Fréttablaðið - 07.01.2021, Síða 29
Það var nokkuð afgerandi
munur á efstu þremur bílunum
og öðrum í vinsældum á árinu
2020. Í fyrsta skipti er vinsæl-
asti bíllinn hreinn rafmagns-
bíll, enda fluttur inn í skips-
förmum snemma á árinu, en
Tesla seldi 856 slíka á árinu.
Samk væmt f rétt at ilk y nning u
frá Bílgreinasambandinu voru
nýskráningar nýrra fólksbíla 9.369
talsins á árinu 2020. Er það undir
meðaltali síðustu ára og um 20,1%
færri bílar en voru nýskráðir á
árinu 2019 þegar þeir voru 11.728
talsins. Einstaklingar keyptu til að
mynda 7,1% f leiri fólksbíla en árið
2019 og almenn fyrirtæki keyptu
sömuleiðis 7,1% f leiri fólksbíla.
Bílaleigur drógu hins vegar úr
kaupum um 57,4% á milli ára og
því ljóst að heildarsamdráttinn
má fyrst og fremst rekja til minni
umsvifa í ferðaþjónustunni, sem á
sér augljósar skýringar.
Toyota vinsælasta merkið
Það er athyglisvert að skoða sölu
merkja í tölum Samgöngustofu,
en samkvæmt þeim er Toyota vin-
sælasta bíltegundin með 1.383 selda
bíla á árinu sem er 14,8% markaðs-
hlutdeild. Munar þar mest um sölu
á RAV4 og Land Cruiser en einnig
komst Corolla á lista með um 140
bíla og Yaris með 235 bíla. Í öðru
sæti yfir vinsælustu merkin er Kia
með 9,9 % markaðshlutdeild og 929
selda bíla. Eru það bílar eins og Kia
Niro, Sorento, Ceed og Sportage sem
halda uppi sölunni þar. Þriðja vin-
sælasta merkið er Tesla með 9,6% af
markaðinum en Model 3 sér nánast
einn um að halda uppi sölu 903 bíla
í heildina. Volkswagen er fjórða
mest selda merkið en var í þriðja
sæti í fyrra. Nissan og Ford hafa
dottið niður um nokkur sæti en í
stað þeirra hefur Hyundai komist
í fimmta sætið með 697 selda bíla.
Nærri þreföldun á sölu rafbíla
Árið 2020 var einstakt þegar
kemur að skráningum nýorkubíla
(rafmagn, tengiltvinn, hybrid og
metan) og varð stórt stökk á milli
ára í nýskráningum þeirra, sem
hlutfall af heildarskráningum.
Samtals stóð þessi hópur bíla fyrir
57,9% nýskráninga en til saman-
burðar var hlutfallið 27,6% árið
2019. Hreinir rafmagnsbílar fóru
þarna fremstir í f lokki með 25,2%
af öllum nýskráningum eða 2.920
bíla miðað við 1.178 í fyrra. Þar
næst komu tengiltvinnbílar með
19,9%, hybrid bílar með 12,5% og
metanbílar með 0,4% en þar seld-
ust aðeins 42 miðað við 69 í fyrra.
Vinsælasti hreini raf bíllinn var
eins og áður sagði Tesla Model 3 en
næstur kom Nissan Leaf með 184
bíla. Þriðji var Audi e-Tron 50 með
163 selda bíla, en nýjasti bíllinn í
f lokki hreinna raf bíla er ID.3 sem
er kominn með 124 bíla á árinu.
Helmingi fleiri bifhjól skráð
Þegar aðrir ökutækjaf lokkar eru
skoðaðir má sjá að hjólhýsi voru
606 skráð á árinu sem er talsverð
aukning síðan í fyrra, og munar
þar líklega talsvert um ferðalög
innanlands hjá landanum í sumar.
Dráttarvélar voru 461 talsins miðað
við 408 í fyrra. Bifhjól voru samtals
827 sem er rúmlega helmingsaukn-
ing frá árinu 2019 þegar þau voru
samtals 408. Eru tölur yfir þung
bifhjól og torfæruhjól svipaðar og
í fyrra en létt bifhjól 447 á móti 33 í
fyrra. Telur þar eflaust mest að farið
er að skrá létt bifhjól í f lokki 1, sem
stundum eru kallaðar gangstéttar-
vespur. Hópbifreiðar eru aðeins 43
skráðar á árinu í báðum flokkum,
en voru 119 í fyrra og þar spila áhrif
heimsfaraldursins greinilega inn í.
Takk fyrir
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur
þakkar öllum velunnurum sínum
innilega fyrir veittan stuðning.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur
Hátúni 12b
105 Reykjavík
BÍLAR
Tesla hefur hingað til
verið mest selda rafbíla-
merkið í Noregi en nú
kemur VW Group sterkt
inn.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Tesla Model 3 mest seldi bíll ársins á Íslandi
Tesla Model 3 kom, sá og sigraði árið 2020 með 856 slíka skráða á árinu, sem fylltu Sundahöfnina á tímabili.
