Skessuhorn - 20.05.2020, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 13
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Smiður - Akranes
BM Vallá á Akranesi, Smellinn, leitar að öflugum trésmið í hópinn.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf en skilgreindur vinnutími er frá kl. 7.30-16.50.
Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð en umsóknafrestur er til og með 25. maí.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Már Jónsson, rekstrarstjóri eininga-
verksmiðju Smellinn.
Helstu verkefni og ábyrgð
Dagleg umsjón trésmíðaverkstæðis•
Mótasmíðar fyrir einingaframleiðslu•
Skipulag og yfirsýn verkefna og tímaáætlana•
Önnur verkefni tengd starfinu•
Menntunar- og hæfniskröfur
Sveinspróf í trésmíði•
Góð færni og reynsla í teikningalestri•
Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð•
Framúrskarandi þjónustulund og vilji til að fylgja ströngum •
öryggis- og gæðakröfum.
Góð færni í íslensku og /eða ensku•
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Gréta Björgvinsdóttir
útfararstjóri s: 770 0188
Guðný Bjarnadóttir
útfararstjóri s: 869 7522
www.borgutfor.is Borg útfararþjónusta borg@borgutfor.is
Borg útfararþjónusta veitir alhliða þjónustu
við syrgjendur þegar að útför kemur, óháð
trúarbrögðum og lífsskoðunum.
EB flutningar
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Akraness
Tvær ferðir á dag
Allir almennir vöruflutningar
Get sótt pakka í búðir
Símanúmer 788-8865
ebflutningar@gmail.com
Undanfarna daga hefur verið góð-
ur afli í öll veiðarfæri hjá bátum og
skipum á Snæfellsnesi.
Á Arnarstapa var í síðustu viku
mjög góður afli hjá handfærabát-
unum, að sögn Guðmundar ívars-
sonar hafnarvarðar. „Það tók suma
sjómenn aðeins einn klukkutíma að
ná skammtinum á strandveiðum,
en það hefur ekki verið svona mikil
fiskgengd hér í fimm ár. 36 hand-
færabátar hafa landað á Arnarstapa
að undanförnu auk þess sem neta-
báturinn Bárður II SH hefur mok-
fiskað í netin og aflinn verið þetta
frá 15 tonnum og yfir 20 tonn,“
segir Guðmundur.
Svipaða sögu er að segja frá
Ólafsvík og Rifi. Þar hefur einnig
verið góður afli í öll veiðarfæri og í
gær var Steinunni SH með 41 tonn
í dragnót sem fékkst í aðeins einu
kasti.
Mikið líf hefur því verið í höfn-
um Snæfellsbæjar og þegar aflinn
er góður og margir bátar á sjó verð-
ur oft löng bið eftir löndun. Menn
kippa sér þó ekkert upp við það og
halda sínu góða skapi þótt fiskverð
mætti vera hærra. af
Góður afli í
öll veiðarfæri
Löndunarbið í Ólafsvík.
Kristán Helgason, skipveri á Bárði SH, gat ekki annað en brosað og hlegið þegar
hann kom að landi, enda aflinn 15 tonn.
Ásgeir Elíasson var í sínum öðrum túr
á strandveiðibátnum Reyni Axels SH.
Ásgeir var ekkert ósáttur með þótt
aflinn hafi verð 550 kíló. „Þetta kemur
allt þegar ég er búinn að læra betur á
þetta,“ sagði hann og brosti.