Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 12
12 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
„Í heildina litið held ég að það sé þegar komið í ljós að
nokkuð margt hafi tekist vel� Ég var alla tíð viss um að
Ísland myndi ná sér upp úr kreppunni í þeirri merkingu
að við myndum aftur fara nálægt fullri atvinnu og að það
myndi koma ágætis uppsveifla og allt það�
Það sem ég óttaðist var hins vegar að þegar við kæmum
að þeim stað myndi hið óstöðuga Ísland frá fyrri tíð birtast
aftur, með tilhneigingu til verðbólgu, viðskiptahalla og
undirliggjandi fjármálalegum óstöðugleika� Það skiptir
mig mjög miklu máli að svo varð ekki�“
Þar hafi tilkoma peningastefnunefndar skipt miklu máli
sem og aukið gagnsæi peningastefnunnar auk breyting
anna á regluverkinu í fjármálakerfinu� Með þeim hefði
verið hægt að koma verðbólguvæntingum í markmið og
tryggja fjármálastöðugleika� Sá rammi sem skapaður var
fyrir opinbera fjármálastefnu hefði einnig hjálpað til og
skapað forsendur til að bæta samspilið á milli peninga
stefnu og ríkisfjármálastefnu�
TILHNEIGING FJÖLMIÐLA TIL
AÐ PERSÓNU GERA SAMHERJAMÁLIÐ
Aðgerðir Seðlabankans í stjórnartíð Más voru hins vegar
ekki óumdeildar� Bankinn sektaði Samherja hf� vegna
meintra brota á gjaldeyrislögum, en sú ákvörðun var ógild
af Hæstarétti fyrir tveimur árum síðan� Núna í haust féll
svo dómur í héraði þar sem Seðlabankanum var gert að
greiða Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, bætur
vegna rannsóknar bankans á meintum brotum Þorsteins�
Aðspurður hvort honum fyndist dómurinn í héraði vera
sanngjarn segist Már lítið geta tjáð sig um það, alla vega á
þessu stigi málsins� Sama á við um héraðsdóm sem féll á
sama tíma þar sem Seðlabankinn var sýknaður í máli þar
sem Samherji krafði bankann um bætur vegna aðgerða
hans gegn sér� „Ég hef rennt lauslega yfir þessa dóma en
ekki fengið neina lögfræðilega greiningu á þeim eins og
hefði verið ef ég væri enn í embætti� Það eru töluverðar
takmarkanir á því sem þeir sem eru í forsvari fyrir rann
sóknar og kæruferlum mega segja um einstök mál og það
gildir einnig eftir að þeim er lokið og viðkomandi hefur
látið af embætti�
Í þessum tilfellum er ekki einu sinni víst að málunum
sé lokið því mér vitanlega liggur ekki fyrir hvort málsað
ilar muni áfrýja til æðra dómsstigs� Auk þess er ég ekki
lengur í forsvari fyrir Seðlabankann� Það er auðvitað
ákveðin tilhneiging hjá fjölmiðlum að færa mál sem þessi
í búning einhvers persónulegs hasars en þannig er það
ekki í raun� Ég er ekki málsaðili í þessum málum og því
ekki viðeigandi að ég sé að tjá mig um þau eins og svo
væri� Síðar meir kemur til greina að ég tjái mig á ný með
almennum hætti um rannsóknir Seðlabankans á gjaldeyr
isbrotamálum meðan ég var í embætti en eðlilegt er að
fyrst liggi ljóst fyrir hvort endanleg niðurstaða sé komin
í þessi tvö tilteknu mál�“
ERFIÐARA AÐ STUNDA
PENINGAÞVÆTTI Í HÖFTUM
Annað mál sem Seðlabankinn var gagnrýndur fyrir í tíð
Más var hin svokallaða fjárfestingarleið, sem fól í sér að þeir
aðilar sem áttu gjaldeyri sem ekki var háður skilaskyldu
