Bæjarins besta - 24.03.1987, Page 4
4
BÆJARINS BESTA
ORKUBÚ
VESTFJARÐA
Laus staða
í fjármáladeild er laust til umsóknar starf
afgreiðslugjaldkera. Þetta er heilsdagsstarf og
laun eru skv. kjarasamningum F.O.S. Vest.
Skriflegar umsóknir þar sem fram koma m.a.
upplýsingar um menntun og fyrri störf óskast
sendar Orkubúi Vestfjarða, Stakkanesi 1, ísa-
firði, fyrir 1. apríl.
Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri fjármála-
deildar, Guðmundur Halldórsson, í síma 3211.
BB fær jákvætt svar frá Noregi:
Helgi Ragnarsson
þjálfar meistaraflokk ÍBÍ
Gamli jaxlinn úr FH í Hafnarfirði,
Helgi Ragnarsson, sem nú er
handknattleiksþjálfari hjá Fred-
riksborg í Oslo, verður þjálfari
meistaraflokks ÍBÍ í sumar. Við á
BB fréttum að þetta hefði verið
rætt og beðið væri eftir svari frá
Helga, svo að við hringdum út á
föstudaginn og fengum afdráttar-
laust svar frá honum.
Helgi kvaðst vera samnings-
bundinn við Fredriksborg til
maíloka. Hann sagðist þó koma
fyrr til ísafjarðar, en ekki væri
enn Ijóst hvort það yrði um pásk-
ana eða ekki fyrr en í lok apríl.
Það fer eftir því, hvort lið hans
kemst í fjögurra liða úrslit („Slutt-
spillet") eða ekki.
Helgi Ragnarsson er 35 ára að
aldri. Hann spilaði með meistara-
flokki FH um margra ára skeið,
eða frá 1968 til 1983. Árið 1984
var hann stðan þjálfari liðsins
ásamt Inga Birni Albertssyni,
með góðum árangri. Auk þess
þjálfaði hann kvennlið FH árin
1974-76, og sumarið 1978 brá
hann sér austur á land og þjálfaði
Þrótt í Neskaupstað.
í samtalinu við BB sagðist
Helgi ekki hafa séð neitt sem
heitið gæti til ÍBÍ-liðsins síðan
það var í 1. deild. Hann kvaðst
aftur á móti vera bjartsýnn á
sumarið og vonaðist til þess að
ýmsir gamlir og góðir burstuðu
rykið af takkaskónum og kæmu
til liðs við ÍBÍ. Hann sagðist vita
að í liðinu væri samhentur (sam-
fættur?) kjarni sem hefði verið
með undanfarin ár, en auk þess
væru margir snjallir leikmenn á
leiðinni upp úr yngri flokkunum.
Helgi sagðist ekki ætla að spila
sjálfur með meistaraflokki, því að
hann hefði ekki spilað lengi, en
allt í lagi væri að spila með
B-liðinu, eins og hann orðaði
það.
Eldavél
Til sölu Rafha eldavél.
Upþlýsingar í síma 3849.
Toyota
Til sölu Toyota Hi-Lux 4x4
árgerð 1980. Lengri gerð.
Uppl. í símum 3132 og 4995.
Datsun 180 B
Til sölu Datsun 180 B Station.
Ekinn 94 þús. km. Árgerð
1978. Mjög gott ásigkomulag.
Uþpl. í síma 4318.
Barngóð kona
Vill einhver barngóð kona
passa fyrir mig tæplega 2 ára
strák og 4 ára stelpu (er á
leikskóla e.h.) 6-7 daga í
mánuði.
Vinsamlegast hafið samband
við mig í síma 3983.
Kristín Karlsd.
í 4863
Til sölu er bifreiðin í-4863 sem
er Daihatsu Charade Run-
about árgerð 1983. Ekinn 64
þús km. Sjálfskiptur. Skipti
koma ekki til greina.
Uppl. í síma 3772 eftir kl. 19.
Rúm
Til sölu rúm, 115x200 cm.
Upplýsingar í síma 4375.
Heiða Björk Jóhannsdóttir:
Ég myndi bara kaupa saumavél.
Halldor Guðmundsson:
Fjárfesta eitthvað og skella
mér til útlanda.
Elín Tryggvadóttin
Ég myndi reyna að kaupa eitt-
hvað sem mig langar í.
Hvað myndir þú gera ef þú
ynnir milljón?
Óskar Þór Lárusson:
Ég myndi kaupa landið.