Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 20202
Nú þegar virk smit eru á hraðri
niðurleið og samfélagið að
opnast á ný skulum við ekki
gleyma því að kórónuveiran
gæti herjað á okkur á ný. Mun-
um að gæta að hreinlæti og
að halda okkur í hæfilegri fjar-
lægð hvert frá öðru.
Á morgun verður sunnanátt
8-13 m/s og skúrir, en yfir-
leitt léttskýjað á Norðaustur-
og Austurlandi. Hiti 8-15 stig
og hlýjast norðaustanlands. Á
föstudag er útlit fyrir austanátt
og síðar norðaustanátt 8-13
m/s en 13-18 m/s við suðaust-
urströndina. Skýjað og fer að
rigna á Austurlandi um kvöld-
ið. Hiti frá sjö stigum austast
á landinu en upp í 16 stig á
Norður- og Vesturlandi. Á laug-
ardag er útlit fyrir norðaust-
anátt og rigningu um norð-
an- og austanvert landið, bjart
með köflum suðvestanlands.
Hiti 5-15 stig, hlýjast sunnan-
lands. Á sunnudag og mánu-
dag verður breytileg átt og lík-
ur á vætu í flestum landshlut-
um og heldur kólnandi.
Í síðustu viku spurðum við á
vef Skessuhorns hvort lesend-
ur hvort þeir noti reiðhjól sem
ferðamáta. 67% svöruðu því
neitandi, 24% nota reiðhjól
sem ferðamáta á sumrin og 9%
segjast nota reiðhjólin allt árið.
Í næstu viku er spurt:
Ætlar þú að kíkja í sund í
þessari viku?
Slökkviliðsfólk sem kom að því
að slökkva gróðurelda í Grá-
brókarhrauni unnu í hálfan sól-
arhring að slökkvistarfi. Þetta
eru Vestlendingar vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Undirbúa
íþróttahúss-
byggingu
HVALFJSV: Búið er að gera
grófa þarfagreiningu á nýju
íþróttahúsi við Heiðarborg í
Hvalfjarðarsveit. Gerir hún
ráð fyrir eitt þúsund fer-
metra mannvirki sem verði
viðbygging við sundlaugar-
hlutann í Heiðarborg og að
eldri íþróttasalur verði rifinn.
Þetta kom fram á fundi mann-
virkja- og framkvæmdanefnd-
ar Hvalfjarðarsveitar 8. maí
sl. Sveitarstjórn fjallaði um
málið þriðjudaginn 12. maí
og samþykkti tillögu nefnd-
arinnar að heimila bygg-
ingafulltrúa að leita tilboða
hjá fjórum verkfræðistofum
í þarfagreiningu, hönnun og
útboðsgögn vegna byggingar
nýs íþróttahúss. Verkfræði-
stofurnar fjórar eru VSÓ,
Verkís, Mannvit og EFLA.
-kgk
Íbúum fjölgar
lítilsháttar
VESTURLAND: íbúum á
Vesturlandi fjölgaði um 27
á tímabilinu frá 1. desember
2019 til 1. maí sl. Það jafn-
gildir 0,2% fjölgun. íbúar á
Vesturlandi eru nú 16.693
að tölu. Hlutfallslega fjölg-
aði mest í Eyja- og Mikla-
holtshreppi á tímabilinu, eða
um 4,8%, og í Snæfellsbæ um
1,8%. íbúum Stykkishólms-
bæjar fækkaði um 16, sem
jafngildir fækkun um 1,3%
og í Helgafellssveit fækkaði
um einn íbúa sem jafngild-
ir 1,5%. Lítilsháttar fækk-
un varð í tveimur landshlut-
um; Vestfjörðum og á Norð-
urlandi eystra. íbúum á höf-
uðborgarsvæðinu fjölgaði um
1.460 á tímabilinu og á Suð-
urlandi um 340 en íbúum á
Vestfjörðum fækkaði um 20
íbúa og íbúum á Norðurlandi
eystra fækkaði um 39. -mm
Veðurhorfur
Undanfarin fjórtán ár hefur Land-
búnaðarháskóli íslands leigt reiðhöll
og tengda aðstöðu að Mið-Fossum
í Andakíl til kennslu í reiðmennsku
og umhirðu hrossa. Mannvirkin eru
öll í eigu Ingimundar hf., fjölskyldu
Ármanns Ármannssonar heitins.
