Fréttablaðið - 07.01.2021, Síða 21

Fréttablaðið - 07.01.2021, Síða 21
Skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands, Ingibergur Þorkels-son, ræðir um þær nýjungar sem hann hefur verið að kynna. Hvað varð til þess að þú skrifaðir bók um hugræna enduforritun? „Ég hef í mörg ár unnið með meðferðir sem virka vel í dáleiðslu- ástandi. Nokkrar þeirra eru bæði öflugar og fljótvirkar. Dáleiðslu- skóli Íslands hefur undanfarin ár kennt þessar meðferðir, þátta- meðferð (Parts Therapy), persónu- þáttameðferð (Ego State Therapy) og Yager-meðferð (Subliminal Therapy),“ svarar Ingibergur. Ég hef einnig notað áfallameðferð Colin A. Ross M.D. sem heitir „The Trauma Model“. Hann heldur áfram: „Ég gerði mér grein fyrir að með því að samþætta þessar meðferðir, nýta þá hluta hverrar þeirra sem gáfu mestan árangur væri hægt að skapa frábæra meðferð. Ég hef líka fylgst með nýjustu rannsóknum í taugafræði og nýtt þá þekkingu til að fullkomna ferlið. Mér fannst liggja beinast við að kenna eina sameinaða meðferð frekar en þrjár. Þess vegna skrifaði ég bókina Hugræn endurforritun og skólinn kennir nú þá meðferð auk endur- litsdáleiðslu (Regression Therapy).“ Efnið var tilbúið í huganum Hvenær var fyrsta námskeiðið kennt sem byggir á nýju bókinni? „Ég kenndi í fyrsta skipti samein- aða meðferð, Hugræna endurfor- ritun, á haustnámskeiðinu 2020,“ svarar Ingibergur. „Ég fékk fyrstu eintökin með DHL í tæka tíð fyrir námskeiðið, um miðjan október. Ég byrjaði að skrifa bókina í ágúst og átti ekki von á að gefa hana út í fyrra. En þegar ég byrjaði að skrifa þá rann þetta bara fram, viðstöðulaust. Efnið var greinilega tilbúið í huganum, ég átti bara eftir að koma því á pappírinn.“ Hvernig gekk nemendum að til- einka sér þessa aðferð? „Nemendur stóðu sig frábær- lega,“ segir Ingibergur. „Námskeið- ið er mjög krefjandi og nemendur vinna meðferðir hver á öðrum allan daginn á milli þess sem kennt er. Í lok námskeiðsins kom í ljós að allir útskriftarnemarnir voru tilbúnir til að hefja meðferðarstarf og eru að koma sér upp aðstöðu til þess. Þau eru full sjálfstrausts og hafa margsannað sig á nám- skeiðinu og eftir það. Þetta nám er þroskandi fyrir nemendurna og maður sér miklar breytingar á þeim. Flest segjast hafa öðlast nýtt líf og lært ótalmargt um sjálf sig.“ Hugurinn er undraveröld Aðspurður að því hvað sé svona merkilegt við þessa meðferð svarar Ingibergur: „Meðferðin felst í því að fá okkar innri lækni til að gera breytingar í huganum. Við fæðumst sem tvennd: Sjálfið og innri styrkur. Sjálfið stjórnar lífi einstaklingsins en innri styrkur styður sjálfið með ráðum og dáð. Sjálfið nýtir mest dagvitundina en innri styrkur undirvitundina, þar sem er aðgangur að öllum minningum og öllum þáttum hugans. Í hugrænni endurforritun er innri styrkur ávarpaður sem Centrum, sem er sá titill sem dr. Edwin Yager, höfundur Yager- meðferðar notaði. Í raun er innri styrkur/Centrum þinn innri læknir sem getur læknað flest í huga þínum,“ útskýrir hann. „Í meðferðinni er unnið með þætti hugans sem í raun skiptast á um að vera þú en sem fæstir taka Ný árangursrík dáleiðslumeðferð Hugræn endurforritun er ótrúlega öflug og hraðvirk dáleiðslumeðferð sem Ingibergur Þorkelsson hefur þróað út frá þremur öðrum þekktum meðferðum og nýjustu rannsóknum í taugafræði. Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskólans, kenndi nýja meðferð í haust sem kallast Hugræn endurforritun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR eftir í eigin fari dagsdaglega. Einnig er unnið með afrit af öðru fólki sem þú hefur gert að hluta þíns stjórnkerfis með því að tileinka þér skoðanir og viðhorf foreldra þinna, kennara og annars yfirvalds. Þessi afrit eru svo að tala til þín í huganum og stjórna þér. Sum eru jákvæð en önnur neikvæð og þau þarf að losna við.“ Hvernig fer meðferðin fram? „Meðferðarvinna í hugrænni endurforritun byggist á því að fá Centrum til þess að gera þær breytingar sem þarf í huga og líkama,“ segir Ingibergur. „Fátt virðist vera Centrum ofviða og hann gerir allar þær breytingar sem sjálfið óskar eftir með aðstoð meðferðaraðilans eða í beinum samskiptum þegar þeim hefur verið komið á. Meðferðar- þegar upplifa Centrum á ýmsan hátt. Þeir lýsa honum/henni sem hluta af þeim sjálfum eða þá sem sálinni sinni, sem æðra mætti, sumir jafnvel heilögum anda. Lækningamátturinn er ótvíræður og fátt sem Centrum telur sig ekki geta læknað, hvort sem það er hugrænt, hugvefrænt eða líkam- legt.“ Bjóða meðferðarpakka í dáleiðslumeðferð Ingibergur hefur nú þjálfað hóp meðferðaraðila sem hafa lokið 220 tíma námi í meðferðardá- leiðslu með áherslu á Hugræna endurforritun. Meðferðin hefur reynst mjög áhrifarík í vinnu með fíkn, kvíða, mígreni, ofnæmi, vefjagigt, tengslarof og afleiðingar áfalla og ekki síður til að efla innri styrk, innsæi o.fl. Það hefur sýnt sig að þörfin er mikil fyrir þessa meðferð. Eftir umfjöllun um dáleiðslu í sjón- varpsþættinum Undir yfirborðið á Hringbraut haustið 2019 hefur orðið mikil vakning og eftirspurn eftir meðferð. Nú býðst heildstæður pakki hjá þessum meðferðaraðilum sem eru þrjú skipti (hver tími er 90-120 mínútur) á samtals 30.000 krónur, sem er um þriðjungur af almennu verði. Einu skilyrði þess að fá þriggja skipta með- ferðarpakka á þessum kjörum er að þú samþykkir að mæta í öll þrjú skiptin (á dagsetningum og tímum sem þú ákveður með meðferðaraðilanum) og sam- þykkir að fylla út eyðublað um líðan eftir hvern tíma. Eyðublaðið er bæði gagnlegt fyrir þig til að átta þig á breytingum á líðan þinni og fyrir meðferðaraðila til að meta árangur af meðferðinni. Tímana þrjá þarf að greiða í upphafi fyrsta tíma. Innifalið í meðferðarpakkanum er bókin Hugræn endurforritun eftir Ingi- berg Þorkelsson, sem nýlega kom út, en þar eru áhrifaríkar reynslu- sögur og meðferðin vel útskýrð. Ef þú vilt nýta þér þetta tæki- færi þá skaltu fylla út eyðublaðið sem er á síðunni daleidsla.is/ medferd Næsta grunnnámskeið skólans hefst 19. febrúar, 2021 Næsta framhaldsnámskeið hefst 9. apríl, 2021 FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 7 . JA N ÚA R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.