Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Side 18

Skessuhorn - 20.05.2020, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202018 Á föstudag voru opnuð tilboð í byggingu búsetukjarna fyrir fatlaða íbúa á Snæfellsnesi, sem fyrirhugað er að reisa við Ólafsbraut í Ólafsvík. Verkís annaðist útboðið fyrir hönd Félags- og skólaþjónustu Snæfell- inga. Fimm tilboð bárust í verk- ið, en í því felst fullnaðarfrágang- ur búsetukjarnans. Áætluð verk- lok á heildarverkinu eru 30. ágúst 2021. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tæpar 243,2 milljónir króna. Lægsta heildartilboðsverðið, að meðtöldum virðisaukaskatti, átti Húsheild ehf., rúmar 276 milljón- ir króna. Spennt ehf. bauð rúm- lega 277,1 milljón, A ísax ehf. bauð 277,6 milljónir og Heinz byggingar buðu rúmar 294,6 milljónr. Að auki barst frávikstilboð frá Spennt ehf., sem hljóðar upp á rúmlega 207,8 milljónir króna. kgk Stjórnvöld styðja eins og kunn- ugt er við sumarnám menntastofn- ana til að sporna gegn atvinnuleysi og efla menntun meðal ungs fólks. Landbúnaðarháskóli íslands tekur þátt í þessu verkefni og mun bjóða upp á námskeiðspakka í sumar. Eru þar skyldufög á einhverjum braut- um BS náms sem hægt er að nýta sem valfög í öllu grunnnámi og í einhverjum tilfellum til framhalds- náms einnig. Að auki verður val- kúrs í boði á starfsmenntanámsstigi. Nemendur sem eru þegar innritað- ir í nám á vorönn 2020 greiða ekki skráningargjald vegna sumarnám- skeiða. Námskeið Lbhí standa öll- um nemendum hinna opinberu há- skólanna til boða í gegnum gest- anámssamning skólanna án kostn- aðar. Námskeiðin eru einnig í boði fyrir áhugasaman almenning í gegnum Endurmenntun Lbhí. Kennslutímabilið er frá 25. maí til 10. júlí 2020. Lágmarksþátttaka í hvert námskeið er 12 manns. Námskeið í boði: Jarðfræði íslands - 4 ECTS • Náttúruvernd - 4 ECTS • Sjálfbær þróun - 4 ECTS• Mengun - uppsprettur og áhrif • - 6 ECTS Sustainable agriculture: The • intersection of Agroecology and Sustainable Rural Deve- lopment - 2 ECTS Farsæll matarfrumkvöðull - 2 • ECTS / 2 fein (nýr valkúrs, bæði á háskólastigi og starfs- menntanámsstigi) Umhverfismat áætlana og • undirbúningur umhverfis- skýrslu - 2 ECTS Ný úrræði í meðhöndlun á líf-• rænum úrgangi - 2 ECTS (nýr valkúrs) • Einnig verður boðið upp á grunnnámskeið í efnafræði og bók- haldi síðsumars. Þau námskeið eru hugsuð sem undirbúningsnámskeið fyrir nýnema næsta hausts og eru því ekki einingarbær inn á feril hjá Lbhí en gætu ef til vill gagnast ein- hverjum sem þarf á frekari undir- búningi á þessum sviðum. Um- sóknarfrestur er til og með 21. maí. Skráning og nánari upplýsingar eru á: kennsluskrifstofa@lbhi.is og í síma 433-5000. mm/LbhÍ Sóknaráætlanir landshlutasamtaka fá 200 milljóna króna sértæka fjár- veitingu úr ríkissjóði sem er liður í fjárfestingarátaki stjórnvalda til að sporna gegn samdrætti í hagkerf- inu í kjölfar heimsfaraldurs kór- ónuveiru og styðja við verkefni á landsbyggðinni. Viðbótarfjárveit- ingin mun renna til sjö landshluta- samtaka sveitarfélaga á landsbyggð- inni. 150 milljónir kr. skiptast jafnt á milli landshlutanna og 50 m.kr. dreifast á að teknu tilliti til hlutfalls atvinnutekna í gistingu og veiting- um árið 2018 á hverju svæði fyrir sig. Hver landshluti fær því samtals á bilinu 25,2 m.kr. til 36 m.kr. til ráðstöfunar. Hingað á Vesturland renna 28,4 milljónir króna. Landshlutasamtök sveitarfé- laga ráðstafa þessum pengingum á hverju svæði. Skilyrði er að pening- unum skuli varið í verkefni sem eru atvinnuskapandi og/eða stuðli að nýsköpun og að leggja skuli áherslu á þær atvinnugreinar sem orðið hafa hvað verst úti vegna Covid-19 faraldursins. