Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 8

Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 20208 Hraðakstur meira áberandi VESTURLAND: Hraðakst- ursbrotum hefur farið verulega fjölgandi undanfarnar vikur í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi. Algengt er að ökumenn séu stöðvaðir á milli 110 og 120 km hraða á klukkustund á þjóð- vegunum og jafnvel á meiri hraða en það. Ökumaður var stöðvað- ur á 52 km hraða á Borgarbraut í Borgarnesi á miðvikudaginn í síð- ustu viku, þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Ökumaður viður- kenndi brot sitt en lét jafnframt í ljós óánægju sína með 30 km há- markshraða. Þá var lögreglu til- kynnt um hraðakstur í Borgarvík í Borgarnesi í síðustu viku. Bíll- inn fannst og rætt var við öku- mann, sem lofaði bót og betrun. Einnig var rætt við foreldra öku- mannsins, þar sem hann hafði ekki náð sjálfræðisaldri. Öku- maður var stöðvaður á Vestur- landsvegi við Stekk í síðustu viku. Reyndist hann aka eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum og á von á fjársekt fyrir athæfið. -kgk Margir að masa VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi segir áberandi að fólk noti farsíma undir stýri. Hef- ur komið til tals hjá lögreglu að gera út óeinkenndan lögreglubíl í umferðinni til að sinna eftirliti með því sérstaklega. Sektir liggja við notkun farsíma undir stýri, eins og til dæmis sá sem gripinn var við að tala í símann á Vestur- landsvegi við Galtarholt í síðustu viku fékk að kynnast. Þurfti hann að reiða fram 40 þúsund krónur í sekt. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 9.-15. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 25 bátar. Heildarlöndun: 36.795 kg. Mestur afli: Eskey ÓF-80: 5.097 kg í einum róðri. Arnarstapi: 35 bátar. Heildarlöndun: 280.485 kg. Mestur afli: Bárður SH-811: 106.669 kg sjö róðrum. Grundarfjörður: 24 bátar. Heildarlöndun: 963.079 kg. Mestur afli: Drangey SK-2: 401.313 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 47 bátar. Heildarlöndun: 802.776 kg. Mestur afli: Bárður SH-81: 147.438 kg í sjö róðrum. Rif: 31 bátur. Heildarlöndun: 672.891 kg. Mestur afli: Magnús SH-205: 151.824 kg í fimm löndunum. Stykkishólmur: bátar. Heildarlöndun: 7.879 kg. Mestur afli: Örn SH-240: 1.870 kg í þremur róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Drangey SK-2 - GRU: 216.897 kg. 10. maí. 2. Málmey SK-1 - GRU: 204.258 kg. 12. maí. 3. Drangey SK-2 - GRU: 184.416 kg. 14. maí. 4. Tjaldur SH-270 - RIF: 80.505 kg. 13. maí. 5. Sigurborg SH-12 - GRU: 68.793 kg. 10. maí. -kgk Velti undir áhrifum HELGAFELLSSV: Lögregla var kölluð til laust fyrir klukk- an hálf ellefu á föstudagskvöld vegna bílveltu á Stykkishólms- vegi við Skjöld. Lögregla kom þar að bíl um 25 metra utan vegar og brak úr bílnum var á víð og dreif. Ökumaður sat í bílnum og kenndi sér eymsla í hálsi, baki og víðar en var með meðvitund. Hann var einn í bílnum og var fluttur á sjúkra- húsið á Akranesi til aðhlynn- ingar. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Bifreið- in er mikið skemmd eftir velt- una. Þurfti að kalla til dráttar- bifreið til að fjarlægja bílinn. -kgk Ómeiddur eftir bílveltu BORGARBYGGÐ: Bílvelta varð á Borgarfjarðarbraut við Heggsstaðaveg á fimmtudag- inn. Ökumaður missti bílinn út af veginum hægra megin þar sem hann valt og endaði á vinstri hliðinni. Ökumað- ur, sem var einn í bílnum, var í belti og taldi sig ómeiddan en var fluttur með sjúkrabíl til læknisskoðunar í Borgarnesi. Bifreiðin er mikið skemmd eftir veltuna. -kgk Reynt að kveikja í bíl AKRANES: Maður kom á lögreglustöðina á Akranesi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá því að reynt hefði verið að kveikja í bílnum hans um nóttina. Bíllinn stóð við Háholt frá kl. 10:00 að kvöld- inu áður en þegar maðurinn kom að bílnum um sexleytið á miðvikudagsmorgun sá hann tusku, sem greinilega hafði verið kveikt í, hanga út úr elds- neytistankinum. Tuskan hafði þó ekki brunnið. Að sögn lög- reglu er málið til rannsóknar en enginn liggur undir grun. Eigandi bílsins á ekki í nein- um deilum og ekki er vitað af hverju reynt var að kveikja í bíl hans. Ekkert tjón varð af en hefði getað farið mjög illa, að sögn lögreglu. -kgk Fékk stykki í bílinn BORGARBYGGÐ Öku- maður sem ók eftir Vestur- landsvegi, rétt sunnan Borgar- ness, á þriðjudaginn í síðustu viku, varð fyrir því óláni að fá um 50 cm langt stykki fram- an á bílinn sinn. Taldi hann það hafa komið af flutninga- bíl sem hann mætti. Bifreiðin skemmdist mikið að framan. Ekki hefur fundist út úr mál- inu, en það er til rannsóknar. Spýtnabrak fannst á veginum og að sögn lögreglu er jafn- vel talið að stykkið sem skall framan á bílnum hafi ekki komið af bílnum, heldur ver- ið á veginum og kastast á hann þegar ekið var yfir það. Þó segir lögregla ekkert hægt að fullyrða neitt þar sem ekki er vitað hvað gerðist. -kgk Nýlega var auglýstur breyttur af- greiðslutími í útibúum Arion banka á Vesturlandi, sem tók gildi 12. