Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Page 8

Skessuhorn - 10.06.2020, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 20208 Grunsamlegir menn við höfnina STYKKISH: Haft var sam- band við lögreglu og greint frá grunsamlegum manna- ferðum við Stykkishólms- höfn árla á sunnudagsmorg- un. Sagt var frá tveimur mönnum á flakki um höfn- ina milli kl. 5:00 og 6:00, þar sem þeir skoðuðu báta og tóku myndir. Þótti tilkynn- anda þetta undarleg hegð- un svo snemma dags og taldi að þeir hefðu verið að skoða rúllur af bátum. Þeir drifu sig síðan inn í bíl og óku beint út úr bænum. Lét hann fylgja lýsingar á mönnun- um og bílnúmer en lögregla hefur ekki fengið neinar til- kynningar um þjófnað. -kgk Dularfullt símtal VESTURLAND: Kona ein í umdæminu hafði sam- band við lögreglu þar sem hún hafði fengið undarlegt símtal skömmu fyrir mið- nætti kvöld eitt í liðinni viku. Sagði hún frá því að mað- ur frá ákveðnu fyrirtæki í Reykjavík hefði hringt í sig, spurt hana um nafn og síð- an tjáð henni að hann væri að koma með sjónvarps- tæki sem hún hefði pantað. Konan hafði ekkert sjón- varp pantað og fannst sím- talið því grunsamlegt í meira lagi. Lögregla kannaði málið og við rannsókn þess kom í ljós að þar hafði 13 ára son- ur konunnar verið að gera sí- maati í móður sinni. Konan ætlaði að ræða við son sinn vegna málsins. -kgk Barn læst í bíl AKRANES: Barn læst- ist inni í bíl á Akranesi síð- astliðinn miðvikudag. Haft var samband við neyðar- línu vegna þessa um hálf níu að kvöldi. Að sögn lögreglu læsti barnið sig sjálft inni fyrir slysni og kom lögregla á vettvang, opnaði bílinn og hleypti barninu út. Þessu tengt segir lögregla of al- gengt að bílar séu skildir eft- ir í lausagangi í umdæminu. Slíkt er óheimilt skv. um- ferðarlögum, en hætta get- ur stafað að slíku auk þess sem bílarnir menga á meðan. Hefur lögregla haft afskipti af ökumönnum vegna þessa. -kgk Fullur á skutlunni BORGARNES: Haft var samband við lögreglu laust eftir kl. 14:00 á laugardag og tilkynnt um ölvaðan öku- mann á þriggja hjóla raf- skutlu í Borgarnesi. Lög- regla fór á stúfana og leitaði mannsins víða um bæinn en fann hann ekki. -kgk Mörg umferðarmál VESTURLAND: Mörg umferðarmál komu inn á borð Lögreglunnar á Vest- urlandi í liðinni viku. Fyrir utan hraðakstra, sem fjallað er um í annarri frétt, voru málin að mestu hefðbund- in, að sögn lögreglu. Einn ökumaður var stöðvað- ur í Borgarfirði með kerru í eftirdragi, án þess að hafa til þess tilskilin öku- réttindi. Ökumenn voru áminntir fyrir að leggja gegn akstursstefni á Akra- nesi og númer voru klippt af nokkrum bílum. Þá var haft eftirlit með atvinnu- tækjum, bæði umferðareft- irlitið og vegaeftirlit lög- reglu. Nokkrir voru sekt- aðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti og sektaðir um 20 þús. krónur fyrir athæf- ið. Minniháttar umferð- aróhapp varð á Kirkjubraut á Akranesi á mánudaginn. Kerra sem skagaði út á göt- una rann úr stæðinu og út á götuna. Þar hafnaði hún á bíl og öðrum bíl var ekið á kerruna. -kgk Datt af fjalla- hjóli SNÆFELLSBÆR: Slys varð á jökulhálsleið mið- vikudaginn 3. júní síðast- liðinn, þegar maður féll af fjallahjóli á leið niður háls- inn. Maðurinn kenndi sér eymsla á hægri öxl eftir fallið. Sjúkrabíll og sjúkra- lið fóru á vettvang og fluttu manninn á heilsugæsluna í Ólafsvík til aðhlynningar. -kgk Með gras í vasa AKRANES: Maður var kærður fyrir vörslu fíkni- efna á Akranesi í vikunni sem leið. Lögregla varð mannsins vör þar sem hann var á gangi í bænum. Að sögn lögreglu lyktaði mað- urinn af kannabis. Hann heimilaði leit á sér og við leitina fundust kannabis- efnin. -kgk Smáþjófnaðir VESTURLAND: Drátt- arkúlu var stolið af bifreið þar sem hún stóð fyrir utan Nettó í Borgarnesi í vik- unni sem leið. Málið er til rannsóknar og verið að fara yfir efni úr öryggismynda- vélum vegna þessa. Þá fékk lögregla tilkynningu um stolið reiðhjól á Akranesi á föstudaginn. Lögregla hef- ur einnig orðið vör við um- ræðu um þjófnaði á gaskút- um og blómakerjum, en þó hafa henni ekki borist nein- ar formlegar tilkynningar um slíkt. Lögregla hvetur íbúa umdæmisins til að láta vita um slíka smáþjófnaði, sem aðra. -kgk Eins og áður hefur verið greint frá er fyrirhugað að útbúa útsýnisstað í Súgandisey. Stykkishólmsbær hef- ur, í samstarfi við Félags íslenskra landslagsarkitekta, auglýst eftir þátttakendum í forval vegna sam- keppni um hönnun staðarins. „Súg- andisey er eftirsóknarverður staður fyrir heimamenn og gesti