gátu skipt honum í krónur í gegnum útboð á gengi sem var
hagstæðara en álandsgengi með því skilyrði að krónurnar
væru bundnar í fjárfestingu til að a�m�k� fimm ára�
Í áætlun íslenskra stjórnvalda um aðgerðir gegn peninga
þvætti, sem birt var í fyrra, kom fram að gjaldeyriseftirlit
Seðlabankans hefði skort þekkingu á hættumerkjum og
aðferðum gegn peningaþvætti� Sömuleiðis sýndu úttektir
Fjármálaeftirlitsins að margháttaðar brotalamir voru í
peningaþvættisvörnum viðskiptabankanna á þeim tíma sem
höft voru við lýði og fjárfestingarleiðin var í gangi á Íslandi�
Már telur þó ekki að fjármagnshöftin hefðu auðveldað
peningaþvætti og segir að í mörgum skýrslum hefði verið
komist að þveröfugri niðurstöðu: „Það er miklu erfiðara að
stunda peningaþvætti þegar það eru fjármagnshöft heldur
en þegar þau eru ekki við lýði� Það liggur líka í hlutarins
eðli, vegna þess að ýmsar færslur komast ekki í gegn og
hinar eru skoðaðar meira en venjulega vegna eftirlitsins
sem fylgir höftunum�
Svo var það ekki Seðlabankans að fylgjast með og
grípa til aðgerða varðandi peningaþvætti� Fyrsti aðilinn
eru fjármálastofnanirnar sjálfar sem tilkynntu ekki til
Seðlabankans, heldur Fjármálaeftirlitsins eða beint til
lögregluyfirvalda� Ef Seðlabankinn hefði farið að beita sér
í þessum málum umfram lagalegt umboð sitt, þá hefði
nú hvinið í einhvers staðar,“ bætir hann við�
STJÓRNMÁLAMENN VILJI STUNDUM LÁTA
HAGFRÆÐINGA REIKNA SIG INN Í LAUSNINA
Þrátt fyrir Samherjamálið og gagnrýni á fjárfestingarleið
Seðlabankans náði bankinn að losa verulega um fjár
magnshöftin tiltölulega áfallalaust á meðan Már var seðla
bankastjóri� Þótt enn séu einhver höft á gjaldeyrisflæði
til og frá landinu er ljóst að krónan er frjálsari nú en hún
hefur lengst af verið�
Seðlabankastjórinn fyrrverandi telur ekki að til sé fyrir
komulag sem getur komið í veg fyrir sveiflur í hagkerfinu
hérlendis� „Hnykkirnir, þeir koma� Hvort sem þeir eru
vegna veiru frá útlöndum, að eitthvað gerist í sjónum í
kringum okkur, eða að alþjóðlega fjármálakerfið hikstar,
þá mun þetta koma� Það mun valda sveiflum, en mis
jafnt hvar sveiflurnar muni koma fram� Koma þær fram
í atvinnustiginu, genginu, verðbólgu eða ríkisfjármálum?“
Engin fullkomin lausn sé til varðandi peningastefnu
Íslands� Engin lausn vari að eilífu og sé algjörlega sjálfbær
við allar aðstæður, heldur þurfi að gera það sem sé skyn
samlegast á hverjum tíma� Myntbandalag væri til dæmis
alvöru valkostur fyrir Ísland, en það liggi ekki endilega
fyrir hvort sá kostur væri fýsilegri við núverandi aðstæður
en sá sem þjóðin býr við um þessar mundir�
Sú ákvörðun hefði einnig mun víðtækari samfélags
legar hliðar en hinar efnahagslegu, þar sem eini raunhæfi
kosturinn á myntbandalagi felur í sér aðild að Evrópusam
bandinu, og segir Már að umræða og ákvarðanir um það
færu langt út fyrir svið hagfræðinnar: „Mér finnst eins og
ýmsir, bæði stjórnmálamenn og aðrir, hafi tilhneigingu til
að ætlast til þess að hagfræðingar reikni þá inn í lausnina�
En það er ekki þannig og það verður ekki þannig