Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 23

Skessuhorn - 20.05.2020, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 23 Guðmundur vert á Vogi, sveitasetri á Fells- strönd í Dölum, vekur athygli á að um hvíta- sunnuna, laugardag- inn 30. maí klukkan 20, verða þau íva og Már með söngskemmtun á Vogi sveitasetri. „Að- gangur er ókeypis, en hægt er að kaupa allar veitingar á staðnum, og að sjálfsögðu er gisting í boði,“ segir í tilkynn- ingu. Nánari upplýsing- ar er að finna á Facebo- ok síðu Vogs Sveita- seturs. mm í ljósi atvinnuástands í samfélaginu vegna Covid-19 faraldursins hef- ur Snæfellsbær ákveðið að fjölga sumarstörfum hjá bæjarfélaginu verulega á sumri komanda. Und- anfarin ár hefur bæjarfélagið ráð- ið á bilinu 16 til 20 ungmenni til að sinna ýmsum verkefnum sem til falla á sumrin, svo sem flokks- stjórn í vinnuskóla og aðra sum- arvinnu. En í ljósi atvinnuástands ungs fólks nú hefur verið ákveðið að Snæfellsbær ráði nálægt 40 ung- menni til starfa í sumar. Stór hluti þeirra tekur að sér ný störf í bæjar- félaginu, ekki hefðbundin sumaraf- leysingastörf, að því er fram kemur á vef Snæfellsbæjar. Fyrstu sumarstarfsmennirnir koma til starfa í maí og verða við störf hjá Snæfellsbæ fram í miðjan ágúst. Hluti starfanna fellur undir atvinnuátak bæjarfélagsins í sam- vinnu við Vinnumálastofnun. Það felur í sér að stofnunin hefur sam- þykkt að greiða niður hluta launa tólf starfsmanna í tvo mánuði. „Allir sumarstarfsmenn hjá Snæ- fellsbæ verða samt sem áður ráðn- ir til starfa í allt sumar eða þar til skólahald hefst,“ segir á vef Snæ- fellsbæjar. kgk/ Ljósm. úr safni. Fulltrúar Bændasamtaka íslands, Sambands garðyrkjubænda og stjórnvalda hafa skrifað undir sam- komulag um endurskoðun á samn- ingi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða, sem er einn hinna fjögurra búvörusamninga. Mark- mið samkomulagsins er meðal ann- ars að stuðla að framþróun og ný- sköpun í garðyrkjunni með áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum. Við næstu endurskoðun samningsins árið 2023 er markmiðið að fram- leiðsla á íslensku grænmeti hafi aukist um 25%, miðað við meðal- framleiðslu áranna 2017 til 2019, meðal annars í því skyni að auka markaðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu. Stjórnvöld munu auka fjár- veitingar í garðyrkjusamninginn um 200 milljónir króna á ári. Aukn- ingin kemur til framkvæmdar strax á þessu ári. Peningarnir nýtast m.a. til beingreiðslna vegna raforku- kaupa, aðgerða í loftslagsmálum, þróunarverkefna og til fjölbreyttari ræktunar á grænmeti hér á landi. Beingreiðslur til raforkukaupa Fyrirkomulagi á niðurgreiðslu á raf- orku verður breytt með þeim hætti að ylræktendum verða tryggðar beingreiðslur vegna lýsingar í stað niðurgreiðslu kostnaðar. Þetta er gert til þess að stuðla að hagfelld- ari starfsskilyrðum greinarinnar. Hámarksstuðningur beingreiðslna vegna lýsingar á hvern framleið- enda verður mest 17,5% af þeirri heildarfjárhæð sem til ráðstöf- unar er á viðkomandi rekstrarári. Fjármunir til beingreiðslna vegna flutnings- og dreifingarkostnaðar raforku verða 375 milljónir króna á árinu 2020. Fjölbreyttari ræktun nýtur beingreiðslna Við samninginn bætist nýr flokk- ur beingreiðslna vegna ræktunar á öðrum grænmetistegundum en gúrkum, paprikum og tómötum. Heildarfjárhæð verður 37 milljón- ir króna á ári. Greiðslurnar hefjast strax á þessu ári. Veittir verða sér- stakir jarðræktarstyrkir til útirækt- unar á grænmeti og garðávöxtum til manneldis. Ekki er greitt fram- lag fyrir ræktun undir