Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202020
í byrjun apríl síðastliðnum kynnti
Akraneskaupstaður viðspyrnu sveit-
arfélagins vegna kórónaveirunn-
ar. Ein af aðgerðum bæjarfélags-
ins var að auka fjárveitingar til við-
halds og framkvæmda á þessu ári.
Við fjárhagsáætlunargerð fyrir yfir-
standandi ár samþykkti bæjarstjórn
að heildarfjárfestingar yrðu 1.506
milljónir króna. Nú hefur bæjar-
stjórn samþykkt flýtiframkvæmd-
ir því til viðbótar að upphæð 321
milljónir. Skiptist sú upphæð þann-
ig að 208,5 milljónir fara í fjárfest-
ingaverkefni og 112,5 milljónir í
gjaldfærðar framkvæmdar. Kostn-
aðarauka vegna eignfærslu verður
mætt með lækkun á handbæru fé
og kostnaðarauka vegna gjaldfærslu
verður mætt með lækkun á áætluð-
um rekstrarafgangi.
Aukin fjárveiting
verður lögð í:
Viðhald gatna.•
Stofnstíga sem tengjast Flóa-•
hverfi og Krókatúni/Vestur-
götu.
Gangstéttar í eldri hverfum •
bæjarins.
Gangstéttar í nýjum hverfum, •
Skógarhverfi.
Græn verkefni eins og gróður-•
setning í Flóahverfi.
Leikvellir á opnum svæðum, •
alls 17 talsins.
Rekstur stofnanalóða.•
Uppbygginu Fjöliðjunnar •
vegna hönnunarvinnu.
Uppbyggingu svæða vegna •
hugmyndasamkeppni á Langa-
sandi og markaðssetningu á at-
vinnuhverfinu í Flóahverfi.
Uppbyggingu búningsklefa •
í sundlaugarklefum á Jaðar-
sbökkum.
Verkefni tengd aðgengismál-•
um fatlaðra í stofnunum Akra-
neskaupstaðar.
Framkvæmdir við Þekjuna, frí-•
stund Brekkubæjarskóla.
Frekari hönnun á íþrótta-•
mannvirkjum við Jaðarsbakka.
Uppbyggingu á köldum potti •
við sundlaugina á Jaðarsbökk-
um.
Lagfæringu á sætum í stúku •
við aðalvöll knattspyrnuvall-
arins.
Aðgerðir á Jaðarsbökkum fyrir •
aðstöðu kennara og íA.
Framkvæmd til að drena tjald-•
svæðið við Kalmansvík.
Tilfallandi verkefni.•
Snúa vörn í sókn
„Við framangreinda ákvörðun var
haft að leiðarljósi að tryggja at-
vinnu á Akranesi og snúa þannig
vörn í sókn vegna þeirra áhrifa sem
COVID-19 er að hafa á atvinnu-
lífið á íslandi. Akraneskaupstað-
ur er að fjölga og flýta verkefnum,
þar á meðan verkefnum sem voru á
áætlun næstu ára svo sem uppbygg-
ingu á Jaðarsbökkum. Hönnunar-
ferli þess svæðis fer í gang í ár og er
mikil tilhlökkun innan bæjarstjórn-
ar og samfélagsins í heild að koma
því svæði í betra horf og sjá hér
stærra íþróttahús, betri búnings-
aðstöðu og fleira. Við erum einnig
að leggja aukið fjármagn til grænna
verkefna og annarra stærri verk-
efna eins og hugmyndasamkeppni
um Langasandssvæðið. Þar er und-
ir mjög stórt svæði frá Jaðarsbraut
og út að Sólmundahöfða sem við
viljum mynda framtíðarsýn með og
vinna að uppbyggingu í tengslum
við heilsueflingu í allri sinni mynd.
