Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Side 1

Skessuhorn - 20.05.2020, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 21. tbl. 23. árg. 20. maí 2020 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gildir út maí 2020 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Bérnaise burger meal 1.890 kr. MáltíðÁ sjötta tímanum síðastliðið mánu- dagskvöld kom upp eldur í þurrum og viðkvæmum gróðri í Grábrók- arhrauni í Norðurárdal. Eldsupp- tök voru skammt frá Paradísarlaut. Tiltækur mannskapur frá Slökkvi- liði Borgarbyggðar var kallaður til sem og mannskapur frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Síð- ar um kvöldið barst auk þess liðs- auki frá Brunavörnum Suðurnesja. Þannig voru hátt í eitt hundrað manns sem börðust við eldana og sinntu gæslu, en slökkvistarfi lauk tólf tímum síðar. Lauslega áætlað brunnu 10-15 hektarar lands, eink- um mosi og kjarr sem vex í úfnu hrauninu á svæði milli þjóðvegarins og Norðurár. Ljóst er að gríðarlegt tjón hefur orðið á gróðri og langur tími mun líða þar til ásýnd svæðis- ins verður söm. Svæðið sem eldarnir brunnu á er erfitt yfirferðar og engir veg- slóðar liggja þar um. Aðstæður til slökkvistarfs voru því með versta móti. Slökkvibílar komast ekki að eldinum nema frá tveimur stöðum, annars vegar frá þjóðveginum og hins vegar frá malarnámu skammt suðvestan við Tröð. Slökkviliðs- menn urðu því að leggja út mörg hundruð metra af slöngum og bún- aði til að sprauta á eldinn. Einnig var notast við klöppur. One Seven froðubílar frá Slökkviliði Akra- ness og Hvalfjarðarsveitar reyndist einkar notadrjúgur í þessu verkefni en froðan sjöfaldar virkni vatnsins. Bót í máli var að suðlægur fremur hægur vindur var á svæðinu meðan á þessu stóð. Lögregla og björgunarsveit- ir stýrðu umferð á þjóðveginum framhjá vettvangi enda var mjög blint á kafla vegna reyks. Umferð var einungis leyfð í aðra áttina í einu og fóru björgunarsveitarmenn fyrir bílalestunum. Flugumferð var bönnuð yfir svæðinu í fimm kíló- metra radíusi, þar sem slökkviliðs- menn notuðu dróna til að meta um- fang og útbreiðslu eldsins. Engin mannvirki eru á svæðinu sem brann og því enginn mannskapur í hættu. Aðspurður segir Bjarni slökkviliðs- stjóri að eldsupptök liggi ekki fyrir, en hann reiknar með að eldurinn hafi byrjað skammt frá Paradísar- laut. Bjarni slökkviliðsstjóri vill nota þetta tækifæri og benda á mikilvægi þess að ríkisvaldið komi landstórum sveitarfélögum til aðstoðar svo þau geti tekist á við þá náttúruvá sem gróðureldar eru. Hættan á þeim er sífellt að aukast t.d. vegna veðurfars og minni búfjárbeitar. „Mér finnst ríkisvaldið sýna þessu lítinn skiln- ing. Það vantaði þó ekkert upp á að í kjölfar Mýraeldanna 2006 var blásið til ráðstefna og skýrslugerð- ar um viðbrögð við gróðureldum í náttúru landsins. Þær skýrslur hafa hins vegar ekki skilað neinum ár- angri til aukins stuðnings við okk- ur sem sinnum brunavörnum og slökkvistörfum. Gróðureldar eru vaxandi náttúruvá hér á landi og geta eins og dæmin sanna blossað upp hvar sem er. Við vorum ein- faldlega heppin að í þessu tilfelli brann fjarri mannabústöðum,“ seg- ir Bjarni. Sjá myndasyrpu frá baráttunni við eldana á bls. 14-15. mm Gróðureldar í Grábrókarhrauni Slökkviliðsmenn sprauta One Seven froðu á glæður í mosavöxnu hrauninu skammt vestan við Paradísarlaut. Ljósm. mm. Snorri Kristleifsson flugmaður flaug yfir svæðið skömmu eftir að eldurinn hafði breiðst út. Svæðið liggur miðja vegu milli fossanna Laxfoss sem er í forgrunni og Glanna. Ljósm. sk. sími 437-1600 Verið ávallt velkomin í Landnámssetur Frá og með 18. maí er Landnámssetrið opið alla daga frá kl. 10:00 – 21:00 Starfsfólk okkar tekur með ánægju á móti ykkur Bókaðu tíma í þægilegri bankaþjónustu arionbanki.is Útibúið okkar í Borgarnesi er opið alla virka daga kl. 12.30�16.00 þar til nýjar leiðbeiningar um samkomur verða gefnar út. Við leggjum enn áherslu á tímabókanir í útibúinu og hvetjum viðskiptavini til að bóka fund með því að panta símtal á arionbanki.is. Við hringjum síðan til baka og festum tíma. Við hvetjum viðskiptavini til þess að nýta áfram stafrænar þjónustuleiðir bankans. Þú �innur nánari upplýsingar og leiðbeiningar um notkun Arion appsins á arionbanki.is/app. Þú getur líka haft samband við þjónustuverið í síma 444 7000.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.