Skessuhorn - 20.05.2020, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202022
Ölver er við rætur Hafnarfjalls og
þar hafa um margra ára skeið ver-
ið starfræktar sumarbúðir, aðallega
fyrir stúlkur, á vegum KFUM og
KFUK. Sumarbúðirnar hafa ver-
ið mjög vinsælar og hefur skráning
síðustu ár verið mjög góð. Að sögn
Ernu Bjarkar Harðardóttur, gjald-
kera í stjórn, eru margar stúlkur
sem koma ár eftir ár í Ölver. í Öl-
veri er unnið með góðu gildi Biblí-
unnar, farið í gönguferðir, haldn-
ar kvöldvökur og sungið. Borðað-
ur hollur og góður matur, farið í
leiki, spilað, spjallað og haft gaman.
„Dagarnir í Ölveri eru viðburða-
ríkir og dagskráin fjölbreytt. Dag-
lega er morgunstund og biblíulest-
ur, brennókeppni og aðrar íþrótta-
keppnir. Þá eru æfð leikrit og sýnd
á kvöldvöku og svo er heiti pottur-
inn alltaf vinsæll,“ segir Erna.
Tómlegt á útisvæðinu
Nokkur sorg ríkir nú meðal þeirra
sem elska búðirnar því tvö af vinsæl-
ustu leiktækjunum eru farin. Ann-
ars vegar risastórt hengirúm sem
var orðið ónýtt og þurfti að taka
niður og hins vegar báturinn Abba-
dís. „Abbadís var gömul trilla sem
var komið fyrir á útisvæðinu okk-
ar og krakkarnir gátu leikið sér í.
Hún var gefin hingað þar sem fyrri
eigendur voru hættir að nota hana
og gáfu hana því upp í Ölver. Þessi
bátur var rosalega vinsælt leiktæki
og er mikill söknuður af honum,“
segir Erna, en það þurfti að fjar-
lægja bátinn því hann var orðinn
illa farinn og ekki lengur öruggt
að leika í honum. „Við höfum ver-
ið að leita að öðru sambærilegu, bát
eða einhverju óhefðbundnu sem
krakkarnir gætu haft gaman að en
það er ekki um margt að velja. Við
erum ekki hagnaðardrifið félag og
því ekki mikill peningur til að fjár-
festa í slíku leiktæki,“ segir hún.
Ef einhver veit um bát eða annað
skemmtilegt sem gæti þjónað hlut-
verki leiktækis sem viðkomandi vill
leyfa stúlkunum í Ölveri að njóta
má hafa samband við Ernu í net-
fangið ernabjork@gmail.com eða í
síma 691-2510.
arg
„Miðað við yfirborðshita sjávar
sumarið 2019 og þau tengsl sem
hafa komið fram við laxgengd eru
góðar vísbendingar um að von geti
verið á góðum smálaxagöngum í ár
á sunnan- og vestanverðu landinu
á komandi sumri. Stangveiði á laxi
í þessum landshluta eru yfirleitt
um 40% af heildarveiði náttúru-
legra laxastofna á landinu.“ Þetta
er meðal niðurstaðna í skýrslu sem
fiskifræðingarnir Jóhannes Guð-
brandsson og Sigurður Már Ein-
arsson á starfsstöð Hafrannsókna-
stofnunar á Hvanneyri hafa ritað. í
skýrslunni er greint frá því hvern-
ig fylgst hefur verið með yfirborðs-
hita sjávar síðustu ár og tengslum
sjávarhita við laxgengd.
Tengsl eru á milli meðalhita sjáv-
ar í júlí og smálaxaveiði á Vestur-
landi sumarið á eftir. í júlí 2019
var sjórinn á svæðinu suðvestan við
landið hlýrri en áður hefur mælst
eða að meðaltali 11,75°C. „Ef gert
er ráð fyrir að sama samband hald-
ist þegar hitinn fer svo hátt upp
gerir línulegt samband ráð fyrir
rúmlega 21 þúsund fiska veiði smá-
laxa á Vesturlandi 2020 en rúmlega
25 þúsunda laxa veiði ef gert er ráð
fyrir að sambandið sé 2. stigs marg-
liða,“ segir í skýrslunni. Þó er bent
á að töluverður breytileiki sé til
staðar þó að sambandið sé sterkt.
Til að mynda er mikill munur á
veiðinni 2008 og 2011 þrátt fyrir
sambærilegt sjávarhitastig þau ár.
„Helstu áhrifaþættirnir á fjölda
göngulaxa eru einkum breytileg
framleiðsla gönguseiða í ánum og
breytileg afföll í sjávardvölinni.
Hér er eingöngu unnið með tengsl
sjávarhita við laxveiði ári síðar en
mjög áhugavert væri að gera spálík-
an þar sem fleiri breytur væru not-
aðar sem tengjast seiðaframleiðslu
ánna og frumframleiðni sjávar.