Við reiknum með að fara með það
verkefni í gang nú um næstu mán-
aðamót,“ segir Sævar Freyr Þráins-
son bæjarstjóri. mm
Allir háskólar landsins og alls 15
framhaldsskólar hyggjast bjóða
upp á sumarnám í sumar. Breidd-
in í námsframboði þeirra er mik-
il. Bæði verður hægt að taka ein-
ingarbæra áfanga sem og fjölbreytt
námskeið. Sérstök áhersla verður á
nám sem nýtist sem undirbúningur
fyrir háskólanám, námskeið á sviði
iðn- og verknáms, valkostir á sviði
símenntunar og færnibrýr fyrir at-
vinnuleitendur sem vilja skipta um
starfsvettvang. Boðið verður upp á
nám sem tekur frá einni og upp í
tíu vikur. Upplýsingar um náms-
framboð skóla verður að finna á
heimasíðum þeirra en aðsókn mun
ráða því hvaða námsframboð verð-
ur endanlega í boði. Þetta er meðal
þess sem kom fram á fundi Lilju D
Alfreðsdóttur menntamálaráðherra
og Ásmundar Einars Daðasonar
félagsmálaráðherra á blaðamanna-
fundi í Hí síðastliðinn miðvikudag.
Þau kynntu aðgerðir stjórnvalda
vegna sumarstarfa og sumarnáms.
Stjórnvöld ætla að ná til þess
hóps námsmanna sem ekki fær
starf eða aðgang að öðru úrræði í
sumar og munu verja um 2,2 millj-
örðum kr. í átaksverkefni til að
fjölga tímabundnum störfum fyrir
námsmenn. Markmiðið er að með
átakinu verði til 3.400 tímabund-
in störf fyrir námsmenn, 18 ára og
eldri, sem skiptast á milli opinberra
stofnana og sveitarfélaga. Um er
að ræða fjórum sinnum stærra átak
en ráðist var í eftir hrunið, sumrin
2010 og 2011.
Átak þetta verður unnið í sam-
vinnu við stofnanir ríkisins og
sveitarfélög og er undirbúningur
þegar vel á veg kominn. Sveitar-
félögin munu sjálf auglýsa störfin
en Vinnumálastofnun mun auglýsa
störf á vegum stofnana ríkisins.
Störfin verða auglýst opinberlega
á næstu dögum og þurfa stofnanir
og sveitarfélög að skapa ný störf í
tengslum við átakið. Miðað er við
ráðningartímabilið frá 1. júní til
31. ágúst.
Þegar hafa verið staðfest 1.709
störf við sveitarfélögin, sem þau
geta auglýst strax. í byrjun næstu
viku er gert ráð fyrir að Vinnumála-
stofnun staðfesti allt að 1.700 störf
við stofnanir ríkisins sem verða
auglýst í kjölfarið. Komi í ljós að
þessi fjöldi sumarstarfa og annarra
úrræða nái ekki til nægilega margra
námsmanna verður leitað leiða til
að skapa fleiri störf og/eða tryggja
aðrar leiðir til framfærslu.
Ekki nægjanlegt að
mati námsfólks
Landssamtök íslenskra stúd-
enta og Stúdentaráð Háskóla ís-
lands sendu í kjölfar kynningar
ráðherranna frá sér ítarlega yf-
irlýsingu. Þar kemur m.a. fram
að staða námsfólks er grafalvar-
leg. „Sjö þúsund horfa fram á at-
vinnuleysi á komandi sumri. Það
eru um 40% námsmanna. Boð-
aðar aðgerðir um 3400 til 4400
störf eru ekki nægilega öflug við-
brögð. 87% íslenskra stúdenta
vinna á sumrin og 68% íslenskra
stúdenta vinna samhliða námi.
Námsmenn á íslandi geta ekki
eingöngu reitt sig á námslána-
kerfi LíN til framfærslu, en sjóð-
urinn lánar ekki fyrir fullnægjandi
framfærslu. Þrátt fyrir mikla at-
vinnuþátttöku námsmanna og af
launum þeirra sé greitt í atvinnu-
leysistryggingasjóð þá hefur þessi
hópur ekki rétt á atvinnuleysis-
bótum, öryggisneti sem stendur
öðru launafólki til boða,“ sagði í
yfirlýsingunni.
mm
Aukið fé til framkvæmda til að bregðast við áhrifum Covid
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Ljósm. kgk.
Ráðhús Akraneskaupstaðar. Ljósm. mm.
Aðgerðir stjórnvalda vegna sumarstarfa
og sumarnáms