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi hafa þegar ákveðið að nýta fjármunina í tvö áhersluverkefni tengd ferðaþjónustu sem ítarlega hafa verið kynnt í Skessuhorni áður. Annað verkefnið er Ferðaleiðir á Vesturlandi sem á rætur í Áfanga- staðaáætlun Vesturland. Vinna er þegar hafin við ferðaleiðir á Akra- nesi og í Hvalfirði, á Snæfellsnesi er unnið að gerð ferðaleiða í sam- starfi við Svæðisgarð Snæfellsness, í Dalabyggð er ferðaleið í mótun sem yrði hluti af Vestfjarðaleiðinni og loks er að hefjast vinna við ferða- leið í Borgarfirði. Hitt verkefnið snýst um markaðssetningu og við- burði á Vesturlandi. Það mun snú- ast um átak í að markaðssetja Vest- urland og stuðla að því að sem víð- ast verði viðburðardagskrá í gangi í landshlutanum. mm Nú þegar kórónufaraldurinn hefur gengið yfir heiminn hefur sérstak- lega mikið álag verið á heilbrigðis- kerfið okkar og þá framlínustarfs- menn sem þar starfa. í Borgarnesi hefur borið á því undanfarið að erf- itt hefur verið að fá tíma hjá heim- ilislækni en að sögn Lindu Krist- jánsdóttur, yfirlæknis Heilbrigðis- stofnunar Vesturlands í Borgarnesi, skýrist það af manneklu. Einn sér- fræðilæknir í 40% starfi hjá HVE í Borgarnesi varð að hætta þar þeg- ar Covid-19 barst til landsins því hann starfaði einnig á Landsspítal- anum og mátti ekki lengur starfa á tveimur stöðum. „Við höfum verið tveir læknar hér í fullu starfi og vegna kórónuveir- unnar höfum við þurft að skiptast á að mæta á stofuna, annar læknirinn hér og hinn heima,“ útskýrir Linda. Þriðji læknirinn á stofunni hætti núna 8. maí og ekki er von á öðr- um lækni í hans stað fyrr en í lok júní. „Við erum núna tvær að sinna rúmlega þriggja lækna stöð í um 4000 manna héraði og þess vegna er smá bið eftir tíma,“ segir Linda en leggur áherslu á að öll bráðatil- felli fái strax þjónustu. „Alla daga er vakthjúkrunarfræðingur sem heyrir í þeim sem telja sig ekki geta beðið eftir að hitta lækni. Hjúkrunarfræð- ingurinn getur þá kallað fólk inn, tekið blóð- eða þvagprufur og met- ur svo hvort það þurfi að fá viðtal við lækni líka,“ segir Linda og bætir við að þurfi fólk að hitta lækni sam- dægurs eigi það að hringja á heilsu- gæslustöðina og láta vita af því en ekki bara bóka næsta lausa tíma. Aðspurð segir Linda þetta ekki í fyrsta skipti sem starfsstöð HVE í Borgarnesi sé undirmönnuð en það sé lítið hægt að gera ef ekki fást læknar þar til starfa. „Við erum lít- il stöð og það hefur mikið að segja þegar það vantar lækni, jafnvel bara þó einn læknir sé veikur í einn dag. Við erum að jafnaði að hitta 11-14 skjólstæðinga á dag og taka níu símatíma, hver læknir, svo ef maður dettur út einn dag vegna veikinda þarf að finna öllum þessum ein- staklingum nýja tíma og þetta getur haft rosalega mikið að segja,“ segir Linda. „Ef við náum að vera alltaf allavega þrír læknar í húsi er bið- tíminn ekki mikill.“ arg Landshlutasamtök fá auka- fjárveitingu í ferðaþjónustu Búsetukjarninn sem fyrirhugað er að reisa við Ólafsbraut í Ólafsvík. Fimm vilja byggja búsetukjarna Skimað fyrir Covid-19 í Borgarnesi. Hér eru Linda og Rósa hjúkrunarfræðingur að taka sýni saman. Ljósm, úr safn/glh Læknaskortur útskýrir langan biðtíma í Borgarnesi Fjölbreytt sumarnám verður í boði við LbhÍ

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.