Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 8
8 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0
STJÓRNMÁLAMENN ÆTLAST
STUNDUM TIL ÞESS AÐ
HAGFRÆÐINGAR „REIKNI
ÞÁ INN Í LAUSNINA“
Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri segir að ekki sé hægt að stjórna heims
faraldrinum með takka og að hafa verði hliðsjón af því við útfærslu sóttvarnaaðgerða�
Hann telur að enn sé svigrúm til staðar fyrir hið opinbera til að bregðast við efnahags
áhrifum kreppunnar og að breytingar í kjölfar fjármálakreppunnar hafi eflt viðnámsþrótt
þjóðarbúsins og fjármálakerfisins� Að hans mati geta hagfræðingar ekki gefið einhlítt
svar við því hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki�
Þegar rætt er um hagstjórn á krísutímum hér á landi er ekki ólíklegt að minnst sé á Má Guðmundsson oftar en einu sinni� Í embættistíð Más sem seðlabankastjóra, sem hófst í miðri
fjármálakreppu árið 2009 og náði í gegnum eitt lengsta
hagvaxtarskeið Íslandssögunnar, náði bankinn meðal
annars að ná verðbólgu nálægt markmiði og treysta kjöl
festu þess í verðbólguvæntingum auk þess sem fjármagns
höft voru losuð tiltölulega áfallalaust og viðnámsþróttur
fjármálakerfisins var efldur�
Nú, þegar ljóst er að önnur efnahagskreppa hefur
skollið á vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar, hefur
Már svo fengið annað hlutverk hjá hinu opinbera� Í sept
ember síðastliðnum skipaði fjármála og efnahagsráðherra
hann í starfshóp sem ætlað er að meta efnahagsáhrif þeirra
sóttvarnaaðgerða sem ríkisstjórnin hefur ráðist í til að
sporna gegn frekari útbreiðslu veirunnar�
RÉTT AÐ HJÁLPA ÞEIM SEM VERÐA FYRIR
TJÓNI VEGNA SÓTTVARNAAÐGERÐA
Þegar blaðamaður spyr Má um hans álit á efnahagsað
gerðum ríkisstjórnarinnar finnst honum hún í megin
atriðum hafa brugðist rétt við og unnið eftir svipaðri
uppskrift og ýmis önnur lönd�
Til að mynda bendir hann á að rétt sé að veita þeim
aðilum bætur sem verða fyrir neikvæðum efnahagsáhrifum
vegna sóttvarnaaðgerða sem miða að því að vernda hags
muni heildarinnar� „Í þeim tilfellum er náttúrulega
rétt lætan legt að bæta fyrir slíkt tjón� Það er í rauninni
beint úr hagfræðibókunum, og er líka það sem hefur verið
að gerast hér,“ segir Már�
Varðandi almenna hagstjórn bendir hann á að það
sé mikilvægt að átta sig á því hvert eðli áfalla er hverju
sinni, það er, hvort áföll eru tímabundin, líkt og talið er
að núverandi heimsfaraldur sé, eða varanleg� „Þú getur á
vissan hátt straujað yfir tímabundin áföll með lántökum,
tímabundnum hallarekstri eða með því að færa vexti í
einhvern tíma langt niður fyrir lengri tíma jafnvægisvexti�
Þegar áföll eru varanleg, þá er ekkert annað í boði heldur
en að aðlagast nýjum veruleika með einhverjum hætti�“
HÖFUM HAFT DÝRMÆTT SVIGRÚM TIL AÐGERÐA
Már segir að það skipta miklu máli varðandi efnahags
aðgerðirnar að hér hafi verið svigrúm til þess að grípa til
aðgerða� „Þetta svigrúm felst náttúrulega í því að skuldir
ríkissjóðs höfðu lækkað verulega í uppsveiflunni og við
námsþróttur var byggður upp í þjóðarbúinu og í fjármála
kerfinu� Gjaldeyrisforðinn og eigið fé bankanna hafði auk
ist, auk þess sem skuldsetning heimilanna hafði minnkað�
Þá sköpuðu þær aðstæður að verðbólguvæntingar voru
við markmið mun meira svigrúm til að lækka vexti heldur
en ella hefur verið�“
Samkvæmt honum voru ekki öll lönd með þetta svig
rúm: „Í upphafi faraldursins lentu t�d� ýmis nýmarkaðsríki
í miklu fjármagnsútstreymi og markaðsvextir hækkuðu
verulega, sem var einmitt ekki það sem þau þurftu, en það Lj
ós
m
yn
d:
B
ár
a
H
ul
d
Be
ck