Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 7
Velferðar- og mannréttindasvið
Endurhæfingarhúsið Hver - fjölbreytt verkefni
Skrifstofa velferðar- og mannréttindasviðs
Fjöliðjan vinnu- og hæfingarstaður
Frístundastarf með fötluðum
Búsetuþjónusta fatlaðra
Félagsstarf aldraða
Stuðnings- og stoðþjónusta
Sértækt úrræði barnaverndar (Holtið)
Skóla- og frístundasvið
Greining á stöðu og tækifærum vegna innleiðingu á
heilsueflandi og barnvænu samfélagi
Frístundastarf, leikjanámskeið og liðveisla barna
Guðlaug - heit laug við Langasand
Leikskólar á Akranesi
Skipulags- og umhverfissvið
Aðstoð við byggingarfulltrúa
Aðstoð á skipulags- og umhverfissviði
Mælingarverkefni (hæðarmælingar og úrvinnsla)
Umhirða og viðhald á fasteignum sveitarfélagsins
Mótun, umhirða og viðhald opinna svæða
Stjórnsýslu- og fjármálasvið
Innleiðing verkefnis á sviði nýsköpunar og þróunar
Efling stafrænnar þjónustu sveitarfélagsins
Mannauðsmál (starfsmannahandbók og innri vefur)
Menningar- og safnamál
Þróun safnfræðslu
Unnið er í samvinnu við Vinnumálastofnun og er
þetta tiltekna úrræði bundið eftirfarandi skilyrðum:
Ráðningarsambandið varir að hámarki í tvo mán-•
uði og skal eiga sér stað á tímabilinu 1. júní til
og með 31. ágúst næstkomandi. Starfstímabilið
innan þessa ramma er umsemjanlegt. Starfs-
hlutfallið er 100% á ráðningartíma.
Skilyrði er að umsækjendur hafi búsetu •
í sveitarfélaginu.
Umsækjendur verða að uppfylla þau skilyrði að •
hafa stundað nám á vorönn 2020 og séu skráðir
í nám haustið 2020. Skila þarf staðfestingu frá
skóla um slíkt með umsókn.
Námsmenn þurfa að ná 18 ára aldursmarki á •
árinu eða vera eldri.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí næst-
komandi og skal fylgja öllum umsóknum ferilskrá
og kynningarbréf þar sem færð eru rök fyrir hæfni
viðkomandi til starfsins. Auk þess verður að fylgja
með staðfesting frá skóla um skólavist á vor- og
haustönn 2020. Störfin henta öllum kynjum. Nánari
upplýsingar má finna á www.akranes.is/lausstorf
Akraneskaupstaður opnar fyrir umsóknir
vegna sumarátaksstarfa námsmanna
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Ríkisstjórn Íslands samþykkti nýverið sérstakt framlag til sumarátaksverkefna fyrir námsmenn 18 ára og eldri.
Markmiðið er að fjölga tímabundið störfum fyrir þennan markhóp þar sem þau eiga engan eða takmarkaðan
rétt til atvinnuleysisbóta. Samtals hefur verið úthlutað 1000 störfum til sveitarfélaga og fékk Akraneskaup-
staður samtals 35 störfum úthlutað.
Akraneskaupstaður auglýsir nú 20 störf laus til umsóknar og verður í nokkrum störfum ráðið fleiri en einn til
starfa. Um er að ræða ný störf, í þeim skilningi að þau eru umfram áætluð sumarstörf kaupstaðarins.
Störfin eru svohljóðandi:
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
PEERS námskeið í félags-
færni fyrir 11-15 ára krakka
Frá byrjun september 2020 til desember 2020 verður haldið
PEERS námskeið í félagsfærni fyrir 12-15 ára krakka og foreldra/
forráðamenn þeirra.
Námskeiðið fer fram vikulega í Þorpinu. Aðeins tíu krakkar geta skráð
sig og fer skráning fram á netfangið dagny@brak.is.
