Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.01.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 07.01.2021, Qupperneq 20
Veirueyðandi efni náðu nokkrum vinsældum á síð-asta ári, af augljósum ástæð- um. En tískuvefurinn Women’s Wear Daily velti því upp hvort veirueyðandi efni yrðu áberandi í framtíðinni eða hvort þau hætti að skipta máli þegar bóluefnin binda enda á faraldurinn. Faraldurinn flýtti verulega fyrir þróun veirueyðandi efna. Snemma á síðasta ári, þegar fyrsta bylgjan var að fara af stað og áherslan á öryggi jókst verulega, tóku stórir textílframleiðendur í Evrópu sig til og settu á markað ýmis ný efni með veirueyðandi eiginleika. Þá var talið að slík efni yrðu mjög vinsæl og myndu róa neytendur sem óttuðust COVID-19. En síðan þá hefur komið í ljós að efni og textíll eru ekki miklir smitberar, heldur berst veiran með lofti. Það virðist því ósennilegt að veirueyðandi efni verði mjög vinsæl, sérstaklega núna þegar við sjáum vonandi fyrir endann á faraldrinum. Bjartsýnir framleiðendur Engu að síður hefur framleiðsla á efnum með veirudrepandi eiginleika aukist verulega og Fabio Tamburini, framkvæmdastjóri Cotonificio Albini, sem framleiddi ViroFormula-efnið í samstarfi við fyrirtækið HeiQ , segir að nokkur ólík vörumerki vilji nota þessi efni, bæði í götutísku og lúxusvörur. Hann heldur því fram að þó að bóluefnin geri okkur kleift að halda venjulegu lífi áfram, eigi neytendur samt eftir að halda áfram að sækja í veirueyðandi efni. Nú sé fólk meðvitaðra en áður um hættuna og þegar við förum öll að troða okkur aftur inn í pakkaðar almennings- samgöngur, komi fólk til með að vilja tryggja öryggi sitt eftir fremsta megni. Þess vegna eigi eftirspurnin ekki eftir að minnka. Giorgio Todesco, framkvæmda- stjóri Marzotto-ullarframleiðand- ans, sem framleiðir efni úr náttúru- legu garni sem hafa veirueyðandi eiginleika, segir að ástæðan fyrir velgengni vöru þeirra sé að við- skiptavinir horfi nú í auknum mæli til tæknilegra eiginleika fatnaðar- ins. Hann segir að efnin þeirra höfði sérstaklega til smásala sem sjá starfsfólki sínu fyrir einkennis- búningum, vörumerkja í Asíu og götutískumerkja. Luxury Jersey, annar fram- leiðandi sem nýtti sér líka tæknina frá HeiQ , hefur séð mikla aukningu í eftirspurn frá fyrirtækjum sem framleiða þægilegan íþrótta- fatnað. Yfirmaður fyrirtækisins, Federico Boselli, telur að fólk verði almennt meðvitaðra um hrein- læti og örverur eftir faraldurinn og því verði veirueyðandi fatnaður vinsæll. Aukið öryggi Efnafyrirtækið Rudolf Group hefur gert rannsóknir sem sanna að tækni þess hafi veirueyðandi eiginleika sem virka líka á kórón- aveirur. Alberto De Conti, yfir- maður tískudeildar fyrirtækisins, telur að þessi efni eigi áfram eftir að skipta máli, þar sem bæði neyt- endur og vörumerki vilja aukið hreinlæti, jafnvel þó að eftirspurn- in minnki eitthvað vegna nýrra bóluefna. Hann benti líka á að vegna allrar upplýsingaóreiðunnar sé aukinn áhugi og eftirspurn eftir áreiðanlegum og auðskiljanlegum rannsóknaniðurstöðum og textíl- markaðurinn vilji alvöru virkni sem sé hægt að kynna fyrir við- skiptavinum, en ekki hraðsoðnar auglýsingabrellur. Veirueyðandi efni koma aldrei í staðinn fyrir hlífðarbúnað og eyða ekki hættunni á því að fá smitsjúkdóma, en það er viðbúið að margir vilji gera allt sem hægt er til að tryggja sig og þessi efni virka í raun og veru. Auk þess er aldrei að vita nema annar faraldur gangi yfir og þá gætu smitleiðirnar verið öðruvísi. Sumir telja að þessi markaður eigi bara eftir að vaxa og þannig búa til frjóan jarðveg fyrir frekari rannsóknir og þróun, á meðan aðrir eru meira hikandi. Það er þó ljóst að veirueyðandi efni eru ekki líkleg til að hverfa af markaði, þó að erfitt sé að spá fyrir um eftirspurnina. Þau eiga líka sennilega eftir að njóta sérstakra vinsælda í ákveðnum geirum, til dæmis fyrir einkennisbúninga og kannski líka íþróttafatnað. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Framtíð veirueyðandi efna óljós Ætli vinsældir veirueyðandi efna haldi áfram að aukast á þessu ári eða hætta þau að skipta máli með tilkomu bóluefna? Því er erfitt að svara, en framleiðendur efnanna eru samt bjartsýnir. Vinsældir veirueyðandi efna hafa aukist veru- lega á þessu ári og framleið- endur þeirra eru bjartsýnir á að þær haldi áfram. En það er samt hætta á að áhugi á þeim dvíni þegar bóluefnin enda faraldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Veirueyðandi efni koma aldr- ei í staðinn fyrir hlífðarbúnað og eyða ekki hætt- unni á því að fá smitsjúkdóma, en það er við- búið að margir vilji gera allt sem hægt er til að tryggja sig og þessi efni virka í raun og veru. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . JA N ÚA R 2 0 2 1 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.