Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Qupperneq 24

Skessuhorn - 20.05.2020, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202024 Fiskistofa hefur tekið saman yfirlit yfir afla og meðafla grásleppubáta á vertíðinni sem stóð frá 10. mars og fékk óvæntan endi 2. maí í til- efni af endurmati Hafrannsóknar- stofnunar á stöðu stofnsins og afla- brögðum. Margar útgerðir gátu því ekki stundað veiðarnar í þá 44 daga sem heimilaðir höfðu verið og enn aðrar voru ekki byrjaðar veið- ar. Bátar við Breiðafjörð, sem vana- lega byrja um eða eftir 20. maí, fá leyfi til veiða í 15 daga frá 20. maí eða síðar á þessu ári. Það voru 157 grásleppubátar sem lönduðu um 4.655 tonnum í heildina á þessu tímabili nú í vor. Heildarafli í grásleppu var tæp- lega 4.085 tonn og meðafli var því um 570 tonn. „Það er afar mikil- vægt að skrá allan meðafla á veið- unum bæði í fiski sem og sel og sjó- fuglum. Nákvæm skráning á öllum meðafla er forsenda þess að hægt sé að sýna fram á það gagnvart vott- unaraðilum og stjórnvöldum þeirra ríkja þar sem aflinn er fluttur inn að staðgóð þekking og vísindaleg- ar rannsóknir liggi að baki veiðun- um og þeim reglum sem um þær gilda,“ segir í tilkynningu frá Fiski- stofu. mm Byggðarráð Dalabyggðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að stöðva grásleppuveið- ar. Segir ráðið að stöðvun veiðanna komi mjög illa við Dalabyggð. í sveitar- félaginu sé starfandi fisk- vinnslufyrirtækið Sæfrost ehf. sem hafi starfsemi af frystingu hrogna. Á síð- asta ári hafi Sæfrost verið næst stærst í grásleppuvinnslu á landsvísu, með á sjötta hundrað tonn. Undanfar- in ár hafi vinnslan tryggt fólki at- vinnu í um fimm mánuði á ári og á sumri komanda hafi staðið til að tíu manns hefðu atvinnu þar í sumar. Fyrirtækið hafi tryggar sölur, bæði á vottuðum og óvottuðum hrogn- um. „í fámennu samfélagi þar sem atvinna er fábrotin munar um hvert starf. Nú stefnir í a.m.k. 75% minni vinnslu hjá Sæfrosti ehf. ef staðið verður við stöðvun veiða. Á sama tíma hafa ýmsar atvinnugreinar í Dalabyggð orðið fyrir verulegum búsifjum vegna COVID-19 og ekki er séð hvaða atvinnugrein geti grip- ið þá aðila sem annars hefðu starfað við frystingu og söltun. Grásleppu- veiðar eru ekki búbót heldur at- vinna sem margar fjölskyldur reiða sig á og hafa gert til fjölda ára,“ seg- ir í ályktun byggðarráðs. Rétt eins og bæjarstjórn Stykk- ishólmsbæjar bendir byggðarráð Dalabyggðar á að þeir 15 dagar sem veiða á við Breiðafjörð frá og með 20. maí muni ekki bæta upp þá 44 daga sem sjómenn gerðu ráð fyrir að geta gert út. „Einnig er óljóst hvort allir munu fá að veiða í 15 daga eða lokað verði á veiðar þeg- ar ákveðnum afla er náð. Það er óviðunandi með öllu að grásleppusjómenn á innanverðum Breiða- firði, sem fara síðast- ir af stað, lendi í því að bíða í von og óvon eftir því hvernig veiðin gengur á öðrum svæðum,“ segir í ályktun byggðarráðs, sem minnir jafnframt á að bent hafi verið á að mikil gengt grásleppu og afli norð- ur af landinu bendi til að stofnin sé stærri en Hafrannsóknarstofn- un gerði ráð fyrir í sinni ráðgjöf. Stofnvísitalan hafi vaxið og ekkert bendi til þess að stofnstærðin standi ekki undir nýtingu sem fyrri við- miðunargildi gerðu ráð fyrir. Jafn- framt setur ráðið spurningamerki við uppreikning á tunnumagni fyrri ára, sem leiddi til skerðingar á ráð- gjöf Hafró á leyfilegu heildarafla- marki í ár. Ráðið skorar því á Hafró og sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra að endurskoða heimild til veiða á innanverðum Breiða- firði og fjölga veiðidögum til sam- ræmis við áður gildandi reglugerð. Sömuleiðis er skorað á Alþingi að endurskoða þegar í stað núverandi fyrirkomulag veiðanna svo að þessi staða komi ekki upp aftur. kgk Samningar hafa tekist við dýra- lækna í dreifðum byggðum um að sinna nauðsynlegri dýralæknaþjón- ustu til næstu fimm ára. Samhliða voru gerðir verkkaupasamningar við dýralækna um að sinna opin- berum störfum fyrir Matvælastofn- un. Gerir það stofnuninni kleift að fækka héraðsdýralæknum og hag- ræða í rekstri. Samningar við dýralækna koma í kjölfarið á starfi starfshóps sem sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði á síðasta ári, um þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum og vaktþjónustu dýralækna. Hlutverk hópsins var að endurskoða skipulag þjónustu í dreifðum byggðum sem og vaktþjónustu