Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 19

Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 19 Síðastliðið mánudagskvöld, þegar gróðureldar blossuðu upp í Grá- brókarhrauni, voru félagar í Björg- unarsveitinni Heiðari kallaðir út til aðstoðar slökkvuliðsmönnum. „Við fórum með sexhjólið sem nýttist vel til að ferja mannskap og búnað um erfitt landslag,“ segir Arnar Grétarsson formaður Heið- ars. „Við tókum með í ferðina ný- legan hitamyndavélardróna okkar. Hann reyndist ómetanlegur fyr- ir slökkviliðið til að meta aðstæður hverju sinni. Gaf hann góða mynd hvar eldurinn væri sterkastur. Eitt- hvað sem reykurinn gefur ekki allt- af upp. Það var því auðveldara að senda mannskapinn hverju sinni þangað sem hans var mest þörf,“ segir Arnar. Meðfylgjandi eru tvö pör af myndum, tekin á venjulegu myndavél drónans og hins vegar hitamynd af sama svæði. mm Ökumaður með hjólhýsi í eftir- dragi missti stjórn á bifreið sinni á Akrafjallsvegi vestan Fellsaxlar á fimmtudagskvöld, með þeim af- leiðingum að bæði bifreið og hjól- hýsi höfnuðu utan vegar og ofan í skurði. Að sögn lögreglu kvaðst ökumaður hafa fundið högg koma á bifreiðina, sem síðan snerist á veg- inum með fyrrgreindum afleiðing- um. Að sögn vitnis byrjaði hjólhýs- ið að snúast á veginum og síðan bif- reiðin. Engin slys urðu á fólki. Aníta Gunnarsdóttir Skjóldal og fjölskylda eiga hjólhýsið og bílinn. Hún greindi sjálf frá því á Facebo- ok-síðu sinni að dráttarkúla bíls- ins hefði brotnað, sem hefði or- sakað óhappið og að líklega væru bæði bíll og hjólhýsi ónýt. Hvorugt tækjanna var kaskótryggt og eig- endur sjá ekki fram á að fá tjónið bætt. „Við keyptum hjólhýsið fyrir þremur vikum síðan og vorum að fara í fyrstu útileguna. Sem betur fer meiddist enginn en þetta fannst okkur ferlega sárt,“ segir Aníta. kgk Þessa dagana er unnið við að tengja ljósleiðara inn á bæi í Hálsasveit og Hvítársíðu í Borg- arfirði. Þar með sjá bændur og búalið fram á breytta tíma í öllu sem viðkemur samskiptum við umheiminn, hvort sem um er að ræða tölvusamskipti eða móttöku sjónvarps- og útvarpssendinga. Þessu fagna íbúar eins og gefur að skilja og jafnvel dæmi um að slett hafi verið í form til að fagna því að nú sér fyrir endann á stopulu ör- bylgjusambandi. „Við sveitungarnir sjáum fram á gjörbreytt og betri búsetuskilyrði og fögnum viðkunnalega internet- gaurnum, The cable guy, sem nú fer milli bæja og tengir þá hvern á fætur öðrum. Að vísu ber hann ekki birtuna til okkar í húfun- ni, eins og Bakkabræður forðum, heldur leggur hann rör inn í sto- fu fyrir ljósleiðarann og síðan er þræðinum blásið inn. Nú er hann að klára þessa vinnu á flestum bæjum og við erum alsæl,“ segir Jósefina Morell á Giljum, sem jaf- nramt er fréttaritari Skessuhorns. mm/ Ljósm. Josefina Morell. Hitamyndavél í dróna reyndist vel Ljósið berst á bæina Viðkunnalegi internet gaurinn, The cable guy, að grafa fyrir strengnum framan við íbúðarhúsið í Giljum. Þetta „hár“ er endi ljósleiðarans eftir að honum var blásið inn í hús á Hofs- stöðum í Hálsasveit. Hjólhýsi og bíll enduðu í skurði

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.