bæjar- ins til göngu- og náttúruuplifunar. Meðal annars er eyjan rík af fugla- lífi og einstöku útsýni yfir Breiða- fjörð og bæjarstæði Stykkishólms- bæjar. Auk þess fara vinsældir Súg- andiseyjarvita sem myndefnis vax- andi,“ segir í tilkynningu frá Stykk- ishólmsbæ og FÍLA. Í verkefninu verður leitast við að afla hugmynd að hönnun og efnis- notkun útsýnissvæðisins, sem á að gegna því hlutverki að svala for- vitni þeirra sem vilja skoða þver- hnípt bjarg Súgandiseyjar. Valin verða fjögur teymi til þátttöku og fær hvert greiddar 750 þús. krón- ur fyrir tillögur sínar. Að auki verða fimm þúsund krónur greiddar fyr- ir verðlaunatillöguna og stefnt að því að semja við verðlaunahöfunda um áframhaldandi hönnun útsýn- isstaðarins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stykkishólmsbæ. Gerð er sú krafa að í hverju um- sóknarteymi sé landslagsarkitekt, maður á lista Mannvirkjastofnunar yfir löggilda hönnuði og að teym- ið innihaldi a.m.k. einn sem hef- ur hlotið viðurkenningu eða verð- laun í skipulags- og hugmyndasam- keppnum. Valnefnd, skipuð fulltrú- um Stykkishólmsbæjar og FÍLA, mun meta hvaða teymi uppfylla skilyrði til þátttöku. kgk Sjúkraþjálfararnir Anna Sólveig Smáradóttir, Einar Harðarson, Gunnar Smári jónbjörnsson og Helga Sjöfn jóhannesdóttir opnuðu Sjúkraþjálfun Akraness seinni hluta maímánaðar. Eru þau fjögur eig- endur og rekstraraðilar stofunnar, sem staðsett er við Suðurgötu 126. Til að halda upp á opnun stofunn- ar buðu eigendurnir til opnunar- teitis síðastliðinn föstudag, þar sem gestum var boðið að koma og skoða nýju stofuna og fræðast um starf- semina, sem hefur gengið vel fyrstu vikurnar, að sögn eigenda. kgk Kristján Þór júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur staðfest tillögu Hafró að nýju áhættumati vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi. Það er mat á magni frjórra laxa sem strjúka úr eldi í sjó og vænta má að komi í ár þar sem villta stofna er að finna. Metið er að erfðablöndun eldislaxa við villta nytjastjofna, að teknu til- liti til mótvægisaðgerða, verði það mikil að tíðni arfgerða villtra stofna breytist og valdi versnandi hæfni stofngerða þeirra, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu. Uppfært áhættumat gerir ráð fyr- ir að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó, mælt í hámarkslífmassa. Það felur í sér 20 prósenta aukningu á heimiluðu eldi frjórra laxa. Há- markseldismagn á frjóum laxi í sjó verður 64.500 tonn á Vestfjörðum og 42.000 tonn á Austfjörðum. Á Vestfjörðum er stærsta breyt- ingin sú að við endurskoðað mat verður leyfilegt að ala 12.000 tonn í Ísafjarðardjúpi, en jafnframt verð- ur leyft eldi 2.500 tonna í Önund- arfirði. Samkvæmt áhættumatinu verður eldi ekki stundað nær veiði- ám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æðey og Hólmasundi. Ef notuð eru 400 gramma seyði má auka hámarks- lífmassa í Ísafjarðardjúpi í 14.000 tonn. Á Austfjörðum verður 60% aukning á hámarkseldi sem kemur fram í Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Seyðisfirði. Í Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði er lagt til að hámarks- lífmassi geti orðið 14.000 og 18.000 ef notuð eru 400 gramma seyði. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra segir að stærsta breyt- inging í frumvarpi um fiskeldi hafi verið lögfesting áhættumats erfða- blöndunar. Hlutverk matsins sé að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum laxastofnun. „Nú hefur Hafrannsóknastofnun, eftir yfir- ferð samráðsnefndar um fiskeldi, uppfært fyrra áhættumat sitt og ég staðfest það. Með því erum við að framfylgja þeirri stefnu stjórnvalda að byggja ákvarðanir um framþró- un fiskeldis á rannsóknum og ráð- gjöf vísindamanna. jafnframt er verið að ýta undir að fiskeldi verði sterk og öflug atvinnugrein þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi,“ segir Krist- ján Þór júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. kgk Horft yfir Stykkishólm. Súgandisey næst í mynd. Boðað til hönnunarsamkeppni um útsýnisstað Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið. Nýtt áhættumat erfðablöndunar staðfest Bæjarstjórinn á Akranesi færði eigendum blómvönd í tilefni opnunarinnar. F.v. Einar Harðarson, Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Gunnar Smári Jónbjörnsson, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Anna Sólveig Smáradóttir. Fögnuðu opnun Sjúkraþjálfunar Akraness

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.