Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Side 10

Skessuhorn - 20.05.2020, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202010 Akraneskaupstaður bættist á fimmtudaginn í ört stækkandi hóp sveitarfélaga hér á landi sem hefja nú vinnu við að innleiða Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna í stjórn- sýslu sína. Það er gert með stuðn- ingi félagsmálaráðuneytisins og UNICEF á íslandi. Það voru Ás- mundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Birna Þórarins- dóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á íslandi, og Sævar Freyr Þráins- son, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, sem undirrituðu samning um Barn- vænt sveitarfélag. Þátttaka Akranes- kaupstaðar í verkefninu er liður í að byggja upp breiðfylkingu sveitar- félaga á íslandi sem láta sér mann- réttindi barna varða, með Barna- sáttmálann að leiðarljósi og auknu samstarfi milli ríkis og sveitarfélaga. Áður höfðu fjögur sveitarfélög fyllt þennan hóp, þeirra á meðal Borgar- byggð fyrir nokkrum vikum. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla rétt- indi barna. Hugmyndafræðin bygg- ir á alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities, en það hef- ur verið innleitt í hundruðum sveit- arfélaga um allan heim. Barnvæn sveitarfélög vinna markvisst að því að uppfylla réttindi barna og UNI- CEF á íslandi styður sveitarfélögin í innleiðingu sinni á Barnasáttmál- anum. Ásmundur Einar Daðason, fé- lags- og barnamálaráðherra sagði við þetta tilefni gleðilegt að sjá Akraneskaupstað setja málefni barna og fjölskyldna í svo skýran forgang. „Það er ómetanlegt að upplifa hversu mikill áhugi er með- al sveitarfélaga á íslandi að ganga til samstarfs við að innleiða þetta mikilvæga verkefni. Eftirspurn eft- ir stuðningi við innleiðingu Barna- sáttmálans hefur verið mikil og vil ég gera allt sem í mínu valdi stend- ur til að svara þeirri eftirspurn.“ Sævar Freyr Þráinsson, bæjar- stjóri Akraness, sagði að bæjarstjórn hafi tekið áskorun frá bæjarstjórn- arfundi unga fólksins í nóvember um að taka þátt í verkefninu Barn- væn sveitarfélög. „Það er því mjög ánægjulegt að bæjarstjórn Akraness hafi nú samþykkt að taka þátt í verk- efnin UNICEF og félagsmálaráðu- neytisins. Verkefnið kemur á rétt- um tímapunkti því unnið er að gerð menntastefnu hjá Akraneskaupstað og því tilvalið að vinna þessi verk- efni samhliða, með réttindi barna og Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna að leiðarljósi.“ Nánari upplýsingar um Barnvæn sveitarfélög eru aðgengilegar á vef- síðunni www.barnvaensveitarfelog. is og geta áhugasamir einstaklingar, kjörnir fulltrúar og starfsfólk sveit- arfélaga nálgast þar allar nauðsyn- legar upplýsingar um innleiðingu Barnasáttmálans. mm Síðastliðinn fimmtudag skrif- uðu Ásmundur Einar Daðason fé- lags- og barnamálaráðherra, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á íslandi og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness undir starfssamning um verkefnið Barnvænt sveitarfélag. Eins og fram kemur í fréttinni hér að ofan er Akraneskaupstaður þá komin í hóp sveitarfélaga sem vinna að innleiðingu Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna í stjórnsýslunni. Undirritunina má rekja til áskor- un sem bæjarstjórn barst frá bæj- arstjórn unga fólksins síðasta haust en ungmenni á Akranesi hafa hvatt bæjarfélagið til að innleiða Barna- sáttmálann frá árinu 2014. Kom frá unga fólkinu Jón Hjörvar Valgarðsson er ung- ur Skagamaður sem hefur frá því í 10. bekk í grunnskóla tekið virkan þátt í stjórnmálum á Akranesi en í ár er fyrsta árið síðan hann lauk grunnskóla sem hann situr ekki í bæjarstjórn unga fólksins. „Ég mætti með sáttmálann og nokk- ur fylgiskjöl frá UNICEF á bæjar- skrifstofurnar og afhenti þáverandi bæjarstjóra og forseta bæjarstjórn- ar. Árið 2016 var aðeins farið af stað með tilraun til að gera Akra- nes að barnvænu samfélagi og við unga fólkið héldum áfram að ýta sáttmálanum