Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 43

Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 43
43V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 ÁRANGURSRÍKAR SÓTTVARNIR FELA Í sér skamm­ tímafórn fyrir stærri langtímaávinning� Við mat á hreinum ávinningi þarf í þessu sambandi að telja með allan ávinning og kostnað og taka með í reikninginn hvernig hann fellur til yfir tíma� Efnahagsstarfsemin og heilbrigðiskerfið eru hlutar af þessu heildarmati en ekki allt mengið� Einnig þarf að taka með þann ávinning og kostnað sem er að hluta til óáþreifanlegur og hefur ekki markaðsverð� Már Guðmundsson, Vísbending 18. september 2020. ENGIN TÖFRALAUSN ER TIL á þessari togstreitu milli hagsmuna kynslóðanna� En rétt og skylt er að hafa það í huga í opinberri stefnumótun á næstunni að unga fólkið færir nú fórnir fyrir okkur sem eldri erum� Það ber að taka tillit til þess og forgangsraða í þágu yngra fólks, t�d� þegar kemur að skattlagningu, opinberum fjárfestingum og útgjöldum hins opinbera almennt� Friðrik Már Baldursson, Vísbending 2. október 2020. ÖFLUN LÁNSFJÁR FYRIR RÍKISSJÓÐ verður talsverð áskorun næstu árin� Hún er þó alls ekki ókleifur veggur eins og farið hefur verið yfir hér að framan� Hins vegar má ekki mikið út af bregða svo lánsfjármögnunin verði ekki talsvert snúnari og eftir því dýrari fyrir ríkissjóð� Því er áríðandi að ekki sé vikið að ráði frá fyrirætlan um að ná tökum á ríkisrekstrinum að nýju eftir kórónukreppuna og helst leitast við að ná jafnvægi fyrr en áætlað er� Jón Bjarki Bentsson, Vísbending 30. október 2020. EINKAGEIRINN HEFUR BÆTT VIÐ sig 200 ma� kr� í skuldum frá upphafi COVID­faraldursins (110 heimilin, 90 fyrirtækin) og ríkissjóður 220 ma� kr� Við fórum inn í núverandi ástand með einkageira sem var jafnskuld­ settur og í flestum þróuðum löndum, á meðan ríkissjóður Íslands var með eina lægstu skuldastöðuna á heimsvísu� Við lendum í náttúruhamförum sem leggjast á lítinn hluta kerfisins og þarfnast mjög markvissra og miðstýrðra viðbragða� Samt hafa aðgerðirnar fram að þessu leitt af sér jafn mikla aukningu í skuldum ríkissjóðs og einkageirans� Kristrún Frostadóttir, Vísbending 13. nóvember 2020. EINS EINKENNILEGA OG ÞAÐ kann að hljóma má færa ýmis rök fyrir því eftir á að faraldurinn hafi reynst jákvæður á þróun eignaverðs og aukið áhuga fjárfesta á innlendum hlutabréfamarkaði� En hver eru þessi jákvæðu áhrif? Væntingar um bóluefni, lækkandi vaxtastig, aukinn áhugi almennra fjárfesta á hlutabréfum ásamt yfirtöku­ áformum og samrunum eru nokkrir þættir sem hafa hreyft við markaðnum á árinu 2020� Eggert Aðalsteinsson, Vísbending 4. desember 2020. Á ÍSLANDI SJÁUM VIÐ aukningu í framboði á sjálfbærum fjárfestingakostum, sérstaklega á skuldabréfamarkaði� Í hlutabréfum er það okkar hluthafanna að kalla eftir upp­ lýsingum sem nýtast við okkar mat á því hvort fjárfestingin sé í samræmi við þá aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga sem við kjósum að fylgja� Kristbjörg M. Kristinsdóttir, Vísbending 11. desember 2020. HAGFRÆÐINGUR SEGIR … Á þessum orðum byrja margar fréttir, enda eru hagfræðingar gjarnan kallaðir til af fjölmiðlum þegar leggja þarf mat á ýmis efnahagsleg álitaefni. Hagfræðingar og annað fagfólk sem er tilbúið að miðla af þekkingu sinni á efnahagsmálum og viðskiptalífi er eftirsótt af fjölmiðlum og hefur á árinu gjarnan verið fengið til að skýra út þær miklu vendingar í efnahagsmálum sem kórónukreppan hefur borið með sér. Vísbending er það rit á Íslandi sem fjallar ítarlegast um hagfræðileg mál. Þegar frétt í fjölmiðli hefst á orðunum „Hagfræðingur segir …“ þá eru miklar líkur á því að vitnað sé til skrifa í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun. Í Vísbendingu er kafað dýpra í málin, kenningar settar fram og stundum jafnvel tekist á. Áhugi annarra fjölmiðla á því sem skrifað er í Vísbendingu er síst minni en áskrifenda blaðsins. Að ofan er stiklað á stóru úr greinum ársins í Vísbendingu. Aðaláherslan er að vandað sé til verka í skrifum og framsetningu efnis. Vísbending er hugsuð fyrir kröfuharða lesendur. Á nýju ári verður Vísbending efld enn frekar og jólahefti Vísbendingar kemur aftur út að ári. Fyrir þá sem vilja tryggja sér áskrift eða fá tilboð í fyrirtækjaáskrift má hafa samband við visbending@kjarninn.is.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.