Loftlagsbreytingar eru ekki ein-
ungis að hafa áhrif á hitastig sjáv-
ar en breytingar á seltu, sýrustigi
og hafstraumum geta einnig haft
mikil áhrif á lífríkið. Erfitt getur
verið að spá fyrir áhrif umhverfis-
þátta þegar gildi sem ekki hafa sést
áður koma fram. Hér er eingöngu
unnið með gögn sem tengjast veiði
á Vesturlandi en mjög áhugavert
væri einnig að hefja rannsóknir á
slíku sambandi í öðrum landshlut-
um sérstaklega Norður- og Aust-
urlandi. Til þess þarf að merkja
laxaseiði með mælimerkjum til að
staðsetja beitarsvæði, en líklegt er
að lax frá þessum landsvæðum noti
önnur beitarsvæði en lax frá Suður-
og Vesturlandi,“ segir m.a. í skýrsl-
unni.
mm
Kristján Þór Júlíusson sjávarút-
vegsáðherra boðaði grásleppuveiði-
menn á fund í gær í Stykkishólmi.
Tilefnið var að fara yfir stöðuna sem
upp er komin vegna grásleppuveiða
við Breiðafjörð. Eins og kunnugt er
stöðvaði ráðherra allar grásleppu-
veiðar við landið 3. maí síðastlið-
inn vegna mikillar veiði norðan við
landið. Heimilt verður eftir 20. maí
að veiða í fimmtán daga á Breiða-
firði, en á fundinum gerði ráðherra
mönnum ljóst að ekki stæði til að
breyta þessum 15 dögum. Hins
vegar tók Kristján Þór það fram
að dögunum yrði fækkað ef aflinn
yrði mikill. Fundarstjórn var mikið
til í höndum ráðherra og spunnust
snarpar umræður, en málefnaleg-
ar að mestu. Reyndu grásleppusjó-
menn að knýja fram fasta daga eða
fastan kvóta og sóttu hart að Krist-
jáni. Sleit ráðherra fundi með þeim
orðum að hann myndi meta það
sem hann hefði fengið að heyra á
fundinum.
Á fundinum kom fram hörð
gagnrýni á Guðmund Óskarsson,
sviðsstjóra uppsjávarsviðs Haf-
rannsóknastofnunar, og stofnunina
sjálfa. Var ráðherra á því að gagn-
rýni væri nauðsynleg og Hafrann-
sóknastofnun væri ekki yfir gagn-
rýni hafin, en stofnunin byggi engu
að síður yfir einu vísindunum sem
til staðar eru og yrðu þau ráð því
notuð áfram.
sá
Heilbrigðisráðherra féllst í síðustu
viku á tillögu sóttvarnalæknis um að
heimila opnun sundlauga og bað-
staða mánudaginn 18. maí sl. Fjöldi
sundgesta verður þó takmarkaður og
rík áhersla lögð á hreinlæti og sótt-
varnir.
Fjöldi gesta verður miðaður við
starfsleyfi viðkomandi laugar eða
baðstaðar og er reglan sú að gestir
mega aldrei vera fleiri en sem nemur
helmingi hámarksfjölda samkvæmt
starfsleyfi. Börn fædd árið 2015 eða
síðar teljast ekki með í gestafjölda.
Heimildin tekur einnig til baðstaða
í náttúrunni eftir því sem það á við,
sbr. reglugerð umhverfis- og auðlind-
aráðuneytis um baðstaði í náttúrunni.
Líkt og bent er á í leiðbeiningum
sóttvarnalæknis er baðvatn á bað-
stöðum í náttúrunni ekki sótthreins-
að líkt og á sund- og baðstöðum og
er fólki með undirliggjandi sjúkdóma
því ráðlagt að varast slík böð.
Tveggja metra nálægðarmörk gilda
ekki á sundlaugarsvæðum en mælst er
til þess að fólk taki mið af þeim eins
og kostur er. Upplýsingar um CO-
VID-19 verða felldar inn í fræðslu til
allra starfsmanna sund- og baðstaða
þar sem fjallað verður um veiruna
sem veldur COVID-19 og eftirtalin
atriði:
Helstu smitleiðir veir-
unnar á milli manna.
Það sem hægt er að gera til að varna
því að smit berist á milli manna á
sund- og baðstöðum.
Fyrstu viðbrögð starfsmanna ef
grunur vaknar um smit innan vinnu-
staðar.
Leiðbeiningar um það ferli sem fer
í gang þegar upp kemur COVID-19
smit.
Leiðbeiningar til framlínustarfs-
manna í atvinnulífinu.
Hvar hægt er að finna frekari upp-
lýsingar um COVID-19.
Eins og segir í leiðbeiningum sótt-
varnalæknis er áhersla lögð á að hver
og einn beri ábyrgð á eigin athöfn-
um og minnt er á að við erum öll al-
mannavarnir.
mm/ Ljósm. úr safni.
Trillan Abbadís mjög vinsælt leiktæki. Ljósm. aðsend.
Leita að nýju leiktæki til að
taka við af Abbadís
Sjávarhiti gefur vísbendingu um
góðar heimtur smálaxa á Vesturlandi
Setið var dreift á fundinum vegna sóttvarna. Fyrir miðju er Kristján Þór Júlíusson
og Símon Már Sturluson honum við hlið.
Sjávarútvegsráðherra hitti
breiðfirska grásleppusjómenn
Sund- og baðstaðir voru opnaðir
með skilyrðum á mánudaginn