Vísbending


Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 41

Vísbending - 25.12.2020, Blaðsíða 41
41V Í S B E N D I N G • 2 0 2 0 virði fyrirtækja með lægri vöxtum, þar sem lánsfé þeirra varð ódýrara og frjálst sjóðsstreymi þeirra því verðmætara� Hins vegar telur Eggert að vaxtalækkanirnar hafi einnig aukið ásókn í áhættusamari fjárfestingar, þar sem fjármagns­ eigendur þyrftu í auknum mæli að leita til hlutabréfamark­ aðarins til að halda uppi svipaðri ávöxtun á fé sínu og áður� Til viðbótar við lægri vexti eru einnig uppi áform um sam­ runa og afskráningar í Kauphöllinni� Í nóvemberbyrjun gerði hópur tíu fjárfesta yfirtökutilboð í Skeljung, en samkvæmt Eggerti hefur hópurinn í hyggju að taka félagið af markaði� Einnig bárust fréttir í síðasta mánuði um að Kvika og TM muni sameinast, að því gefnu að hluthafar, Fjármálaeftirlit Seðlabankans og Samkeppniseftirlitið samþykki samrunann� Verði af afskráningu Skeljungs og samruna Kviku og TM myndi skráðum félögum á markaði fækka um rúmlega 10 prósent, á sama tíma og aukinn áhugi hefur myndast á fjárfestingum vegna lágra vaxta� Því er hér sömu sögu að segja eins og á fasteignamarkaðnum, þ�e� að hugsanlegum kaupendum fjölgar á meðan útgefendum fækkar� Ekki er ósennilegt að þessi staða hækki hluta­ bréfaverð enn frekar, en Eggert segir í grein sinni að slík hækkun gæti hæglega leitt til eignabólu� FERÐAÞJÓNUSTAN SNÝR LÍKLEGA AFTUR – Í BILI Mikil óvissa ríkir um það hversu hraður batinn verður í ferðaþjónustunni� Þótt ríkisstjórnin stefni á að ná hjarð­ ónæmi gegn kórónuveirunni hér á landi á næstu þremur mánuðum gæti liðið nokkur tími þar til fólk getur ferðast á milli landa án mikilla hindrana, auk þess sem enn lengri tími gæti liðið þangað til að það treystir sér til þess� Hins vegar býst Seðlabankinn við að viðsnúningur ferðaþjónustunnar verði tiltölulega skjótur þegar ferða­ takmörkunum er aflétt og hættan af veirunni er liðin hjá, líkt og fram kemur í nýjasta hefti Peningamála, þar sem atvinnugreinin hafi viðhaldið framleiðslugetu sinni að mestu leyti� Hótelin standa enn og ekki er skortur á hugsanlegu starfsfólki í greininni� Már Guðmundsson fyrrverandi seðlabankastjóri var einnig sama sinnis í grein sem hann skrifaði í Vísbendingu í október� Í greininni sagði hann að aukin virkni ferða­ þjónustunnar yrði fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu, einmitt vegna þess að framleiðsluþættir hennar væru ennþá til staðar� Óvíst er þó hvað ferðaþjónustan verður lengi arðbær hér á landi, ef marka má skrif Gylfa Zoega hagfræðiprófessors í Vísbendingu í sumar� Samkvæmt Gylfa var atvinnugreinin komin í vandræði áður en heimsfaraldurinn hófst, þar sem hún byggði á láglaunastörfum í hálaunalandi� Því til stuðnings sýndi hann fram á að hlutfall launakostnaðar af heildarkostnaði í greininni væri hærra hér á landi heldur en í öðrum ferðaþjónustulöndum, sem benti til þess að Ísland stæði illa að vígi í samkeppni við þau� Hann segir enn fremur að vöxtur greinarinnar hafi verið ósjálfbær, þar sem störfin sem hún bjó til voru að stórum hluta mönnuð af innfluttu verkafólki á meðan fjöldi Íslendinga sem leitaði að betri atvinnutækifærum erlendis jókst� Því er sennilegt að endurreisn ferðaþjónustunnar á næsta ári verði skammgóður vermir� Þótt ferðamönnum muni eflaust fjölga töluvert mun samkeppni Íslands við önnur ferðaþjónustulönd, sem geta greitt mun lægri laun fyrir störf í greininni, harðna ef keppst verður um að lokka þá til landsins� ÓJÖFNUÐUR EYKST EF EKKERT ER AÐ GERT Þar sem megnið af störfunum sem ferðaþjónustan skapaði á síðustu árum kröfðust lítillar sérhæfingar leiddi hún til þess að tekjumöguleikar ómenntaðra vænkuðust hér á landi, en það hafði jákvæð áhrif á tekjujöfnuð� Þetta sést ef svokallaður Gini­stuðull, sem mælir ójöfnuð, er skoðaður á árunum 2010­2018, en hann hélst nokkuð stöðugur á tímabilinu á meðan hann hækkaði á hinum Norðurlöndunum, líkt og mynd 1 sýnir� MYND 1 GINI-STUÐULLINN Á NORÐURLÖNDUNUM 2010-2018 Með hruni ferðaþjónustunnar og annarra ósérhæfðra þjónustustarfa er því líklegt að ójöfnuður hafi aukist hér á landi á árinu� Nýjustu tölur frá Hagstofunni sýna að launin í gisti­ og veitingaþjónustu, sem eru töluvert lægri en með­ allaun, lækkuðu að raungildi á öðrum fjórðungi þessa árs, á meðan þau hækkuðu í öðrum atvinnugreinum� Þannig virðist sem láglaunastéttir séu að missa af þeirri kaupmáttar­ aukningu sem aðrar stéttir upplifa þessa stundina� Ef spá Gylfa um harða samkeppni við önnur ferða­ þjónustulönd verður að veruleika mætti heldur ekki búast við stórfelldum launahækkunum í greininni, sem myndi auka ójöfnuð enn frekar� Ójöfn tekjuskipting er þó aðeins ein birtingamynd vax­ andi ójafnaðar, en hana má líka sjá í vinnumarkaðstölum Hagstofu� Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessor benti á þetta í grein sem hann skrifaði í Vísbendingu í október, en samkvæmt honum kemur kórónukreppan verr niður á ungu fólki, sem hafi að jafnaði minni tekjur en þeir sem eldri eru� Innflytjendur finna einnig mun meira fyrir kreppunni heldur en aðrir Íslendingar, en á þriðja fjórðungi þessa árs fækkaði starfandi innflytjendum um 17 prósent, miðað við sama tíma í fyrra� Til viðmiðunar fækkaði starfsfólki með íslenskan bakgrunn einungis um 3 prósent á sama tímabili� Þessi þróun er áhyggjuefni, þar sem hún bendir til þess að viðkvæmir þjóðfélagshópar muni eiga erfiðara uppdráttar en aðrir� Slæmar horfur í láglaunastörfum, aukið atvinnuleysi ungra og stórfelld fækkun í störfum innflytjenda gætu stuðlað að auknu bili milli ríkra og fátækra á komandi misserum, verði ekkert að gert�

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.