Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 34

Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 34
34 V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 LITIÐ YFIR SÉRKENNILEGT ÁR Fyrir nokkrum dögum var ég spurð að því hvað mér fyndist eftirminnilegast frá þessu ári� Þetta er klassísk spurning í lok árs, en það er ekkert klassískt við árið 2020� Í það minnsta vona ég að þetta ástand sem brast á í byrjun góu fari í sögubækurnar sem algjörlega einstakt á okkar tímum� Vissulega hefur heimurinn gengið í gegnum farsóttir áður, en nútím­ inn hefur verið blessunarlega laus við faraldra af þessari stærðargráðu� Það leið ekki langur tími frá því að fyrsta tilfellið greindist hér á landi þangað til ljóst var að grípa þyrfti til meiriháttar efnahagsaðgerða� Þarna var ég aðstoðarmaður fjármála­ og efnahagsráðherra og fylgdist með þegar fyrstu sviðsmyndirnar voru dregnar upp� Þær svartsýnustu gerðu ráð fyrir að það versta gengi yfir með haustinu og þær bjartsýnustu að sumarið yrði þokkalegt� Fljótlega varð sú versta að þeirri bestu og viðspyrnuferlarnir breyttust úr V­i í U og svo Nikemerkið� Hvar þeir standa akkúrat núna er óvíst, en vonandi bjargar bóluefnið okkur frá W eða L� AÐ GERA MEIRA EN MINNA Það var algjör eining innan ríkisstjórnar um að draga þyrfti lærdóm af hruninu og gera frekar meira en minna til að efla viðnámsþrótt atvinnulífsins, tryggja framfærslugetu fólks og stytta atrennuna að næsta hagvaxtarskeiði� Fyrsti aðgerðapakkinn leit ljós 21� mars og maður fann hvernig margir vörpuðu öndinni aðeins léttar� Það átti greinilega að stíga fast inn í ástandið� En þetta margumrædda ástand kallaði fljótt á frekari aðgerðir og mánuði síðar voru nýjar kynntar til sögunnar – og svo fylgdu enn fleiri í kjölfarið� Ýmsar þeirra hafa orðið bitbein af mismunandi ástæðum� Mikil umræða varð í upphafi um hlutabætur, brúarlánin þóttu ekki nógu vel útfærð og svo fannst sumum illt að ríkið styddi fyrirtæki til að segja upp fólki� Síðastnefnda úrræðið var samt sem áður talið geta gegnt lykilhlutverki við að forða því að fjöldi fyrirtækja yrði gjaldþrota við það eitt að standa skil á greiðslum á uppsagnarfresti� Afleiðing þess yrði veikari viðspyrna þegar birti til� En það fer enginn í grafgötur með það að þrátt fyrir öll þessi úrræði hefur ýmislegt þurft undan að láta� Atvinnuleysi er í sögulegum hæðum og þvi er spáð að við náum ekki fyrra framleiðslustigi fyrr en eftir tvö til þrjú ár� Ferðaþjónustan og afleiddar greinar hafa orðið fyrir miklum búsifjum, en eins og Viðskiptaráð benti á í umfjöllun sinni fyrir stuttu nær samdrátturinn til allra atvinnugreina, nema veitustarfsemi og hins opinbera� Vinnumarkaðurinn vó salt um tíma í haust þegar stefndi í uppsögn kjarasamninga, enda töldu vinnuveit­ endur forsendur þeirra brostnar� Stjórnvöld stigu enn á ný inn í aðstæður og lofuðu að lækka tryggingagjald til að mæta launahækkunum á nýju ári og málum var bjargað fyrir horn� Það verður samt ekki litið framhjá því að valið stendur að einhverju leyti á milli fleiri starfa eða hærri launa, en eins og kemur fram í áðurnefndri umfjöllun Viðskiptaráðs hefði mátt halda nærri 15 þúsund manns á launaskrá fyrir þær launahækkanir sem komið hafa til framkvæmda einungis á þessu ári� Til að setja þá tölu í samhengi nemur hún um 75% einstaklinga á almennum atvinnuleysisbótum í nóvember� AÐ FINNA FYRIRSJÁANLEIKA Í ÓVISSUNNI „Enginn veit neitt, en allir eru að gera sitt besta,“ hefur ósjaldan flogið í gegnum hug manns þetta ár� Vissulega vita ýmsir ýmislegt, en oft hefur verið erfitt að sjá í gegnum kófið� Tölfræðingar og faraldursfræðingar hafa lagst á eitt um að reyna að sjá fyrir þróun farsóttarinnar eins og hægt er og hagfræðingar og aðrir markaðsspekúlantar rýna í efnahagsmálin� Ég held að enginn geri þá kröfu að sett sé fram ófrá­ víkjanleg og tímasett stefna um viðbrögð, en þegar það er ekki hægt að bjóða upp á vissu, má samt sem áður reyna SVANHILDUR HÓLM VALSDÓTTIR framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.