Gangstéttarvespur sáu um að fjölga
skráningum bifhjóla um helming.
Athyglisvert er að sjá miklar sveiflur milli ára vegna tilkomu rafbílanna.
Toyota byrjar nýtt ár með krafti og
býður til bílasýningar laugardaginn
9. janúar hjá viðurkenndum söluað-
ilum í Kauptúni, á Selfossi, Akureyri
og í Reykjanesbæ.
Fjórir fjórhjóladrifnir bílar verða
í aðalhlutverki, nýr Highlander
Hybrid sem nú er frumsýndur á
Íslandi, 70 ára afmælisútgáfa Land
Cruiser með aflmeiri vél, nýr Hilux
með stærri vél og aukinni dráttar-
getu og RAV4 Hybrid og Plug in
Hybrid. Nýr Toyota Highlander
Hybrid kemur nú á markað í
fyrsta sinn í V-Evrópu og þar með
á Íslandi. Góð reynsla er komin á
Highlander víða um heim frá því
hann kom fyrst á markað árið 2000.
Highlander er stór sportjeppi með
mikið innanrými, tveggja tonna
dráttargetu og veghæð sem sæmir
jeppa eða 20,3 cm. Hröðun frá 0-100
km/klst. er 8,3 sek.
Nýr Toyota Hilux verður sýndur
með verulegum breytingum. Ber
þar hæst ný vél sem er 2,8 lítra í
stað 2,4 lítra. Ný fjöðrun er komin
í Hilux ásamt f leiri breytingum.
33" breyting með heilsársdekkjum
og felgum fylgir þegar keyptir eru
aukahlutir fyrir 300.000 kr. eða
meira hjá viðurkenndum söluað-
ilum Toyota. Verðmæti kaupaukans
er um 570.000 kr. Toyota Land
Cruis er heldur upp á 70 ára afmæli
á þessu ári og er nú kominn með
endurbætta vél sem eykur af l og
hröðun bílsins.
Fjórir fjórhjóladrifnir á fjórum stöðum
Toyota frumsýnir um helgina nýjan Highlander auk nýrrar útgáfu af Hilux.
Samkvæmt fréttaveitunni CNN
Business hefur Noregur farið fram
úr markmiðum sínum í sölu raf bíla
á síðasta ári en 54% bíla sem seldir
voru í landinu árið 2020 voru raf-
bílar.
Tesla hafði hingað til verið mest
selda raf bílamerkið þar í landi en
nú bregður svo við að Volkswagen
Group kemur sterkt inn og selur
meira. Alls var hlutfall raf bíla 42%
af sölu árið 2019 en þá var mest
seldi bíllinn Tesla Model 3. Í fyrra
var það hins vegar Audi e-tron sem
seldist meira en alls seldust 9.227
slíkir í Noregi árið 2020. Tesla seldi
samt vel af Model 3 og hefði eflaust
selt f leiri bíla ef þeir hefðu átt þá
til, en alls seldust 7.770 slíkir. VW
ID.3 kom skammt á eftir með 7.754
bíla, en hann kom á markað síð-
sumars í Noregi. Athyglisvert er að
Volkswagen er að koma inn af krafti
með framleiðslugetu sína og Tesla
virðist ekki geta haldið lengur for-
skoti sínu þess vegna.
Í Noregi er eftir sem áður mikill
skattaafsláttur af raf bílum og
greinilegt er að almenningur er dug-
legur við að nýta sér það. Afsláttur-
inn verður til þess að í raun verður
ódýrara að kaupa raf bíl en sam-
bærilegan bíl með brunahreyf li.
Þessu til viðbótar njóta ökumenn
raf bíla fríðinda eins og að mega
aka á strætóreinum og borga minni
veggjöld og fyrir ferjuleiðir. Í Nor-
egi eru nú 10.000 hleðslustöðvar
fyrir almenning og hvergi eru fleiri
hleðslustöðvar miðað við höfða-
tölu.
Meirihluti sölu 2020
rafbílar í Noregi
Vinsælasti rafbíllinn í Noregi var
Audi e-tron sem fór fram úr Tesla
Model 3 með 9.227 slíka selda.
E-Tron
50
n 2020 n 2019
0
100
200
300
400
500
600
700
800
900
Model 3 Rav 4 Out-
lander
Land
cruiser
(150 series)
Niro Yaris
og Yaris
Hybrid
Kona Leaf
✿ Samanburður á söluhæstu bílunum 2019 og 2020
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F I M M T U D A G U R 7 . J A N Ú A R 2 0 2 1