einum hekt- ara. Þar er meðal annars um að ræða allar afurðir til manneldis sem vaxa neðanjarðar eins og kartöflur, róf- ur, gulrætur, næpur og aðrar sam- bærilegar afurðir. Afurðir ræktaðar ofanjarðar, svo sem blómkál, hvít- kál, kínakál, rauðkál og aðrar sam- bærilegar afurðir geta einnig not- ið jarðræktarstyrkja en þar verður upphæð fyrir hvern ræktaðan hekt- ara hærri, þar sem kostnaður við þá framleiðslu er umtalsvert meiri. Framlög til jarðræktarstyrkja verða 70 milljónir króna á ári. Fagna samningnum Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka íslands, segir að það sé fagnaðarefni að búið sé að ljúka endurskoðun garðyrkjusamningsins á þessum undarlegu tímum. „Mik- ill skilningur er meðal neytenda að styrkja íslenska framleiðslu. í samn- ingnum vega þyngst áhrif hans á útiræktunina. Við sem framleið- endur höfum haft miklar áhyggj- ur af þeirri framleiðslu undanfar- in ár, þar sem of fáir bændur hafa séð sér hag í að stunda hana. Hart hefur verið sótt að framleiðslunni á grundvelli afnáms tolla og takmark- aðs stuðnings. Sá skilningur samn- ingsaðila og þær áherslur sem lúta að tollvernd íslenskrar garðyrkju, lífrænni ræktun og umhverfismál- um eru jákvæðar. Mikil sóknarfæri eru í garðyrkju almennt og ekki síst hér á okkar hreina landi þar sem við njótum þeirra forréttinda að vökva okkar afurðir með hreinu drykkjar- vatni. Eins og segir í slagorðum garðyrkjubænda: „íslenskt græn- meti, þú veist hvaðan það kemur“ og „blóm gera kraftaverk“. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra ,fagnaði sömuleiðis samkomu- laginu. „Þessi samningur mark- ar tímamót fyrir íslenska garð- yrkju. Stærsta breytingin er sú að við erum að stórauka framlög til að niðurgreiða flutnings- og dreif- ingarkostnaðar rafmagns og auka við jarðræktarstyrki til að stuðla að fjölbreyttari ræktun á grænmeti hér á landi. Með því erum við að skapa forsendur til að auka framleiðslu á íslensku grænmeti um 25% á næstu þremur árum og auka þannig markaðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu.“ Nánar má lesa um innihald samn- ingsins á vef landbúnaðarráðuneyt- isins. mm Víðir Haraldsson í Ólafsvík hefur sjómennsku að aðalstarfi. Rær hann ýmist á sínum eigin báti eða fyrir aðra. Sjómennskan er þó ekki það eina sem Víðir leggur fyrir sig, en hann tekur að sér hin ýmsu köfun- arverkefni. Aðspurður sagði Víðir að hann hafi keypt sér köfunarbún- að árið 2005. Æfði hann sig í byrj- un með því að kafa fyrir þá á Örvari SH í Rifshöfn. Sagði hann að verk- efnin væru mismunandi svo sem að skera úr skrúfum báta, zinka báta þar sem hægt er að skrúfa zinkinu á, og bara sitthvað sem til fellur. Að sögn Víðis er alltaf nóg að gera og hafi lakasta árið verið árið 2017, en búið sé að vera nóg að gera frá áramótum. Eiginkona Víðis er Kolbrún Þóra Ólafsdótt- ir. Hún fer alltaf með honum þeg- ar hann fer að kafa og er honum til aðstoðar. Sagði Víðir að það hittist nú oft þannig á að hann væri ný- komin í land þegar hann þyrfti að fara til að kafa en hans aðalstarf er sjómennska eins og áður segir. Þeg- ar blaðamaður hittu þau hjón síð- astliðinn fimmtudag voru þau ein- mitt að undirbúa sig fyrir að kafa niður að Landeyju SH til að skera úr skrúfunni. þa Kolbrún Þóra og Víðir skömmu fyrir köfun í Rifshöfn. Stundar köfun og sjómennsku Snæfellsbær fjölgar sumarstörfum Már og Íva væntanleg á Vog Fulltrúar bænda og stjórnvalda eftir undirritun samningsins. Ljósm. Golli Stefnt að fjórðungsaukningu innlendrar garðyrkju

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.