gucci skó,
Vivienne Westwood, Marc Jacobs
og Sonia Rykiel kjóla og Dolce &
Gabbana jakka á spottprís. Þá
sjaldan ég kaupi mér ný föt er það
oftast í Geysi en þar fást mörg af
mínum eftirlætis merkjum eins
og Isabel Marant, Ganni, Barbour,
A.P.C. og Stine Goya.“
Áttu þér uppáhaldshönnuð?
„Ég dýrka Vivienne Westwood.
Hún notar tískuheiminn sem vett-
vang fyrir aktívisma og ég lít mikið
upp til hennar. Fataval er auðvitað
hápólitískt og það skiptir svo
miklu máli að taka afstöðu gegn
offramleiðslu, ofneyslu, sóun og
dýraníði og mannréttindabrotum
í tískuiðnaðinum.“
Notarðu fylgihluti og skart?
„Ég er alltaf með lykilinn minn
frá OrraFinn um hálsinn og hann
er eina skartið sem ég þarf. Það
bregst aldrei að karlmaður sem
kemst nógu nálægt mér spyr: ,,Að
hverju gengur þessi lykill?“ og þá
get ég svarað að hann gangi að
hjartanu á þeim eða öllum buxna-
klaufum bæjarins eða að kynlífs-
dýflissunni minni allt eftir því
hvernig stuði ég er í og mér finnst
ég alltaf svo sniðug. Þar sem lykill-
inn er auðvitað fjöldaframleiddur
velti ég því stundum fyrir mér
hversu margar konur segi þetta
nákvæmlega sama þegar þær eru
spurðar að því að hverju lykillinn
gangi.“
Hvað er fram undan hjá þér í
haust?
„Ég ætla að setjast aftur á
skólabekk og læra vefmiðlun við
Háskóla Íslands. Ég var búin að
kaupa mér agalega fína skólatösku
og pennaveski og allt en svo verður
kennslan víst bara á zoom.“
Eitt af áramótaheitum Hörpu er að kaupa engin ný föt á þessu ári og þá frekar nýta sér saumastofu Hassans til að gera við og breyta flíkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Harpa í rönd-
ótta kjólnum
sem hún segir
hafa leitt sig
á vit fjölda
eftirminnilegra
ævintýra.
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Þegar ég vil vera
kasjúal til fara þá
er ég eins og ég sé að fara
á veiðar með Elísabetu
Englandsdrottningu.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R