Málfríður - 2016, Qupperneq 10

Málfríður - 2016, Qupperneq 10
var haldin í risastóru alþjóðlegu ráðstefnuhúsi, ICC, í Birmingham í Englandi og var mjög vel skipulögð. Frá morgni til kvölds römbuðu þúsundir kennara frá öllum heimshornum um ráðstefnuhúsið frá einum fyrirlestri til annars. Í fyrstu störðum við opinmynntar hvor á aðra og veltum því fyrir okkur hvaða nörda- samkomu við værum eiginlega komnar á, en fljótlega urðum við samdauna kliðnum og ákafanum og byrj- uðum að sjúga í okkur þekkinguna eins og mauraætur í Mósambík. Við höfðum tilhneigingu til að velja fyrirlestra sem gengu út á nýjungar í tækni og orðaforðakennslu, enda langaði okkur til þess að koma heim aftur með eitt- hvað nothæft í farteskinu. Sumt var spennandi, annað veitti innblástur og svo voru einstaka málstofur sem minna höfðuðu til okkar. Hæfileikann til að greina hismið frá kjarnanum öðlast maður örugglega með því að mæta árlega á IATEFL. Við upplifðum okkur fremur illa þjálfaðar á ráðstefnusviðinu og urðum stundum International Association for Teachers of English as a Foreign Language (IATEFL) ráðstefnan var haldin í fimmtugasta skipti 13.-16. apríl síðastliðinn en við stöllurnar vorum að taka þátt í fyrsta sinn. Ráðstefnan 10 MÁLFRÍÐUR Lilja Ágústa Guðmundsdóttir og Sólrún Inga Ólafs- dóttir, enskukennarar við Borgarholtsskóla Bitnar af IATEFL-æðinu

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.