Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 20.05.2020, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 2020 25 Su do ku Ungmennafélag Grundarfjarðar hélt aðalfund félagsins fimmtudag- inn 14. maí síðastliðinn. Þar voru hefðbundin aðalfundarstörf á dag- skrá. Það urðu mannabreytingar í stjórn en Halldóra Dögg Hjörleifs- dóttir og Dagný Ósk Guðlaugs- dóttir gengu úr stjórninni en Hall- dóra hafði gegnt stjórnarstörfum á annan áratug. Fundurinn var hald- inn í íþróttahúsi Grundarfjarðar og þar var passað upp á að nægt bil væri á milli stjórnarmanna og ann- arra fundargesta. tfk Síðastliðinn fimmtudag barst björg- unarbátnum Björg í Rifi útkall um kl. 14:30. Um var að ræða línubát- inn Landeyju SH sem var vélar- vana eftir að hafa fengið drauganet í skrúfuna norður af Rifi. Gekk vel að manna Björgina og var látið úr höfn skömmu síðar. Ferðin gekk vel og greiðlega gekk að koma taug á milli enda veður gott. Um fjögurleitið var komið með Landeyju í Rifshöfn þar sem skorið var úr skrúfunni. Tók það ekki langan tíma og gátu þá skipverjar á Landeyju haldið til veiða aftur til að ljúka við að draga línuna sem varð eftir. þa Menntamálaráðuneytið hefur stað- fest tillögu frá Minjastofnun og nokkrum velunnurum Háskólans á Bifröst um friðun elstu bygging- anna á Bifröst sem reistar voru um miðbik síðustu aldar. í tilefni þess- ara tímamóta verður boðað til kaffi- samsætis fyrir alla velunnara skól- ans í veitingasalnum á Bifröst. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra mun ávarpa samkomuna. „Sigvaldi Thordarson teiknaði elstu bygginguna á Bifröst, en þar er nú rekinn veitingastaður. Hús- ið þykir fallegt og stíhreint og ber höfundarverki Sigvalda fagurt vitni og menningarsögulegt gildi gömlu húsanna hér á Bifröst er mikið,“ segir í tilkynningu. Samkvæmið hefst klukkan 15.00 á morgun, fimmtudaginn 21. maí, sem er uppstigningardagur. mm Þjóðhátíðardagur Norðmanna var á sunnudaginn, 17. maí. Af því til- efni tók Guðjón S Brjánsson, al- þingismaður og félagi í Norræna félaginu, sig til og dró að húni fána frænda vorra í austri, utan við Ráð- hús Akraness við Stillholt. Með honum í verkefninu voru ungir og efnilegir félagsmenn í Norræna fé- laginu, þeir Alexander Veigar og Guðjón Máni. mm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið hefur gert nýjan samning við Icelandair sem ætlað er að tryggja lágmarks flug til Evrópu og Banda- ríkjanna til og með 27. júní í sumar. Flogin verða tvö flug á viku á þrjá áfangastaði út samningstímann. Hægt er að framlengja samning- inn fram í september ef þörf kref- ur. Áfram verður flogið til Boston, London og Stokkhólms en flug til New York og Kaupmannahafnar verður skoðað á tímabilinu. „Mark- miðið er sem fyrr að tryggja flug- samgöngur til og frá landinu vegna þess ástands sem skapast hefur vegna Covid-19 faraldursins,“ segir í tilkynningu. Nýi samningurinn gildir frá sunnudeginum 17. maí til laugar- dagsins 27. júní nk. Ráðuneytið getur framlengt samningnum tví- vegis, fyrst til 8. ágúst og aftur til 19. september nk. Um er að ræða framhald á samningum sem gerðir hafa verið við Icelandair um lág- marks millilandaflug á tímabilinu 27. mars til og með 16. maí. Ríkið mun greiða að hámarki 300 milljónir kr. vegna upphafstímabils samningsins frá 17. maí til 27. júní. Greiðslur fyrir flug á öllu tíma- bilinu geta að hámarki orðið 500 milljónir kr. Tekjur Icelandair af flugunum munu enn fremur lækka greiðslur. mm Gáttin, oryggisbrestur.island.is, var opnuð með formlegum hætti í síð- ustu viku. Vefgáttinni er ætlað til að auðvelda tilkynningar fyrirtækja og stofnana um öryggisatvik í rekstri þeirra. Gáttin er samvinnuverk- efni Persónuverndar, Póst- og fjar- skiptastofnunar/CERT-IS og Lög- reglunnar undir forystu samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. í sameiginlegri fréttatilkynningu hlutaðeigandi kemur fram að í gátt- inni sé á einum stað og með sam- ræmdum hætti hægt að tilkynna um öll öryggisatvik og öryggisbresti hvort sem þau heyra undir Pers- ónuvernd eða netöryggissveitina CERT-IS sem Póst- og fjarskipta- stofnun rekur. Einnig er hægt að tilkynna atvikin til Lögreglunnar. Öryggisatvikin geta verið netatvik, tengd netárásum eða netglæpum, en geta einnig birst í öðrum miðl- um, einkum atvik sem varða vernd persónuupplýsinga. Gáttinni er ætlað að bæta þjónustu við þá aðila sem er skylt að tilkynna öryggisat- vik samkvæmt lögum. mm Björgin sótti bát sem fékk í skrúfuna Ný stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar f.v: Sigríður Guðbjörg Arnardóttir formaður, Ragnar Smári Guðmundsson meðstjórnandi, Tómas Freyr Kristjánsson gjaldkeri, Lísa Ásgeirsdóttir ritari og Guðbrandur Gunnar Garðarsson meðstjórn- andi. Ljósm. Hinrik Konráðsson. Aðalfundur UMFG Tilkynningasíða opnuð fyrir öryggisatvik í rekstri Boðað til kaffisamsætis vegna friðunar elstu bygginganna á Bifröst Flaggað Norðmönnum til heiðurs Lágmarks millilandaflug tryggt í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.