dýralækna. Megin- markmiðið var að tryggja aðgengi að dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum og vaktþjónustu utan dagvinnutíma á hagkvæman og að- gengilegan hátt með velferð dýra að leiðarljósi. Aukið aðgengi að dýralæknum í ráðuneytinu er samhliða þessu unnið að endurskoðun reglugerð- ar um Matvælastofnun. Með setn- ingu hennar er stefnt að fækkun umdæma stofnunarinnar úr sex í fjögur, eigi síðar en í árslok 2021. Þjónustusvæði dýralækna verða hins vegar níu með ellefu fullar staðar- uppbætur fyrir dýralækna. Fækkun umdæma MAST byggir á mögu- leikum stofnunarinnar til að kaupa þjónustu af dýralæknum sem samið hefur verið við. Vegna dýralækna- þjónustu var samið við sex dýra- lækna og fjögur fyrirtæki þar sem starfa tveir eða fleiri dýralæknar. Stofnunin gerði síðan verkkaupa- samninga við sextán dýralækna. Með nýrri reglugerð um dýra- læknaþjónustu í dreifðum byggð- um er þjónustusvæðum fækkað úr tíu í níu, en fullar staðaruppbætur verða þó ellefu talsins, en voru tíu áður. „Með þessu fyrirkomulagi skapast viðunandi starsskilyrði fyr- ir dýralækna þannig að þeim hug- nist að starfa í dreifðum byggðum landsins. Nýtt skipulag dýralækna- þjónustu felur í sér aukið aðgengi að dýralæknum og komið er á sam- starfi við Matvælastofnun, sem skapar aukna tekjumöguleika fyrir þjónustudýralækna. Þeim er jafn- framt tryggður réttur til fjarveru vegna veikinda og orlofs og þak er sett á vaktskyldu þeirra,“ segir í til- kynningu frá Matvælastofnun. Millibilsástand á Vestursvæði Fyrirhuguð fækkun umdæma Mat- vælastofnunar úr sex í fjögur, sem gert er ráð fyrir í nýrri reglugerð um Matvælastofnun, hefur það í för með sér að Vestursvæði, sem sam- anstendur af Vesturlandi og Vest- fjörðum, verður að líkindum skipt upp. Borgarfjarðarsvæðið og Snæ- fellsnes munu þá renna inn í Suð- vesturumdæmi og Dalir og Vest- firðir inn í Norðvesturumdæmi. Reglugerðin er sem fyrr seg- ir í endurskoðun hjá ráðuneyt- inu og þessi skipting tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið sam- þykkt. Þangað til verður Vesturum- dæmi óbreytt og það gerir það að verkum að ákveðið millibilsástand skapast. Elísabet Hrönn Fjóludótt- ir lét af störfum héraðsdýralækn- is í umdæminu 1. maí síðastliðinn og vegna fyrirhugaðrar fækkunar umdæma verður ekki auglýst eft- ir nýjum héraðsdýralækni í henn- ar stað. Sigurborg Daðadóttir yf- irdýralæknir mun sinna störfum héraðsdýralæknis í Vesturumdæmi þangað til breytingin verður sam- þykkt. „Starfsmenn umdæmisins, Kristín Þóra Þórhallsdóttir eftir- litsdýralæknir og Guðlaugur Ant- onsson dýraeftirlitsmaður, munu sinna sínum störfum áfram. Ef það þarf að afgreiða einhver embættis- verk sem Kristín getur ekki sinnt á meðan þetta millibilsástand varir, þá mun ég gera það,“ segir Sigur- borg í samtali við Skessuhorn. Mikil kerfisbreyting Sigurborg segir að með þjónustu- samningunum og fyrirhugaðri fækkun embætta muni heilmikil kerfisbreyting eiga sér stað. „Af því að við erum búin að semja um að kaupa verk af þjónustudýralæknum sem eru starfandi í dreifðum byggð- um þá getum við sagt að við þurf- um ekki héraðsdýralækna staðsetta í þessum dreifðu byggðum, af því fólk hefur aðgang að hinum dýra- læknunum,“ segir hún. „Með því að fækka umdæmum úr sex og í fjög- ur fækkar um tvo héraðsdýralækna í landinu. Það er ákveðin hagræð- ing fólgin í því en á móti kemur að verkin fara ekki heldur mun Mat- vælastofnun kaupa þá þjónustu af dýralæknunum sem eru á staðnum. Með því er bæði verið að styrkja og þétta aðgengi að dýralæknum og styðja betur við afkomumögu- leika þeirra dýralækna sem starfa í dreifðum byggðum landsins, sam- hliða hagræðingu hjá Matvæla- stofnun,“ segir Sigurborg að end- ingu. kgk Birta samantekt grásleppuveiða og meðafla í vor Grafið sýnir að hafnir með flesta báta, landanir og afla voru Bakkafjörður, Ólafsfjörður og Siglufjörður. Hæst hlutfall með- afla var á Ársskógssandi, Ólafsvík og Keflavík. Nokkrar hafnir eru ekki með neinn skráðan meðafla en þær eru Djúpivogur, Eskifjörður, Hvammstangi, Neskaupstaður og Norðurfjörður. Dalamenn mótmæla stöðvun grásleppuveiða Fé rekið til réttar. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Ljósm. úr safni/ sá. Samið um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum Fækkun umdæma MAST skapar millibilsástand á Vestursvæði

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.