Skessuhorn


Skessuhorn - 20.05.2020, Page 28

Skessuhorn - 20.05.2020, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 20. MAí 202028 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Börnin á leikskólanum Hnoðrabóli í Reykholtsdal fengu skemmtilegan gest í heimsókn til sín í dag. Móð- urlaust folald sem fæddist á Gríms- stöðum fyrir um viku síðan kom inn í leikskólagarðinn. Börnin sýndu folaldinu takmarkalausan áhuga og væntumþykju. Folaldið fékk ómælt knús og klapp frá þeim enda voru þau að passa það vel þar til Adda Karen, heimasætan á Grímsstöð- um, kom og sótti folaldið með vin- konu sinni Sesselju frá Deildar- tungu. „Sveitin iðar af nýju lífi á vorin sem börnin hér á Hnoðrabóli fá að njóta hér á Grímsstöðum,“ segir Sjöfn Guðlaug Vilhjálmsdótt- ir leikskólastjóri. mm Háskóli íslands og Hafrannsókna- stofnun hafa gert með sér sam- komulag um samvinnu um nýja námsleið í sjávar- og vatnalíffræði með áherslu á fiskifræði sem verð- ur í boði frá og með næsta hausti við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskólans. Stofnanirnar hafa um árabil átt gott samstarf bæði á sviði kennslu og rannsókna. Þannig hafa starfsmenn Hafrannsóknastofnun- ar m.a. sinnt kennslu við háskólann og kennarar skólans hafa haft rann- sóknaraðstöðu á Hafrannsókna- stofnun. Auk þess hafa nemendur og kennarar háskólans haft aðgang að rannsóknaskipum stofnunarinn- ar, bæði til kennslu og rannsókna, og stofnanirnar hafa unnið sam- an að rannsóknum í tengslum við rannsóknarsetur og stofnanir víða um land. Um er að ræða tveggja ára meist- aranám, sem kjörsvið innan líffræði við Háskóla íslands, sem er byggt að jöfnum hluta á námskeiðum (60 einingar) og rannsóknarverk- efni (60 einingar). Gert ráð fyrir að Hafrannsóknastofnun muni ráða sérfræðing til að hafa umsjón með meistaranáminu og sinna kennslu í námskeiðum á námsbrautinni ásamt kennurum Háskóla íslands. mm Varðhundarnir fóru að gelta og góla, ég leit upp frá tölvunni og fann að mér leið eitthvað skringi- lega. Ég fór út í garð og reyndi að róa hundana niður en þeir héldu áfram að gelta. Jæja, var einhver eðla eða fugl búinn að stela mat úr dallinum þeirra, það væri ekki í fyrsta skiptið. Nei, gamla tíkin Júlía var oftast róleg yfir því þó að ungi rakkinn Rex væri að rífast við eðlu eða fugl. Var einhver að reyna að klifra yfir vegginn? Nei, hundarn- ir virtust ekki vera að fylgjast með veggnum. Ég horfði í kringum mig, vindurinn lék um laufin en vindur- inn var að aukast, núna voru topp- arnir á trjánum í garðinum farnir að sveiflast til og frá. Mangó ávext- ir féllu niður úr trjánum í sandinn. Þetta var furðulegt. Það segir kannski mikið þegar maður frá blessaða Borgarnesi, stað sem er þekktur fyrir að vera eitt mesta rokrassgat á landinu, er farinn að furða sig á smá vindhviðum. En þið verðið að skilja að veðrið hérna í Níger í Vestur-Afríku er allt öðru- vísi en við eigum að venjast heima á íslandi. Þegar ég skoða veðurspána fyrir borgina Niamey þá er hún alltaf eins, bara mjög heitt, mjög þurrt og nær enginn vindur. Svona er spáin vikum og mánuðum saman þar til að regntímabilið byrjar. Það er vonlaust að ræða um veðrið við heimafólk, það er ekkert til að tala um, veðrið er alltaf eins. Þið getið ímyndað ykkur hve erf- itt þetta er fyrir mig ef ég er með fólki og það kemur vandræðaleg þögn. Það er mér í blóð borið að byrja að tala um veðrið og reyna að fylla upp í þögnina á svona stund- um, en heimafólkið hérna bara hreinlega skilur ekki spurning- arnar mínar. Þau horfa bara á mig og svara: Já, það er heitt, já það er þurrt, já það er logn, og hvað með það? Ég var orðinn svo vanur að það væri ekkert veður hérna að það tók mig smá stund að átta mig á hvern- ig mér leið þegar ég stóð þarna í garðinum. Ég fann bara einhvern veginn á mér að loftþrýstingurinn var að breytast, eins og sannur ís- lendingur þá fann ég það í beinun- um að það væri stormur á leiðinni. Ég var skælbrosandi, það var loks- ins að koma alvöru veður! Brosið hvarf þegar ég sá sand- vegginn nálgast. Hugurinn minn var bara ekki að skilja hvað ég var að horfa á, þetta var eins og ið- andi fjallgarður á hreyfingu. Vin- kona mín Noemi Mioara tók þess- ar myndir þegar stormurinn nálg- aðist hennar hús, en ég fattaði ekki að taka upp símann. Ég stóð bara stjarfur og horfði á húsin og heilu hverfin bara hverfa þegar veggur- inn skreið yfir, og áður en ég vissi af var ég sjálfur horfinn inn í sand- storminn. Agnarfín sandkorn fylltu augu, eyru, nef og munn og vind- urinn reif mann til og frá. Hliðið opnaðist og kærastan mín Sasha kom keyrandi inn í garðinn. Henni hafði verið ráðlagt að fara heim eins hratt og hún gæti. Við og hundarnir komum okkur í skjól á meðan sand- stormurinn gerði himinn blóðrauð- an og svo var sandmökkurinn svo þykkur að allt var í niðamyrkri. Rafmagnið fór af og við sátum inni í stofu við kertaljós og horfð- um og hlustuðum saman á krafta náttúrunnar flæða yfir borgina. Svo breyttist hljóðið, við fórum að heyra þrumur. Á eftir sandstorm- inum komu þrumur, eldingar og svo mikið regn að garðurinn okk- ar leit út eins og tjörn. Við vorum mjög þakklát að húsið okkar er upphækkað því það munaði litlu að flætt hefði inn. Tíminn leið en á endanum minnkaði vindurinn og sólin fór að skína aftur. Við stigum út í garð og bara lyktin af regni eft- ir svona storm í eyðimörkinni er hreinlega ólýsanleg - ég var líkleg- ast alveg jafnglaður með storminn og plönturnar í garðinum. Þær hafa loksins vatn til að vaxa og ég hef loksins veður til að tala um í vand- ræðalegum þögnum. Geir Konráð Theódórsson í Níger. Vandræðalegar þagnir á undan veðrinu Börnin á Hnoðrabóli fengu folald í heimsókn Fulltrúar Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunar hittust niðri á höfn í blíðunni á dögunum og staðfestu samstarfssamninginn. Ljósm. HÍ. HÍ og Hafró mennta fiski- fræðinga framtíðarinnar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.