að bæjarstjórninni. Við sendum meðal annars skóla- og frístundaráði sáttmálann og hvöttum til þess að gera Akranes að tilraunasamfélagi með að inn- leiða Barnasáttmálann,“ segir Jón Hjörvar. Það var svo eftir áskor- un bæjarstjórnar unga fólksins í nóvember á síðasta ári sem form- lega var ákveðið að innleiða sátt- málann á Akranesi. Meira hlustað en áður Að sögn Jóns Hjörvars hefur mik- il þróun átt sér stað á Akranesi er varðar samráð bæjarstjórnar við ungt fólk í bænum um þau mál- efni sem tengjast unga fólkinu með beinum hætti. „Árið 2018 fékk ungmennaráð Akraness fulltrúa í skóla- og frístundaráð. Fulltrúinn fær að sitja þá fundi þegar rædd eru mál sem tengjast börnum eða ungmennum,“ segir Jón Hjörv- ar. Aðspurður segir hann finna að í dag sé meira hlustað á börn og ungmenni en áður. „Bara frá því ég byrjaði í þessu 2014 finn ég mun. Og núna, þegar þetta skref hefur formlega verið tekið, þurf- um við að hugsa um hvað kem- ur næst. Ætlum við að vera barn- vænt samfélag og státa okkur af einum eða tveimur fundum á ári hjá unga fólkinu, eða ætlum við að gefa þeim enn meiri rödd og taka þau meira með í ákvarðanatök- ur sem varða þau sjálf,“ spyr Jón Hjörvar og bætir við að í Barna- sáttmálanum komi fram að ungt fólk eigi að fá að koma að ákvarð- anatöku í málum sem varða þau sjálf. „Mér þætti til dæmis eðlileg- ast að unga fólkið myndi fá full- trúa í skipulagsráð Akraness. Þar er verið að skipuleggja til dæm- is hvar eigi að setja hjólastíga og hverjir nota þessa hjólastíga? Börn og ungmenni. Það sama á við um áætlun strætó, leiktæki á leikvöll- um og svo margt fleira. Börn og ungmenni ættu að fá að hafa meira að segja með það sem snertir þau,“ segir Jón Hjörvar. Má ekki fara í lægð Aðspurður segir Jón Hjörvar að nú sé mikilvægast að bæjarstjórn Akraness haldi sér við efnið og gæti þess að málefnið fari ekki í lægð næstu árin. „Barnasáttmálinn er ekki pólitískur og málefni unga fólksins eru ekki pólitísk. Unga fólkið er ekki að fara að sækja eft- ir endurkjöri, þau segja bara það sem skiptir þau máli hverju sinni. En þau eru heldur ekki að fara að kjósa og þá getur verið auðvelt að horfa framhjá þeirra skoðunum. Þetta þarf að hafa í huga núna, að þetta á ekki að vera pólitískt. Það er búið að skrifa undir þenn- an sáttmála, það er líka pólitískt að gera það, rosalega flott og allt það en það má ekki stoppa þar. Það þarf að fylgja þessu eftir og skóla- og frístundaráð þarf væntanlega að gera það. Það má ekki gleyma að þau sitja pólitískt í ráðinu og hafa því kannski ekki neina sérþekkingu á þessum málum. Þá er tækifæri að hafa unga fólkið meira með, þau vita hvað skiptir þau mestu máli, tölum við þau,“ segir Jón Hjörvar. Hvernig samfélag viljum við vera? En af hverju er mikilvægt að inn- leiða Barnasáttmálann? „Ég heyrði góða dæmisögu sem útskýrir þetta vel. Fyrir gullaldartímabil Skaga- manna átti að byggja á Merkurtúni. Þá komu félagarnir saman sem voru að alast upp hér á þeim tíma og fóru upp á skrifstofu og sögðu að það væri ekki hægt að taka fót- boltavöllinn þeirra, hvar ættu þeir þá að spila. Það var ákveðið að byggja ekki og svo nokkru síðar voru þessir strákar að vinna hvern titilinn á eftir öðrum. Unga fólk- ið hefur svo mikið um það að segja hvernig samfélagið okkar verður eftir tíu ár. Viljum við vera sam- félagið sem byggði á Merkurtúni og hélt áfram að berjast í annarri deild í tíu ár, eða viljum við vera samfélagið sem vinnur titla ár eftir ár,“ svarar Jón Hjörvar. „Við eig- um að hlusta á unga fólkið. Það er svo gott fyrir þau að hafa rödd og finna að þau geta skipt máli í sam- félaginu sínu,“ bætir hann við. arg Eftir undirritun samningsins var skellt í hópmynd. Fremst eru Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Akraneskaupstaður ætlar að verða Barnvænt sveitarfélag „Það er svo gott fyrir þau að hafa rödd og finna að þau geta skipt máli í samfélaginu“ Jón Hjörvar Valgarðsson.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.