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að í Búðardal verði opið frá 10-14 þriðjudaga og miðvikudaga en alla virka daga frá 12:30-16 í Borg- arnesi og Stykkishólmi. Áður en samkomubann tók gildi var opið alla virka daga frá kl. 9-16 í Borg- arnesi, 9-15 í Stykkishólmi og frá 10-14 í Búðardal. Að sögn Sigurgeirs Sindra Sig- urgeirssonar, svæðisstjóra Arion banka á Vesturlandi, er gert ráð fyrir að hefðbundinn afgreiðslu- tími taki við að nýju í útibúinu í Borgarnesi þegar létt verður á samkomubanni. Nýr opnunartími er hins vegar kominn til að vera í Stykkishólmi og Búðardal. En af hverju er verið að breyta opnunar- tíma útibúa? „Heilt yfir hefur eftir- spurn eftir þjónustu sem veitt er í útibúum bankans minnkað með til- komu sífellt betri stafrænna lausna. Fólk kýs í auknum mæli að nýta appið, vefinn og netbankann, sem og þjónustuverið, enda er hægt að sinna nær öllu sem tengist fjármál- um með þægilegum hætti í gegnum þessar þjónustuleiðir,“ segir Sindri í samtali við Skessuhorn. „Eðlilega höfum við aðlagað okkar þjónustu að þessum nýja raunveruleika og fækkað útibúum bankans og breytt afgreiðslutíma bæði á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni,“ segir hann. „Þegar kemur að því að meta þörfina á útibúi eða afgreiðslutíma á hverjum stað fyrir sig tökum við meðal annars tillit til eftirspurnar á svæðinu en einnig samfélagslegra þátta eins og aðgengi að bankaþjón- ustu í nágrenninu. Eftirspurn víða um land stendur ekki undir fullum afgreiðslutíma alla virka daga og því höfum við ákveðið að stytta af- greiðslutíma víða, þar með talið á Vesturlandi,“ bætir hann við. Aðspurður segir svæðisstjórinn að breyttur opnunartími komi ekki til með að hafa áhrif á starfshlut- fall starfsfólks. „Starfsmenn munu sinna öðrum verkefnum á sínum starfsstöðvum, til dæmis að svara í síma í þjónustuveri bankans,“ segir Sindri að endingu. kgk Rekstrarniðurstaða Akraneskaup- staðar var jákvæð um 655,6 millj- ónir króna á síðasta ári. Er það tölu- vert betri rekstrarniðurstaða en búist var við, en gert hafði verið ráð fyrir 354,4 milljóna króna afgangi í fjár- hagsáætlun. Ársreikningur Akranes- kaupstaðar var samþykktur eftir síð- ari umræðu á fundi bæjarstjórnar 12. maí síðastliðinn. Rekstrartekjur A og B hluta námu 8.044,2 milljónum króna á síðasta ári, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 7.084 milljónum. Álagningar- hlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark. Álagningarhlut- fall fasteignaskatts í A flokki var 0,2865% en lögbundið hámark er 0,5%, í B flokki var álagningarhlut- fallið 1,32% sem er lögbundið hlut- fall og í C flokki var álagningarhlut- fallið 1,5804%, en lögbundið há- mark er 1,32% auk heimildar sveit- arstjórna til að hækka álagningu A og C flokka um allt að 25%. Niðurstaða samstæðunnar var sem fyrr segir jákvæð um sem nemur 655,6 milljónum, en var rekstrarnið- urstaða A hluta var jákvæð um 657,6 milljónir. Eigið fé kaupstaðarins í árslok 2019 nam 8.278,7 milljón- um króna samkvæmt efnahagsreikn- ingi, en eigið fé A hluta nam 8.399,8 milljónum. Skuldaviðmiðið lækkaði á síðasta ári í 23%, en var 26% árið 2018. Veltufé frá rekstri var 15,27% en var 19,49% árið áður. Skuldahlutfallið lækkaði milli ára, var 84% á síðasta ári en var 87% árið 2018. Eiginfjár- hlutfallið hækkaði úr 53% í 55% og veltufjárhlutfallið er 2,19 en var 2,52 árið 2018. kgk/ Ljósm. mm. Pétur Magnússon hefur verið ráð- inn forstjóri Reykjalundar endur- hæfingarmiðstöðvar SíBS. Tek- ur hann við starfinu 1. júní næst- komandi af Önnu Stefánsdótt- ur sem hefur verið starfandi for- stjóri stofnunarinnar. Pétur er frá Akranesi, menntaður lyfjafræðing- ur auk þess að hafa MBA gráðu frá HR með áherslu á mannauðsstjór- nun. Hann hefur stýrt Hrafnistu- heimilunum síðastliðin 12 ár og er formaður Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu. Pétur tekur við starfinu að loknu erfiðu tímabili í sögu Reykjalund- ar. Undir lok síðasta árs var til- kynnt að Birgir Gunnarsson, þá- verandi forstjóri, væri hættur störf- um og skömmu síðar var Magn- úsi Ólasyni sagt upp störfum sem forstöðumanni lækninga. Við tók hrina uppsagna lækna við stofn- unina, en margir drógu þó upp- sagnir sínar til baka þegar skipuð var starfsstjórn til að lægja öldurn- ar. mm Jákvæð rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar Breyttur afgreiðslutími Arion banka í landshlutanum Útibú Arion banka í Búðardal. Ljósm. úr safni/ sm. Pétur tekur við stjórnun Reykjalundar

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.