„Aðstaðan á Mið-Fossum hentar
Landbúnaðarháskólanum einstak-
lega vel og staðsetningin er ákjós-
anleg. Umgjörðin er góð og býður
upp á einstaka möguleika til útrásar
og tekjuöflunar á þessu sviði meðal
annars í tengslum við mikinn áhuga
á íslenska hestinum erlendis,“ segir
Ragnheiður I Þórarinsdóttir, rekt-
or Lbhí.
Nýr leigusamningur var endur-
nýjaður síðastliðinn fimmtudag og
samhliða ákveðið að unnið verði að
leiðum til þess að skólinn geti eign-
ast Mið-Fossa til framtíðar. „Kaup
á Mið-Fossum eru skynsamleg
bæði út frá nýtingar- og fjárhags-
sjónarmiðum. Með aðstöðunni
þar yrði til grundvöllur fyrir sam-
þættri landbúnaðarmiðstöð sem
eflir starfsemi skólans auk þess sem
miklir möguleikar skapast til sam-
nýtingar sem bæði eflir starfsemi
skólans og skapar aukna möguleika
til tekjusköpunar. Hér er bæði horft
til útrásar með námskeið sem skap-
ar skólanum sterkan sess og aukinn
sýnileika og bættrar nýtingar á hús-
næði skólans að Hvanneyri, bæði
skólahúsnæðis og gistirýmis,“ segir
í tilkynningu.
mm/ Ljósm. LhhÍ.
Við afgreiðslu ársreiknings Akra-
neskaupstaðar 12. maí sl. fyrir árið
2019 lögðu bæjarfulltrúar Sjálf-
Vilja skoða að Höfða
verði breytt í sjálfseignarstofnun
Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur
Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is
Heyrðu umskiptin
fáðu heyrnartæki
til reynslu
Löggiltur
heyrnar-
fræðingur
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
stæðisflokks, sem skipa minnihluta
í bæjarstjórn, fram bókun vegna
rekstrar og afkomu bæjarsjóðs. í
henni færðu þeir meðal annars í tal
þá þröngu stöðu sem hjúkrunar- og
dvalarheimili víðs vegar um land-
ið eru í. Víðast duga tekjur ekki
til að standa undir lögbundinn-
ar starfsemi. í bókun bæjarfulltrú-
anna segir m.a.: „Áhyggjuefni er
að Hjúkrunar- og dvalarheimilið
Höfði sé rekið með tapi þrátt fyrir
að bagga lífeyrisskuldbindinga hafi
verið létt af starfseminni. Ljóst er
að fjárveitingar ríkisins duga ekki
til standa undir lögbundinni starf-
semi hjúkrunarheimila og eng-
ar vísbendingar eru um að breyt-
ing verði þar á. Nú er svo komið að
sveitarfélög treysta sér ekki til að
sinna rekstri nýrra hjúkrunarheim-
ila og önnur íhuga að skila hjúkr-
unarheimilum í rekstri til ríkisins.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
ítreka því þann vilja sinn að lokið
verði við athugun á því hvort hag-
kvæmara sé breyta Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Höfða í sjálfseign-
arstofnun.“
mm
Endurnýjun leigusamnings um
Mið-Fossa og skoða kaup
Skrifað var undir endurnýjaðan samning í hesthúsinu að Mið-Fossum. Ármann
Fr. Ármannsson skrifar undir fyrir hönd Ingimundar hf. og Ragnheiður I. Þórarins-
dóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra,
hefur undirritað reglugerð þar
sem heimild til flutnings aflamarks
í botnfisktegundum yfir á næsta
fiskveiðiár er aukin tímabund-
ið úr 15% í 25%. Er þetta gert til
að stuðla að meiri sveigjanleika við
veiðar og vinnslu til að bregðast
við áhrifum COVID-19 á íslensk-
an sjávarútveg.
„Samkvæmt gögnum Fiskistofu
var hlutfall landaðs botnfiskafla
65% hinn 15. maí sl. en var tæp
70% á sama tíma í fyrra. Mikill
samdráttur í eftirspurn eftir fersk-
fiski í heiminum í kjölfar CO-
VID-19 er helsta ástæða þessarar
lækkunar en einnig hefur dregið úr
eftirspurn fyrir frosnum afurðum á
síðustu vikum. Við þær aðstæður
var talið rétt að veita tækifæri til
frekari sveigjanleika við veiðar og
vinnslu með því að hækka heimild
til flutnings úr 15% í 25%,“ segir í
tilkynningu.
mm
Vænn þorskur úr Eskey ÓF á kajanum á
Akranesi fyrr í þessum mánuði.
Aukið svigrúm til að flytja
aflamark milli ára