Námskeiðið fer fram vikulega í Þorpinu. Aðeins tíu krakkar geta skráð
sig og fer skráning fram á netfangið dagny@brak.is. Leiðbeinendur
námskeiðsins eru Berglind Ósk Jóhannesdóttir þroskaþjálfi, Berta
Ellertsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Lilja Lind Sturlaugsdóttir þroska-
þjálfi, Ruth Jörgensdóttir Rauterberg þroskaþjálfi, Sigríður Ragnars-
dóttir náms- og starfsráðgjafi og Katrín Rós Sigvaldadóttir náms- og
starfsráðgjafi.
Á PEERS námskeiði í félagsfærni er markmiðið að:
Barnið læri að eignast vini og halda þeim.•
Að foreldri/forráðamaður læri að styðja barnið í að finna •
sér viðeigandi vini.
Að foreldri/forráðamaður læri leiðir til að styrkja færni barnsins •
við að eignast vini.
Að foreldri/forráðamaður læri leiðir til að efla félagslegt •
sjálfstæði barnsins.
Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst næstkomandi og kostar
námskeiðið kr. 30.000. Vakin er athygli á því að hægt er að nýta tóm-
stundastyrk sveitarfélaga fyrir námskeiðinu. Þegar umsóknarfrestur er
liðinn verður haft samband við alla sem skráðu sig til að kanna hvort
námskeiðið henti barninu og út frá því raðað í hópinn.
Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is
Nú er Markaðsstofa Vesturlands. í
samstarfi við Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi, að setja af stað verk-
efni til að efla viðburða- og menn-
ingardagskrá á Vesturlandi í sum-
ar. Verkefnið er styrkt af Sóknar-
áætlun Vesturlands. „Markmiðið
er að auka upplifun og dægradvöl
til að laða að fleiri gesti og fá þá til
að dvelja lengur á Vesturlandi og
auðga lífsgæði íbúa, en ekki síður til
að styðja við bakið á þeim sem vilja
standa fyrir viðburðum og eflingu
skapandi greina á Vesturlandi,“ seg-
ir Margrét Björk Björnsdóttir, for-
stöðukona Markaðsstofu Vestur-
lands. „Þannig teljum við að þetta
verkefni geti bæði stutt við ferða-
þjónustu og þá sem vinna að menn-
ingu, listum og skapandi greininum
á Vesturlandi.“
Markaðsstofan hefur leitað eftir
stuðningi sveitarfélaga á Vesturlandi
við að undirbúa og vinna þetta verk-
efni. „Við höfum biðlað til sveitar-
félaganna um að deila upplýsingum
um þetta verkefni bæði til þeirra
stofnana innan sveitarfélagsins sem
ástæða er til og út til íbúa eins og
kostur er á. Við bendum einnig á að
sveitarfélögin standa fyrir margvís-
legum rekstri á t.d. söfnum, sýning-
um, íþróttamannvirkjum og fleiru
þar sem gætu falist mörg tækifæri til
að setja upp viðburði eða móttöku
sem hægt væri að setja í viðburða-
dagskrána sem við ætlum að setja
saman og kynna í sumar á Vestur-
landi. Þar má t.d. benda á móttöku
og leiðsögn í söfnum og sýningum,
öðruvísi opnunartíma, ljóðalestur
í laugunum, opna fjölskyldu-fót-
boltaæfingu einu sinni í viku, vatns-
leikfimi, síðdegiste í bókasafninu,
opin bókarýni og samtal, bæjarrölt
og hvaðeina sem sveitarfélögunum
dettur í hug. Allt er vel þegið sem
innlegg í þessa viðburðadagskrá og
mun styrkja svæðin til sóknar,“ segir
Margrét Björk.
Nánari upplýsingar um verk-
efnið gefur Sigursteinn Sigurðsson
menningarfulltrúi Vesturlands á
netfanginu; sigursteinn@ssv.is
mm/ Ljósm. úr safni.
Hvetja til menningarverkefna
á Vesturlandi í sumar