Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Side 6

Skessuhorn - 20.05.2020, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 20206 Fasteignavið- skipti í apríl VESTURLAND: Á Vestur- landi var 48 samningum um húsnæði þinglýst í aprílmán- uði. Þar af voru 26 samn- ingar um eignir í fjölbýli, 15 samningar um eignir í sérbýli og sjö samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.024 milljónir króna og meðalupphæð á samning 42,2 milljónir króna. Af þessum 48 voru 35 samningar um eign- ir á Akranesi. Þar af voru 24 samningar um eignir í fjöl- býli, tíu samningar um eign- ir í sérbýli og einn samningur um annars konar eign. Heild- arveltan var 1.682 milljón- ir króna og meðalupphæð á samning 48,1 milljónir króna. -mm Fella niður hátíðarhöld HVALFJ.SV: Samkvæmt fundargerð sveitarstjórn- ar Hvalfjarðarsveitar frá 12. maí hefur verið fallist á til- lögu menningar- og mark- aðsnefndar sveitarfélagsins að fella niður hefðbundin hátíð- arhöld 17. júní í Heiðarskóla. Ákveðið var að falla frá hefð- bundnum hátíðarhöldum vegna Covid-19 ástandsins en verið er að skoða möguleika á að streyma dagskrá á netinu. -arg Selja Norðmönn- um laxakælikerfi AKRANES: Stærsti framleið- andi Atlantshafslax í heiminum, Mowi í Noregi, hefur ákveðið að setja upp íslaust ofurkæling- arkerfi frá Skaganum 3X í nýja verksmiðju sem er í byggingu á Herøy í Noregi. „Við erum stöðugt að vinna með lausn- ir sem minnka kolefnisfótspor okkar í gegnum alla virðiskeðj- una. Þetta kerfi er hluti af því sem gerir laxframleiðsluna enn sjálfbærari,“ segir Ørjan Tvei- ten, svæðisstjóri Mowi Nord í tilkynningu. Verksmiðjan verð- ur stærsta laxaverksmiðjan sem mun nota þessa kælitækni frá Skaganum 3X. „Þetta er mik- ilvægur áfangi fyrir okkur þar sem þetta er enn ein staðfest- ingin á því að framtíðin í kæl- ingu og varðveislu sjávarfangs liggur í þessari nýjung okkar sem er íslaus ofurkæling,“ seg- ir Magni Veturliðason fram- kvæmdastjóri Skagans 3X AS í Noregi. -mm Myndavélabíllinn á ferðinni VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturlandi var við hraða- eftirlit á myndavélabíl embætt- isins víða á Snæfellsnesi í síð- ustu viku. Þriðjudaginn 12. maí fór hann víða. Milli 9 og 10 að morgni dags var hann á Snæ- fellsnesvegi við Eiðhús, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Alls voru 28 ökutæki hraðamæld og sex ökumenn kærðir. Sá sem hraðast ók var á 127 km hraða. Síðdegis sama dag var bíllinn í Grundarfirði og mældi hraða við Grundargötu, þar sem há- markshraði er 35 km/klst. Alls voru 33 ökutæki mæld og tveir kærðir. Sama dag var bíllinn við Ólafsbraut í Ólafsvík þar sem mældir voru 47 bílar og þrír ökumenn kærðir. Daginn eftir, miðvikudaginn 13. maí, var bíll- inn við hraðamælingar á ýmsum stöðum í Stykkishólmi þar sem er 50 km hámarkshraði. Alls var hraði 41 bifreiðar mældur og tveir ökumenn voru kærðir. Að sögn lögreglu virðist ástandið hafa verið nokkuð gott á Snæ- fellsnesi almennt, með tilliti til hraðaksturs. Á mánudaginn var myndavélabíllinn á Akra- nesi og mældi hraða 69 bifreiða við Akraneshöll milli 11:30 og 12:30, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Átta ökumenn voru kærðir og sá sem hraðast ók var á 55 km hraða á klst. Lögregla minnir á að þetta sé hættuleg- ur staður þar sem grunnskóla- börn eru á ferð milli skóla og íþróttahúss og segir að eftirliti þar verði sinnt áfram. -kgk Átök í skóla AKRANES: Átök komu upp milli tveggja nemenda sem lent hafði saman í skóla á Akranesi í vikunni sem leið. Lögregla og sjúkrabíll voru kölluð á vett- vang. Rætt var við kennara, for- eldra og skólastjórnendur vegna þessa og barnaverndaryfirvöld- um gert viðvart. -kgk Að undanförnu hafa staðið yfir breytingar á versluninni í Búðardal og var Krambúð opnuð þar síðast- liðinn föstudag. Frá því í október 2017 hefur Samkaup rekið verslun í Búðardal undir merkjum Kjörbúð- arinnar, en áður var rekin þar versl- un Samkaup Strax. „Nú horfum við fram á mikla óvissu og algjörlega óvíst hvernig framtíðin verður, eng- inn erlendur ferðamaður er á land- inu og óvíst hvernig ferðamennsk- an verður í sumar. Við ákváðum því að breyta um búðargerð sem hentar betur til að mæta þeirri eftirspurn sem við sjáum fyrir og reyna að hafa upp í það mikla sölutap sem við erum að verða fyrir,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, í samtali við Skessuhorn. „Krambúðin er samkeppnishæf“ Dalamenn hafa lýst áhyggjum yfir því ef breytingin komi til með að hafa í för með sér hærra vöru- verð. Til að mynda lýsti byggðarráð Dalabyggðar einmitt þeim áhyggj- um þegar stjórnendur Samkaupa kynntu fyrirhugaða breytingu á fundi ráðsins fimmtudaginn 7. maí síðastliðinn, eins og fram kemur í fundargerð. Þeir Dalamenn sem Skessuhorn hefur rætt við undan- farna daga hafa tekið í sama streng. „Krambúðin er samkeppnishæf við aðra aðila á markaði og við ætl- um að vera góð í að uppfylla þarfir og langanir viðskiptavinarins í tíma, nákvæmlega þegar þær koma upp,“ segir Gunnar Egill. „Það gerum við með því að vera með lykilvörur heimilisins á hagstæðu verði, lengri opnunartíma en við stefnum á að hafa opið frá 9-21 í sumar, frábæru „taktu með“ kaffi, öflugu og flottu „bakað á staðnum“ vöruvali ásamt góðu hraðeldunar- og skyndibitaúr- vali,“ bætir hann við. Engar breytingar á starfsliði Samkaup rekur rúmlega 60 versl- anir um land allt og Gunnar seg- ir að sú niðursveifla sem framund- an sé komi til með að snerta rekst- ur nær allra þeirra verslana. Hann segir enn fremur að engar breyting- ar verði hvað varðar starfsfólk versl- unarinnar í Búðardal með breyting- unni frá Kjörbúð yfir í Krambúð. „Sem við teljum lykilatriði en það hefur staðið vaktina með okkur og mikilvægt að svo verði áfram,“ segir Gunnar Egill. Eins og fyrr segir var verslunin opnuð síðastliðinn föstu- dag. kgk/ Ljósm. sm. Í tilefni opnunarinnar veittu Samkaup þrjá samfélagsstyrki, 75 þúsund krónur hvern. Þá hlutu Ungmennafélagið Ólafur Pá, Slysavarnadeild Dalabyggðar og Foreldrafélag Auðarskóla. Krambúð í stað Kjörbúðar í Búðardal Frá fyrsta opnunardegi Krambúðarinnar. Svipmynd úr versluninni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.